Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994 Fréttir__________________________________________________________ Viðræður í sjómannadeilunrd hafnar á ný: Deiluaðilar hittast í Karphúsinu í dag - samkomulag um sameiginlega nefhd til að kanna kvótabraskið úrskuröameöid til að tryggja að sjó- menn geti komið upplýsingum um kvótabrask á framfæri án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Eftir er að útfæra þessa hugmynd nánar og veröur stefnt að nánari útfærslu á henni í dag auk þess sem unnið verður áfram með rammasamkomu- lag varðandi sérkjaramál sjómanna. Undimefnd sjómanna og útvegs- manna var að störfum fram eftir kvöldi í gær við að skoða þau mál. Forystumenn sjómanna sögðust hvorki vera bjartsýnir né svartsýnir um að samkomulag næðist í sjó- mannadeilunni í gær. Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, sagðist vona að deilan leystist fljótlega. „Með þessum samtölum tókst að koma á umræðugrundvelli og deilu- aðilar eru að vinna úr því núna. Það er ljóst að deilan var komin í mikinn hnút og ekki vandalaust að íinna flöt á því að viðræður gætu hafist aftur. Með góðum vilja beggja aðila tókst það og ég vona að þeir geti unnið úr þessari stöðu og náð niðurstöðu," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra. -GHS Samningaviðræður sjómanna og útvegsmanna eru komnar á skrið á nýjan leik eftir að Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kaliaði for- ystumenn sjómanna og útvegs- manna saman á fundi um helgina. Á fundunum urðu deiluaðilar ásáttir um að taka upp samningaviðræður hjá ríkissáttasemjara í gær og í dag og áttu deiluaðilar að hittast í Karp- húsinu klukkan tíu í morgun eftir mikil fundahöld milh forystumanna og í undimefndum hjá ríkissátta- semjara í gær. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags íslands, Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, og Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ, vörðust allra frétta af gangi viðræðnanna í gær enda höfðu deiluaðilar komist að samkomulagi um að ræða saman fyrir luktum dyrum. Formennimir sögðu þó að viðræðumar væru komnar í ákveöinn farveg og yrðu sérkjaramál sjómanna og óeðlileg þátttaka sjómanna í kvótakaupum jafnhhða til umræöu í dag. Segja má að deiluaðilar séu komnir yfir erfiðasta hjahann þar sem sam- komulag hefur náöst milh sjómanna og útvegsmanna um að setja á stofn Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI, og Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélagsins, ræða málin í sjávarútvegsráðuneytinu í gær. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kallaði deiluaðila vegna sjómannaverkfalls á sinn fund í gær. Bjartsýni um lausn rikir eftir fundinn. DV-mynd JAK en lítill eldur Mikið annrfki var hjá siökkvi- liðinu 1 Reykjavík um helgina. Ahs var farið í fjórtán útköh en í flestum tilfehum var líthl sem enginn eldur. í nokkrum tilfeh- um fór slökkvihðið vegna elds í jólatrjám sem reyndist ekkert þegar að var komið. í Grænuhlíð hafði fólk sett jólatréð í arininn og logaði glatt í þannig að ná- grannar töldu að kviknað væri í þaki hússins. Þá var tilkynnt um eld við Vogaskóla þar sem einnig hafði verið kveikt í jólatré. Engar skemmdir urðu þar. Tilkynnt var um eld í rusla- geymslu við Flyðrugranda, kerfi fór í gang í Kleppsspítala þegar maður kveikti í sígarettu undir reykskynjara, einnig fór kerfi í gang í íbúðum aldraðra við Lind- argötu er kona ein var að steikja. Eldboð kom einnig upp í Blindra- heimihnu en þar var einnig verið að steikja með þessum afleiðing- um, svo fátt eitt sé nefnt. Kveikt var i sinu í námunda við Perluna en tekist hafði að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. -ELA Ölvaðurí m ■ ■__■ Harður árekstur varð á gatna- mótum Miklubrautar og Löngu- hlíðar á laugardagskvöldið. Mildi þótti að ekki urðu slys á fólki en sá sem árekstrinum ohi er grun- aður um ölvunarakstur. Bílarnir voru báðir mikið skemmdir. -ELA Slippstöðin Oddi á Akureyri: Allir starfsmenn kælideildarinnar sögðu upp Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Allir starfsmenn kæhdehdar Slipp- stöðvarinnar Odda hf. á Akureyri, 11 talsins, hafa sagt upp störfum sín- um og koma uppsagnir þeirra í kjöl- far óánægju þeirra í stöðinni. Starfsmennimir munu ganga til liðs við Kæhsmiðjuna Frost hf. sem er í eigu Eignarhaldsfélags Kæh- smiðjunnar og Eignarhaldsfélags Al- þýðubankans og er með útibú á Ak- ureyri og verða starfsmennimir einnig hluthafar í fyrirtækinu. Að sögn Elíasar Þorsteinssonar, fyrrum starfsmanns Slippstöðvar- innar Odda, sem nú stýrir deild Kæhsmiðjunnar Frost á Akureyri var Shppstöðinni Odda boðið að vera með í hinu nýja fyrirtæki en Slipp- stööin hafði ekki áhuga á því. „Eg held að með því sé Slippstöðin að grafa sína eigin gröf,“ segir Elías. Ehas segir að vel hti út með verk- efni hjá Kæhsmiðjunni Frost og sé verkefnastaðan góö fyrir allt yfir- standandi ár. í dag mælir Dagfari_________________________ Katrín tekur pokann sinn Nýjustu tíðindin úr herbúðum Sjálfstæöisflokksins er skyndileg ákvörðun Katrínar Fjeldsted um að taka ekki þátt í prófkjori sjálf- stæðismanna um sæti á borgar- stjómarlistanum. Venjulega gera menn mikið úr því þegar þeir th- kynna þátttöku, en Katrín hélt blaðamannafund th aö tilkynna brotthvarf sitt. Ekki var á það bætandi, enda list- inn yfir væntanlega frambjóðend- ur með því slappasta sem sést hefur frá einum flokki í háa herrans tíð. Einu sinni þótti það nokkuð eftir- sóknarvert að skipa þann hsta en nú virðast þeir frambjóöendur kampakátastir sem ekki eru með. Það sýnir blaðamannafundurinn hjá Fjeldsted, en sú ágæta kona hefur setið í borgarstjóm fyrir Sjálfstæðisflokkinn í ein þrjú kjör- tímabil en virðist frelsinu svo fegin aö hún sér ástæðu th að gera al- menningi grein fyrir því opinber- lega. Fyrir það fyrsta segist Katrín Fjeldsted vera óánægð með flest það sem flokkurinn hefur tekið sér fyrir hendur. Thlögur hennar hafa ekki náð fram að ganga og það fáa sem tekið hefur verið mark á velk- ist um í kerfi flokksins og borgar- innar, án þess að nokkur niður- staða fáist í þau mál sem henni eru hjartfólgnust. Ekki er um það getið hver þau mál séu, en ef lesið er á mihi línanna hefur Katrín greini- lega verið í vitlausum flokki eða þá hún verið vitlaus sjálf. Það hefur tekið hana þrjú kjörtímabh að átta sig á því. En það em ekki aðeins málefnin sem hafa farið fyrir brjóstið á henni. Prófkjörið sem flokkurinn efnir th er með þeim hætti aö úr- slit munu engan veginn endur- spegla styrk eða stöðu frambjóð- endanna. Katrín segir að prófkjörs- reglurnar séu klæðskerasaumaðar til að tryggja einhveijum öðmm en henni rússneska kosningu. Er vel hægt að skhja borgarfull- trúann að taka ekki þátt í prófkjöri þar sem úrsht eru fyrirfram ákveð- in og þá alveg sér í lagi, ef ekki er gert ráð fyrir að Katrín Fjeldsted fái það sæti á listanum sem hún sjálf og kjósendur telja hana eiga rétt á. Það er th líths að taka þátt í prófkosningum þar sem fram- bjóðendur skipta ekki máli, mál- efni skipta ekki máh og atkvæði kjósendanna skipta heldur ekki máU. Þá fer maður að skhja hvers vegna svo fáir og fremur atkvæða- UtUr frambjóðendur fást í slíka kosningu. Þetta hefur Katrín Fjeldsted sem sagt fundið út eftir langa og stranga vem í borgarstjóm fyrir hönd þess flokks sem hefur áhrif hennar og atbeina að engu. Ekki segist hún þó alveg vera hætt í flokknum en ætlar að beita sér á öðmm vett- vangi, vegna þess að ekki er tekið mark á henni á þeim vettvangi sem hingað th hefur verið hennar. í þessu felst ofurmannleg bjartsýni hjá borgarfulltrúanum, sem ekki viU vera borgarfulltrúi áfram vegna þess að flokkurinn tekur ekki mark á henni. Flokkurinn hefur ekki tiltakan- legar áhyggjur af brotthvarfi Katr- ínar Fjeldsted, enda þvæUst hún þá ekki fyrir hinum borgarfulltrú- unum og frambjóðendunum, sem eru búnir að raða upp Ustanum áður en gengið er th kosninga. Það eina sem borgarstjórinn kvartar undan er áð Katrín hafi tilkynnt ákvörðun sína of seint. Flokkurinn hafi ekki tíma th að dubba aðra konu upp í framboð, sem er auðvit- að slæmt fyrir flokk allra stétta og beggja kynja, því rússneskar próf- kosningar ganga jú út á það að láta fólk halda að það sé að kjósa karla og konur, án þess að tekið verði mark á því. Á sama tíma og Katrín Fjeldsted lýsir frati á prófkosningar í Sjálf- stæöisflokknum gengur Albert Guðmundsson laus og getur ekki þverfótað fyrir fóUd sem hvetur hann th framboös. Þá eru aðrir stjómmálaflokkar uppteknir við það þessa dagana að sameina Usta sína th að takmarka þann fjölda sem verður í framboði th borgar- stjórnarkosninga. Það er sem sagt allt útUt fyrir þvi að kosið verði í vor á milU lista og manna, sem fólk- ið í borginni vill alls ekki að sé í framboði. Eða að þeir sem vhja vera í framboði komist ekki að, vegna þess að búið sé að ákveða það fyrirfram hverjir verði í fram- boði. Er nema von að Katrín taki pok- ann sinn! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.