Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 Kristjáni Jóhannssyni leiðist allt tal um peninga. Talað um peninga og launa- kostnað „Já, það kemur öðruvísi við mann. Umtalið er líka meira og annars konar. Heima er talað um peninga og launakostnað sem þekkist ekki annars staðar á op- inþerum vettvangi. Ég kem tD íslands með opnum hug og mik- illi ánægju og vona að þetta geti orðið eftirminnileg uppákoma," segir maður ársins hjá DV, Kristján Jóhannsson, um vænt- anlega sýningu Þjóðleikhússins. Urrunæli dagsins Barátta við lík „Ég er að fara í samkeppni við líkið á sjálfum mér,“ segir Gunn- ar Smári Egilsson, fyrrum rit- stjóri Pressunnar, en hann ætlar að gefa blað sitt, Eintak, út viku- lega, á fimmtudögum. „Það er líka meira fútt í því að gefa út vikurit. Á krepputímum er meira gaman að gefa út eitt- hvaö sem er tiltölulega ódýrt og hratt." Pólitískt ofbeldi „Hér er um að ræða pólitískt ofbeldi. Siðleysið er þvílíkt að ég á ekki til orð yflr þetta,“ segir Haraldur Haraldsson í Andra en tilboði hans og fleiri í SR-mjöl var ekki tekið þar sem fjárhagsstaða þeirra þótti ekki nægileg traust. „Það er stóralvarlegur hlutur af sjávarútvegsráðherra að full- yrða að þessir aðilar sem með mér standa hafi ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa við tilboðið. Ég skil ekki hvemig hægt er að fullyrða slíkt.“ Óléttublanda „Þetta er það alira ánægjuleg- asta sem við gerum hér. Konurn- ar snerta varla jörðina, þær eru svo glaðar þegar allt gengur upp og þær verða bamshafandi," seg- ir Olöf Einarsdóttir við Alþýðu- blaðið en hún og móðir hennar, Ásta Erlingsdóttir grasalæknir, hafa gefið konum, sem illa gekk að eignast böm, sérstaka grasa- blöndu. Fimmtán konur bíða þess að fæða eftir að hafa drukkið blönduna góðu. Vinafélagið Fundur er í safhaðarhebnili Bústaöakirkju kl. 20.001 kvöld. Fundir Félagsvist ABK Spilað verður í Þinghóli, Hamraborg 11, í kvöld kl. 20.30. Listaklúbbur stofnaður Undirbúningsstofnfundur Lístaklúbbs Uiikiniskjallarans verður haldinn í kvöld kl. 20.30 og öllum opinn. Ræddar verða hugmyndir að reglum og Itígð fram dagskrá næstu tveggja mán- aða. Hægt kólnandi Stormviðvörun kl. 6 í morgun. Búist er við stormi á Austfjarðamiðum og suðausturmiðum. Veðrið í dag Það verður áframhaldandi norð- austanátt, sums staðar allhvöss í dag, einkum suðaustan til. Dálítil él verða austanlands og í útsveitum norðanlands og á Vestfjörðum. Sunn- anlands og vestan verður aftur á móti léttskýjað. í nótt má reikna með hægari austanátt um mestallt land og úrkomulaust verður víðast hvar, nema hvað að einhver él verða enn á norðausturhorninu. Veður fer hægt kólnandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður austan og norðaustan kaldi og létt- skýjað. Frost 1 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.48 Sólarupprás á morgun: 11.15 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.26 Árdegisflóð á morgun: 10.47 Veðrið kl. 6 I morgun: Akureyrí alskýjað -3 Egilsstaöir alskýjað * -1 Galtarviti snjókoma -3 Keíla víkurflugvöUur léttskýjað -1 Kirkjubæjarkiaustur skýjað 2 Raufarhöfn alskýjað -2 Reykjavík léttskýjað -2 Vestmannaeyjar alskýjað 3 Bergen skýjað -3 Helsinki snjókoma -1 Ósló skýjað -8 Stokkhóhnur þokumóða -5 Þórshöfn rigning 5 Amsterdam þokumóða 4 Barcelona léttskýjað 11 Berlín snjókoma 1 Chicago snjókoma -1 Feneyjar þokumóða -1 Frankfurt skúr 6 Glasgow léttskýjað 4 Hamborg snjókoma 1 London alskýjað 6 Madríd súld 9 Malaga hálfskýjað 14 MaUorca léttskýjað 5 Montreal skýjað -18 New York alskýjað 1 Nuuk snjókoma -3 Orlando rigning 18 París alskýjað 7 Valencia léttskýjað 14 Vín léttskýjað 5 Winnipeg snjókoma -21 „Ég hef alltaf starfað á sjúkra- húsi: þar til núna og ég kveð það með töluverðum söknuði. Bara tilhugsun að vera fjarri þessum starfsvettvangi sem Landspítalinn er reynir töluvert á mig þótt ég hlakki auðvitaö til þessara nýju viðfangsefha," segir Ragnheiður Haraldsdóttir sem tekur rfð starfi deildarstjóra í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneyti í dag. Ragnheiður lauk B.S. prófi í hjúkrunarfræöi frá : HÍ og M.S. prófi frá Bandaríkjun- um árið 1984. Hún hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á ýmsum deildum Borgarspítala og Land- spítala. Hún var stundakennari í hjúkrunarfræði og frá árinu 1989, lektor við námsbraut í hjúkrunar- fræði. Hún var hjúkrunarfraíðslu- Ragnheiður Haraidsdóttir. stjóri á Landspítalanum og hjúkr- unarframkvæmdastjóri fræðslu- deildar frá 1987. Þá var hún vara- sviðsstjóri á alraennu hjúkrunar- : sviði og staðgengill hjúkrunarfor- stjóra á Landspítalanum frá 1990 tiljúlí 1993. „Hjúkrunarmenntunin nýtist mjög víða og gefur manni tækifæri til að bera niður á miög mismun- andi starfsvettvangi." Ragnheiðui’ er gift Hailgrimi Guðjónssyni lækrn og eiga þau úög- ur börn. Elstir eru synimir sem eru 16 og 19 ára, þá kemur dóttir sem er 7 ára en yngstur er 1 'á árs gam- ail drengur. Auk hjúkrunarstarfa hefur Ragnheiður starfað að félagsmál- um stéttar siirnar og er nú vara- formaður BHM. „Á undanfömum áram hef ég haft iitil tækifæri til að sinna öðru en vinnu og fjölskyldu. Ég hef mikla ánægju af lestri bókmennta. Ég nota hvert tækifæri til að hlaupa úti og stunda lílmmsrækt enda alveg nauðsynlegt að hreyfa sig,“ segir Ragnheiður Haralds- dóttir. Myndgátan íþróttahom Sjónvarpsins verð- ur á sama tima í dag eöa kl. 18.25. Að venju veröur farið yfir íþróttaviðburði helgarinnar. Af innlendum vettvangi ber hæst gamlárshlaup ÍR og jóla- og ný- ársmót í kvennahandbolta á veg- um HSÍ. Mikið hefur verið að gerast úti í hinum stóra heimi. DV í dag er líka með fjórar síð- ur af íþróttafréttum og ber hæst umfjöllun um íþróttamann ársins sem lesendur kusu. Skák Lausnin á þessari þraut, sem er eftir Healey frá því herrans ári 1862, er svo sannarlega óvænt. Hvítur leikur og mát- ar í 3. leik: Hvítur á marga fi-eistandi möguleika en dularfullur hróksleikur, 1. Hhl!! leiðir einn til máts í 3. leik. Svartur á ekki marga kosti; ef riddarinn hreyfir sig kem- ur 2. Dd6 mát. 1. - Be8 2. Dbl Bb5 Eini leikurinn til að hindra 3. Db4 mát en nú kemur í ljós hvers vegna hrókurinn varð , að vikja í homið hægra megin: 3. Dgl mát! Jón L. Árnason Bridge Bandariska parið Bob Hamman og Bobby Wolff er jafnan talið með þeim sterkari í heiminum. Þeir báðir eru gæddir vissri sniUigáfu sem oft fær að njóta sín við spilaborðið. Spil dagsins er í sterkum sveitakeppnisleik vestanhafs þar sem þeir félagar sátu í vörninni í AV. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: ♦ D62 ¥ 1098742 ♦ G85 4. 7 ♦ K1087 ¥ DG3 ♦ 43 + KD108 ♦ -- ¥ 6 ♦ ÁKD76 * ÁG96543 Suður Vestur Norður Austur Bergen Wolff Cohen Hamman 1+ pass 1» 24 3Ó 44 pass pass 4 G pass 54 dobl P/h Fjögur grönd hjá Marty Bergen vora ekki ásaspuming, heldur ábending til félaga um að velja annan hvom láglitanna til að spila. Utspil Wolffs var spaðaáttan, Hamman setti gosann og Bergen tromp- aði. Hann tók nú laufás og trompaði lauf með tíguláttu. Eins og sést, þá gat Ham- man nú yfirtrompað. Ef hann hefði gert það og til dæmis spilað aftur spaða, þá trompar suður, trompar síðan láuf með tigulgosa og tekur trompin tvisvar. Þá fer hann aðeins einn niður, missir slag á lauf, tromp og þjarta. En þannig gekk vömin ekki fyrir sig. Hamman yfirtrompaði ekki! Hann henti lágu hjarta þess í stað. Eins og lesendur geta sannreynt, tryggir þessi vöm Hammans að sagnhafi getur ekki lengur gert sér mat úr laufum sín- um. Sagnhafi fékk ekki nema 8 slagi í reynd, 5 á tígul heima, tvær trompanir í blindum og laufás og Hamman og Wolff fengu 800 í sinn dálk. isak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.