Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1994, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 1994
27
Tækrii - Tölvur
Bridge-sýningarkerfi:
Erlendir aðilar hafa sýnt
kerfinu mikinn áhuga
- segir Kristján Hauksson tæknifræðingur
íslenskt ' i)ridge-sýningarkerfi
hefur vakið mikla athygli víða um
heim og líklegt þykir að kerfið
verði notað á opna heimsbikarmót-
inu sem haldið verður í Albakirke
í Bandaríkjunum hæsta haust.
„Kerflð var notað á heimsmeist-
aramóti imghnga sem haldið var í
Árósum í Danmörku í ágúst sl. og
á mótinu lýsti Ib Lundby, fram-
kvæmdastjóri mótsins, því yfir að
í kerfinu væri langbesta grafíska
framsetning sem hann hefði séð,“
sagði Kristján Haukson, tækni-
fræðingur og einn af hönnuðum
kerfisins. „Jafnframt voru starfs-
menn mótsins mjög ánægðir með
kerfið og má nefna að ritstjórar
mótsblaðsins gátu fylgst með leikj-
um á sinni tölvu um leið og þeir
skrifuðu í mótsblaðið. í kjölfar
þessa keyptu svo bridgesambönd
Danmerkur og Noregs kerfið.“
Að sögn Kristjáns er kerfið, sem
er sérstaklega sniðið sem sýningar-
kerfi fyrir bridgemót, notað til að
Kristján Hauksson tæknifræðingur með bridgekerfið sem hefur vakið mikla athygli víða um heim.
DV-mynd Brynjar Gauti.
sýna útspil í einstökum spilum um
leið og þau eru spiluð. Einnig er í
því gagnagrunnur sem geymir öll
spil mótsins og jafnframt heildar-
stööu á mótinu og skor í einstökum
leikjum. Á þennan hátt geta áhorf-
endur fylgst mun betur með fram-
gangi mótsins.
Kerfið er keyrt á netkerfi og hægt
er að hafa tölvu við hvert borð þar
sem slegnar eru inn sagnir og úr-
spil jafnóðum. í sýningarsal er
hægt að sýna þá leiki eöa þau spil
sem áhugaverðust þykja hverju
sinni. Útlit skjámynda er mynd-
rænt og er þeim varpað á sýningar-
tjald. Ekki eru takmörk fyrir því
hversu stór mót kerfið ræður við
og mögulegt er að sýna í mörgum
sýningarsölum samtímis.
Hönnuðir kerfisins auk Kristjáns
eru þeir Þorsteinn Sverrisson hjá
Verk- og kerfisfræðistofunni og
Valgarður Guðjónsson.
-KMH
Hrað-
virkur
leysi-
prentari
Nú býöur ACO hf. upp á hrað-
virka leysiprentara frá Compaq
sem prenta í tvenns konar stærð-
um, A3 og A4, með 800 x 400
punkta upplausn. PaqeMarq
prentararnir hafa fengið góða
dóma hjá BYTE og PC-Magazine
sem völdu þá bestu teikni- og
umbrotsprcntara á markaönum.
Prentararnir prenta annars veg-
ar 15 síður á mínútu og hins veg-
ar 20 síður á mínútu. Innbyggt i
þá er PostScript Level 2, PCL 5,
43 Outline letur, 4 MB í minni,
500 síðna pappírsbakkar og margt
fleira, -KMH
Tengir allt að
6 prentara við
lótölvur
Meðal nýjunga frá fyrirtækinu urinn er einnig tengibox sem tengist
Primax er svokallaður PrinterNet á samhliðatengi (parallel centronics)
sem gerir mönnum kleift að tengja prentarans.
allt að 6 prentara við 16 tölvur. Þessi Kosturinn við þennan búnað er að
búnaöur hefur mikið verið notaður ekki þarf að nettengja vélamar til
þegar samnýta á t.d. einn geisla- þess eins að samnýta prentara, ekki
prentara og nálaprentara við nokkr- þarf flókin skiptiborð, hægt er að
ar tölvur. Sendibúnaðurinn er lítið bæta við tölvur og prentara hvenær
tengibox sem er sett á samhliðatengi sem er og ekki er nein 7m takmörkun
(parallel) tölvunnar. Tengiboxin eru á að tengja prentara við samhliða-
síðan raðtengd með venjulegum íjög- tengi.
urra víra símakapli. Móttökubúnað- -KMH
MICROSOFT WINDOWS
ADVANCED
SERVER 3.1
Fullkomib netstýrikerfi
B Ótakmarkaöur fjöldi notenda
2 32 bita fjölvinnslukerfi
3 Fjarvinnsluþjónusta (RAS-64)
t: Macintoshþjónusta (255 vélar)
5 Umdæmisstjórnun (Domain Control)
6 RAID-5 diskastýring
Á sérstöku tilboösverði til 31. mars 1994
aöeins kr. 159.906 með vsk.
EINAR J. SKÚLASON HF
Grensásvegi 10, Sími 63 3000