Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1994, Síða 24
40
MÁNUDAGUR 21. FEBRÚAR 1994
Sviðsljós
í hringiðu helgarinnar
íslandsmeistarakeppnin í gömlu
dönsunum og rokkdönsum var
haldin í íþróttahúsinu Ásgarði í
Garðabæ á sunnudag. Þar mátti sjá
unga jafnt sem þá eldri dansa
gömlu dansana og rokka af mikilli
innlifun. Sigrún 0. Björgvinsdóttir
og Jóhann G. Arnarson voru gesta-
dansarar'a keppninni og glöddu
augað með glæsUegum tilþrifum.
Steinn Gunnarsson og Eyþór Stef-
ánsson ræða hér um sýningu þess
síðamefnda sem opnuð var í Lista-
safni ASÍ á laugardag. Lesendur
DV þekkja Eyþór líklega best af
myndagátunum sem birtast á
hverjum degi á síðum blaðsins.
íslenska kvenþjóðin byijaði að
halda upp á konudaginn strax á
föstudagskvöld í Casablanca. Þar
voru á meðal gesta þær stöllur
Anna Mjöll Ólafsdóttir og Guðrún
Elísabet Arnardóttir sem ætluðu
að nota alla helgina til að halda upp
á þennan ágæta dag.
Það var margt um manninn á free-
stylekeppninni í Tónabæ á föstu-
dagskvöldið, þar á meðal voru hin-
ir hressu drengir Stebbi og Steini
og mátti vel sjá að þeir skemmtu
sér hið besta.
Á Kjarvalsstöðum voru opnaðar
þijár nýjar myndlistarsýningar á
laugardag. Þar eru til sýnis verk
eftir þær Ragnheiði Jónsdóttur í
vestursal og Sólveigu Aðalsteins-
dóttur í miðsal en í austursal, þar
sem gefur að líta verk eftir meist-
ara Kjarval, voru þeir Guðmundur
Karl Ásbjörnsson myndlistarmað-
ur og Alfreð Guðmundsson, fyrrv.
forstöðumaður Kjarvalsstaða.
Þeir voru saddir og sælir í Leikhúskjallaranum á laug-
ardag þeir Þórarinn Sigurðsson, Árni Johnsen alþing-
ismaður, Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Há-
skóla íslands, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, og Omar Garðarsson, fréttaritari DV í
Vestmannaeyjum, þegar boðið var upp á kúttmagahá-
degi með hausastöppu og öllu tilheyrandi.
Agústa Ragnarsdóttir, Björg Har-
aldsdóttir og Fríða Eyjólfsdóttir j
voru í Naustkjallaranum á laugar- j
dag þegar leikhópurinn Þormaguð j
frumsýndi einþáttungana Besta j
volga bjórinn í bænum og Nætur í I Stefania Sörheller færði vinkonu sinni, Sólveigu Aðal-
Hafnarfirði. Þeim stöllum fannst I steinsdóttur, blóm í tilefni af opnun sýningar hennar
það góð tilbreyting að sjá leiksýn- á Kjarvalsstöðum á laugardag. Auk sýningar Sólveigar
ingu á bar og í raun miklu voru opnaðar sýningar á verkum Ragnheiðar Jóns-
skemmtilegra en að fara í leikhús. dóttur og Kjarvals.
í diskóbúrinu í Tónabæ á föstudag réðu ríkjum þeir
Magni og Steindór en Magni átti 18 ára afmæh þann
dag og sungu allir áhorfendur á freestyle-keppninni
afmælissönginn fyrir hann undir styrkri stjóm Páls
Óskars Hjálmtýssonar sem var kynnir kvöldsins.
Undanfama mánuði hefur verið lífleg dagskrá fyrir böm á hverjum sunnudegi í Norræna húsinu. Um þessa
helgi var Inger Christiansen, alþýðutónlistarmaður frá Danmörku, með bömunum þar sem hún fór með þeim
í leiki, dansaði og spilaði tónlist og eftir það var boðið upp á kvikmyndasýningu.
Vinimir Sigurvin Bjarnason, Reynir Georgsson og
Hallgrímur Vignir Jónsson létu sig ekki vanta í Ing-
ólfscafé um helgina en þá var bryddað upp á þeirri
nýbreytni að hafa söng og píanómúsík á efri hæðinni
en á þeirri neðri var það danstónlistin sem réð ríkjum.
Olga Lilja 'var meö föðursystur
sinni, Bergþóru Guðrúnu, að skoða
verk frænku sinnar, Erlu Þórarins-
dóttur, í-Nýlistasafninu á laugar-
dag. Þegar DV bar að garði vom
þær að skoða módel sem vom í öll-
um regnbogans litum og freistandi
að koma við.
Áhorfendur leyndu ekki gleði sinni
er Páll Óskar Hjálmtýsson tii-
kynnti hver hreppt hafði íslands-
meistaratitil unglinga í einstakl-
ingskeppni freestyle. Það var
Margrét Takyar frá Reykjavík sem
kom, sá og sigraði með tilþrifamikl-
um dansi við lagið Play Dead með
Björk.
Þær Aðaíbjörg Hjartardóttir og
Hafdís Engilbertsdóttir voru á árs-
hátíð Flugleiða á föstudag en þær
em í einu af eftirsóttustu störfum
þjóðarinnar - flugfreyjur.
Páll Sigurðsson hefur verið ráðu-
neytisstjóri í heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytinu í langan tíma og
þó ráðherrar komi og fari þá er
hann á sínum stað. Páll og kcna
hans, Guðrún Jónsdóttir geðlækn-
ir, voru á árshátíð ráðuneytisins
sem haldin var í Hraunholti á
föstudagskvöld.
Jóhanna Sigrún tekur hér við rós
frá Sævari sem var herramaður
kvöldsins í Casablanca á föstudags-
kvöld þegar hann færði hverri
konu rós og tók þannig forskot á
konudaginn sem var á sunnudag.
Guðmundur Árni Stefánsson, heil-
brigðis- og tryggingaráöherra, og
eiginkona hans, Jóna Dóra Karls-
dóttir, gerðu sér glaöan dag ásamt
öðmm starfsmönnum ráðuneytis-
ins í Hraunholti á föstudagskvöld.