Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1994, Side 29
FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 1994 37 oo Karl Guðmundsson og Marinó Þorsteinsson. 40 ára leik- afmæli Kalla Karl Guðmundsson leikari hóf að leika á vegum Leikfélags Reykjavíkur fyrir 40 árum og verður þess minnst á sýningu á Spanskflugunni í kvöld. Karl kom fyrst fram í sviðsetningu á Músum og mönnum í ársbyrjun 1954. Hann var þá nýkominn frá leiklistarnámi við RADA í Lon- don en hafði áður stundað nám í Leikskóla Ævars R. Kvaran. Síð- Leikhús an hefur Karl starfað nær óslitið með LR og leikið tugi hlutverka í sýningum félagsins af öllum toga, nú síðast i Evu Lunu en fyrir þá túlkun hefur hann hlotið einróma lof gagnrýnenda. Með starfi sínu hjá LR hefur Karl stundað önnur störf, svo sem kennslu, og um langt árabil var hann skemmtikraftur og eftir- herma. Síðustu áratugi hefur hann í vaxandi mæli snúið sér að þýðingum úr ýmsum tungu- málum, bæði á lausu sem bundnu máli. Hann hefur þýtt fjölda leik- rita og má nefna Morðið í dóm- kirkjunni og Skýin eftir Aristo- fanes. Karl hefur lengi verið helsti sérfræðingur LR um brag og bragmennt. Plús og mínus í stærð- fræði í ritgerð sinni, In artem ana- lyticum isagoge, sem kom út í Tours 1591, notar Farncois Viete táknakerfi sem svipar talsvert til algebrutákna nútímans. Fyrst og fremst notar hann plús og mínus. Enn fremur táknar hann þekktar stærðir með samhljómum og óþekktar stærðir með sérhljóð- um. René Descartes hóf aö nota nútímalegt táknakerfi í riti sínu Discours de la méthode 1637. Blessuð veröldin Plús og mínus Hinn merki þýski stærðfræð- ingur Michael Stifel (1487-1567) stuðlaði að útbreiðslu + og - merkjanna. Má rekja það til rit- gerðar hans, Arithmetica integra, sem gefin var út 1544. Þessi merki komu í stað táknanna p, sem táknaði samlagningu, og m sem táknaði frádrátt. Þau voru prent- uð í fyrst sinn í reikningsbók handa verslunarmönnum, sem gefin var út 1489 fyrir tilstuðlan Þjóðveijans Jóhanns Widman frá Leipzig. En þessi tákn voru enn sem fyrr tengd ákveðnum stærð- um og táknuðu ágóða eða tap í fjárfestingu eða reikningsfærslu. Færðá vegum Snjómokstur er hafinn á þeim þjóð- vegum á landinu sem að undanfornu hafa verið þung- eða ófærir og eru opnaðir reglulega. Þessir vegir opn- ast flestir fyrir hádegið nema á Vest- Umferöin fiörðum. Þar er búist við að vegurinn um Breiðadalsheiði opnist um há- degið og Botnsheiði síðdegis. Dansbarinn: Rúnar Þór og hljómsveit „Við ætlum að spila lög sem kom- ið hafa út á plötum mínum í gegn- um árin og þá sérstaklega af þeirri sem kom út fyrir síðustu jól sem Skemmtanir heitir Að mestu,“ segir Rúnar Þór Pétursson en hann mun spila ásamt hljómsveit sinni á Dans- bamum í kvöld og annað kvöld. Rúnar semur tónlist sína sjálfúr og megnið af textunum er eftír bróður hans, Heimi Má. Þess utan ætla Búnar Þór verður á Dansbamum um helgina. þeir að spila lög sem Fats Domino, Haukur Morthens og Rolling Stones hafa gert fræg. „Þaö halda margir að þaö sé langur vegur á milli Hauks og Stones en í raun er meiódian ósköp lík ef sami flytjandi er að verki,“ segir Rúnar. Með honum í hljómsveitinni eru Jónas Björnsson á trommur og Örn Jónsson á bassa. Jónas hefur spilað með Rúnari í fimm ár en Öm mun lengur. „Við byrjuðum að spila saman tiu ára gamlir vestur á ísafiröi." Nýjar lyftur á Hengilssvæði Sleggjubeinsskarö Víkingagil Hamragil DV Hún hefur fengiö nafnið Theo- dóra, þessi myndarstúlka sem fæddist á Landspí talanum 5. janúar kl. 2.05. Við fæöingu vó hún 2.916 grömm og mældist 51 sentímetri. Foreldrar hennar em Brigitte og Halldór Einarsson og heima bíða eldri systurnar, Karítas, 5 ára, og Sonja Kata, 3 'A árs, Armand Assante er i aðalhlut- verki Banvænt eðli Hann er lögga og lögfræðingur. Konan hans vill helst drepa, einkaritarinn vfil sofa hjá honum og úti í bæ er undarleg kona sem vill sofa hjá honum og drepa hann, vonandi í þessari röð. Þetta er þráðurinn í myndinni Ban- vænt eðli sem Háskólabíó frum- sýnir í dag. Það er Armand As- Bíóíkvöld ante sem leikur Ned Ravine, lögg- una og lögfræðinginn, sem álítur sig sérfræðing í konum. Munu þessar þijár „femme fatale" reyn- ast honum þungur róður. Kate Nelligan leikur eiginkonuna sem hugsar upp morð, Sherilyn Fenn leikur einkaritarann fallega sem er haldinn vonlausri ást og Sean Young er þessi dularfulla og hættulega sem er meira en lítið hrifin af honum að þaö dugar ekkert minna en ást eða morð. Nýjar myndir Háskólabíó: Ys og þys út af engu Stjörnubíó: Öld sakleysisins Laugarásbíó: Besti vinur manns- ins Bíóhöllin: Demolition Man Bíóborgin: Aladdin Saga-bíó: Aftur á vaktinni Regnboginn: Maður án andlits Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 11. 14. janúar 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 73,150 73,350 71,780 Pund 109,210 109,520 108,020 Kan. dollar 55,410 55,640 54,030 Dönsk kr. 10,7920 10,8300 10,8060 Norsk kr. 9,6880 9,7220 9,7270 Sænsk kr. 8,9390 8,9710 8,6440 Fi. mark 12,7970 12,8480 12,5770 Fra. franki 12,3130 12,3560 12,3910 Belg. franki 2.0034 2,0114 2,0264 Sviss.franki 49,4200 49,5700 49,7000 Holl. gyllini 37,3300 37,4600 37,6900 Þýskt mark 41,8100 41,9300 42,1900 it. líra 0,04283 0,04301 0,04273 Aust. sch. 5,9460 5,9700 6,0030 Port. escudo 0,4140 0,4156 0,4147 Spá. peseti 0,5062 0,5082 0,5134 Jap. yen 0,65550 0,65750 0,64500 írskt pund 104,470 104,890 102,770 SDR 100,29000 100,69000 99,37000 ECU 81,0700 81,3500 81,6100 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan '1 X 3 - V- J 1 ! n ? ,1 q mmm il 1 n n W~ J L J r Lárétt: 1 kinn, 7 grastoppur, 8 sukk, 9 núUibil, 10 kaldi, 12 farfa, 13 lækki, 15 kraftur, 17 leiösla, 18 algengrar, 20 þykk- ildiö. Lóðrétt: 1 drap, 2 blöð, 3 hafnaði, 4 dig- ur, 5 ástunda, 6 fataefni, 7 mynni, 9 högg, 11 dáiö, 14 nemi, 16 kropp, 19 klaki. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 múmía, 6 fá, 7 ota, 8 sull, 10 klukka, 11 vekring, 13 egna, 15 lag, 17 iö, 18 eðlur, 20 gætin, 21 má. Lóðrétt: 1 mok, 2 útlegð, 3 mauk, 4 ískraöi, 5 auk, 6 flan, 9 lögg, 11 veig, 12 ill, 14 net, 16 aum, 19 rá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.