Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994 Fréttir Sameiginlegur framboðslisti miimihlutans: Sigrún líklega í fyrsta sæti og Ingibjörg áttunda - baráttusætið fyrir borgarstjóraefnið - samkomulag milli flokkanna á næsta leiti Samkomulag er í sjónmáli í óform- legum „kaffibollaviðræðum“ full- trúa minnihlutaflokkanna í borgar- stjóm og Alþýðuflokksins um sam- eiginlegt framboð flokkanna í borg- arstjórnarkosningunum í vor. Mál- efnavinna flokkanna er í fullum gangi og er nú verið aö vinna að sam- eiginlegum málefnasamningi. Enn er margt ófrágengjð og er stefnt að því að „binda alla lausa hnúta“ áður en samkomulagið verður kynnt fyrir fulltrúaráðum flokkanna og félags- fundi Kvennalistans. Á þessari stundu er þó ljóst að stefnt verður að því að láta jafnræði ríkja milli flokkanna varðandi uppröðun á hsta þannig að allir verðir ánægðir með sinn hlut. Samkvæmt heimildum DV er ekki enn farið að raða mönnum á fram- boðslistann þó að mestur tími hafi farið í það að undanförnu að skipta sætum milli flokkanna. Allar líkur eru á því aö Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir alþingismaðm- verði borgar- stjóraefni listans og skipi áttunda sætið, sem er baráttusætið í borgar- stjóm, náist samkomulag milli flokk- anna og að Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulitrúi Framsóknarflokksins, skipi efsta sæti listans. Ingibjörg Sólrún hefur ekki gefið endanlegt svar um þátttöku í fram- boðinu og segist ekki gera það fyrr en ljóst sé hver málefnin verða, hveijir verði í framboði og hvort flokkamir haíi gefið samþykki sitt fyrir framboðinu. Hún segist fylgjast með viðræðunum úr fjarlægð. DV hefur heimildir fyrir þvi að Ingibjörg Sólrún sé reiðubúin að setjast í bar- áttusætið gangi dæmið upp. Tahð er að hún vilji verða „póhtískur borgar- stióri". Enn er óljóst hveijir verða á fram- boðshstanum fyrir hönd Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks. Talið er að Alþýðuflokkurinn verði að halda prófkjör um þaö sæti sem hann fær á sameiginlegum hsta. Innan Al- þýðubandalagsins hafa nú þegar far- ið í gang vangaveltur um hugsanlega kandídata flokksins í borgarstjóm. Þar ber helst að nefna Harald Ást- ráðsson og kennarana Árna Þór Sig- urðsson og Arthúr Morthens. Ekki er ljóst hvemig alþýðubandalags- menn hyggjast ganga frá þeim mál- um. -GHS Nefhd leiti lausnar í Sólheimadeilu: Trúnaðarbrestur innan stjórnar Sólheima segir Margrét Frímannsdóttir „Eg tel að það hafi orðið alvarlegur trúnaðarbrestur innan fuhtrúaráðs og stjómar Sólheima þegar bréfið frá félagsmálaráðherra var ekki lesið upp á fundi fulltrúaráðsins sl. föstu- dag þrátt fyrir að það heföi borist þangað," sagði Margrét Frímanns- dóttir en hún situr í nefnd sem full- trúaráð Sólheima skipaði þennan sama dag th að leita lausna í Sól- heimadeilunni á grundvehi thlagna Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra. „Við höfum engar skýringar fengið á því af hverju við fengum ekki að sjá bréfið en það var sent Halldóri Júlíussyni, framkvæmdastjóra Sól- heima, sem staðfesting á fyrirspurn hans. Ég vissi ekki af bréfinu fyrr en ég heyrði það frá ráðherra. Það hefur ekki geflst tækifæri til þess að krefja framkvæmdastjórann svara. Á þessum fulltrúaráðsfundi vomm við kosin í nefnd til viðræðna við ráðherrann en nú hefur hún í bréf- inu vísað deilunni alfarið tU biskups svo við munum væntanlega ræða við hann allra næstu daga,“ sagði Margrét. Tillögur félagsmálaráðherra, sem stuðst verður við, felast m.a. í því að fram fari mat á þjónustuþörf fatlaðra og að í framtíðinni verði framlög til Sólheima grundvölluð á því mati. „Einnig lagði hún til að gerður yrði þjónustusamingur miðað við þær fjárlagatillögur sem eru í fjárlögum 1994. Hins vegar mætti athuga með leiðréttingar þegar ársreikningar 1993 lægju fyrir,“ sagði Margrét. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Sólheima vegna bréfsins þrátt fyrir ítrekaðar tUraunir. -ingo „Ég er ákaflega þakklátur og ánægður með að ég skyldi verða valinn maður ársins. Sjálfur tel ég árið 1993 hafa verið mitt besta ár,“ sagði Kristján Jóhannsson söngvari er hann tók við viöurkenningu sinni, íslensku alfræði- orðabókinni, úr hendi Ellerts B. Schram, ritstjóra DV, á laugardag. Kristján kom hingað heim yfir helgina til að vera viðstaddur brúðkaup mágs síns og gat því tekið á móti viðurkenningu sinni. Eins og lesendur muna var Kristján Jóhannsson valinn maður ársins af DV. -ELA/DV-mynd JAK Stuttar fréttir Kópavogur: Kvennalistiog Alþýðubandalag viijaKristján ásínnlista Kvennalistakonur í Kópavogi ákveða á þriðjudaginn hvort þær fara út 1 sameiginlegt framboö með Alþýðubandalaginu fyrir bæjarstjómarkosningarnari vor. Rætt hefur veriö við Krístján Guðmundsson, fyrrverandi bæj- arstjóra, um að hann taki fýrsta sæti á sameiginlegum lista þess- ara flokka en hann hefur ekki gefið neitt svar. Þá hefur DV heimildir fyrir því aö aðrir flokk- ar og áhugamenn um óháðan lista hafí rætt við Kristján. „Ég get staðfest að það hefur verið nefnt við mig að taka sæti á Usta KvennaUsta og Alþýðu- bandalags en ég vil ekki láta hafa neitt annað eftir mér á þessu stigi. Það er ekki tímabært,“ segir hann. Áhugamenn um sameiginlegt framboö KvennaUsta og Alþýðu- bandalags telja talsveröar Ukur á góðri útkomu sameiginlegs lista í kosningunum í vor þegar ástandið í þjóömálunum og stað- an í bæjarmálunum eru höfö i huga. TaUð er að ágreiningurinn innan Sjálfstæðisflokkshis veiki stöðu hans í bænum auk þess sem óánægjan innan Framsóknar- flokksins með Sigurð Geirdal bæjarstjóra kalh á róttækar breytingar. -GHS MagnúsÁrni kjörinn formaðurSUJ Magnús Ámi Magnússon, vara- formaður Sambands ungra jafri- aðarmanna, var kjörinn formaö- ur þess með yfirgnæfandi meiri- hluta á fundi sambandsstjómar SUJ á laugardag. Enginn bauö sig ffam á móti honum en fundinn sóttu 30 manns af þeim 40 sem em í stjóminni. Fráfarandi formaður, Sigurður Pétursson, sagði af sér á miðju kjörtímabih vegna persónulegra aðstæðna og vegna aldurs, en hann er 35 ára gamaU. „Það er rúmlega hálft ár til næsta þings, sem verður í haust, svo ég heföi lögum samkvæmt getað klárað kjörtímabUið en íannst ekki sérstök ástæða til þess,“ sagði Sigurður. - Á fundinum á laugardaginn var að sögn Sigurðar staða sam- bandsins rædd og starfshættir. -ingo Verdiag mun hækka Fjármálaráðimeytið spáir því að verðlag lækki ekki á þessu ári. Þvert á móti hækki verðlagið en vegna skattabreytinga í byrj- un árs verði hækkunin minni en eUa. Sjónvarpið skýrði írá þessu. Elsti ísiendingurínn Tuttugu og fimm landsmenn eru nú 100 ára eða eldri. Skv. Morgunblaðinu er elsti íslend- ingurinn Valgerður Friðriksdótt- ir á Akureyri, 104 ára. Hert innheimta á sektum Lögreglustjórinn í Reykjavík stefnir að því að innheimta 250 miUjónir króna í sektir í ár. Hátt hlutfaU lögreglusekta hefur íyrnst undanfarin ár og skv. Morgunblaðinu ætlar embættið að herða innheimtuna. Söluvirði SR*mjöis ofháttmetið Rikissjóður gæti tapað 200 milljóna króna skatttekjum vegna sölunnar á SR-mjöU. F.ignir voru uppfæröar um 650 milljónir og nýtast til afskrifta. Vegna þessa var raunverulegt söluvirði fyrirtækisins því 200 miUjónum lægra en ætlað var eða rífiega 500 mfiljónir. Sjónvarpið skýrði frá þessu. Smokkaríieigubíia Sala á smokkum hefst bráðlega í leigubílum. Samkvæmt Mbl. ákváöu leigubflsljórar aö hefja smokkasölu að ósk landlæknis. Albert og borgarstl'órnin Albert Guömundsson kveðst hafa áhuga, heilsu og erindi í borgarstjórn. Tíminn haföi þetta eftir honum. Minna satt á göturnar Gatnamálastjórinn í Reykjavík stefnir að því að draga úr salt- austri á götur borgarinnar um 30 til 35% í vetur. Samkvæmt Mbl. á með hjálp veðurathugunar- tækja að salta göturnar um leið og hálka myndast Vinnubrögðin hörmuð Þroskaþjálp hefur lýst yfir furðu á þeirri hótun stjórnenda Sólheima að hefja brottflutning á heimilisfólkinu. Landssamtökin harma vinnubrögöin. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.