Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994
Fréttir
Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson á þriggja tíma fundi í gær:
Landbúnaðardeilan óleyst
- segjastviljahaldastjómarsamstarfinuáfram
Eftir þriggja tíma fund formanna stjórnarflokkanna í gær er landbúnaðardeilan enn óleyst. Þeir Jón Baldvin
Hannibalsson og Davíð Oddsson sögðust þó ákveðnir í því að halda stjórnarsamstarfinu áfram. Þeir áformuðu
að hittast aftur í morgun. DV-mynd JAK
„Alþýðuflokkurinn er reiðubúinn
að skoða allar tillögur eða hugmynd-
ir sem byggja á lagatæknilegri skoð-
un ef hægt er að gera frumvarpið
skotheldara með einhverjum slíkum
breytingum. En við föflumst ekki á
efnislegar breytingar sem ganga á
snið við samkomulag stjórnarflokk-
anna. Upp er kominn sá misskilning-
ur að imnt sé með einhverri máls-
grein í búvörulögum að kveða á um
skipan tollamála eftir gildistöku
GATT. Það er mjög flókið tæknilegt
mál sem kallar að sjálfsögðu á sam-
ráð allra ráðuneyta sem að málinu
koma. Þessum misskilningi þarf að
eyða. i annan stað verður að binda
svo um hnútana að skiigreiningar í
lögum séu pottþéttar, menn verða að
vita að reginmunur er á verðjöfnun-
argjöldum og tollum. Þegar þessum
misskilningi er eytt fæ ég ekki betur
séð en ekkert tflefni sé til að tala um
stjómarkreppu. Alþýðuflokkurinn
stendur við það frumvarp sem ríkis-
stjómarflokkamir hafa komið sér
saman um og þingflokkamir hafa
samþykkt. Það eina sem þarf aö forð-
ast er að þetta pólitíska samkomulag
verði ekki virt, farið verði að gera
allt annað en um var talað,“ sagði
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráöherra eftir þriggja tíma fund sinn
með Davíð Oddssyni forsætisráð-
herra í gærdag.
Oddvitum stjómarflokkkanna
tókst ekki að finna lausn á landbún-
aðardeilu flokkanna á fundinum.
Eftir fundinn var ljóst að kratar ætla
ekki að bakka í andstöðu sinni við
breytingartillögur Egils Jónssonar
og meirihluta landbúnaðamefndar
við búvörulögin. En Davíð sagðist
þeirrar skoöunar að tiflögurnar frá
landbúnaðamefnd rúmuðust innan
samkomulags sljómarflokkaima um
breytingar á búvöruiögunum. „Eg
get þó viðurkennt að það er ákveðið
álitamál varðandi þetta 50 prósent
jöfnunarálag sem kannski ætti að
vera með öðrum hætti í frumvarpinu
en það er núna,“ sagði hann.
Vilja áframhaidandi samstarf
Davíð og Jón Baldvin eyddu annars
mestum tíma í að ræða stjómarsam-
staríið og voru sammála um að halda
því áfram.
„Ég vil taka af öfl tvímæli um að
það er ekkert tilefni til að búa til
samsæriskenningar eða að ætla okk-
ur alþýðuflokksmönnum að það móti
afstöðu okkar í málinu að við séum
að undirbúa stjómarslit. Ég trúi ekki
öðm en að það takist samkomulag
milli stjórnarflokkanna um að virða
okkar pólitíska samkomulag um bú-
vörulögin. Það er hvorki ástæða né
tilefni til annars nema menn vilji
endilega reyna að skaða þetta stjóm-
arsamstarf,“ sagði Jón Baldvin.
„Það er ljóst í mínum huga að for-
maður Alþýðuflokksins er eindregið
þeirrar skoðunar aö þessi ríkisstjóm
eigi að klára sitt verk og láta ekki
mál af þessu tagi mgla sig í ríminu.
Það væri mikið slys ef mál af þessari
stærðargráðu mundi velta stjóm
sem er að gera góða hluti að mínu
viti,“ sagði Davíð Oddsson.
Á meðan oddvitar stjómarflokk-
anna ræddu stjómarsamstarfið sátu
þrír lögfræðingar, sem hafa verið
formanni landbúnaðamefndar Al-
þingis til ráðuneytis, á fundi með
sérfræðingum utanríkis-, viðskipta-
og fjármálaráðuneytisins. Þar var
rætt um lagatexta frumvarpsins og
breytingartfllögur Egils Jónssonar
og meirihluta landbúnaðamefndar.
Ætluðu Davíð og Jón Baldvin að bíða
niðurstöðu sérfræðinganna um mál-
ið áður en næsta skref yrði stigið.
Átti annar fundur flokksformaim-
anna að hefjast í morgun.
-hlh
Gyifi Kriutjteöan, DV, Akureyit
Jóhanni Hjartarsyni stórmeist-
ara viröist líka þaö vel að tefla á
Akureyri því þar hefur hann að
sögn aldrei tapaö kappskák. Hann
er f efsta sæti alþjóðlega skákmóts-
ins þar að loknum 4 umferðum meö
3,5 vinninga ásamt stigahæsta
manni mótsins, Sokolov.
Jóhann tefldi með svörtu í gær
gegn Hollendingnum van Wely og
sigraöi og Sokolpv gerði þá jafntefli
gegn Margeiri. Önnur úrslit urðu
aö Helgi Ólafsson og Ðaninn Berg
gerðu jafhtefli, Þröstúr Þórhaflsson
vann Danann Danielsen, De Firm-
ian vann Ólaf Krisfjánsson og Gylfi
Wrhallsson Akureyringur vann
annan sigur sinn í röö er hann lagði
Björgvin Jónsson.
Staða efstu manna er þaniug að
Jóhann og Sokolov hafa 3,5 vinn-
inga sem fyrr sagði, van Wely 2,5
og tvo vinninga hafa De Firmian,
Gylfi og Danielsen. Fimmta uraferð
verður tefld í Alþýðuhúsinu í dag
' kl. 17.
Ein stærsta landaverksmiðja til þessa var upprætt á föstudagskvöidið þeg-
ar lögreglumenn frá Breiðholtslögreglunni og rannsóknardeild lögreglunn-
ar létu til skarar skríða í verksmiðju i austurbæ Reykjavíkur. Tvö þúsund
litrar af gambra fundust og 800 kg af sykri og sjást Amþór Bjarnason og
Einar Ásbjörnsson lögreglumenn á myndinni við eimingartækin á vettvangi.
DV-mynd Sveinn
Egill Jonsson:
Breyti ekki afstöðu minni
„Eg hef í engu breytt minni afstöðu
til málsins og mun ekki draga neitt
til baka af því sem ég hef þegar sagt
um málið. Ég hef ekki verið þátt-
takandi í atburðum helgarinnar, hef
setið á friðarstóli," sagði EgUI Jóns-
son, formaður landbúnaðamefndar
Alþingis, við DV í gærkvöldi en hann
sagði í DV á fostudag að hann mæti
málefnin en ekki líf ríkisstjóma.
Landbúnaðamefnd mun hitta lög-
fræðilega ráðunauta sína á fundi á
þriðjudagsmorgun og fara yfir texta
breytingartillögu meirihluta land-
búnaöamefndar eins og lögfræðing-
amir verða búnir að stflla honum
upp eftir nánari skoðun. Egill vildi
ekki meina að fundurinn með sér-
fræðingum viðskipta-, fjármála- og
utanríkisráðuneytis mundi breyta
neinu varðandi efnislegt innihald
textans.
„Við erum búin að fara efnislega
rajög nákvæmlega yfir málið. Við
munum fallast á stöku orðalags-
breytingar eða breytingar á lagalega
tæknflegum atriðum, svo framarlega
sem þau hindra okkur ekki í að klára
máliö. Ég mun ekki gera neinar efh-
islegar breytingar á tillögunni. Land-
búnaðamefnd hefur ákveðið að af-
greiða málið á þriðjudag samkvæmt
fyrri áætlunum sínum og þær
standa.“
-hlh
Prófkjör sjálfstæðismanna á Selfossi:
Sigurður Jóns-
son í fyrsta sæti
Sigurður Jónsson, kennari og bæj-
arfulltrúi, varð efstur í prófkjöri
sjálfstæðismanna á Selfossi sem
fram fór á laugardag. Hlaut hann 202
atkvæði í fyrsta sæti af alls 386 at-
kvæðum. 531 tók þátt í prófkjörinu
sem er ívíð betri þátttaka en 1990
þegar 506 tóku þátt.
Bjöm Ingi Gíslason, hárskeri og
bæjarfulltrúi, hafnaði í öðm sæti
með 242 atkvæði en alls 414 atkvæði.
Rétt á hæla Birni kom Ingunn Guö-
mundsdóttir, bankastarfsmaöur og
bæjarfulltrúi, með 329 atkvæði í 3.
sæti. Ingunn fékk flest atkvæði í
þrófkjörinu, alls 441, þar af 232 í ann-
að sæti. Allt fram tfl loka talningar-
innar var jafnræði með Bimi og Ing-
unni í keppninni um annað sætið.
Kristín Pétursdóttir þjónustufull-
trúi lenti í fjóröa sæti með 224 at-
kvæði en hlaut alls 373 atkvæði.
Steinar Árnason framkvæmdastjóri
hlaut 191 atkvæði í fimmta sæti og
Halldór Páll Halldórsson kennari 179
í það sjötta. Kosning í sex efstu sætin
er bindandi.
í sjöunda sæti hafnaði Ragnhildur
Jónsdóttir meðferðarfulltrúi, Einar
Gunnar Sigurðsson trésmiður og
handknattleiksmaður hafnaði í því
áttunda og Pálmi Egilsson vélstjóri í
níunda sæti.
Stuttar fréttir
Bifreiöaeigendum er nú gert að
greiða úr eigin vasa 10 til 15% af
því tjóni sem þeir verða fyrir þeg-
ar frami'úður skeramast. Skv.
Mbl. er lágmarksgjaldið 2 þúsund
krónur en mest þurfa bifreiöaeig-
endur að borga 20 þúsund.
Lagasetning boðuð
Svavar Gestsson, formaður iðn-
aöarnefndar Alþingis, ætlar aö
beita sér fyrir því að lög verði
sett með hraöi sem banni Fisk-
veiðasjóði að lána útgerðum til
viðgerða og skipasmiöa erlendis.;
RÖV greindi frá þessu.
vinniiDrogoum monnæit
Starfsraannaféiag Varaarliðs-
ins hefur raótraælt brottrekstri
þríggja starfsmanna sem vildð
var úr starfi vegna gmns um
þjófhaö. Rannsókn var felld niöur
vegna skorts á sönnunuin. Morg-
unblaöið skýrði frá þessu.
TáJknfirðingur á brott
Tálknafjarðarhreppur hefur
ákveðið að nýta sér ekki for-
kaupsrétt á togaranum Tálkn-
firðingi BA 325. Morgunblaðið
greindi frá þessu.
islenskirtónar
i Li!!ehammer
Tónverkið Rímur, sem Hafliði
Hallgrímsson samdi fyrir norsku
ólympíunefndina, var flutt íLille-
hammer í gærkvöldi. RÚV skýrði
frá þessu.
Kjarasamningur feHdur
Félagsmenn bifVeiðastjórafé-
lagshis Sleipnis hafa fellt kjara-
samning sem gerður var í vor.
Tíminngreindifráþessu. -kaa
-hlh