Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 Fréttir Fertugur maður úr Grundarfirði dæmdur í fangelsi í Héraðsdómi: Fékk 9 mánuði fyrir kynlífsfjárkúganir - lét tvo menn greiða sér 50 þúsund fyrir að þegja yfir viðkvæmum upplýsingum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni tæplega fertugan mann frá Grundarflrði í niu mánaða fangelsi fyrir fjárkúgun með því að hafa hót- að tveimur mönnum að birta samtöl þeirra í svokölluðum stefnumóta- síma. Fangelsisrefsingin er hegning- arauki við dóm Hæstaréttar yfir manninum frá síðastliðnu ári en þá var hann dæmdur fyrir vanrækslu á greiöslu söluskatts og staðgreiðslu á opinberum gjöldum vegna reksturs Byggingafélagsins Hamra hf. í Kópa- vogi áður en fyrirtækið var úrskurð- að gjaldþrota. Snemma á síðastliðnu ári tók um- ræddur maður upp á segulband samtöl tveggja kynbræðra sinna í svokölluðum stefnumótasíma, 99-1895. Eftir það hafði hann sam- band við mennina og hótaði að senda upptökumar af símtölunum m.a. til eiginkonu annars þeirra. Á upptök- unum komu fram óskir mannanna á kynlífssviði, fullyrðingar um fram- hjáhald og aörar persónulegar upp- lýsingar sem fólki finnst allajafna ekki þægiiegt að komist í hámæh. Ákærði fékk mennina til að greiða 50 þúsund krónur hvom inn á bankareikning sinn í Reykjavík. Þeg- ar máUð var kært og fór síðan í með- ferð hjá ríkissaksóknaraembættinu fóra framangreind fómarlömb fjár- kúgananna fram á skaðabætur sem námu þeim upphæðum sem þeir höfðu greitt inn á reikning fjárkúgar- ans. Áður en dómur var kveðinn upp hafði sakbomingurinn greitt upp- settar bætur. Við refsiákvörðun yfir manninum tók héraðsdómur mið af bótagreiðsl- unum til fómarlambanna. Hæstirétt- ur dæmdi sakbominginn í 9 mánaða fangelsi, þar af 6 mánuði skilorös- bundið í desember síðasthðmun vegna annarra brota. Með brotum sínum á síðasta ári rauf hann skilorð þess dóms, var skilorðshluti hans dæmdur upp og manninum einnig gert að sæta fangelsi fyrir þann hluta dómsins. Hann fær því 9 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. -Ótt Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á tali við Matthías Bjarnason, „járnkarl" þeirra Vestfirðinga. Hann á sjálf- sagt ýmislegt órætt við sjávarútvegsráðherra vegna vandamálanna á Vestfjörðum. DV-mynd GVA Erfiðleikamir á Vestfiörðum: Ég vona bara að menn fari ekki að brjótalög - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Ég vona bara að menn fari ekki að brjóta lög. í lýðræöisþjóöfélagi vinna menn skoðunum sínum fram- gang á lýðræðislegan hátt en ekki með því að brjóta lög,“ sagði Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra. DV spuröi hann hvaö hann vildi segja við þá Vestfirðinga sem nú tala um að taka sér neyðarrétt og veiöa þorsk hvað sem kvóta Uður. Sjávarútvegsráöherra var spurður hvað fólk á Vestfjörðum ætti að gera nú þegar kvótinn væri búinn og ekki blasti annað við en að leggja skipum, stoppa atvinnutæki í landi og fara á atvinnuleysisbætur? „Vissulega er þama mikfil vandi á ferð og aö sumu leyti meiri vandi en víðast annars staðar. Yfirleitt er meiri fjölbreytni í veiðum í öömm landshlutum. Það er einnig nokkuð mismunandi ástand eftir byggðarlög- um á Vestfjörðum og þaö búa ekki allir við sama vanda. En því miður hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að hægt sé að auka aflaheim- Udir Vestfirðinga frekar en annarra." - Hvaða von um betri tíð getur þú gefið Vestfiröingum? „Það gefur augaleið að þegar afli dregst jafn mikið saman og raun ber vitni þá kemur það niður á sjávarút- veginum og harðast þeim byggðum þar sem þorskveiðamar era mestar. Það er svo spuming hvemig menn reyna að brúa þaö bU sem skapast þangað til við getum farið að auka þorskveiöamar aftur. Menn mega ekki gleyma því að tilgangurinn með því að minnka veiðamar er að byggja stofninn upp aftur og auka veiðarnar eins skjótt og kostur er. Ef við ekki föram varlega nú þá er hætta á að annaöhvort hrynji stofninn eða að uppbygging hans taki mun lengri tíma en eUa.“ - ErtumeðþessuaðsegjaVestfirð- ingum að þeir eigi bara að þreyja þorrann og góuna? „Ég vU taka það fram að unnið hefur verið að því á vegum Byggða- stofnunar í samstarfi við ráðuneytin að kanna með hvaða hætti mætti sérstaklega koma til móts við Vest- firðinga í þessum vanda sem þar er við að glíma. Sú vinna stendur yfir,“ sagðiÞorsteinnPálsson. -S.dór Búvörufrumvarpið: Efnislega alvegeins ogeldra frumvarpið - segirEgiIl Jónsson „Þaö er rétt metið hjá þér, þetta nýja frumvarp er efnislega alveg ehis og það frumvarp sem við voram tilbúnir með og kratarnir höfnuðu. Og markraiöið með því alveg nákvæmlega það sama. Emi munurinn er sá að lögfræð- ingamir þrír, sem unniö hafa fyr- ir landbúnaðamefhd við samn- ingu frumvarpsins, hafa sett þaö á betra lagamál og skýrari texta en var á eldra frumvarpinu," sagðí EgUl Jónsson, alþingismað- ur og formaður landbúnaðar- nefndar Alþingis, í samtali við DV í gær. Það vakti mikla athygli þegar nýja frumvarpiö til breytinga á búvörulögunum kom í ljós í gær að allt það sem kratamir höfnuðu í fyrri frumvarpsdrögunum er inni í þessu frumvarpi með breyttu orðalagi. Það eina sem breytist frá því er að nú skal skU- greina hvaö er landbúnaðarafurö og hvenær hún breytist í iðnaðar- vöru. Þær eru tilgreindar í þvi sem kallaö er viðaukar eitt og tvö. „Samkvæmt svörum Jóns Baldvins Hannibalssonar um hvers vegna hann bannaði sér- fræðingum sínum að ræða við lögfræðingahóp landbúnaðar- nefndar, þá fæ ég ekki betur séð en aö þetta deUumál sljómar- flokkanna um búvörufrumvarpið sé aftur komið á byijunarreit, þar sem slagurinn hófst f desember,“ sagði Jóhannes Geir Sigurgeirs- son alþíngismaður en hann á sæti í landbúnaðarnefnd Alþing- is. Steingrímur J. Sigfusson al- þingismaður, sem einnig á sæti í landbúnaöamefnd, tók í sama streng. Hann sagði deUuna aftur komna á byrjunarreit enda væru þessi nýju frumvarpsdrög efnis- lega alveg eins og þau sem kratarnir höfnuöu í síöustu vUtu. •S.dór Nafn drengsins Drengurínn, sem fannst með- vitundarlaus á botni sundlaugar Hótel Loftieiða á raánudagskvöld og lést á gjörgæsludeUd Borgar- spítala í fyrrinótt, hét Þorleifur Ami Reynisson, til heimilis að MÍðskógum24,ÁlftanesL -pp ískákinni Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: Miög hart er barist um efstu sætin á alþjóölega skákmótinu á Akureyri en 7 umferðir af 11 hafa nú verið tefldar. í gærkvöldi vann Margeir Pét- ursson sigur á Klaus Berg, Jó- hann Hjartarson vann Henrik Danielsen, De Firmian og van Wely gerðu jafntefli og einnig Akureyringamir Gylfi Þórhalls- son og Ólafur Krisijánsson, Við- ureign Helga Ólafssonar og Þrastar Þórhallssonar fór i bið og sðmuleiöis skák Björgvins Jónssonar og Sokolovs. Staða efstu manna er þannig að Sokolov hefur 5 vinninga og bið- skák, Van Welu 5 vinninga, Jó- hann 4,5 og biðskák, Helgj 3,5 og biöskák og De Firmian 3,5 vinn- inga. Stuttar fréttir Einarendurkjörinn Einar Sveinsson hjá Sjóvá var endurkjörinn formaður Verslun- arráös íslands á aðalfundi þess í gærmorgun. Hann hlaut flest at- kvæöi í stjómarkjöri en næstir komu Kristinn Bjömsson, for- stjóri Skeljungs, og Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips. Kaupþing skilar hagnadi Verðbréfafyrirtækið Kaupþing, sem er í eigu Búnaðarbankans og sparisjóðanna, skilaði 37 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári. Heildarvelta Kaupþings á árinu var 241 milljón sem er 21% aukn- ing frá árinu 1992. Fjárfestfyrir 2 miiljarða íslendingar hafa fjárfest í er- lendum verðbréfum fyrir allt að 2 milljarða króna ffá áramótum. Þetta kom fram á Stöð 2. ÞrírtilBosníu Tveir læknar og einn hjúkrun- arfræðingur frá Islandi fara með norskri friðargæslusveit tíl starfa í Tusla í Bosníu í lok apríl nk. Ríkissjónvarpið greindi frá þessu. Engin niðurstaöa varð í viðræð- um íslendinga við Norðmenn og Grænlendinga í Ósló sl. þriðjudag um skiptingu loðnukvóta. Næsti ftindur verður í aprfl. Össuráleiðút? Stoötækjafýrirtækiö Össur hf. íhugar að flytja hluta starfsemi sinnar til útlanda þar sem ekkert hefur gengið með ffiiðnaðar- svæðið á Suöumesjum. Þetta kom fram á Ríkissjónvarpinu. Framkvæmdafé öl flugvalla Samkvæmt nýrri flugmálaá- ætlun fara 400 milljónir króna á ári til ffamkvæmda á flugvöllum landsíns fram til 1997. Þar af fara 248 milljónir I lagningu bundins slitlags, samkvæmt frétt Ríkis- sjónvarpsins. Búnaðarbankinn grasðir Búnaöarbankinn skilaði 47 milljóna króna hagnaði á síðasta ári sem er betra en árið 1992 þeg- ar tap bankans nam um 30 milfj- ónum króna. Ríflega milljaröur var lagður á afskriftarreikmng sem er 550 milljónum króna meira en áriö 1992. Morgunblaðið greindi ffá þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.