Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Síða 18
26 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 Iþróttir unglinga Þessir krakkar skipuöu þrjú efstu sætin í stigakeppni sundmótsins. I miðju er Birkir Rúnar Gunnarsson, ÍFR, sem náði bestum árangri og hlaut sjó- mannabikarinn. Hann synti 50 m bringusund á tímanum 40,01 sek., sem gefur 777 stig. Til vinstri er Hanna Jónsdóttir, ÍFH, sem varð í 2. sæti, synti 50 m baksund á timanum 43,80, sem gefur 583 stig, og til hægri er Heiðdis Eiríksdóttir, ÍFH, synti 50 m baksund á 44,13 sek., og hlaut fyrir það 570 stig og 3. sætið. DV-myndir Hson Nýárssundmót fatlaðra bama og unglinga: Birkir Rúnar bestur „Gaman þegar pabbi fylgist með,“ sagði Eva Þórdís Ebenezerdóttir, ÍFR Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram síðastliðinn sunnudag. Að sögn forráðamanna móts- ■* Eva Þórdís með pabba sinum, Ebenezer Bárðarsyni. ins var þetta það fjölmenn- asta hingað til. Góð stemn- ing var og hörð og skemmtileg keppni milli krakkanna. Birkir Rúnar Gunnarsson vann sjómannabikarinn 4. árið í röð og vann hann því til eignar. Keppt var núna um nýjan bikar sem Sigmar Ólason, Reyðarfirði, gaf til keppn- innar en hann gaf einnig eldri bikar- inn. Afrek Birkis Rúnars í 50 metra bringusundi, 40,01 sek., gaf 777 stig og var hann með talsverða forystu á næstu keppendur, eins og sést á öðr- um stað á síðunni. Sáttur viðtímann Birkir Rúnar Gunnarsson, ÍFR, kvaðst vera nokkuð ánægður með tímana hjá sér: „Annars hef ég veriö í mjög erflð- um æfingum að undanförnu og bjóst því ekki við bætingu að þessu sinni,“ sagði Birkir Rúnar. Minn besti tími Eva Þórdís Ebenezerdóttir, ÍFR, er 12 ára og er hreyfihömluð. Hún var að ljúka við 50 metra baksundiö: „Ég synti á 1:06,7 mín. og er þetta áreiðaníega besti tíminn minn í bak- sundinu. Jú, ég syndi líka bringu- sund og með frjálsri aðferð. Frjálsa aðferðin fmnst mér langskemmtileg- ust af því að maður syndir svo hratt. Jú, jú, - það er miklu meira gaman Umsjón Halldór Halldórsson þegar pabbi fylgist með mér og reyni ég, auðvitaö, alltaf að standa mig svolítið betur,“ sagði Eva. Að sögn pabba hennar, Ebenezers Bárðarsonar sjómanns, mun Eva fara til Malmö í Svíþjóð í febrúar og taka þátt í stóru alþjóðlegu sundmóti og mun mamma hennar, Auður Árnadóttir, fara með henni. Gaman að synda Alexander Harðarson, ÍFR, er 8 ára, og er hreyfihamlaður. Hann beið eft- ir að röðin kæmi að honum að synda: „Ég á aö fara að synda 50 metra með frjálsri aðferð og er það frábært sund. Ég byrjaði fyrir rúmu ári að æfa og sund er alveg frábært. Ég ætla sko að standa mig vel,“ sagði Alexander. Móðir Alexanders, Hulda Tómas- dóttir, var að sjálfsögðu með honum: „Alexander er hreyfihamlaður og ég fer alltaf með hann á æfingar og í keppni. Annað væri ekki hægt því hann er í hjólastól. Mér finnst sundið hafa mjög góð áhrif á hann og þetta er örugglega íþróttagrein sem hentar honum mjög vel,“ sagði Hulda. Fyrsta skipti Eyrún Reynisdóttir, 2ja ára, var með mömmu sinni, Magndísi Guðmunds- dóttir, til að fylgjast með stóru syst- ur, Hörpu Sif, 8 ára, í sundfélaginu Þjóti frá Akranesi: „Mér finnst álveg frábært að dóttir mín fái tækifæri til að spreyta sig í sundi og svo er þetta er svo hollt fyr- ir hana. Aðstaðan á Akranesi er góð en það mætti þó fjölga æfmgunum og hef ég heyrt að svo eigi að gera,“ sagði Magndls. Ljóst er að þáttur foreldra er gríð- arlega mikill í sundíþróttum fatlaðra barna og klárt að hið mikla framlag þeirra skiptir þar öllu máli. -Hson Eyrún Reynisdóttir, 2ja ára, var með mömmu sinni, Magndísi Guðmunds- • dóttir, og auðvitað til þess að fylgjast með stóru systur, Hörpu Sif, sem stóð sig svo vel. Alexander Harðarson, 8 ára, IFR, beið eftir þvi að fá að keppa. Honum finnst mest gaman að synda með frjálsri aöferð. Móðir hans, Hulda Tómas- dóttir, er hin ánægðasta með sundáhuga drengsins. Nýárssundmót fatlaðra: 50 m baksund stúlkna: Hanna Jónsdóttir, IFH.......43,80 Heiðdís Biriksdóttir, IFH...44,13 Hjördís Haraldsdóttir, IFH...45,91 Harpa Sif Þráinsdót.tir, Þjóti ...50,72 Eva Þ. Ebenezerd., IFR......1:01,04 50 m baksund pilta: Birkír R. Gunnarsson, IFR...41,19 MagnúsÞ. Guðjónsson, 1FR....42,12 Kristján Aðalsteinsson, Osp ...46,68 SnorriKarlsson, Firði.......47,10 Rökkvi Sigurlaugss., Grósku.,51,46 50 m bringusund. stúlkna: Heiðdís Eiríksdóttir, IFH...43,35 Hanna Jónsdóttir, IFH........46,86 Hjördís Haraidsdótt jr, IFH..49,29 Sigrún Bessadóttjr, IFR.....54,11 Eva Bessadóttir, IFR........1:00,38 50 m bringusund pilta: Birkir R. Gunnarsson, IFR...40,01 (Besta afrekið, gefpr 777 stig) Magnús Þ. Guðjónsson, IFR....44.54 Kristján Aðalsteinsson, Osp ...48,13 Páll Þórisson, Ösp...........59,12 SnorriKarlsson, Firði.......1:07,80 50 m skriðsund ,stúlkna: Heiðdís Eiríksdóttir, IFH...35,12 HannaJónsdóttir.IFH,........36,59 Hjördís Haraldsdóttir, IFH...37,92 Harpa Sif Þráinsdóttir, Þjóti ...39,74 Sigrún Bessadóttir, IFR.....44,19 50 m skriðsund pilta: Birkir Rúnar Gunnars.s., IFR. .35,95 Magnús Þ. Guðjónss., IFR....36,32 Kristján Aðalsteinsson, Osp ...39,71 Snorri Karlsson, Firði......40,88 Rökkvi Sigurlaugss., Grósku.,41,72 50 m flugsimd stúlkna: Heiðdís Eiríksdóttir, IFH...43,06 Hanna Jónsdóttir, IFH.......45,37 Erla Grétarsdóttir, Ösp....1:11,50 50 m flugsund pij.ta: Kristján Aðalsteinsson, Osp ...56,40 Snorri Karlsson, Firði.......58,61 Ul UJ. tlUl. Uf|UUd ydUiidgrvUlþ Rut Ottósdóttir, Ösp..........42,67 Hildur Einarsdóttir, Ösp......50,41 Ambjörg Jónsdóttir, Osp.......56,80 Harpa S. Þráinsd., Þjóti,.1:02,23 HalldóraHenrysdóttir, IFR..1:39,71 25 m frj. aðf. drengja (aukagr.): Sveinbj. Sveinbjömss,, Ösp ....37,37 Gunnar O. Olafsson, Ö.sp..41,29 Þórður Amfmnsson, Osp.....44,00 JákobÞ. Schröder, Ösp........46,11 Bestu afrek, hvers og eins: 1. - 50 m bringusund pilta: Birkir R. Gunnarsson, IFR.... ..40,01 (Gefur 777 stig) 2. - 50 m bakspnd stúlkna: Hanna Jónsdóttir, IFH......43,80 (Gefur 583 stíg) 3. - 50 m baksund stúlkna: Heiðdís Eiríksdóttir, IFH ........44,13 (Gefur 570 stig) 4. - 50 m baksund stúlkna: HjördísHaraldsd., IFH......45,91 5. - 50 m bringusund pilta: Magnús Þ. Guðjónsson, ÍFR.,44,54 (Gefur 465 stig) 6. - 50 m bringusupd pilta: KristjánJ. Magnúss., Ösp....48,13 (Gefur 458 stig) 7. - 50 m skriðsund stúlkna: HarpaSif Þráinsdóttir, Þjóti ...39,74 (Gefur 415 stig) 8. - 50 m bringusund stúlkna: Sigrún Bessadóttir, IFR....54,11 (Gefur 383 stig) 9. - 50 m skriðsund pilta: Snorri Karlsson, Firði.....40,88 (Gefur 374 stig) 10, - 50 m skriðspnd pilta: PálmarGuðmundss., IFR......1:13,57 (Gefur 335 stíg) 11. - 50 m bringusund stúlkna: Eva Þ. Ebenezerd., IFR.....1:00,38 (Gefur 334 stig) 12. - 50 m baksund..pilta: Jakob B. Ingimundars., Ösp....52,21 (Gefur 300 stig) 13. - 50 m skriðsund pilta: Rökkvi Sigurlaugss., Grósku.,41,72 (Gefur 297 stig) 14. - 50 m bringusimd stúlkna: Erla Grétarsdóttir, Osp....1:04,87 (Gefur 288 stig) 15, - 50 m brmgusupd pilta: Haraldur Þ. Haralass., IFR...1:08,44 (Gefur 267 stig) 16. - 50 m bringusund pilta: Páll Þórisson, Ösp.........59,12 (Gefur 231 stig) 17. 50 m skriðsund pilta: Ólafur Jónsson, íþf. Ægi...46,27 (Gefur 214 stig) 18. - 50 m skriðsund stúlkna: Sólveig Bjaraad., IFR......1:08,18 (Gefur 120 stig) 19. - 50 m skriðsund pilta: Jóhann Gunnlaugss., íþf. Ægi58,15 (Gefur 108 stig) 20. - 50 m skriðsund pilta: Bjarki Birgisson, IFR......1:29,31 (Gefur 101 stig) 21. 50 m bringugund stúlkna: María Jónsdóttir, IFR......1:46,44 (Gefur 95 stig) 22. - 50 m bringusund pilta: Lindberg Már Scott, Þjóti..1:18,92 (Gefur 84 stíg) 23. - 50 m skriðsund pilta: Einar Sigurðss., Þjóti.....1:10,79 (Gefur .60 stig) , 24. - 50 m bringusund pilta: Oskar Adolfsson.Firðí......2:02.75 (Gefur 28 stig)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.