Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994 Menning Ivar Brynjólfsson sýnir hjá Sævar Karli Landslag-jarðrask Ljósmyndun er líklega ein praktískasta listgrein sem menn geta lagt fyrir sig nú á dögum, svo praktísk að stór hópur þeirra sem koma hingað heim úr ljósmyndunarnámi festist fljótlega í brauðstriti iðnaðarljósmynd- unar og auglýsingamennsku. Þeir eiga það á hættu að týna niður hst- rænu draumunum sem ráku þá út í námið og verða aðeins vinnudýr fjöl- miðla og auglýsingastofa, ófuUnægðir og vonsviknir. Mörgum okkar bestu ljósmyndurum tekst reyndar _____________________ Myndlist Jón Proppé glettilega vel að sameina starf sitt í auglýsingaheiminum við list- rænni sjónarmið, en færri tekst þó _ að vinna stærri verkefni á sviði listarinnar - verketni af því tagi_______________________________ sem geta leitt til vel heppnaðs sýn- ingarhalds. Þá er einnig hætt við þvi að gildi og vinnuaöferðir auglýsinga- ljósmyndunarinnar nái að menga þau verkefni sem menn takast á við á hstasviðinu. Þannig gerist það oft að þær myndir sem enda á sýningum eða í útgefnum bókum virðast stundum vera vart meira en Ustrænt út- færðar auglýsingatökur. Þær skortir þá dýpt í hugsun, sköpun og út- færslu sem alltaf er forsenda góðrar hstar. ívar Brynjólfsson er einn þeirra ljósmyndara sem af hve mestum þrótti hafa varist freistingum auglýsingamennskunnar. Sýningar hans eru ger- ólíkar flestu því sem aðrir íslenskir ljósmyndarar bera á borð. í myndum hans fer saman sterk formræn ögun og skýr og frumleg listhugsun. Hann velur sér erfið verkefni og forðast ódýrar lausnir eins og heitan eldinn. ívar beinir linsu sinni yfirleitt að hlutum sem aðrir ljósmyndarar myndu vart viröa viðhts og sem við hin göngum yfirleitt framhjá án þess að taka einu sinni eftir þeim. Á síðustu sýningu sinni, í Gaherí 11 við Skólavörðu- stíg, sýndi ívar „Myndir frá venjulegum stöðum". Þar var um að ræða myndir sem ívar hafði tekið inni í húsum, mest á opinberum stöðum, fyrirtækjum og stofnunum. Myndimar sýndu horn, dyr, ofna og fleira. Þær voru einfaldar og efnið í sjálfu sér ómerkilegt, en í meðferð ljósmynd- arans varð það athyghsvert og heihandi. Myndrööin í heild varð eins konar dokúmentasjón eða skráning á vanræktum þætti í reynslu okkar - gagnrýnin umfjöhun um það sjónræna umhverfi sem við hræmmst í. Sýningin sem ívar heldur nú er ekki mikil í sniðum, enda sýningarsalur- inn afskaplega smár, en þar sem hugmyndin að baki myndröðinni er skýr og framsetningin bæði öguð og afar vönduð nær sýningin vel að koma hugsun sinni á framfæri við áhorfendur. Yfirskrift sýningarinnar er „Landslag - jarðrask" og ívar hefur að þessu sinni vahð sér sem mynd- efni sprengdar klappir og grjót sem vinnuvélar hafa rist í rákir, jarðveg sem ýtur hafa rifið upp og flatt út, landslag sem menn hafa raskað og brotið upp í framkvæmdagleði sinni. Myndirnar eru ahar teknar í borg- inni og í þeim flestum má greina borgina í baksýn þar sem gijótið situr í forgrunni sem einhvers konar staðfesting á þeim ógnarkrafti sem íbúam- ir hafa leyst úr læðingi við uppbyggingu byggðarinnar. ivar tekur fram í sýningarskrá að hann líti ekki á þessar myndir sem innlegg í „græna umræðu", en þessu hefði hann alveg getað sleppt því líkt og myndimar eru hafnar yfir nokkra tísku eða dægurþras bera þær enga tilvisun í stjórnmálalegan veruleika umhverfismála. Það sem grípur áhorfandann í þessum myndum er hin sterka formræna sýn listamanns- ins, og myndimar ná því að verða alveg lausar við sjálft viðfangsefnið og marka sér sjálfstæða tilveru sem heilsteypt og vel grunduð hstaverk. Sýningu ívars Brynjólfssonar má enginn unnandi ljósmyndunar og góðra hsta láta fram hjá sér fara. Sápuljóð, þó engin froða Magnús Pálsson er meðal fremstu hstamanna íslenskra sem vinna á sviði svokahaðrar konsepthstar þótt sú nafngift verði æ gagnslausari til skilgreininga eftir því sem starfsvið hstamanna renna meira saman og þau skýru hugmyndafræðilegu skh, sem áður vom milli stílaf- brigða, eru máð burt og gleymast. En hver ný sýning Magnúsar telst _ tíl tíðinda og á þeirri sýningu sem nú er uppi í Nýlistasafninu ber _ hann fyrir áhorfendur þijú verk - þijú rjóöur, eins og Magnús kahar það - sem öll eru unnin á svipaðan hátt og mynda þannig sterka hehd, styðja hvert annað og gefa áhorfend- um glögga mynd af ljóðrænum stíl hstamannsins. Yfirskrift sýningarinn- ar er Varla... Myndlist Jón Proppé Installasjónir úr sápu og hljóðum Verkin þijú - Atlantis, Djengis khart og Etán-langbrok - em eins konar instahasjónir og fyhir hvert einn sal í safninu. Á borði fyrir nhðjum saln- um er nafn verksins skrifað þannig að notuðum sápustykkjum er raðað saman th að mynda stafina. Stykkin eru misht og er þeim raðað þannig að orðin mynda htróf. í sum stykkin eru líka rist orð. Jjórir hátalarar em síðan í hverjum sal, einn í hveiju homi. Úr hátölurum hljóma hljóð- ljóð og talar hver þeirra með sinni röddu svo úr verður seiðandi Scunhljóm- ur sem fyllir rýmið en breytist þegar áheyrandinn færir sig til um sal- inn. Magnús hefur áður notað hversdagslega hluti sem efnivið í verk sín og hljóöljóö hefur hann hka látið frá sér áður. Það er því freistandi að bera þessi verk saman við eldri verk hans og víst er aö þar er náið sam- hengi á mhh. En verkin í Nýhstasafninu standa þó fylhlega fyrir sínu og ættu að höfða til allra safngesta, hvort sem þeir em kunnugir list Magnúsar eða ekki. Ljóðrænn galdur Þessi verk eru líkust ákahi eða galdri. Sápustykkin kunna að virðast ómerkilegur efniviður en þau em þáttur í daglegu lífi okkar og því auðvit- að þmngin galdrakrafti líkt og alíir hlutir sem mennimir umgangast að jafnaði. Stykkin eru ekki lengur íjöldaframleidd vara heldur er hvert þeirra orðið að einstökum hlut sem þvegið hefur hendur Magnúsar eða einhvers annars - hlutur sem á sér sögu og hefur fléttast inn í líf fólks. Orðin sem þau mynda verða eins konar staöfesting á ákalh ljóðanna sem hljóma úr hverju homi og galdurinn magnast þegar áhorfandinn sjálfur er orðinn þátttakandi í verkinu. Galdurinn hefur sér kannski engan skh- greindan tilgang - er galdur th einskis, eins og Daihel Spoerri nefndi nokkur verka sinna - en krafturinn í þessum galdri er staöfesting á orku listarinnar og hæfni hennar til að laöa áhorfandann út úr hversdagslegu hugsunarleysi sínu. SERHÆFT Skrifstofutækninám Ehnitmiðaðra ÓDÝRARA VANDAÐRA STYTTRI NÁMSTÍMI KENN SLU GREINAR: - Windows gluggakeríi - Word ritvinnsla fyrir Windows - Excel töflureiknir - Áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Umbrotstækni - Teikning og auglýsingar - Bókfærsla o.fl. Verð á námskeið m/afslætti er 3.965,-krónur á mánuði!* Sérhæfð skrifstofutækni er markvisst nám fyrir alla, þar sem sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Nýjar veglegar bækur fylgja með náminu. Engrar undirbúningsmenntunar er kraflst. Innritun er hafin. Hringdu og fáðu sendan bækling eða kíktu til okkar í kaffi. ^Skuldabréf i 20 mán. (19 afborganlr). vextir eru ekki innifaldir. tg/fiiigsii/s Aanariajs,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.