Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Side 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. : .. ■ ■' ■ ■ -: :■'..■ ■-.:.■.. ... Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994. Frakkland: Erumvirki- lega í vond- um málum - segir Birgir Jóhannsson „Þaö eru gefnar út vinnureglur nánast daglega sem beinast að því að loka landamærum Frakklands fyrir innfluttum flski frá þessum svo- kölluðu þriðju ríkjum. Þar erum við settir á sama stall og t.d. Perú og Senegal. Ég skil þetta ekki og við ís- lendingar erum í virkilega vondum málum héma. Aðalmálið er að okkur hefur ekki tekist að afhenda fisk upp í samninga. Það gæti tekið langan tíma að vinna aftur þau viðskipta- sambönd sem við höfum misst,“ sagði Birgir Jóhannsson, hjá Nord Morue í Frakkiandi, við DV í morg- un. Nord Morue er dótturfyrirtæki SÍF og að sögn Birgis hafa tapast tugir milljóna króna á aðgerðum Frakka. Nord Morue tókst að koma 22 tonn- um af norskum saltfiski í gegn í gær- kvöld sem var heilbrigðisskoðaður í Danmörku en tollafgreiddur rétt hjá París. Síðan er von á tveimur vöru- bílum í dag og á morgun með íslensk- an og norskan saltfisk. „Við ætlum ekki að gefast upp og verðum bara að láta berja á okkur. Einhvem tímann fáum við samúð fyrir okkar málstað því að það er fáránlegt hvernig Frakkar hafa slitiö sig úr evrópsku samstarfi,“ sagði mr&r- -bjb Plastbátur hætt kominn Um 30 feta plastbátur var hætt kominn í innsiglingu Grindavíkur- hafnar þegar stýri hans festist í borði. Að sögn Gunnars Jóhannessonar, hjá björgunarsveitinni Þorbimi í Grindavík, var sjólag slæmt þegar óhappið varð. „Það komu þama ólög öðru hveiju og haxm færðist ailtaf nær þar sem öldurnar braut. Ef við hefðum veriö 10 mínútum seinna á feröinni hefði farið illa. Hann átti ekki eftir nema tæplega 100 metra í land,“ segir Gunnar. Hann og félagar hans vora kaliaðir út og fóra þeir á björgunarbát nokkrum mínútum seinnatiiaðstoðar. -pp Margirstoppaðir Lögreglan í Reykjavík stöðvaði fimmtíu og sjö ökumenn fyrir um- ferðarlagabrot frá því klukkan átta í gærkvöldi til klukkan eitt í nótt. Fimmtíu reyndust hafa ekið of hratt. -PP Jón Sigurðsson seðlabankastjóri hefur afhent Vigdísi Finnbogadóttur, for- seta íslands, þrjá minnispeninga sem Seðlabankinn hefur gefið út í tilefni af 50 ára lýðveldisafmælinu. Peningarnir bera myndir af fyrrverandi forset- um lýðveldisins á annarri hlið en skjaldarmerki íslands á hinni. Sala for- setamyntarinnar hefst á þriðjudaginn og fer hún fram á erlendum og innlend- um markaði. Ágóði af sölunni rennur í Þjóðhátiðarsjóð en sjóðurinn veitir árlega styrki til að varðveita og vernda þjóðlegar menningarminjar. -GHS/DV-mynd BG Akureyri: Samningar að takast um sölu á Slippstöðinni? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Ég hef heyrt að ef þessir aðilar kaupi stöðina komi ekki til uppsagna starfsmanna svo að vissulega gæti eitthvað stórt verið þarna að ger- ast,“ sagði háttsettur aðiii í bæjar- kerfinu á Akureyri í gær um þann möguleika að samningaviðræður væru að fara í gang um kaup ís- lenskra og erlendra aðila á Slippstöð- inni Odda á Akureyri. Annar aðili, sem fylgst hefur með þessu máh undanfarið, segir að hugs- anlegir kaupendur hafi sýnt því áhuga síðan í haust að kaupa fyrir- tækið og menn sem hafi þekkingu á þessum iðnaði hafi unnið með þeim. Hann sagði einnig að það gæti jafn- vel skýrst í dag eða á morgun hvort menn settust að samningaborði. Enginn viðmælenda DV um þetta mál í gær vildi tjá sig um það undir nafni og mönnum bar saman um að málið væri á mjög viðkævmu stigi. Menn voru hins vegar sammála um að eigandi fyrirtækisins, sem er Landsbanki Islands, myndi varla setja upp mjög hátt verð fyrir fyrir- tækið. „Bankinn myndi sennilega telja sínum hagsmunum borgið fengi hann eitthvað á annað hundrað milljónir fyrir fyrirtækið. Það má hins vegar segjaað hlutafé fyrirtæk- isins í dag sé ekki nema 11 milljónir króna og bókhaldslega er það ekki meira virði,“ sagði einn viðmælandi DV. Nýherji sækir um sjónvarpsleyf i Tölvufyrirtækið Nýherji hefur sótt um leyfi til sjónvarpsútsendinga til úvarpsréttamefndar. Gunnar Hans- son, framkvæmdastjóri Nýheija, sagði við DV í morgun að málið heyrði alfarið undir forsvarsmenn Radíóstofunnar í Skipholti en hún er dótturfyrirtæki Nýherja. Gunnar sagði að stjóm fyrirtæidsins hefði hins vegar fjallað um málið. Um- sóknin er nýtilkomin og er eftir að afgreiða hana í útvarpsréttarnefnd. -Ótt LOKI Egill sterki er endurborinn! Veðriðámorgun: Víðast bjart veður Á morgun verður fremur hæg breytileg eða austlæg átt. Stöku él við suður- og norðaustur- ströndina en þurrt og víðast bjart veður annars staðar. Frost 0-8 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 NSK KÚLULEGUR VíÞuisen Suðurlandsbraut 10. S. 686499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.