Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1994, Blaðsíða 32
40 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 1994 Fréttir__________________ Sjómannaskólinn: Lóðin f ullbúin á50ára vígsluafmæli „Það er loksins vilji alþingis- manna og Qárveitingavaldsins að lóð Sjómannaskólans verði nú lokið eftir 50 ár,“ segir Guðjón Áraxann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, en 13. októb- er 1995 eru liðin 50 ár frá vígslu skólans „Við báðum um það í bréfi til fjárveitinganefadar að þaö yrði stefnt að þvi að lóðinni yrði lokið þá. Það fengust 16,5 milljónir í lóðina og 5 milljónir til viðhalds og ennfremur til að flytja smíöa- aðstöðu Vélskólans sem er í al- gjörlega óviðunandi húsnæði. í rigningunum í nóvember stóðu nemendur hér i stigvélum," segir Guðjón. Samkvæmt úttekt sem gerð var í sumar á Sjómannaskólahúsinu er áætlað aö þörf sé á 200 milljón- um til viögerðar hússins. „Við teijum að þetta sé byijunin á þessu. Viö erum mjög þakklátir fyrir þennan skiining sem okkur er sýndur á þessum erfiðlei- katímum,“ tekur Guðjón fram. -IBS Ökumenn íbúöarhverfum Gerum ávallt ráö fyrir börnunum K yujjREWW. Smáauglýsingar Chevrolet Suburban ’83, 8 manna, 6,2 disil með mæli, 400 turbo skipting, no spin aftan og loftlæsingar framan, stýristjakkur, 38" radialdekk, upp- hækkaður, sérskoðaður. Uppl. í s. 91-641420 og eftir kl. 20 í s. 91-44731. Ford LTD, árg. 1983, sjálfskiptur, vél 6 cyl., 4,9 lítra, skutbíll. Vel með farinn. Verð 360.000, skipti á dýrari, litlum, sjálfskiptum. Uppl. í síma 91-653736 eftir kl. 18. ■ Jeppar Toyota LandCruiser, árg. '85, til sölu, ekinn 180 þús., ABR-loftlæsingar, lækkuð drif (4,56), gasdemparar, yfir- bygging hækkuð um 2", 33" dekk, þungaskattsmælir. Mjög góður bíll. Athuga skipti á ódýrari. Upplýsingar í síma 91-27260. ■ Ukamsrækt Vöðvabólgumeðferð með rafmagns- nuddi, svæðanuddi og þörungabökstr- um. Heilsuráðgjöf, efnaskortsmæling, svæðanudd og þörungaböð. Heilsuráðgjafinn, Sigurdís, s. 15770 kl. 13-18, hs. 31815. Kjörgarði, 2. hæð. DV Keflavík: Flaug 27 metra út fyrir veg en slapp með skrámur Mikil mildi þykir að ökumaður á fólksbíl skyldi ekki stórslasast er bíll hans flaug út af veginum á milh Sandgerðis og Garðs í gærmorgun. Ökumaður, sem er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis, mun hafa verið á ofsahraða því bíllinn sveif 27 metra án þess að koma við jörðu. Bíllinn lenti utan vegar, ók þar áfram hundrað metra en tók síðan á loft og sveif þessa 27 metra áfram. Að sögn lögreglu er ótrúlegt aö öku- maðurinn skyldi hafa sloppið með nokkrar skrámur úr þessari flugferð. Þá má einnig segja að mikil heppni hafi veriö að enginn varð fyrir bíln- um, hvorki gangandi, akandi né Qjúgandi umferð. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru minni háttar. Þá voru tveir aðrir ökumenn tekn- ir fyrir ölvunarakstur en einnig var talsvert um hraðakstur í umdæmi Keflavíkurlögreglu. Þá var slökkvi- liðið í bænum kaUað fjórum sinnum út vegna sinuelda. -ELA Á Reykjalundi er starfrækt öflug endurhæfingarstöð. DV-mynd S Starfsemi SÍBS hef ur margf aldast Starfsemi SÍBS verður sífellt viða- meiri með árunum. Þegar félagið var stofnað árið 1938 var markmiðið fyrst og fremst aö þjónusta berklasjúkl- inga. Síðar gengu Samtök gegn astma og ofnæmi og Landssamtök hjarta- sjúkhnga í SIBS og starfsemin hefur margfaldast. Sjúkraþjálfun tók til starfa 1963, iðjuþjálfun 1974, heilsuþjálfunar- deild var stofnuð 1976 og frá árinu 1980 hafa þróast ýmis sérsvið endur- hæfingar. Á Reykjalundi eru nú 170 rúm og innlagnir voru 1250 á árinu 1993. Þrátt fyrir mikla aukningu á af- köstum Reykjalundar sem endur- hæfingarstofnunar hefur biðlistinn verið óbreyttur síðastliðin ár eða um 500 manns og er það að miklu leyti því að þakka að meðaldvalartími hefur styst mikiö. -ÍS Vinnsla igulkerahrogna hófst hjá unnin til útflutnings á Japans- Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar í des- markað. ember og eru þrír bátar í viðskipt- Helstu mið hér eru meðfram um við HÓ, Norma Ólafsfirði, ströndinni í Eyjafirði vestanverð- Bylgja frá Dalvík og Kópur frá Ár- um og umhverfis Hrísey. skógsströnd. Helgi Guðmundsson, fram- Hrognafyliing hefur verið 2-10% kvæmdastjóri HÓ, segir að þetta sé en hún er mismunandi eftir árs- tilraun hjá þeim sem útheimti litla tíma. Getur best orðiö 30%. Verð fjárfestingu. Þeir myndu sjá hvem- semsjómennfáfereftirhrognafyll- ig gengi og ekki sakaöi að reyna ingunni. Hrognin eru hálfunnin eitthvaönýtt Reykjavík: 93 millíónir í útivistarsvæði Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir ,1994 gerir ráð fyrir að veittar verði 93 milljónir króna í ýmsar framkvæmdir viðs vegar um borgina að tillögu umhverfismálaráös borg- arinnar. Tæpar sjö mifljónir verða veittar í framkvæmdir við leiksvæð- ið við Gullengi í Grafarvogi, sex mifijónir í lokaffamkvæmdir á Am- arhóli, rúmar fimm mifljónir í nýjan Lýðveldisgarð við hhðina á Þjóðleik- húsinu við Hverfisgötu og fimm milljónir í stækkun á Húsdýragarð- inum auk smærri verkefni við tjald- stæðin í Laugardal og leiksvæði víðs vegar um borgina. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við útivistarsvæði og leiksvæði á 40 stöðum í borginni á þessu ári. -GHS HöfníHomafiröi: Vildi tíkina en beit eigandann Stór blendingshundur réðst á mann á Höfn í Hornafirði og beit hann í höndina þannig að sá á. Þurfti maðurinn að leita læknis vegna þess og fékk stifkrampasprautu. Aðdrag- andi málsins er sá að maðurinn á tík á lóðaríi og vildi hjyidurinn eðlilega nálgast hana, ef ekki með góðu þá illu. Óð hann í garð mannsins með miklum látum og reif niður þvott sem hékk á snúrum. Eigandi tíkarinnar reyndi að ná til hundsins og ætlaði að binda hann þar til eigendur myndu sækja hann meö fyrrgreindum afleiðingum. Hundurinn slapp burt en eigandi hans fann hann á undan yfirvaldinu. Hundurinn var þvi ekki handsamað- ur að þessu sinni og sleppur líklegast með áminningu eiganda síns. Ekkert varð hins vegar úr ástarfundunum í þetta sinn. -ELA Hagræðingarsjóður: Aflaheimildum úthlutað í dag Aflaheimildum Hagræðingarsjóðs verður úthlutað í byijun þessarar viku og er búist við að bréf þess efnis verði send út strax í dag. Tæplega 800 bátar fá úthlutað aflaheimildum en Hagræðingarsjóður hefur í heildina um tæplega 12 þúsund þorskígildis- tonn til að úthluta. DV hefur heimild- ir fyrir því aö stór hluti aflaheimilH- anna fari á Vestfirði og að Guðbjörg ÍS fai mest. Indriði Kristinsson hjá Fiskistofu segir að útgerðarmenn sem hafi orðið fyrir mestri skerðingu fái mestarheimfidir. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.