Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 9 Utlönd Brenndi leggöng konusinnarmeö heitujárni Ung kona í Pakistan berst nú fyrir lífi sínu eftir að eiginmaður hennar, sem er múslimskur klerkur, brenndi leggöng hennar með heitu jámi. Eiginmaðurinn flutti hana á spítala og þegar hann var krafinn svara sagði hann að konan hefði dottið á elda- vélina. Konan sagöi læknunum að maðurinn heföi orðið illur út í sig og-bundið sig niður og síðan stungið brennheitu jáminu inn í leggöng hennar. Líðan konunnar hefur fariö versnandi og ekki er víst að hún haldi lífi. RokkarinnBob Geldoferekki gjaldþrota Rokkstjam- an Bob Geidof, sem stóð fyrir Live Aid tón- leikunum tii hjálpar hungi'- uðum heimi í Afríku áriö 1985, sagði að dómstóll heföi nýlega tekið til baká yfirlýsingu um gjaldþrot hans en dómurinn haföi lýst hann gjaldþrota vegna skuldar sem hann haföi ekki borgað og hfjóðaði upp á 216 þúsund kr. „Ég er ánægður meö að þetta er yfirstaðiö og aö ég er ekki leng- ur gjaldþrota,“ sagði Geldof, sem er 41 árs gamall og af írsku bergi brotinn, við blaðamenn eftir að úrskurðurinn lá fyrir. Heuter irkarlmenn Myndhöggv- ari á ítalíu græðir nú á tá og fingri nýjasta lista verk hans Bobbitt-beltið, sem nafn Banda- ríkjamanninum sem limurinn var skorinn af, hefúr hlotið geysi- góðar viðtökur á listsýningu sem nú stendur yfir á ítalíu. Verkið sýnir karlmann sem hefúr skírlífisbelti um kynfæri sitt þvi til varnar. „Ég verð að senda Lorenu Bobbitt gjöf þegar sýningin er afstaðin vegna allrair þeirrar athygli sem hún hefúr gefiö sýningu minni," sagöi lista- maðurinn Angelo Camerino. Camerino bjó tál fýrsta skírlífis- beltið fyrir tískusýningu í Róm fyrir nokkrum árum en þá tók engixm eför því. Konurfáekkiað erfa naf nbætur Lávarðadeild breska þingsins felldi nýlega frumvarp sem fól í sér að konur fengju aö erfa nafii- bætur til jafhs við karla. Frum- varpiö, sem kom frá Diamond lávaröi, sem er í breska Verka- mannaflokknum, var fellt með 75 atkvæðura gegn 39 í efri deild þingsins. Frumvarpið heföi gefið elsta barainu erfðaréttinn á nafh- bót án tillits til kynferðis en til þessa hafa drengir aðeins veriö þess heiðurs aönjótandi. „Þessi aldagamli siður beitir kvenfólk miklum rangihdum og nú á tímum stríðir það beinlínis gegn lögum að beita fólk misrétti á grundvelli kynferðis," sagði Diamond eftir aö frumvarpið var fellt. Shrewsbury lávarður, sem var á móti frumvarpinu, sagöi hins vegar aö dætur landsins myndu sýna skilning þar sem þessi siður væd svo gamall. Níunda líkið fínnst í Gloucester á Englandi: West talinn hafa hatað lesbíur Lögreglan á Englandi fann níunda líkið í Gloucester á Englandi í gær en það haföi verið steypt í vegg. Svo mikið er búið að grafa og leita í hús- inu að óttast er að það hrynji. „Ég hef ekki getað sofið síðan líkin fúndust. Ég fyllist skelfingu þegar ég hugsa til þess að ég hafi búið í húsi þar sem lík voru falin í veggjum og gólfi," segir kona sem bjó á efri hæð- inni í húsinu fyrir um tuttugu árum. Frederick West og kona hans, Ro- semary, sem nú er í felum undir lög- regluvemd, hafa bæði sagt lögregl- unni að dóttir þeirra, Heather, sem West myrti fyrir sjö árum, hafi farið að heiman á sínum tíma í bláum bíl með lesbískri stúlku sem hún ætlaði Fjöldamorðingjar í sögu Bretlands Frederick West er langt frá því að vera fyrsti og eini ijöldamorð- ingi Breta því á síðustu tveimur áratugum hafa alls fjórir fiölda- morðingjar verið dæmdir þar í landi. Frægasti fjöldamorðingi Bretlands er þó án efa Jack the Ripper, Kobbi kviðrista, sem var uppi um 1880 en hann gekk um dimmar götur Lundúnaborgar í leit að fómarlömbum sem voru vænd- iskonur en hann risti þær í sundur eftir að hafa drepið þær. Annar þekktur íjöldamorðingi var geð- sjúklingurinn John Cristie sem var hengdur árið 1953. Hann myrti að minnsta kosti sex konur, þar af eig- inkonu sína. Cristie gróf líkin und- ir gólfum á heimili sínu og í garðin- um hjá sér. Fjöldamorðingjamir sem náðst hafa í Bretlandi á síðustu tveimur áratugum myrtu einnig fórn- arlömb sín á hroðalegan hátt. Dennis Nilsen var einn þeirra en hann var dæmdur í lífstíöarfang- elsi áriö 1983 fyrir að hafa kyrkt 15 heimilislausa unga menn. Nilsen skar í sundur líkin, brenndi þau og gróf þau síðan í gólfinu heima hjá sér. Upp komst um hann þegar pípari varð var við líkamsleifar eft- ir að Nilsen haföi reynt að koma þeim niður um niðurfallið hjá sér. Peter Sutcliffe, sem kallaður var Yorkshire kviðristirinn, myrti 13 vændiskonur en hann sagðist heyra raddir frá guði sem sögðu honum að myrða konumar. Colin Ireland, sem var kallaður hommadráparinn, var dæmdur í lífstíðarfangelsi í desember sl. fyrir að hafa myrt fimm homma í Lon- don. Hjúkrunarkonan Beverly Alhtt, sem kölluð var Engill dauðans, var dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1992 fyrir að myrða fjögur ungböm sem vora í hennar umönnun en hún myrti þau með því að gefa þeim banvænan skammt af insúlíni. Reuter að fara að búa með. Sum bresk blöð hafa birt fréttir þess efnis að West hafi einmitt hatað lesbíur og fóm- arlömb hans séu allt lesbíur. Lög- reglan hefur ekki staðfest þær fregn- ir en talið er þó víst að öll líkin, sem hafi fúndist, hafi verið af konum nema það sem fannst í gær. Af þeim níu líkum sem fundist hafa hafa fimm verið grafin í kjallaranum, eitt um tvo metra undir baðherberg- isgólfinu og þijú í garðinum. Lög- reglan óttast að í ljós komi að West sé versti fjöldamorðingi í sögu Bret- lands en sá versti til þessa er Dennis Nilsen sem var dæmdur í lífstíðar- fangelsi árið 1983 fyrir að hafa myrt 15 heimilislausa menn. Vegna þess hversu erfitt er að bera kennsl á líkin í Gloucester ætla sér- fræðingar að notast við sérstaka aö- ferð þar sem leir er notaöur til að móta andlit eftir höfuðkúpum lík- anna. Aðferðin hefur áður verið not- uð í Bretlandi og í Bandaríkjunum og gefist vel. Mágur West, Graham Letts, hefur sagt að West hafi ekki viljað hafa mikið samneyti við fólk, hann hafi átt fáa sem enga vini og helst viljað vera einn öllum stundum. Reuter reykingafíklum Þijátíu og þrír menn og konur sigldu heiraleiðis frá reyklausu eyjunni Lundey undan suðvest- urströnd Englands á þriðjudag eftir tíu daga dvöl og stóðu á þvi fastar en fótunum að þau væru nú læknuð af ósið sínum. Bifi Moir, maðurinn sem áttí hugmyndina að lækningaaðferð- inni, sagöi að fyrsti hópurinn samanstæði nú af harðsnúnum reykleysingjum. Allir þátttak- endumir hétu því að þeir mundu ekki falla í freistni afhu-. Á annan tug reykingamanna hefur nú komið í stað fyrsta hóps- ins og mun m.a. fara 1 gönguferð- ir, sigla og stunda íhugun. Átfórnarlömbin tilaðþau yrðu hlutiafhonum Bandaríski fiöldamorðing- inn Jeffrey Da- hmer sagði í viötali við bandaríska sjónvarpsstöð á þriðjudags- kvöld að hann heföi étið sum sautján fómar- lamba sinna af því að hann vildi aö þau yrðu hluti af honum. Da- hmer var dæmdur í ævilangt fangeisi fyrir glæpi sína. Aðspurður hvort hvatir þær sem leiddu til morða, samræðis viö lík og mannáts heföu horfiö, sagði Dahmer svo ekki vera. Reuter m Lögreglan leitar enn að líkum í húsi Frederick West og nú óttast byggingar- sértræðingar að húsið hrynji vegna þess hve mikið er búið að grafa og leita i því. Simamynd Reuter AÐALFUNDUR Aöalfundur Olíufélagsins hf. veröur haldinn fimmtudaginn 24. mars 1994 á Hótel Sögu, Súlnasal, og hefst fundurinn kl. 13.30. DAGSKRA 1 • Venjuleg aöalfundarstörf skv. 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mái, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aöalfund. Aögöngumiöar og fundargögn veröa afhent á aðalskrifstofu félagsins Suöurlandsbraut 18, 2. hæö, frá og meö 21. mars, fram aö hádegi fundardags. Stjórn Olíufélagsins hf. cSSO Olíufélagið lif

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.