Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 Fréttir Fádæma rógsherferð gegn frambjóðanda í prófkjöri: Ég hef aldrei fyrr kynnst neinu þessu líku - segir Amal Qase sem segist vita hverjir stjómi rógsherferðinni „Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að upplifa neitt þessu likt. Það er komin í gang skipulögð rógsherferð gegn mér eftir að ég gaf kost á mér í próf- kjör Sjálfstæðisflokksins. Ég veit hvaða fólk það er sem stendur fyrir þessum rógburði, að hringja í Hall- grím Thorsteinsson á Bylgjunni og segjast hafa fyrir því heimildir aö ég stundi vændi hér á landi og annað í þeim dur. Þetta er sama fólkiö og hatar mig takmarkalaust fyrir grein- ar mínar frá í sumar um stöðu lit- aðra kvenna á íslandi. Þessi sami hópur hefur líka hringt skipulega í flokksbundið sjálfstæðisfólk og var- að það við mér með sömu lygasögun- um og í útvarpinu. Þá veit ég að um þrjátíu manns hefur sagt sig úr Sjálf- stæðisflokknum til að mótmæla framboði mínu. Sá hópur vinnur líka skipulega gegn mér,“ sagði Amal Qase, blökkustúlkan sem gefið hefur kost á sér í prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í lok mánaðarins. Amal sagði að fólk væri svo ger- samlega varnarlaust gagnvart svona rógburði og ekki síst þegar útvarps- stöövarnar væru notaðar til að út- varpa honum. „Eina huggunin er sá stóri hópur fólks sem hefur komið að máh við mig og lýst yfir stuðningi við mig og fordæmt þennan söguburð. Þeir skipta orðið hundruðum sem haft hafa samband við mig og fordæmt rógburðinn," sagði Amal Qase. . Hún sagðist hafa heyrt um þann rógburð sem ævinlega fer í gang í prófkjörum flokkanna. En það hefði aldrei hvarflað að sér að hann gæti veriö svona yfirgengilega sóðalegur og svona skipulagöur eins og nú er gagnvart henni. -S.dór Hlutur þjóðkirkjunnar í trúarlífi landsmanna minnkar ár frá ári: Fækkun sóknarbarnanna á við brolthvarf 14 sókna - hlutfallslega mest fjölgun í trúfélaginu Veginum og Ásatrúarfélaginu Hlutfallslega hefur meðlimum þjóð- kirkjunnar fækkað jafnt og þétt und- anfarin ár sé tekið mið af fjölgun landsmanna. Áriö 1983 voru 93,2 pró- sent landsmanna í þjóðkirkjunni en í lok síöasta árs var hlutfalliö komið niöur í 92 prósent. Miðað við núver- andi íbúafjölda hafa 2.323 íslendingar yfirgefið þjóðkirkjuna á undanfórn- um 10 árum. Það samsvarar því að öll sóknarbörnin, 16 ára og eldri, í 14 minnstu prestaköllum landsins hafi yfirgefið þjóökirkjuna. Sé tekið mið af fjölgun landsmanna á síðasta ári fækkaði einstaklingum í þjóðkirkjunni um 466 einstaklinga. Alls fjölgaöi landsmönnum um 2.720 frá 1. desember 1992 til 1. desember 1993 en á sama tíma fjölgaöi safnað- arbömum þjóðkirkjunnar um ein- ungis 2.041. AUs tilheyrðu tæplega 244 þúsund landsmenn þjóðkirkj- unni í lok síðasta árs. Samkvæmt úttekt Hagstofu íslands er Hafnarfjarðarprestakall stærsta prestakall landsins með 11.182 íbúa. Næststærst er Nesprestakall með 10.748 íbúa. Minnsta prestakallið er hins vegar á Þingvöllum með 48 íbúa. Stærsta sóknin er Hafnarfj arðarsókn en minnsta sóknin er Ábæjarsókn í Skagafirði. Þar er einungis einn íbúi. í Fríkirkj usöfnuðum landsins voru 8.374 einstaklingar í lok síðasta árs, eða um 3,2 prósent landsmanna. Mið- að við árið á undan fjölgaði meðhm- um fríkirkjusafnaðanna um 0,4 pró- sent. Fjölgun varð einnig í kaþólska söfnuðinum á íslandi. í lok siðasta árs töldust 2.484 íslendingar kaþólsk- ir og hafði þeim fjölgað um 1,6 pró- sent miðað við árið á undan. Hvað önnur trúfélög varðar þá fjölgaði mest í Veginum á síðasta ári, eða um 14,3 prósent. Safnaðar- meðhmir voru 755 í lok síöasta árs. Safnaðarbörnum Krossins fækkaði á sama tíma um 3,5 prósent og reynd- ust vera 309 í lok síðsasta árs. Athygli vekur að í Ásatrúafélaginu fjölgaði félagsmönnum um 8,1 pró- sent á síðasta ári. Alls 130 landsmenn trúa nú á Óðin, Þór og aðra Æsi, þar af 112 karlar. Utan trúfélaga stóðu í árslok 3.676 íslendingar, þar af 2.111 karlar og 1.565 konur. -kaa Það er komin í gang skipulögð rógsherferð gegn mér eftir að ég gaf kost á mér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins, segir Amal Qase. DV-mynd GVA Framtíð Slippstöðvarinnar Odda á Akureyri: Komin undir af- stöðu lánardrottna Gylfi Kristjánssan, DV, Akuieyri; „Lykilmáhð í þessu öhu saman er hver verður afstaða helstu lán- ardrottna fyrirtækisins, en þessir aðhar eru Iðnlánasjóður, Iðnþró- unarsjóöur og Landsbanki ís- lands,“ segir Sigríður Stefánsdótt- ir, formaður bæjarráðs Akureyrar, um málefni Shppstöðvarinnar Odda, en þau eru mjög í brenni- deph þessa dagana. Slippstöðin Oddi er í framhalds- greiðslustöðvun sem lýkur 22. fe- brúar nk. Verið er að reyna að ná nauðasamningum við lánardrottna th að bjarga fyrirtækinu frá gjald- þroti og segir Sigríöur Stefánsdótt- ir að það sé í raun alveg undir helstu lánardrottnum komið hver framtíð fyrirtækisins verði. Fuhtrúar eigenda Shppstöðvar- innar Odda, sem eru Ákureyrar- bær, ríkið og Kaupfélag Eyfirðinga, komu saman th fundar í vikunni og ræddu framtíð fyrirtækisins. Sigríður segir að mönnum sé það ljóst að afstaða stærstu lánar- drottna sé lykhatriði. „Allir þeir sem þama voru staddir voru sam- mála um það að ekki er hægt að bíða lengi eftir þessari afstöðu lán- ardrottnanna, fyrirtækið er þannig statt að niðurstaöa veröur að fást alveg á næstunni. Ef þessir sjóðir vhja ekkert gera og neita skuldbreytingum og fyrir- greiðslum, hverju nafni sem þær nefnast, þá virðist ekkert annað bíða en gjaldþrot. Akureyrarbær einn og sér getur ekkert gert meira til bjargar fyrirtækinu. Það er líka ýmsum spumingum ósvarað s.s. eins og þeirri hvort fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins gengur upp og hvað myndi þurfa inn af nýju hlutafé. En á meðan afstaða helstu lánardrottna er ekki ljós er ekki hægt að safna hlutafé eða fá vhyrði fyrir því,“ segir Sig- ríður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.