Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994 Fréttir Hlaup í Síðujökli: Bylgjan í jöklinum gengur niður um 100 metra á dag - einn kílómetri er nú í jökuljaðarinn „Það er bylgja í jöklinum sem geng- ur niður úr honum með u.þ.b. 100 metra hraða á dag. Hún myndar 30-40 metra djúpar sprungur á yfir- borðinu sem eru u.þ.b. 10 metra breiðar svo stór blokk í Breiðholti myndi hverfa þar ofan í,“ sagði Odd- ur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, en hann hefur fylgst grannt með hlaupinu í Síðujökli í Vatnajökli sem uppgötvaðist fyrir helgi en menn telja að hafi hafist rétt fyrir jóhn. Oddur sagði að bylgjan ætti eftir u.þ.b. einn kílómetra niður á jökul- jaðarinn svo búast mætti við að hann færi að hreyfast í vikunni. Reyndar væri jaðarinn farinn að hreyfast lengst inni í jöklinum við íjallið Há- göngur sem orsakaði hlaup í Djúpá í Fljótshverfi. Það var svo Snorri Björnsson, bóndi á Káifafelli og mælavörður viö Djúpá, sem tilkynnti um vatnavöxt í ánni og að hún væri dekkri á htinn, svo farið var aö rannsaka jökulinn. „Raunvísindastofnun hefur mælt jökulinn ítarlega undanfarin 2-3 ár svo við höfum haft grun um að þetta væri á döfinni. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við náum að sjá þetta áður en bylgjan skellur á jaðrinum. Þegar bylgjan er komin fram á jaöarinn á hann eftir að ganga fram 500-1000 metra. Þá gengur mikið á, jaðarinn verður á hæð við 3-4 hæða hús og Séð norðaustur yfir Síðujökul miðjan. Efst fyrir miðju eru Geirvörtur og nibban t.v. við þær er Þórðarhyrna. Á myndinni eru jökulsprungurnar að færast yfir bungu í undirlaginu en jökullinn verður ófær fram á næsta vetur. DV-mynd Oddur Sigurðsson ryðst áfram. Það er mikilfengleg sjón Oddur sagði að svæðið yrði gjör- þegar snjóa tæki á ný og taldi ástæðu í návígi," sagði Oddur. samlega ófært fram til næsta vetrar tilaðvarajöklafaravið. -ingo Haraldur 1 Andra vegna SR-mjöls: Fer f ram á f lýtimeðf erð - niðurstaða þá möguLeg í febrúar „Við ætlum að fara fram á flýti- meðferð fyrir dómi þar sem við telj- um brýnt að samningnum verði rift áður en hann verður virkur. Við áhtum að rangir menn hafi fengið að spreyta sig á verkefn- inu,“ sagði Haraldur Haraldsson í Andra í samtali við DV. „Kaupendurnir voru t.d. ekki með bankann á hreinu og ekki með umboð frá mönnunum sem þeir voru að vinna fyrir. Það beindist bara öll rannsóknin að því hvort það væri ekki eitthvað að hjá mér en ekki rannsakað eitt né neitt í sambandi við þessa menn. Þetta var ákveðið fyrirfram," sagði Har- aldur. Að sögn Sigurðar Guðjónssonar, lögfræðings Haralds, munu þeir ekki reyna að fá þessa málsmeðferð ógilta nema þeir fái flýtimeðferð fyrir dómi. „Ánnars myndi venju- leg málsmeðferð taka 2-3 ár og það er allt of langur tími. Við ætlum að reyna að hnekkja þessu út frá því að þeir sem að máhnu komu á undirbúningsstigi hafi verið van- hæfir og þess vegna sé þessi athöfn ógild. Ég á von á að við fáum þessa flýtimeðferð og þá gætum við feng- ið niðurstöðu í héraði fyrstu dag- ana í febrúar," sagði Sigurður. Hann sagði það aldrei hafa gerst áður að menn hafi reynt að hnekkja athöfnum stjómvalda á þennan hátt. -ingo Alþýðubandalagið vill að sjávarútvegsnefnd flalli um sölu SR-mjöls: Þýðir ekkert fyrir þáaðræðavið mig - segir Matthías Bjamason „Ég get ekki boðað fund í sjávarút- vegsnefnd fyrr en í fyrsta lagi í lok þessarar viku. Sjávarútvegsráðherra var erlendis og ég er á fóram til út- landa. En mér finnst sjálfsagt að veröa við ósk nefndarmanna um að boða til fundar þegar sjávarútvegs- ráðherra er tilbúinn að ræða við nefndina. Það þýðir ekkert fyrir þá aö ræða þetta viö mig því ég get ósköp htlu svarað," segir Matthías Bjama- son, formaöur sjávarútvegsnefndar Alþingis. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hefur farið fram á það við Matthías að fundur verði boðaður í sjávarút- vegsnefnd Alþingis til að ræða söl- una á SR-mjöh, meðal annars meö tilhti til þess hvort póhtísk misbeit- ing hafi átt sér stað. Alþýðubanda- lagsmenn gagnrýna hvemig staðið var að sölunni og segja að nær hafi verið að selja einungis 40 prósent hlutabréfa ríkisins í stað þess að selja þau öh á einu bretti. í samþykkt þingflokksins er bent á að til að gera kaupin áhugaverðari hafi fyrirtækinu verið lagðar til 540 mihjónir. Þó fyrirtækið hafi verið selt á 725 milljónir þá sé hagnaður ríkisins í rairn einungis 185 miUjónir. í því sambandi er bent á að hagnaður SR-mjöls er áætlaður allt að 300 mihj- ónir á árinu og að úthtið á næstu vertíðum sé gott. Að sögn Matthíasar á hann afar erfitt meö að gera sér grein fyrir hvort eðhlega hafi verið staðið að sölunni á SR-mjöli. Einu fregnirnar sem hann hafi af málinu séu úr fjölmiðlum. Hann segir þó ljóst að lagalega hafi sjávarátvegsráðherra verið í fullum rétti. Ýmsar spurning- ar vakni hins vegar varðandi fram- kvæmdina, th dæmis að thboðshöf- um var meinað að vera viðstaddir opnun tilboða. -kaa Tveir voru fluttir á sjúkrahús i gærmorgun eftir að bíh sem þeir vora í hafnaði á ljósastaur á Hafnarfjarðarveginum. Fólkið slasaðist nokkuð, aðahega í and- liti. Bhhnn er mjög mikið skemmdur. Tahð er að ökumað- urinn hafi veriö undir áhrifum áfengis. Þá voru tveir teknir á svipting- arhraða, hátt á öðra hundraðinu,; í umdæmi Haftraröarðarlögreglu aðfaranótt sunnudagsins. -ELA aðist í bíl- Þrennt slasaðist er jeppi valt á Möðrudalsöræfum á fóstudags- kvöld. Mikil hálka var þar sem slysið átti sér stað. Flytja þurfti fólkið til Eghsstaöa en einn far- þeginn var fluttur áfram til Akur- eyrar þar sem hann var alvarlega slasaður. Bílhnn er mikið skemmdur. -ELA Hólmavík: Dularfullt rán á veið- arfærum Lögreglan í Hólmavík reynir nú aö upplýsa dularfuht rán á veiðarfærum en hefur ekki orðið nokkurs vísari, Brotist var inn í veiðarfæraskúr við Hafnarbraut um hátíðarnar og stohð þaðan tveimur svokölluöum DNG rúll- um sem notaðar eru við hand- færaveiðar. Verðmæti rúhanna er um hálf mihjón króna svo tjón- ið er tilfmnanlegt fyrir eigand- ann. Rúhurnar gagnast engum nema þeim sem vinna við hand- færaveiðar og biður því lögregla alla þá sem geta gefið upplýsingar að hafa samband. -ELA Keflavíkurflugvöllur: Sex stútar teknir Mikið annriki var hjá lögregl- unni á Keflavíkurflugvelli um helgina. Sex ökumenn voru tekn- ir fyrir meinta ölvun viö akstur, jafnt íslendingar sem Banda- ríkjamenn. Einhverjír ökumenn höfðu ekið frá Revkjavík þegar þeír voru loks gripnir við hliðið á Keflavíkurflugvelli. -ELA miðunum Vestfirðingar njóta ekki góðs af því um þessar mundir að sitja einir aö miöunum því mikil bræla er og lítið að haía. Vhhelm Ann- asson, skipstjóri á Sléttanesinu, sagði það vera á mörkunum hvort hafa ætti netin úti eöa inni, svo lílil væri veiðin. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.