Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Page 15
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994
15
Nordisk Forum
- takið þátt
Nú er runnið upp árið 1994 og
ekki nema sjö mánuðir þar til
Norræna kvennaþingið - Nordisk
Forum - hefst í Ábo í Finnlandi.
Það verður haldið 1.-6. ágúst og
búist er við geysilegri þátttöku,
ekki minni en var á síðasta Nordisk
Forum í Osló 1988 eða um tíu þús-
und manns.
Frestur til að tilkynna um fram-
lag á Nordisk Forum rennur út þ.
1. febrúar nk. Það er því mikilvægt
að þeir íjölmörgu sem hafa áform-
að að vera með framlag tilkynni
það í tíma. Framlög geta verið mjög
margvísleg, t.d. fræðsluerindi,
smiðjur, menningaratriði eða list-
sýningar, svo að eitthvað sé nefnt.
Þau þurfa aðeins að falla að efni
og tilgangi þingsins sem ber yfir-
skriftina: líf og störf kvenna, gleði
og frelsi.
Bráðabirgðaprógramm
Geíiö hefur verið út bráðabirgða-
prógramm með þeim efnisatriðum
sem tilkynnt haföi verið um fyrir
1, nóv. sl. Þar eru um 900 mismun-
andi og mjög fjölbreytileg atriði frá
u.þ.b. 500 samtökum, félögum, og
einstaklingum. Þessi þátttcika er
jafnvel meiri en okkar björtustu
vonir leyfðu og sýnir svo að ekki
verður um villst að áhugi er mikill
á þinginu. Framlag okkar íslend-
inga er glæsilegt, á fjórða tug efnis-
KjáUaiinn
Valgerður Gunnarsdóttir
formaður íslensku undirbún-
ingsnefndarinnar fyrir Nordisk
Forum ’94
atriða er þegar kominn frá íslandi.
Ég vil hvetja alla sem áhuga hafa
á kvennaþinginu að útvega sér pró-
gramm og skoða hvað þar er að
flnna. Það getur orðið þeim sem
vilja leggja sitt til málanna hug-
myndabanki og hvatning en einnig
stuðningur því að oft er um hkar
hugmyndir að ræða í löndunum og
gæti verið gott að íhuga samvinnu
við aðra.
Prógrammið hefur þegar verið
sent til allra þeirra sem hafa til-
kynnt sig og bið ég þá að skoða það
vel og senda inn leiðréttingar ef
þarf á þar til gerðu eyðublaði.
Bíðið ekki of lengi
Ég ítreka að mikilvægt er að
koma þátttökutilkynningum um
framlag inn á réttum tíma og bíða
ekki of lengi, munið að fresturinn
er til 1. febrúar 1994.
Frestur til að skila þátttökutil-
kynningu fyrir einstaklinga er til
1. maí en þar er einnig gott aö vera
snemma á ferðinni, m.a. til að
tryggja sér góða gistingu.
Prógrammiö ásamt þátttöku-
eyðublöðum og öllum upplýsingum
má fá á skrifstofu Nordisk Forum
sem er til húsa á skrifstofu jafnrétt-
ismála, Laugavegi 13 í Reykjavík,
síminn er 91-27420 og 91-27065.
Ég vil einnig minna á að undir-
búningsnefnd Nordisk Forum hef-
ur mánaðarlega opið hús á laugar-
dagsmorgnum frá kl. 10.30 til 12 þar
sem hægt er að koma og fá nýjustu
upplýsingar og fréttir. Næsta laug-
ardagskaffi verður í BSRB húsinu
við Grettisgötu þ. 15. janúar nk. og
alhr sem áhuga hafa á Nordisk
Forum 1994 eru hjartanlega vel-
komnir.
Valgerður Gunnarsdóttir
„Þessi þátttaka er jafnvel meiri en okk-
ar björtustu vonir leyföu og sýnir svo
ekki verður um villst að áhugi er mik-
ill á þinginu. Framlag okkar Islendinga
er glæsilegt, á fjórða tug efnisatriða er
þegar kominn frá íslandi.“
„Þar eru um 900 mismunandi og mjög fjölbreytt atriði frá u.þ.b. 500
samtökum."
Mörg eru vítin að varast
Það er þeim mætavel ljóst, sem
vélar daglega um málefni öryrkja
og kynnist með þeim hætti aÚnáið
kjörum þeirra, að þar má ekkert
út af bera svo verulega þrengi að
hinu daglega, lífsnauðsynlega lifi-
brauði þessa hóps.
Eingreiðsla til skerðingar
Ýmsar aögerðir sl. árs hafa verið
þann veg aö til verulegrar íþyng-
ingar verður að telja og svo valtur
er grunnur þeirra sem eiga bæt-
urnar einar að kjaralegu athvarfi
sínu að þar munar í raun um
hveija útgjaldakrónu ef endar eiga
að ná saman.
Það setur og ugg að öryrkjum
þegar það er ótæpt boðað að fyrir-
komulag eingreiðslna skuh endur-
skoðað til skerðingar því allir eiga
Kjallarinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
vita ættu hka aö hafa nokkra hug-
mynd um það tvennt: að eingreiðsl-
urnar hafa aldrei að fuhu skilað sér
tii öryrkja og eins það að þær hafa
dreifst með þeim hætti á bótaflokka
að í engu verður til réttlætis talið.
Það að skerða þessar greiðslur
um allt að þriðjung á þessu ári
hefur mjög alvarlegar afleiðingar
og verður ekki betur séð en að með
því sé verið að vísa öryrkjum í enn
ríkara mæli á vit félagsmálastofn-
ana sveitarfélaga sem hafa þó
margar hverjar nóg með sig á þess-
ari þrengingatíð svo alltof margra.
Og vel á minnst, aðstoð félags-
málastofnana getur í ýmsum tilvik-
um komið öryrkjanum alvarlega í
koll, jafnvel þó aðeins sé um sér-
tæka neyöaraðstoð að ræða sem
brýna nauösyn beri til að veita sak-
ir áfaha eða annarra aðstæðna,
sem upp kunna að koma, og eru
alvarlegar og ófyrirséðar í senn.
Málið er það að öll aðstoð félags-
málastofnana án skilgreiningar er
gefin upp sem laun á launamiðum
til skattayfirvalda svo sem skylt er.
í vitahring
Nú fær viðkomandi öryrki sér-
tæka aðstoð upp á einhverja tugi
þúsunda, máski af mjög brýnni
þörf einhverra óviðráðanlegra að-
stæðna vegna. Þegar Trygginga-
stofnun ríkisins fær og fer yfir tekj-
ur hðins árs hjá öryrkjanum er
henni skylt að meta þetta sem
hreinar launatekjur og afleiðingin
er óhjákvæmilega sú að 'sé þetta
öryrki sem nýtur sérstakrar heim-
ilisuppbótar, og oftast er nú svo,
þá skerðist hún um sem nemur
sömu upphæð og aðstoðin nam. Þá
er fólk komið í ákveðinn vítahring,
endar ná ekki saman. Mál þetta er
nú í athugun og hefur m.a. verið
kynnt fjármálaráöherra sem vhl
gjaman láta fara ofan í máliö og
finna leið út úr þvi með sanngjörn-
um og réttlátum hætti. Fulltrúar
öryrkja munu koma að því máli
ásamt fulltrúum lífeyrisdeildar
Tryggingastofnunar ríkisins og
vonandi að vel takist til um úrlausn
alla, svo óviðunandi sem þetta er
með öhu.
Auövitað er alveg makalaust að
svona hluti skuli gerast, veröi að
gerast vegna lagaákvæða sem ekk-
ert tillit taka th þeirra aðstæðna
sem að baki búa. Þetta er auðvitað
þeim mun makalausara sem menn
eru svo feimnir og ragir við annars
konar aðgerðir svo sem fjármagns-
tekjuskatt og raunvemlegan há-
tekjuskatt.
Helgi Seljan
„Þaö setur og ugg aö öryrkjum þegar
það er ótæpt boöað að fyrirkomulag
eingreiðslna skuli endurskoðað til
skerðingar því allir eiga að vita að ein-
greiðslurnar eru ekki annað en eðlileg-
ur hluti kjara... “
að vita að eingreiðslurnar eru ekki stað taxtahækkana launa koma
annað en eðlilegur hluti kjara, í þessar eingreiðslur. Þeir sem best
llAl
mgo og
Lögtil lausnar
sjómannadeilunni
Missumfisk-
markaðiúr
höndunum
Sæunn Axelsdóttir,
flskverkandl á Ól-
afstírði.
„Þó að for-
ráðamenn
geri sér grein
fyrir því að
beinn skaði af
sjómanna-
verkfaili sé
tugmihjónir
króna á dag
eða jafhvel
enn hærri
upphæðir þá
er margt annað sem tengist verk-
fallinu sem er sýnu alvarlegra.
Það er mjög alvarlegt mál gagn-
vart saltfiskmörkuðum okkar ef
verkfah dregst á langinn.
Páskafastan er að byrja nú í
febrúar á ítahu, Spáni og öðrum
kaþólskum viðskiptalöndum
okkar, Norðmenn ryðjast inn á
markaðinn i þessurn löndum
núna ef við höfum ekki handbær-
an fisk. Th þess að koma i veg
fyrir að í óefhi stefni með mark-
aði okkar erlendis yrði því óhjá-
kvæmilegt að setja lög til lausnar
sjómannadeilunni, ekki bara til
þess að fá fisk heldur til að bjarga
þjóðarskútunni. Þeir sem eiga th
hehbrigða skynsemi hljóta að sjá
að það er nauðsynlegt
Ef samkeppnisaöilar okkar
komast inn á okkar markaði
núna á þeim forsendum að viö
getum ekki útvegað fisk gæti tek-
ið mörg ár að vinna þá markaði
aftur, Islenskur fiskur er orðinn
nokkurs konar hefð á fóstunni í
þessum löndum. Mér finnst vera
aht of mikih eiginhagsmunaþefur
af þessum deilumálum og hún er
komin út fyrir öll velsæmis-
mörk.“
Þrek til þess
að leysa deil-
una
„Ég sé ckki
að það sé
tímabært,
eins og staðan
er núna, að
vera aö hóta
því að setja
íög.hvortsem
það væru Björn Grélar
bráöabirgða- Svelnsson, formad-
lög eða Al- ur Verkamanna-
þingi yrði sambandsms.
kallað saman. Samningar leysast
ekki með þannig hótunum. Mér
sýnist að í þessu tilfelli sé þaö
raunverulega LÍÚ sem er að
reyna að kalla fram lagasetningu.
Ef menn hafa fylgst með skrifum
og ummælum LÍÚ-fuhtrúa frá
upphafi síðasta árs voru þeir í
raun og veru að hóta verkfallsað-
gerðum í sínum yfirlýsingum.
Þannig að menn mega ekki vera
hissa á því þótt sjómenn þrýsti
fast á að þessi mál verði leyst.
Það er nauðsynlegt að leysa
þessi kvótabraskmál í eitt skipti
fyrir öh. Þetta er að verða ólíð-
andi hvernig kvótamálin eru lát-
in viðgangast og þau faha engan
veginn að launakerfinu sem sjó-
menn hafa búið við. Ég ætla ekki
að draga úr hagsmunum þjóðfé-
lagsins í þessu máli. En menn
verða aö hafa þrek til þess að
leysa þessa dehu. Það verður að
ganga þannig frá málum að
mönnum sé refsað fyrir kvóta-
braskið og stjórnvöld sjái th þess.
Það eru þannig 5ög sem stjóm-
völd mættu setj a.“ -ÍS