Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994
Spumingin
Borðar þú þorramat?
Arinbjörn Sigurðsson: Já, já, hann
er ágætur
Rögnvaldur Jónsson: Já, ég borða
þorramat, þó ekki nema hluta af hon-
um.
Haraldur Árnason: Já, já.
Sigurbjörg Ólafsdóttir: Já.
Skúli Konráðsson: Já, já.
Sigríður Helgadóttir: Já, ég borða
þorramat.
Lesendur
Semur ríkisstjórn-
in við sjómenn?
Árni Guðmundsson skrifar:
Þótt svo eigi að heita að hér sé frjáls
vinnumarkaður vill það vefjast fyrir
aðilum þessa sama vinnumarkaðar
að semja sjálfir um launakjör sín.
Engin starfsgrein í landinu hefur
upp á annað að bjóða en „status
quo“. Það er því ekki efnt til neinna
samningaviðræðna í raun nema fyrir
tilstuðlan ríkisins. Undangengnar
viðræður flokkast því einungis undir
almennt fundasnakk eða kaffispjall.
Og svona hefur þetta gengið árum
og áratugum saman. Það er þjarkað
um allt og ekkert og íjölmiðlar þykj-
ast fylgjast með svokölluðum „þreif-
ingum“ sem eiga að vera undanfari
alvöru viðræðna. En það er ríkis-
valdið sem ræður úrshtum. Og ríkis-
valdið tekur í raun að sér samnings-
gerðina og ábyrgist alla þá pakka
sem það telur sig þora að efna. Síðan
er fiktað við gengisskráninguna og
krónan stýfð um ákveðinn hundr-
aðshluta. Að þessu loknu er slegið
erlent lán fyrir kaupaukanum. Ekki
er þetta nú flóknara. - En æ örlaga-
ríkara með hverjum kjarasamning-
unum sem gerðir eru.
Nýlega hefur ríkið stuðlað að
tvennum samningum. Annars vegar
með afskiptédeysi sínu um sjálftöku
dómara á launahækkun og síðan um
lúkningu prestadeilu. Auðvitað var
þama ekki um neina samninga að
ræða, aðeins skyndilausnir með
samþykki ríkisstjórnar.
Sama er uppi á teningnum nú varð-
andi sjómannadeiluna. Þar er ekki
um raunverulegar viðræður að ræða
milli sjómanna og útgerðarmanna,
heldur það hve mikið ríkið treystir
sér til að leggja af mörkum í trausti
þess að því megi ná aftur af hinum
þögla meirihluta, einkum launafólki
á mánaðarlaunum, sem skilar sínu
silfri regiulega, líkt og æðurin til
dúntekjunnar árlega. Við þetta sætt-
ir þjóðin sig prýðilega, a.m.k. æmtir
hún hvorki né skræmtir. Sjómenn í
hafi, ailt frá grunnmiðum við strönd-
ina til sjóræningjaveiða í Smugunni
heimta sinn sinn hlut. - Það eru þó
þeir sem sækja gjaldeyrinn, segja
menn. Þeir afla þjóðarverðmætanna,
ekki hinir. Nei, aUs ekki hinir!
Síðustu daga hefur hver laus hijóö-
nemi ljósvakamiðlanna veriö upp-
tekinn við munn forsprakka samn-
ingsaðilanna í Karphúsinu. Kaffi-
bollamir em fylltir að nýju, buxum-
ar hysjaðar og sest viö spil eða á
kjaftatöm. Það gerist lítiö annað en
að bíða eftir ríkisstjóminni eða ígildi
hennar í einhverri mannsmynd sem
send er á vettvang. Og ríkisstjómin
hefur tekiö við eins og fyrri daginn.
Hún mun á endanum semja við báða
aðila, sjómenn og útgerðarmenn.
Gengið verður fellt eina ferðina enn
og ný lán slegin ; útlöndum. En úti
himir almúginn. Ríkið gengur ekki
erinda almennings. - Það er nú einu
sinni atvinnuleysi, ekki satt?
Beðið eftir ríkisstjórninni. - Frá sjómannasamningum 1987.
Um framburð íslenskra orða
Gestur Sturluson skrifar:
Nýlega rakst ég á grein í DV eftir
Kristinu Halldórsdóttur, fyrrv. alþm.
Kvennalistans. Fjallar hún þar um
framburð móðurmálsins. Þar telur
hún vá fyrir dyrum þar sem linmæli
fari vaxandi, sérstaklega meðal
yngra fólks, og telur íbúa höfuöborg-
arsvæðisins og Sunnlendinga yfir-
leitt aðalsökudólgana (tekið skal
fram þessu máli til skýringar að
Kristín er Norðlendingur, já meira
að segja Þingeyingur). - Ekkert skal
ég dæma um hvort þessi fullyrðing
Kristínar er rétt. En hvað mig varðar
finn ég ekki svo mikinn mun á fram-
burði ungs fólks frá því ég var ungur
og er ég þó tekinn nokkuð að eldast
(er 71 árs).
Að mínu viti getur það verið áhta-
mál hvað telst norðlenska og hvað
sunnlenska því þar eru ekki alltaf
svo skýr mörk. í mínum huga er þó
hin eiginlega norðlenska aðeins þar
sem raddaður framburður er talaður
og mér finnst ákaflega erfitt að dæma
hvað er réttur framburður og hvað
rangur. Þar hefur enginn endanlegur
dómur verið kveðinn upp. Ég held
að engin tunga finnist þar sem fram-
burður og stafsetning falla alveg
saman. En út í þá sálma fer ég ekki
hér.
Kristín sagði hins vegar nokkuð í
grein sinni sem stakk mig illa og ég
er ósáttur við. Hún segir: „ „Það er
bleydu væda á gödum Reygjavígur,"
sögðu norðlensku börnin þegar þau
gerðu grín að sunnlenskunni". - Þótt
ég sé að hálfu Þingeyingur finnst mér
þetta vond þingeyska og bera vott
um hroka og yfirlæti. Þarna er börn-
um sunnan heiða (þar sem yfirgnæf-
andi meirihluti þjóðarinnar býr)
sýnd nokkur fyrirlitning. - Það mun-
ar ekki um það! Þarna er bókstaflega
gefið í skyn, að mínu mati, aö mikill
meirihluti þjóðarinnar sé varla tal-
andi.
Skrípaleikurinn um Seðlabankann:
Þrír bankastjórar áfram!
Gunnar Magnússon skrifar:
Honum ætlar seint að linna skrípa-
leiknum um Seölabankann. Allt frá
byrjun hefur þessi stofnun verið bit-
bein í íslenskum efnahagsmálum og
fjölmiðlar hafa sótt ómældar fréttir
í þetta höfuvígi íslenskra fjármála.
Nú er enn komiö að því að ákveða
hvaða bankástjóra á að ráða úr hin-
um póhtísku herbúðum. Spurningin
er: kemur hann úr röðum þing-
manna eða úr röðum uppgjafa hðs-
foringja í fótgönguliði opinberra
embættismanna sem stöðugt leita
nýrrar vígstöðu fyrir sig og sína?
Nú var kominn upp sú staða að
Veröur allaballi settur i Seðlabank
ann?
fært þótti aö halda úti einum banka-
stjóra í Seðlabankanum og þótti eng-
um mikið. - En Adam dvelur aldrei
lengi í henni Paradís. Viðskiptaráð-
herra hefur nú ráögast við fuhtrúa
þingflokkanna og þeir segja einum
rómi: Þrír bankastjórar áfram! Þann-
ig hefur viöskiptaráðherra orðið að
lúffa fyrir stærsta þrýstihópi þjóðar-
innar sem situr á sjáifu Alþingi.
Viðskiptaráðherra hefur lýst því
yfir að enginn framsóknarmaður
hafi orðað að þeim beri staða fráfar-
andi bankastjóra sem var framsókn-
armaður. Er þá ahabahi sá sem koma
skal, eða eigum við vænta annars?
I>V
Námslánog
Séknarkonur
Gísh skrifar:
Stundum les maður greinar í
blööum og oft eftir hátt launaöa
háskólamenn þar sem mikil eftir-
sjá kemur fram yfir bótum til at-
vmnuleysingja. Nýlega hlustaði
ég í morgunútvarpi rásar 2 á
prest, sem einnig er líffræðíngur,
en nú í nokkurra ára námi í jarð-
fræði í Bandaríkjunum. Mér er
nær að halda að ekki geti verið
ódýrt að stunda nám og búa í eig-
in íbúö, í Boston. En námslána-
kerfi okkar er e.t.v. rýmilegra en
það sem gildir um atvinnulausa
Sóknarkonu sem missir vikubæt-
umar komist hún ekki að í bið-
röðinni th að stimpla sig. Ég veit
að tvær þjóðir búa í þessu landi
en er þetta nú ekki komið út í
öfgar?
Afísingartækiá
Sikorskyþyrlu
Margrét skrifan
Ég man ekki betur en þegar
deilt var sem haröast um kaup á
björgunarþyrlu fyrir íslendinga,
að einn þingmaður sem mikið
hefur haft sig í framrni um þessi
kaup, hafi staðhæft að ekki væru
afísingartæki til staðar á þyrlum
þeim sem varnarhðið hefur á að
skipa. Nú hefur komið i ljós að
þyrlur þær sem hotaðar voru við
björgunina fræknu nýlega eru
meö þessi tæki. Því tel ég okkur
Islendinga vel setta með þessi
mögnuðu björgunartæki þeirra
varnarhðsmanna.
Nýbúar hæfir
frambjóðendur?
Jón Gunnarsson skrifar:
Ég er meira en htið undrandi á
hinum póhtísku flokkum ef þeir
ætla nýbúum er hér hafa dvalið
í nokkur ár að vera komnir það
vel inn í íslenskt þjóðfélags-
mynstur að þeir séu jafnvígir inn-
fæddum hvað varðar póhtísk
bæjar- og sveitarstjómarmál, aö
ekki sé nú talað um þjóðmálin í
hehd.
Hér er fráleitt um andúö á að-
fluttum íslendingum að ræöa,
hvað þá kynþáttamisrétti af
minni hálfu. Það á við um hverr-
ar þjóðar fólk sem væri, svo sem
Finna, Dani, Breta o.s.frv. að af-
skipti af stjómmálum hér krefj-
ast meiri aðlögunartíma en rétt
5-7 ára. Hér er e.t.v. mál fyrir
Alþingi tíl umfjöhunar.
Toppþátturhjá
Hrafni
R.A. skrifar:
Sjónvarpsþátturinn í gærkvöldi
(11. jan.) undir stjórn Hrafhs
Gunnlaugssonar, þar sem rætt
var um heimsmálin svo og inn-
lend mál vítt og breitt með thhti
th umræðu um sama efni fyrir
nokkrum árum, var alveg frá-
bær. Þarna var rætt af skynsemi
að mínu mati og þátttakendur
voru vel valdir að þessu sinni.
Stefha ætti að því að hafa svona
umræðuþætti vikulega. - Þetta
var toppþáttur hjá Hrafni.
ÞakkirtilPálma
áBylgjunni
Guðrún hringdi:
Ég er áskrifandi að Stöð 2 og svo
vhdi til að ég var ekki búin að fá
nýtt lykhnúmer hinn 10. þ.m. og
þótti það bagalegt því ég var búin
að greiða gjaldið. Ég tók því það
ráð að hingja í útvarpsstöðina
Bylgjuna og var mér vísað á
Pálma Guðmundsson tækni-
raann. Hann brást einstaklega vel
við og gaf mér upp lykhnúmerið
símleiðis, rétt svona eixm, tveir
og þrír. Fyrir þetta vil ég senda
mitt besta þakklæti fyrir veitta
þjónustu og snögg viðbrögð..