Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 Fréttir Bandar. í fO/ i Kanada Japan S-K a Bandar. Kanada Japan S-Kórea Ln_lU U 7,5% 7,3% 0,3% 0,1% Bandar. Kanada Japan S-Kórea EFTA 70 milljq EB Sjávar- Landbúnaðar- Iðnaðar- afurðlr afurðir vörur Ymsar vörur DV íslenskur sjávarútvegur nýtur góðs af GATT-samningi: Verndarhyggjan víkur fyrir frjálsræðinu - miklar tollalækkanir 1 mikilvægum viðskiptalöndum íslendinga Uruguay-viöræöur GATT leiddu til samkomulags 116 ríkja fyrr í mánuð- inum um aukið frjálsræði í milli- ríkjaviðskiptum. Markvisst á að rífa niður tollamúra og afnema við- skiptahöft. Viðræðumar hófust í Uruguay 1986 og er tahð að með nið- urstöðu þeirra hafi skilyrði skapast fyrir auknum efnahagslegum vexti í heimsbúskapnum. Gert er ráö fyrir að samkomulagið taki stigvaxandi gildi á sex árum frá og með árinu 1995. Hjá ýmsum mikilvægum viðskipta- þjóðum íslendinga munu tollar á sjávarafurðum lækka um minnst 30 prósent. Að öllu óbreyttu mun það styrkja markaðshlutdeild íslenskra fiskútflytjenda verulega á næstu árum. Sömu sögu er að segja um iðn- framleiðendur, einkum þá sem þjóna sjávarútveginum. Á Bandaríkjamarkaði lækka tollar á sjávarafurðum meira, að meðaltali um 99,1 prósent miöað við núverandi samsetningu á útflutningi þangað. í Evrópu verður hins vegar um óveru- legar tollalækkanir að ræða vegna EES-sainningsins sem kveður á um fríverslun með fisk. Verulegir hagsmunir í húfi Á árinu 1992 nam útflutningur ís- lendinga til Bandaríkjanna tæpum 10 milljörðum króna, sem samsvarar 11,4 prósent af útflutningsverslun íslands. Á Japansmarkað voru seld- ar vörur fyrir ríflega 6,6 milljarða, sem sams varar 7,5 prósent af útílutn- ingsversluninni. Alls voru á árinu fluttar út vörur fyrir riflega 87,8 milljarða, þar af var hlutur sjávarafurða tæpir 70 millj- arðar. Af þessu má vera ljóst að tolla- lækkun á sjávarafurðum í Japan og Bandaríkjunum skiptir íslendinga miklu máh í viðskiptalegu tilliti. Á öðnun mörkuðum, svo sem í Kanada og Suður-Kóreu, er einnig að vænta betri möguleika á sölu á íslenskum sjávarafurðum. Tæpir fimm áratugir eru nú síðan „Hið almenna samkomulag um toha og viðskipti" (GATT) var undirritað- af ríkjum heims. Um 90 prósent af vöruviðskiptum í heiminum eru nú milh aðildarlanda GATT. Markmiðið er að skapa aga og festu í viðskiptum, stuðla að auknu viðskiptafrelsi og örva þannig flárfestingu, atvinnu- myndun og viðskipti. Með þessum hætti vinnur GATT að auknum hag- vexti í heiminum. Hornsteinn GATT er svoköhuð bestu-kjarareglá. Hún felur í sér að öh viðskipti skuh stimduð á gnmd- velh jafnræðis og án mismununar. Ríki mega ekki mismuna vörum við innflutning vegna uppnma þeirra eða áfangastaðar, hvorki með tohum eða magntakmörkunum. Af þessu leiðir að aðildarríki er óheimilt að veita öðru ríki viðskiptaívilnanir fram yflr önnur eða mismuna þeim í viðskiptum. Þó svo að GATT vinni að fijálsari viðskiptaháttum og aukinni sam- keppni bannar samningurinn ekki aha vemd fyrir innanlandsfram- leiöslu. Tohar;era því heimilaðir að vissu marki. í þeim átta samninga- lotum sem fram hafa fariö innan GATT th þessa hafa tohar verið bundnir við ákveðið hámark. Viða- mesta bindingin átti sér stað í síðustu lotu sem kennd var við Uruguay og lauk um miðjan desember. Innan GATT hefur hart verið tekist á um lækkun tollbindinga. Má segja að það sé hið hefðbundna umfjöllun- arefni GATT að stuðla að lækkun toha og fjölga þeim vöruflokkum sem era með bundna toha. Frá því GATT komst á laggimar hafa meðaltohar iðnríkja lækkað úr 40 prósentum í lok fimmta áratugarins í 5 prósent. Sanngjarnari samkeppni í mihiríkjaviðskiptum grípa stjóm- völd oft th ýmissa úrræða til að auð- velda framleiðendum sínum að koma vöra sinni á framfæri og selja hana á erlendum mörkuðum, oftast með niðurgreiðslu og undirboðum. Sam- kvæmt GATT er heinhlt að leggja á undirboðstoha á undirboðna vöra sem má nema muninum á útflutn- ingsverðinu og eðlhegu verði. Einnig er heimht að grípa th gagnaðgerða í formi jöfnunartoha þegar niður- greidd vara veldur viðskiptatjóm, th að jafna út þann mun í verði sem niðurgreiðslumar skapa. Fiskurinn iðnaðarvara Um viðskipti með landbúnaðarvör- ur hafa th þessa ght óljósar reglur og sumpart hafa heimsviðskiptin með þessar vörur verið á skjön við grundvaharreglur GATT. í Uragua- y-lotunni var sérstaklega tekist á við þetta með þaö að markmiði að auka fijálsræðið. Þar sem flest ríki líta á flsk og fisk- afurðir sem landbúnaðarvörur hafa viðskipti með þær verið háðar sömu takmörkunum og búvörur. í nýaf- stöðnum viðræðum lögðu fuhtrúar íslands allt kapp á að ijúfa þessi tengsl og stuðla að því að fiskafurðir flokkuðust með iðnaðarvörum. Það ætlunarverk tókst þegar ákveöið var að feha fisk út úr landbúnaðarþætti viðræðnanna og fjalla um hann í við- ræðunum um markaösaðgang fyrir iðnvörar. Uruguay-samkomulagið Samkvæmt þeirri lausn sem náðist í Uraguay-viðræðunum veröa reglur um viðsldpti með landbúnaðarvörar bæði einfaldari og skýrari. Gert er ráð fyrir að einstök ríki geti stutt við landbúnaðinn á meðan framleiðend- ur era að búa sig undir aukna sam- keppni á jafnréttisgrandvehi. Magn- takmarkanir verða óheinhlar og að auki verður tryggður lágmarksað- gangur fyrir landbúnaðarvörar á lágum tollum til allra samningsríkj- anna. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir að einstök ríki geti bannað innflutn- ing á ýmsum hráum landbúnaðaraf- urðum vegna sjúkdómavama. Uraguay-samkomulagið nær að auki th ýmiss konar þjónustuvið- skipta sem ekki hafa fahið undir GATT til þessa. Með þessu er leitast við að auka möguleikana á mhh- ríkjaviðskiptum á sviði fjarskipta, flutninga, tækniþekkingar, hug- verka og fleira. Varðandi önnur viðskipti verða tohar á iðnaðarvöram lækkaðir enn- frekar og jafnvel afnumdir af ein- staka vörategundum. Ætlunin er að fylgjast betur með að einstök ríki standi við skuldbindingar sínar og komið verður á fót alþjóðaviðskipta- stofnun sem mynda mun stofnana- legan ramma utan um Uraguay- samkomulagið. Th að tryggja hag þróunarland- anna verður þeim tryggður aukinn hluti af heimsviðskiptunum með aukinni fríverslun, th dæmis með landbúnaðarvörur, hitabeltisefurðir, spunavörur og fleira. Að þessu leyt- inu markar Uraguay-samkomulagið tímamót í samskiptum þjóðanna. í þessu sambandi má nefna að reiknað hefur verið út að árlegar tekjur í heiminum muni aukast um minnst 270 mhljarða dollara vegna niður- stöðunnaríUraguay-lotunni. -kaa í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.