Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND J0NSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Ný menntastefna Kynntar hafa verið nýjar hugmyndir um framhalds- skólanám. Nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins hefur skilað tillögum að frumvarpi sem gerir ráð fyrir róttækum breytingum á framhaldsskólastiginu. Vonandi verður þessum tillögum tekið fagnandi. Ólafur G. Einars- son menntamálaráðherra hefur látið svo ummælt að hér séu á ferðinni „mestu og jákvæðustu breytingar á menntakerfinu seinustu áratugi“. Þetta eru orð að sönnu. Framhaldsskólanámið hefur verið á vilhgötum, nánast í öngstrætum, og löngu tíma- bært að stokka það upp. Námið hefur tekið of mörg ár, ósveigjanlegt og óhagnýtt. Þar hefur fiöldinn ailur af ungu fólki verið teymdur á asnaeyrunum í gegnum skóla- kerfið og til stúdentsprófs, án þess að menntunin hafi skilað sér og án þess að nemendur hafi notið góðs af. Það er viðurkennd staðreynd að framhaldsnámið hef- ur ekki búið námsfólk undir háskólanám nema að mjög takmörkuðu leyti. Háskólakennarar kvarta undan nem- endum sem hafa hvorki sjálfsaga, menntun né hæfileika til að stunda akademískt nám. Þó hefur kerfið stýrt lang- flestum framhaldsskólanemendum til stúdentsprófs og aðgangs að háskólanámi. Þetta hefur leitt til hvors tveggja, ómarkvissrar og óhagnýtrar kennslu og mikils brottfaÚs nemenda sem hafa leiðst út í nám sem ekki er við þeirra hæfi. Brottfall frá námi er hátt og unga fólkið tapar dýrmæt- um tíma í námi sem það ræður ekki við eða er alls ekki í samræmi við hæfileika, áhuga eða þekkingu. Það er dýrt að vera á rangri hillu, bæði í peningum talið og lífs- fyllingu. Þjóðfélagið hefur ekki efni á þeirri sóun. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að í árum verði framhaldsnám stytt um eitt ár. Ennfremur að skólatími á ári hverju verði lengdur úr níu mánuðum í tíu. Lagt er til að fjölbreytni aukist í námsframboði og verkaskipt- ing milli skóla verði meiri. Starfsnám verður eflt á kostn- að bóknáms og stúdentsprófs og meginmarkmiðið er að beina námsfólkinu sem fyrst inn á þær brautir sem henta því. Allt eru þetta hugmyndir sem fram hafa komið áður og hafa mælst vel fyrir. Nefhdin hefiir tekið tillit til þeirra og ekki verður menntamálaráðherra skilinn öðruvísi en svo að hann hyggist gera tillögumar að sínum. Hann reiknar með fimm ára aðlögun. Sá tími mætti vera styttri enda fer ekkert á milli mála að skólakerfið þolir ekki frekari bið. Unga kynslóðin ekki heldur. Þar fer saman að fleiri árgangar verði ekki leiddir í öngstræti skólakerfisins og eins hitt að atvinnu- ástandið kallar á skjótar aðgerðir. Því fyrr sem við fáum unga fólkið betur menntað og betur í stakk búið til að takast á við lífið og atvinnusköpunina því betra. Með fækkandi störfum yfir sumartímann er sömuleið- is skynsamlegt að lengja skólaárið og nýta tímann betur og nýta tíma námsfólksins á skólabekk, í stað atvinnu- og iðjuleysis. Þar eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Auðvitað þarf að fmpússa tillögumar í meðferð skóla- manna sjálfra og löggjafarvaldsins en stefnan hefur ver- ið mörkuð og stefhan er rétt í þessum tillögum. Þar má ekkert kjaraþref stöðva málið, né heldur hræðsla um að breytingamar kosti meira en núverandi kerfi. Sá kostn- aðm- sem hugsanlega hlýst af uppstokkun á framhalds- skólastiginu skilar sér fljótt og vel til baka í nemendum og kynslóðum sem em betur undir lífsbaráttuna búnar. Þessum tillögum þarf að hrinda í framkvæmd. Ellert B. Schram „Eitt viðfangsefni sem þarf að leysa er samkeppnisstaða Rikisútvarpsins á Ijósvakamarkaðinum," segir m.a. í grein Vilhjálms. Samkeppnislögin og útvarpsrekstur Með nýju samkeppnislögunum kom það nýmæli gagnvart fyrir- tækjum sem njóta einkaleyfis eða opinberrar vemdar að hægt er að kveða á um fjárhagslegan aðskiln- að milli þess hluta rekstrarins sem er í samkeppni og þess hluta sem verndaður er. Skal þess gætt að samkeppnisrekstur sé ekki niður- greiddur af hinni vemduðu starf- semi. RÚV nýtur verndar Útfærsla á þessu ákvæði laganna hefur þegar hafist og má t.d. nefna fjárhagslegan aðskilnað söludeildar Pósts og síma frá annarri starfsemi fyrirtækisins og breytingar á útfar- arþjónustu Kirkjugarða Reykjavík- ur. Það hefur sýnt sig að þetta ákvæði samkeppnislaganna var mjög tímabært vegna þess að um 40% af þeim málum sem Samkeppn- isstofnun hefur haft til meðferðar snúa einmitt að samkeppni milli vemdaðra og óvemdaðra aöila. Eitt viðfangsefni sem þarf að leysa í þessu sambandi er sam- keppnisstaða Ríkisútvarpsins á lj ósvakamarkaðnum. Ríkisútvarp- ið nýtur þar vemdar því að allir sem eiga sjónvarpstæki verða að greiöa afnotagjöld. Síðan er stofn- unin að sjálfsögðu í mikilli sam- keppni við íslenska útvarpsfélagiö og önnur fyrirtæki. Sé málið nálg- ast út frá nýju samkeppnislögun- um þarf að byija á því að skilgreina hversu stór hiuti af starfsemi Rík- isútvarpsins er í samkeppni og hversu stór hluti af starfseminni er vemdað framlag til íslenskrar menningar, öryggismála eöa byggðaþróunar í landinu. Einfald- ast er að segja að rás 1, svæðisút- vörpin og drjúgur hluti af dreifi- kerfinu afmarki hina vemduðu starfsemi en að öðm leyti sé litið svo á að ríkissjónvarpið sé í sam- keppni viö Stöð 2 og að rás 2 sé í samkeppni við aðrar útvarpsstööv- ar. KjaUaiinn Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands Sjónvarpið í áskrift Næsta skref er þá að velta fyrir sér fjármögnun starfseminnar. Fyrir hina vemduðu starfsemi Rík- isútvarpsins þarf að koma sérstak- ur tekjustofn en að öðru leyti gæti Ríkisútvarpið selt áskrift og aug- lýsingar með sama hætti og ís- lenska útvarpsfélagið gerir fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. Langskynsam- legast er að bæði fyrirtækin sam- einist um eitt innheimtukerfi fyrir áskriftimar en því má auðveldlega koma fyrir í hinu nýja myndlykla- kerfi Stöðvar 2. Þetta kerfi ætti líka að vera opið fyrir nýjum aðilum ef því er að skipta. Með þessu fyrir- komulagi sitja báðir aðilar við sama borð og fjármagna þann rekstur sem er í samkeppni með áskrift og auglýsingum. En hvemig á þá að finna tekju- stofn fyrir hinn vemdaða hluta Ríkisútvarpsins? Ýmsar leiðir koma til greina. Hægt er að hugsa sér fóst framlög á fjárlögum eða markaðan tekjustofn. Líklega er einfaldast að innheimta fast afnota- gjald í gegnum sameiginlegt mynd- lyklakerfi sem rynni til þessarar starfsemi. Þetta gjald þyrfti líklega að vera nálægt 400 krónum á mán- uði en afnotagjaldið er nú 2000 krónur. Þannig mætti leggja inn- heimtudeild Ríkisútvarpsins alfar- ið niður í núverandi mynd. Jafnræöi framkvæmanlegt Vel framkvæmanlegt er að koma isútvarpsins og annarra aöila á Ijósvakamarkaðnum án þess að veikja hið menningarlega hlutverk Ríkisútvarpsins. Með því að stofna eitt félag um myndlyklakerfið og selja frjálsar áskriftir að rikissjón- varpinu og fjármagna rás 2 með auglýsingum en innheimta lágt af- notagjald fyrir alla sjónvarpsnot- endur til þess að standa undir rás 1 og öryggis- og byggðaþróunar- hlutverki Ríkisútvarpsins er jafn- ræðinu komiö á. Slíkt samkeppnis- umhverfi hvetur alla aðila til dáöa. Vilhjálmur Egilsson „Líklega er einfaldast að innheimta fast afnotagjald í gegnum sameiginlegt myndlyklakerfi sem rynni til þessarar starfsemi. Þetta gjald þyrfti líklega að vera nálægt 400 kr. á mánuði en afnota- gjaldið er nú 2000 krónur.“ á jafnræði í samkeppnisstöðu Rík- Skoðanir annarra Umræðan um lífeyrissjóðina „Eftirlaunamál eru flókin og vandasöm og um- ræða er því af hinu góða. En að þessu sinni hefur hún tekið á sig þá mynd í fjölmiðlum aö hinn al- menni sjóðsfélagi getur dregið þá ályktun að margir íslenskir lífeyrissjóðir séu á vonarvöl, iðgjöld sem greidd eru til þeirra séu svo gott sem glatað fé, pen- ingarair margskattaðir og lífeyrissjóöum sé almennt varlegt að treysta. Ekkert er þó fjær lagi og það er miður þegar opinber umræöa um svo mikilvæg mál sem lífeyrismál þjóðar ber af leið eins og raun ber vitni.“ Siguröur B. Stefánsson framkvstjóri VÍB í Viðskiptablaöi Mbl. 17. febr. Þriðja aflið í borgarstjórnarslaginn? „Stærstur hluti kjósenda er óháður flokkum og stendur því utan viö framboðin á kjördag. Kosning- amar í vor verða því væntanlega þær fyrstu í sögu Reykjavíkur þar sem aðeins tveir kostir eru í boði fyrir borgarbúa.... Forgöngumenn listanna verða að búa breiðfylkingu óháðra kjósenda rúmgott skjól hjá framboði sínu. Annars bjóöa óháðir fram sjálfir í Reykjavík í vor og þriðja aflið getur raskað öllum hlutíollum í borginni." Ásgeir Hannes Eiriksson í Tímanum 18. febr. Lækkun vöruverðs, lækkun launakostnaðar „í ár fógnum við 50 ára sjálfstæði lýðveldisins. Því sjálfstæði er nú ógnað. Til varnar vantar ekki vopn heldur vinnu. Hár launakostnaður á íslandi takmarkar þau atvinnutækifæri sem bjóðast í út- flutningsgreinum og ferðaiðnaði. Lækkun vöruverðs er eina leiðin til að lækka launakostnað án þess að skerðalífskjör.“ Ragnar Tómasson lögmaöuri Mbl. 18. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.