Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Side 10
26
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994
Tækni-Tölvur
Stóra spumingin þegar kaupa á nýja tölvu:
Hvaða tölva er best?
Við val á tölvu verður að taka tillit til fjölmargra atriða. Mörgum veitist erfitt að fóta sig i frumskógi tæknilegra
atriöa og tilboða frá seljendum sem mörg eru hliðstæð. Hvaða tölva er best, hver á tiftiðnin að vera, hvað á
minni tölvunnar að vera stórt og hvaða diskastærð hentar?
Við val á tölvu verður að taka tillit
til fjölmargra atriða. Mörgum veitist
erfitt að fóta sig í frumskógi tækni-
legra atriða og tilboða frá seljendum
sem mörg eru hliðstæð. Hvaða tölva
er best, hver á tiftíðnin að vera, hvað
á minni tölvunnar að vera stórt og
hvaða diskastærð hentar? Þessar og
margar aðrar spurningar koma upp
í hugann þegar valin er tölva.
Til að leiðbeina lesendum um þau
atriði sem vert er að hafa í huga við
tölvukaup leituðum viö til Halldórs
Kristjánssonar verkfræðings. Hall-
dór rekur Verkfræðistofu Halldórs
Kristjánssoar og Tölvuskóla Tölvu-
og verkfræðiþjónustunnar. Hann
hefur áralanga reynslu af kennslu á
tölvur auk þess sem hann hefur veitt
íjölda fyrirtækja og einstaklinga
ráðgjöf um tölvukaup og stefnumót-
un í tölvumálum.
Örgjörvinn
Fyrsta atriðið sem hafa ber í huga
er örgjörvinn en hann stjómar allir
vinnslu tölvunnar.
„Við val á PC-tölvu er sjálfsagt að
miða við tölvu með örgjörva af gerð-
inni Intel 486 þar sem verð þeirra er
mjög hagstætt um þessar mundir.
Arftaki þessara örgjörva, kallaður
Pentium (586), verður varla orðinn
samkeppnisfær í verði fyrr en árið
1995. Fæstir hafa þörf fyrir tölvur
með afli slíks örgjörva," segir Hall-
dór Krisfjánsson.
Eldri kynslóðir Intel örgjörva kall-
ast 286 eða 386. Halldór segir ekki
borga sig að kaupa slíkar tölvur nýj-
ar en oft megi gera góð kaup í not-
aðri tölvu með 386-örgjörva (30-50
þúsund krónur, eftir því hvað fylgir
þeim). Hann segir að 286 tölvur komi
að sínu mati ekki lengur til greina.
„Þegar valinn er örgjörvi verður
að hafa í huga að 486 er til í tveimur
aðalútgáfum, SX og DX. Sá fyrr-
nefndi hefur ekki innbyggðan reikni-
örgjörva eins og sá síðamefndi.
Reikniörgjörvar flýta vinnslu, t.d. í
töflureiknum og mörgum teiknifor-
ritum, þannig að þeir sem nota slík
forrit mikið ættu að velja sér tölvu
með DX örgjörva. Sé sérstakur sökk-
ull fyrir hendi í tölvunni er síðar
hægt að bæta reikniörgjörva við tölv-
ur með SX örgjörva.“
Tiftíðni
Tiftíðni er mæld í fjölda klukkku-
slátta á sekúndu (Hz) og er 25-33 MHz
(milljón Hz) í algengustu tölvum.
Margar þeirra geta tvöfaldað hrað-
ann með tíðnitvöfaldara (Clock Do-
ubler) en það er háð því að í tölvunni
sé sökkull fyrir slíkan búnað. Al-
menna reglan er sú að því hærri sem
tiftíðnin er því meiri afkasta sé að
vænta.
Vinnsluminni
„Vinnuminni tölvunnar geymir
forrit og gögn meðan unnið er með
þau. Flest Windows forrit komast vel
af með 4 MB minni (Megabæti =
1.048.000 tákna ígildi) þó nýjustu út-
gáfur forrita séu sprækari ef minnið
er tvisvar sinnum stærra (8 MB).“
Allar tölvur hafa eitt eða fleiri drif
fyrir disklinga og nær undntekn-
ingalaust 3,5 tomma drif (sama og
þvermál disklings) sem vistað geta
allt að 1,4 MB af gögnum á einum
diskhngi. Oft eru eldri gögn og forrit
til á 5,25 tomma disklingum en fæstar
nýjar tölvur hafa slík drif. Halldór
segir að gera verði ráð fyrir slíku
drifi ef lesa þarf gögn af 5,25 tomma
disklingum.
Harður diskur
„Gögn og forrit eru ýmist geymd á
disklingum eða innbyggðum hörðum
diski. Ef tölva er ekki hluti af staðar-
neti þá verður hún að hafa harðan
disk og sé ætlunin að nota Windows
og algeng notendaforrit dugir ekki
minna en 80-100 MB diskur," segir
Halldór og bætir við: „Flestar tölvur
eru með svokallaöri IDE diskstýr-
ingu sem er ágætlega spræk. Sé hins
vegar þörf á meiri harða verður að
kaupa disk með SCSI diskstýringu.
Allar Macintosh-tölvur hafa slíka
stýringu innbyggða.“
Skjárinn
Skjárinn er sá hluti tölvunnar sem
oftast er fyrir augunum á okkur. Því
þarf að vanda sig við val á honum.
„Mikilvægt er að skjámyndin sé
stöðug, litaendurgjöf góð og að hann
sé hæfilega stór (14-15 tonna horna-
lína lágmark). Þá þarf að íhuga
skerpu skjámyndarinnar, ekki síst í
homum skjásins.
„Gæði myndarinnar ráðast einnig
af því skjákorti sem er í tölvuni. Þau
em ýmist í spjaldrauf eða hluti af
móðurborði tölvunnar. Öll PC-skjá-
kort styðja svokallaðan VGA-staðal
en hann birtir 640 sinnum 480 punkta
á skjá. Flest skjákort geta einnig sýnt
800 sinnum 600 (eða meira) punkta á
skjá (Super VGA) en því miður fer
myndin stundum að flökta við það
ef skjákortið er ekki gott. Því er æski-
legt að skoða skjáinn einnig 1 þeim
ham áður en valin er tölva. Loks er
þess að geta að mörg skjákort hafa
skjáhraðal sem flýtir allri vinnslu í
Windows," segir Halldór.
Viðbætur
og tengingar
Auk tengiraufa fyrir viðbótar-
spjöld eins og hljóðkort og fleira þarf
tölva að hafa tengingu fyrir mús,
hnappaborð, mótald (raðtengi) og
prentara (hliðtengi).
Halldór segir að allt það sem á
undan er sagt eigi einnig við um
Macintosh-tölvur þó að því undan-
skildu að notaður er annar örgjörvi
í slíkum tölvum, svo og önnur tegund
af skjástýringum.
„Macintosh-umhverfið er mun
heilsteyptara en Windows/PC-
umhverfið sem kemur fyrst og
fremst fram í því að öll notkun for-
rita er samstilltari og minni þekk-
ingu þarf til þess að setja inn forrit
og tengja tæki og búnað. Þá er skrár-
kerfi tölvunnar mun aðgengilegra en
skráarkerfi Windows. Að því slepptu
finnur notandinn ekki mikinn mun.“
Allar Macintosh-tölvur eru meö
SCSI diskstýringu og sjálfvirkri að-
lögun að þeim skjá sem tengdur er
við hana. Þá er hljóðkort innbyggt í
þær allar og hljóðnemi fylgir. Einnig
hefur nettengi verið hluti allra Mac-
intosh-tölva nær því frá upphafi.
„Örgjörvi Macintoshtölva er oftast
nær af gerðinni 68030 eða 68040. Sá
síðarnefndi er mun öfiugri og sé
verðið viðráðanlegt er mælt með því
að hann sé vahnn þegar tölva er
keypt. Með vorinu kemur ný kynslóð
örgjörva, PowerPC, í Macintostölv-
ur. Hann getur keyrt bæði Windows-
og Macintoshforrit sem hlýtur að
teljast mikill kostur auk þess sem
hann er mun öflugri en sú fjölskylda
örgjörva sem nú er notuð.“
Macintosh-tölvur geta lesið gögn
af PC-disklingum með viðeigandi for-
riti (fylgir með tölvunni). Mörg for-
rit, eins og t.d. Word, laga sjálfkrafa
mismun á íslenskun tákna í
Windows og Macintosh þannig að
hægt er að nota sömu skjölin á báð-
um gerðum. Ella þarf sérstök breyti-
forrit til.
Nokkurholl ráð
við tölvukaup
Halldór segir valið á milli Macin-
tosh og PC oft ráðast af því sem vin-
ir og kunningjar ráðleggja, svo og
hvað kaupandinn þekkir. Hann gerir
ekki upp á milli þessara megingerða
en bendir lesandanum á að kynna
sér hvort tveggja og gera síðan upp
hug sinn.
Að lokum gefur Halldór lesendum
nokkur holl ráð áður en þeir fara í
tölvukaupaleiðangur, að því gefnu
að tæknileg atriöi og verö séu innan
þeirra marka sem kaupandinn sæk-
ist eftir.
- Skoðið skjáinn vel og prófið nokk-
ur forrit á meðan. Þið finnið strax
hvort ykkur líður vel við skjáinn.
- Prófið hnappaborðið og músina.
- Hlerið hvort kælivifta og diskur
eru hávær. Það er fátt sem veldur
meiri streitu en hávaði frá tölvu.
- Fáið að prófa helstu forrit í tölv-
unni og sjáið hversu lengi þau eru
að koma fram á skjáinn, svo og hvort
vinnsla þeirra er hæg.
- Kynnið ykkur hvemig þjónustan
er, hvað viðgerðir kosta og spyijið
aðra um reynslu þeirra af þeim aðila
•sem þiö eruð að eiga viðskipti við.
-hlh
Hvað er Local Bus?
Grafíkin er mun
fljótari á skjáinn
Þeir sem huga að tölvukaupum
þessa dagana rekast ekki einungis á
hærri tölugildi varðandi vinnslugetu
og vinnsluhraða tölva heldur einnig
nýtt hugtak sem tölvusalar eru þegar
famir að flagga í auglýsingum. Þetta
hugtak er Local Bus. Hugtakið er
nýtt fyrir flestum og þýðing þess
hulin enn fleirum.
Til að útskýra hvað Local Bus ger-
ir án þess að notast við of mikið af
tölum og sérhæfðum tækniorðum er
best að taka dæmi af grafískri
vinnslu í tölvu. Segjum að tölvunot-
andi sé að vinna við teikningu í graf-
ískari vinnslu á tölvunni sinni. Hann
gefur tölvunni skipun um að ná í
teikinguna. Gerum ráð fyrir að hann
noti tölvu með 486 örgjörva og 33
megariða (MHz) sveiflutíðni. Tölvan
sjálf, örgjörvinn, er tiltölulega fljót
að ná í skjahð og skila því frá sér.
Hins vegar virðist skjárinn ekki
vinna í sama takti og líður því smá-
tími frá því tölvan hefur lokið sér af
og þar til teikningin er öll komin á
skjáinn. Það kannast til dæmis marg-
ir við þaö þegar teikningar em að
birtast í smáskömmtum á skjánum.
Ástæða þessa er sú að gagnabraut-
in í tölvunni, baeði milli haröa disks-
ins og örgjörva og örgjörva og skjás-
ins, er ekki nógu öflug. Á gagna-
brautinni myndast því eins konar
flöskuháls í flæði upplýsinga. Við-
komandi getur til dæmis verið með
svokallaða ISA-tengirauf fyrir
gagnaflutninga. Tiftíðnin er 12 mega-
rið (MHz) og flutningsgetan aðeins
16 bita.
Með Local Bus verða tengibraut-
imar hins vegar öflugri. Tiftíðnin er
sú sama í tölvunni (33, 40, 50 eða 66
MHz) og flutningsgetan 32 bita. Þá
er grafiskur hraðall í skjákortinu.
Flöskuhálsinn, sem tafði fyrir birt-
ingu mynda á skjánum minnkar
verulega eða hverfur alveg þar sem
flutningsgeta og flutningshraði
gagna hefur stóraukist.
Meö tilkomu tölva með Pentium
örgjörva kemur svokallaður PCI-Bus
sem tryggir enn öflugri gagnaflutn-
inga og enn hraðari birtingu mynda
á skjáum.
Local Bus er ekki einungis eitt-
hvert sölutrix tölvusala heldur fyrir-
bæri sem skiptir máli í tölvuvinnu,
sérstaklega þegar um gafíska vinnslu
eraðræða. -hlh
örgjörvar snar
Pentium örgjörvinn frá Intel er
nýjasti og öflugasti örgjörvi fyrir
tölvur á markaönum í dag. Hann
er mun öflugri en 486 örgjörvar
sem eru í nær öllum nýjum tölvum
sem seldar eru og þóttu meiriháttar
öflugir fyrir aðeins ári. En hlutim-
ir gerast hratt i tölvuheiminum.
Þannig er ekki lengra síðan en í
haust að sett var samasemmerki á
milh Pentíum örgjörva og svim-
andi ; hárra peningaupphæða.
Þurfti að gefa hátt í bílverð fyrir
tölvu með slíkum munaði.
En síðan hefur verðið á tölvum
með Pentium örgjörva hrapað
verulega, mun hraðar en menn
áttu von á. Þannig heyrðust upp-
hæðir eins og 800 þúsund þegar
Pentium-tölvur bar á góma í haust.
En 1 dag hefur hefur 500 þúsund
króna gólfið þegar verið sprengt.
Sem dæmi má nefna að fá má
LEO-tölvu (frá ACO) meö 64 bita
Pentium örgjörva á 490 þúsund
krónur staðgreitt. Tölvan sú heitir
LEO Predator. Klukkuhraöinn er
60 Mhz og vinnsluminnið 16 MB
(stækkanlegt í 96MB). Þá eru í tölv-
unni þijár 16 bita ISA tengiraufar
og þrjár 32 bita PCI tengiraufar
(öflugri en Local Bus) og eins giga-
bæta (1GB) haröur diskur svo eitt-
hvaö sé nefnf.
í danska tímaritinu HI-FI &
elektronik í janúar mátti eínnig
lesa að Cornpaq Deskpro XE 560
með Pentium örgjörva, 8 MB
vinnsluminni, 270 MB harðdisk og
innbyggðu hljóðkorti mátti fá á
tæpar 35 þúsund danskar krónur
eða um 350 þúsund íslenskar.
Ef fram heldur sem horfh' má
búast við enn frekari verðlækkun-
um á Pentium örgjörvanum á
næstumisserum. -hlh