Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Útgáfufélag:. FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 ■
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Vegamót í Suður-Afríku
Nelson Mandela tekur viö af de Klerk sem forseti
Suður-Afríku eftir almennar kosningar, sem veröa í land-
inu 26.-28. apríl í vor. Fylgi Afrísku þjóðarsamkomunn-
ar, flokks Mandelas, nær samkvæmt skoðanakönnunum
til meirihluta landsmanna, þar á meðal til Zulumanna.
Mangosuthu Buthelezi og Inkatha-flokkur hans eru á
undanhaldi. Samkvæmt skoðanakönnunum nær hann
minna en 20% fylgi í eigin heimahéraði, Natal, þar sem
Zulumenn eru fjölmennastir. Þess vegna treystir But-
helezi sér ekki th að taka þátt í kosningunum.
Buthelezi hefur gert bandalag við róttæka hægri flokka
hvítra manna um að taka ekki þátt í kosningunum, svo-
kallað Frelsisbandalag. Allir aðilar að því bandalagi eiga
það sameiginlegt, að þátttaka í almennum kosningum
mundi leiða í ljós rýrt fylgi að baki miklum hávaða.
Fylgi flokkanna í Suður-Afríku fer ekki eingöngu efdr
ættflokkum, heldur einnig eftir atvinnuháttum. Zulu-.
bændur hafa til skamms tíma yfirleitt stutt Inkatha og
Zulu-kónginn, en Zulu-þéttbýlismenn eru famir að styðja
Afrísku þjóðarsamkomuna eins og aðrir svartir menn.
Svipað er að segja um flokka hvítra manna í Suður-
Afríku. Þéttbýlisbúar styðja flestir Þjóðarflokk de Klerks
eða Lýðræðisflokkinn, sem einnig er sáttasinnaður, eri
margir bændur styðja nokkra róttæka smáflokka, sem
hafa myndað með sér svokallað Þjóðarbandalag.
Á mánudaginn samþykkti þingið í Suður-Afríku
nokkrar breytingar á stjómarskránni í því skyni að koma
til móts við dreifbýlisöflin meðal hvítra manna og svartra.
Þær fela meðal annars í sér sérstakar kosningar til hér-
aðsþinga og traustari verkaskiptingu ríkis og héraða.
Inkatha og Þjóðarbandalagið hafa hafnað þessari sátta-
hönd og munu reyna að trufla kosningamar eftir tvo
mánuði. Búast má við blóðbaði í tengslum við kosning-
amar, enda hafa þegar fallið 14.000 manns í átökum milli
stjómmálaflokka svartra manna á síðustu fiórum árum.
Þótt Suður-Afríku takist að komast yfir þröskuldinn,
em vandamál landsins engan veginn úr sögunni. Afiíska
þj óðar samkoman er fremur vinstri sinnuð og miðstýring-
arhneigð. Margir foringjar hennar hafa fremur lítinn
skilning á markaðslögmálum og uppsprettu verðmæta.
Nelson Mandela gerir sér grein fyrir, að illa hefur far-
ið fyrir nærri öllum ríkjum svartra manna í Afríku.
Ástandið hefur verið svo slæmt í nágrannaríkjunum, að
stríður straumur flóttamanna hefur verið til aðskilnaðar-
landsins Suður-Afríku, en alls ekki í hina áttina.
Stjóm Mandelas mun líklega gera ráðstafanir til að
reyna að sefa ótta fjármagnseigenda í landinu og soga
til landsins fjármagn frá Vesturlöndum og Japan. Ef
þetta tekst, em horfur í Suður-Afríku fremur bjartar, því
'að landið er nógu stórt og ríkt fyrir alla íbúa þess.
Suður-Afríka er auðug að ótal góðmálmum og hefur
góð skilyrði til landbúnaðar. Vestrænt fyrirmyndar-
ástand er á samgöngum og síma og fjölmiðlun. Stjórn-
kerfið er virkt og dómstólar em óháðir. Suður-Afríka
hefur alla burði til að verða leiðandi afl í Afríku.
Mandela er orðinn 75 ára og er ekki einráður í flokki
sínum. í valdastöðum flokks hans em margir, sem hafa
stjómmálaskoðanir, er munu fæla fjármagn frá landinu,
svo og margs konar þekkingu, sem Suður-Afríka þarf á
að halda til að komast hjá örlögum svörtu Afríku.
Fordæmin em til viðvörunar. HLa fór fyrir Rhódesíu,
þegar hún varð að Zimbabve. Með því að læra af reynslu
annarra getur Suður-Afríka komizt hjá sömu örlögum.
Jónas Kristjánsson
Aukin áhersla er á þjónustu og aðstoð við undirmenn og minnkandi áhersla er á „stjómun" og „yfirráð",
segir m.a. í greininni.
í þjónustu þjóðarinnar
Eitt meginatriði í viðskiptalegri
velgengni nú á dögum er rík
áhersla á þjónustuhlutverk fyrir-
tækja og skilningur á þörfum neyt-
enda.
Steinrunnin fyrirtæjci þar sem
óhófleg eða svifasein og óvirk
skrifSnnska leggur lamandi hönd
á athafnir lifa ekki lengi í harðri
samkeppni. Sama á við þegar
stjómendur era orðnir fjarlægir
viðskiptavinum sínum og því skiln-
ingsvana um grundvöll tilveru
sinnar.
í stað þjónustulundar kemur
hroki. í stað áherslna á aðalatriði
kemur ofdýrkun smámuna og
forms. í stað athafna kemur doði
og athafnaleysi. í stað traustrar
starfsemi, sem skilar árangri, kem-
ur taumlítil yfirborðsmennska. Og
í stað eðlilegs aðhalds hjá háum
sem lágum kemur bruöl sem oftast
á upptök á æðstu stöðum. Stutt er
í hnignun og dauða að svo komnu.
Augljósar orsakir
Orsakasamhengi og rökin í mál-
inu eru auöséð hverjum manni sem
hefur heilbrigöa dómgreind. Og
glæfraleg og dýr mistökin blasa
alls staðar við. Samt hafa fjölmörg
stórfyrirtæki, sem hafa greiðan
aðgang að „bestu fáanlegu sér-
fræðiþekkingu", farið flatt á ná-
kvæmlega þessum atriðum. Iðu-
lega eftir langvarandi Ijósböö á
leiksviði fjölmiðlanna og matreidd-
ar lofgerðir um frækilega frammi-
stöðu.
Stundarvirðing, stærð, auöur og
menntaðir forystinnenn hafa ekki
dugað til að tryggja árangur. Þekk-
ing dugar skammt ef hún er van-
þróuð, brotakennd eða grundvall-
arhorf hennar vitlaus og auður og
völd eru einskis nýt ef krafti þeirra
er beitt til aö sinna léttvægum við-
fangsefmun.
KjaUaiiim
Jón Erlendsson
yfirverkfræöingur Upplýsinga-
þjónustu Háskólans
aðstoða eða þjálfa sama fólk sem
skipulagt er í sjálfstýrandi vinnu-
hópa.
Hlutverk flestra annarra yfir-
manna taka einnig þeirri eðlis-
breytingu að aukin áhersla er á
þjónustu og aðstoð við undirmenn
og minnkandi áhersla er á „stjóra-
un“ og „yfirráð". Með þessum
breytingum hafa fjölmörg fyrir-
tæki náð bættum árangri sem
mælist í mörgum tugum prósenta
og hröðum uppgangi í stað hröm-
unar eða dauða.
Fyrirtækin eru sem óðast að átta
sig á þessu og breyta um stíl. Frá
hroka til þjónustulundar. Frá ár-
angursrýru umstangi til þungrar
áherslu á kröftuga verðmætasköp-
un. Frá hugsunarlítilli sóun til
gjöraýtni sem nær allt til smæstu
atriða.
„Kominn er tími til að leggja stóraukna
áherslu á það að opinberar stofnanir
og ráðamenn eiga að sýna þjónustu-
lund í orði og verki.“
Hin „nýja stjórnun“
Þetta er einmitt það sem menn
hafa verið að komast að á síðustu
áratugum hvað viðvíkur þekkingu
á stjómun. Því er í dag talað um
„hina nýju stjómun". Hún byggir
á langtum meiri reynslu og upplýs-
ingum um það hvað skilar árangri
en „gamla s1jómunin“. Og innan
hennar ríkja gerólíkar áherslur og
viöhorf frá því sem áður var.
Þannig hefur t.d. hlutverki verk-
stjóra verið breytt í stórum stíl frá
því að hafa alræðisvald yfir athöfn-
um undirmanna sinna til þess að
Opinber rekstur
Lögmál í viöskiptalífi gilda einnig
þegar komiö er að opinberum rekstri.
Vangeta, hroki, græðgi eða spilling
opinberra aðila af öllu tagi skilar sér
fýrr eða síðar í baklandi sem bregst
og stuðningi sem hverfur.
Komiim er tími til að leggja stór-
aukna áherslu á það að opinberar
stofnanir og ráðamenn eiga að sýna
þjónustulund í orði og verki. Alltof
rík áhersla hefur verið á „stjóra-
un“ eða „stýringu" eða „forræði"
gagnvart almenningi.
Jón Erlendsson
Skoðanir annarra
Jöf nunartollar Hér
og undanþágur þar?
„Halda íslendingar vifkilega að þeir geti beitt
jöfnunartollum og alls kyns vemdarviðurlögum á
innfluttar vörur en beðið um undanþágur á eigin
útflutning? Telja íslensk stjómvöld það eðlilegt að
mótmæla hástöfum að íslenskur fiskur sé hafður í
frystigámum á landamærum Frakklands og heil-
brigöissýni tekin af vörunni meðan íslensk yfirvöld
stöðva nánast allan innflutning á matvöru undir
yfirskyni heilbrigðiseftirlits? íslendingar ættu ekki
að fárast yfir flísinni í auga náungans meðan þeir
sjá ekki bjálkann í eigin auga.“ Alþbl. 23. febrúar
Margfeldisáhrif
„Þegar við kaupum innflutta vöru fer vissulega
meira en helmingur smásöluverösins til innlendra
aðila. 40% vöruverðsins renna þó aftur í vasa
erlendra framleiöenda vörunnar og valda því ekki
margfoldunaráhrifum í íslenska hagkerfinu. Það eru
einmitt þessi margfoldunaráhrif sem eru svo mikil-
væg. Þau gera það að verkum að hver greiösla til
innlendra aðila þrefaldar veltu sína, þ.e. þjóðartekjur
þrefaldast um þá upphæð sem greidd er, ef miðað
er við varlega áætlun um margfeldisáhrif."
Ásgeir Valdimarsson hagfr. í Vísbendingu 17. febr.
Framtak matreiðslumanna
„Nokkrir matreiðslumenn íslenskir hafa nú tekið
sig saman um að sýna hvað hægt er að gera úr inn-
lendu hráefni, einkum því sem til fellur af sauökind-
inni margfrægu. Þetta er mjög þarft framtak og mikl-
ar átveislur hafa veriö haldnar víða um land, með
fjölbreytilegum réttum úr hráefnum sem ekki eru
daglega á borðum landsmanna. Þetta eykur fjöl-
breytnina, en það er einmitt hún sem veitinga-
mennska byggir á.“ Jón Kr. í Timanum 22. febrúar.