Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Qupperneq 20
32 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 Iþróttir Utah Jazz tókst að stöðva sigur- göngu SA Spurs - þegar liðið vann sigur 1 tvíframlengdum leik, 10&-102 Átta leikir fóru fram í NBA-deild- inni í körfuknattleik í nótt og urðu úrslit þessi: Atlanta-Seattle............99-92 Orlando-Indiana...........103-99 Philadelphia-New Jersey..102-106 Washington-Cleveland......96-106 Chicago-Golden State.....123-100 Denver-Boston.............102-94 Utah-SA Spurs............106-102 LA Clippers-Portland.....112-121 Sigurganga San Antonio Spurs var loks rofin í nótt en liðið hafði unnið 13 leiki í röö. Það var lið Utah Jazz sem lagði Spurs að velli í tvífram- lengdum leik. John Stockton og Karl Malone voru stigahæstu menn í liöi Utah með 31 stig en David Robinson var að vanda atkvæðamestur hjá SA Spurs, skoraði 25 stig og tók 16 frá- köst. Það var Dale Ellis sem kom leiknum í framlengingu þegar hann jafnaði með þriggja stiga körfu sex sekúndum fyrir leikslok. Atlanta náði að leggja topphð Seattle að velli. Mookie Blaylock skoraði 25 stig fyrir Atlanta og Dominque Wilk- ins 24 en hjá Seattle var Gary Payton með 23 stig og Shawn Kemp 16. Dom- inque Wilkins náði þeim áfanga að skora sitt 500. stig með þriggja stiga skotum. Pete Myers skoraði 26 stig fyrir Chicago þegar hðið vann öruggan sigur á Golden State og þetta var um leið hans mesta stigaskor 1 NBA- deildinni. Scottie Pippen skoraði 20 stig, tók níu fráköst og átti sex stoð- sendingar. Avery Johnson var stiga- hæstur hjá Golden State með 17 stig og Chis Mullin setti niður 15 stig. 28 stig hjá Shaquille Shaquihe O’Neal skoraði 28 stig fyrir Orlando Magic þegar hðið vann sigur á Indiana þrátt fyrir að hafa þurft að fara af leikvelh og jafna sig af meiðslum í öðrum leikhluta. Nick Anderson kom nagstur í stigaskorinu hjá Orlando með 19 stig. Rik Smits var stigahæstur leikmanna Indiana og skoraði 16 stig en þetta var aðeins annað tap hðsins í síðustu 12 leikjum. Sorgarsaga Boston heldur áfram Sorgarsaga Boston heldur áfram og í nótt tapaöi liðið sínum 11. leik í röð þegar þaö mætti Denver. LaPhonso Ellis skoraði 29 stig fyrir Denver en Rick Fox var stigahæstur hjá Boson með 20 stig. Kenny Anderson skoraöi 29 stig og tók 11 fráköst í hði New Jersey þegar hðið sigraði Philadelphia 76’ers. Jeff Homacek gerði 25 stig fyrir 76’ers og Clarence Weatherspoon 22. Cliff Robinson skoraði 22 stig og Buck Wilhams þegar Portland sigr- aði LA Chppers og var þetta íjórði sigur hðsins í röð. Ron Harper var stigahæstur leikmanna Chppers með 32 stig og Danny Manning var með 24 stig. -GH Danny Manning, sem hér er að skora fyrir LA Clippers, skoraði 24 stig fyrir liðið í nótt en það dugði þó skammt gegn Portland. Teitur Örlygsson og félagar í Njarðvík gerðu góða ferð i Hólminn í gærkvöldi Njarðvík sterkara á öllum sviðum - lagöi Snæfell, 92-112, í Hólminum Kristján Siguiðsson, DV, Stykkishólmi; Njarðvíkingar byrjuðu leikinn með miklum látum þegar þeir sigruðu Snæfell, 92-112, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Stykkishólmi í gær- kvöldi. Njarðvík var með þrjá bak- verði inni á og pressaði um allan vöh eins og raunar allan leikinn. Lið- ið náði fljótlega yfirhöndinni og var það ekki síst að þakka þremur þriggja stiga körfum í röð frá Val Ingimundarsyni. Dómaramir leyfðu nokkra hörku í leiknum og það nýttu leikmenn Njarðvíkur sér vel í vöm- inni og höfðu yfirburði í teigunum báðum megin þar sem Ronday Rob- inson var gríðarlega sterkur. Ronday er mun sneggri en mið- herji Snæfelhnga, Eddie Colhns, og það nýtti hann sér vel. Friðrik Ragn- arsson, leikstjómandi Njarövíkur, átti einnig góðan leik og ekki er ónýtt að hafa menn á bekknum eins og Rúnar Ámason og Teit Örlygsson sem vom ekki í byijunarhði Njarð- víkinga. í byrjun síðari hálfleiks reyndu Snæfelhngar pressuvörn sem gekk ekki upp, þótt Njarðvíkingar misstu boltann nokkrum sinnum vom þeir yfirleitt snöggir í sóknina. Bestir í hði Snæfells voru þeir Sverrir og Hreinn og einnig vakti ungur nýliði, Ath Sigurþórsson, at- hygh. Sverrir var þó á köflum fuh- eigingjam. Njarðvíkingar voru jafnir og léku alhr vel fyrir hðið þannig að erfitt er að taka einstaka leikmenn út. Snæfell (60) 92 Njarðvik (44) 112 8-13, 17-25, 21-34, 29-43, 37-51, 41-54, (44-60). 54-67, 54-78, 60-80, 69-84, 75-95, 81-101, 92-112. Stig Snæfells: Bárður Eyþórs- son 19, Atíi Sigurþórsson 13, Sverrir Sverrisson 19, Eddie Coll- ins 12, Hreiðar Hreiðarsson 11, Hreinn Þorkelsson 8, Kristinn Einarsson 8, Þorkeh Þorkelsson 2. Stig Njarövíkur: Ronday Robin- son 28, Valur Ingimundarsqn 17, Teitur Örlygsson 17, Rúnar Áma- son 15, Jóhannes Kristbjömsson 12, Friðrik Ragnarsson 11, Jón Ámason 6, Eysteinn Skarphéð- insson 4, Ástþór Ingason 2. 3ja stiga körfur: Snæfell 3, Njarðvík 7. Vítaskot Snæfeh 28/20, Njarð- vík 30/21. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Héðinn Gunnarsson, slakir. Áhorfendur: Um 200. Maður leiksins: Rúnar Áma- son, Njarðvík. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Jón Örn Guðbjartsson, markaðsstjóri hjá Streng h/f, skrifa undir samninginn. DV-mynd ÞÖK Strengur h/f tölvuvæöir í Sí: A þriðja hundrað aðilar tengjast nýja kerf inu innan árs íþróttasamband íslands hefur gert samning við tölvufyrirtækið Streng h/f um að fyrirtækið setji upp tölvu- kerfi fyrir ISÍ. Það samanstendur af félaga- og iðkendakerfi, móta- og keppniskerfi, dagbókar- og póstkerfi og fjárhaldsbókhaldskerfi iþrótta- hreyfingarinnar. Aðgang að ÍSÍ-kerfinu hafa öh íþrótta- og ungmennafélög landsins, héraðssambönd og íþróttabandalög og sérsamböndin. Þá verður fjölmiðl- um boðinn aögangur. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sagði þegar samingurinn við Streng h/f var undirritaður í gær að þetta væri tímamótasamningur og að tölvukerf- ið yrði mikhvægur þáttur í starfi íþróttahreyfingarinnar. Hann sagði að þetta yrði mikih ávinningur fyrir öh félög í landinu. Ehert sagði að nefnd á vegum ÍSÍ hefði unniö að máhnu í tvö ár og hann vonaöist th að 2-300 aöhar hefðu tengst kerfinu eftir eitt ár. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.