Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1994, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 1994 Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, síml 68-77-02. EGLA bréfabindi Við sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax28819 Sviðsljós í hringiðu áramótanna Þaö voru þrjár kynslóðir saman' komnar á nýársfagnaðinum á Hót- el íslandi. Það voru þær Henný Hermannsdóttir, Unnur Berglind Guðmundsdóttir og Unnur Arn- grímsdóttir. Eiginmaður Unnar, Hermann Ragnar Stefánsson, var veislustjóri, Henný stjórnaði dans- sýningu og Unnur Berglind dans- aði. Árið 1993 var viðburðaríkt hjá Guð- mundi Árna Stefánssyni því þá lét hann af embætti bæjarstjóra í Hafnarfirði og gerðist heilbrigðis- ráðherra. Þó hann tilheyri ekki lengur bæjarstjóminni fór hann ekki út úr sínum heimabæ til að halda upp á nýárið því hann var ásamt konu sinni Jónu Dóru Karls- dóttur og Tryggva Harðarsyni á nýársgleði í Hraunholti. Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, sem varð fyrsti íslandsmeistari kvenna í vaxtarrækt, og Jóhann Ingi Gunn- arsson, handknattleiksþjálfari hjá Haukum, voru á meðal fjölmargra sem fógnuðu nýju ári í Þjóðleikhús- kjallaranum um helgina. Það eru margir sem kjósa helst að vera í heimahúsi í góðra vina hópi á gamlárskvöld. Það getur verið erfitt að koma því við þegar maður er ungur og ekki búinn að koma sér upp heimili en þessar vinkonur fundu góðc lausn á vandanum. Þær fengu lánaðan bílskúrinn hjá einni og komu sér upp borðum og stólum og héldu þar fína áramótaveislu. Þær heita frá vinstri, Guðrún, Halla, Dagmar, Solveig, gestgjafmn Inga Lára, Una, Auður, Guðný og Lilja. Bergþór Pálsson syngur hlutverk Évgení Ónegín í samnefndri óperu sem íslenska óperan frumsýndi á fimmtudagskvöld. Söguþráðurinn snýst um ástina, eins og svo oft áður, og í þessu verki þarf Évgení að sætta sig við að hann hefur tap- að draumadísinni í hendur Grem- íns fursta sem Guðjón Óskarsson leikur. Ópera eftir rússneska tónskáldið Tsjajkovskí var í fyrsta sinn frum- sýnd á fjölum íslensku óperunnar á fimmtudagskvöld. Það var Þor- steinn Gylfason sem hér er á tah við Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, sem sá um það vandasama verk að koma texta Púshkíns á ís- lensku en á bak við þau glittir í kórstjórnandann Garðar Cortes. Japanskir menningardagar hófust í Reykjavík á gamlársdag með opn- un á japanskri ljósmyndasýningu í Ráðhúsinu. Hér bera þeir saman bækur sínar Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar sem opnaði sýninguna og Ragnar Baldursson ritari íslensk-japanska félagsins, en hann túlkaði jafnóðum ræðu Magnúsar fyrir þann fjölda jap- anskra gesta sem fylgdi sýningunni til íslands. Fegurðardrottning íslands 1993, Svala Björk Arnardóttir á að baki viðburðaríkt ár sem fegursta kona landsins. Hún fagnaði nýju ári ásamt unnusta sínum Fjölni Þor- geirssyni í Casablanca. Unnur Steinsson er landsþekkt sem fegurðardrottning, flugfreyja, fyrirsæta og sjónvarpsþula og á nýárskvöld reyndi hún fyrir sér í fyrsta sinn sem veislustjóri á ný- ársfagnaðinum í Þjóðleikhúskjall- aranum. Viðstaddir sögðu hana hafa staðið sig jafn vel í því og öllu öðru sem hún hefur tekiö sér fyrir hendur og voru systkini hennar þau Jóhann og Inger, sem eru með henni á myndinni, sammála því. •:'v Erla Ólafsdóttir er þeirrar skoðun- ar að það sé ekki hægt að byrja árið betur en fara á nýársball og hitta alla sína vini þar. Hún var því í Perlunni á nýársdagskvöld og með henni í fór var að sjálfsögðu eiginmaðurinn Garðar Siggeirs- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.