Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994
15
Allir atvinnulausir
eigi rétt til bóta
Þegar lögin um atvinnuleysis-
tryggingar voru sett í framhaldi af
stéttaátökum árið 1955 ákvað
verkalýðshreyfingin að fallast á
lægri launakröfur en ella hafði ver-
ið. Þannig „á“ verkalýðshreyfmgin
atvinnuleysistryggingasjóð og
hann hefur frá upphafi verið fjár-
magnaður með tilteknum um-
sömdum hætti. Aðilar að þeim
samningi hafa verið verkalýðs-
hreyfingin, atvinnurekendur og
ríkisvaldið. Sjóðurinn óx og dafnaði
framan af en verðbólgan lék hann
grátt, að ekki sé meira sagt. En sjóð-
urinn hyggðist á því grundvallaratr-
iði að þeir einir ættu að fá greitt úr
honum sem hefðu í rauninni borgað
í sjóðinn af vinnulaunum sínum.
Gömul aðferð
Frá því að sjóðurinn varð til fyrir
nærri 40 árum hefur aldrei reynt á
Kjallaríim
• Svavar Gestsson
þingmaður Reykvíkinga
„Það eiga allir, sem eru atvinnulausir
og eru að leita sér að vinnu, að fá rétt
á atvinnuleysisbótum. Réttur til at-
vinnuleysisbóta á að vera almennur
réttur en ekki takmarkaður við stéttar-
félagsaðild.“
hann að neinu marki fyrr en nú
síðustu misserin; ástandið nú er
miklu verra en á síðustu árum við-
reisnarinnar þegar þúsundir
manna voru atvinnulausar.
Það hefur lengst af verið nær full
samstaða um sjóðinn. Á síöustu
árum hefur aðeins borið á því með-
al atvinnurekenda að þeir vildu
breyta lögunum um sjóðinn þannig
að einyrkjar úr atvinnurekstri
gætu fengið atvinnuleysisbætur.
Það var full andstaða við það sjón-
armið innan verkalýðshreyfingar-
innar. Og auðvitað hlaut ríkis-
stjórnin, sú síðasta eins og allar
aðrar, að standa gegn slíkum breyt-
ingum þar sem ekki var samkomu-
lag um þær með eignaraðilum
sjóðsins.
í þeirri afstöðu ríkisstjómanna
fólst viðurkenning á því að aðilar
vinnumarkaðarins réðu leikregl-
unum og þar með lögunum um
sjóðinri. Þess vegna er það ósann-
gjamt, að ekki sé meira sagt, þegar
Jón H. Magnússon, sem vinnur hjá
VSÍ, gagnrýnir stefnu okkar al-
þýðubandalagsmanna - og undir-
ritaðan sérstaklega - í þessu máli.
Hann tekur fyrir grein sem ég
skrifaði um bústjóra og trillusjó-
Greinarhöf. vitnar í kjallaragrein Jóns H. Magnússonar í DV 3. þ.m. -
„Ég vísa gagnrýni Jóns á bug,“ segir Svavar m.a.
Svavar Gestsson skrifaði grein í
DV 23. febrúar undir fyrirsögninni
.Xógin rétt en framkvæmdin
rbng". í greininni gerist þingmaö-
urinn talsmaður tveggja hópa ein-
yrkja. vörubilstjóra og trillusjá
manna. en lætur sér i léttu rúmi
liggja hag annarra einstaklinga í
svipaðri stoöu. Þannig viröist hann
vilja endurreisa þá mismunun sem
óður tiðkaðist gagnvart sjálfstætt
starfandi einstaklingum.
Hver ótti hugmyndina?
Þingmónnum Alþýðubandalags-
ins cr ranglega eignuð hugmyndin
að þvi að einyrkjar i atvinnurekstri
öðlist rétt til bóta. VSt haíði árum
saman gagnrýnt harölega þá lóg-
bundnu mismunun sem ríkt hafði
til réttar til atvinnuleysisbóta. VSÍ
skilyrti stuðning sinn við álagn
Jón H. Magnusson
iögtraaöingur VSÍ
Atvinnuleysisbætur einyrkja
Eiga sumir að haf a
meiri rétt en aðrir?
menn í þetta blað nýlega.
Ég vísa gagnrýni Jóns á bug.
Hann veit að það er ósanngjarnt
að vísa vörubílstjórum og trillu-
körlum á dyr hjá atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Og krafa mín um
réttmæta aðferð við afgreiðslu
mála þessara hópa felur ekki í sér
andstöðu við réttmæta meðferð
annarra hópa.
Flokkspólitísk skósverta
Aðalatriði þessara mála eru
þessi:
Það eiga alhr, sem eru atvinnu-
lausir og eru að leita sér að vinnu,
að fá rétt á atvinnuleysisbótum.
Réttur til atvinnuleysisbóta á að
vera almennur réttur en ekki tak-
markaður við stéttarfélagsaðild.
Þetta grundvallarviðhorf birtist
fyrst í frumvarpi sem við alþýðu-
bandalagsmenn fluttum á síðasta
þingi um réttindi þeirra sem ekki
hafa vinnu. Því frumvarpi var að
nokkru leyti hafnaö en þáverandi
tryggingaráðherra taldi máhð samt
svo gott að hann fuhyrti að því
hefði verið stohð úr tösku ráðherr-
ans!
Því miður var hann ekki tilbúinn
að fahast á breytingathlögur okkar;
þess vegna eru lögin um atvinnu-
leysistryggingasjóð enn í dag
óskapnaður. Það verkefni bíöur
væntanlega nýrrar stjórnar lands-
ins að taka á þeim málum. Það
verður gert.
VSÍ ætti þangað til að nota starfs-
menn sína í að undirbúa þennan
nýja veruleika í stað þess að ráðast
með flokkspólitískri skósvertu á
greinar þeirra manna sem flalla
um þessi mál opinberlega af ein-
dregnum velvilja. Meðferðin á
vörubílstjórum og trihukörlum er
örugglega í andstöðu við anda lag-
anna eins og þau voru samþykkt í
fyrra. Nú reynir á Jóhönnu; mun
hún breyta reglugerðinni um sjóð-
inn eða sækir hún hnuna th VSÍ?
Það er spurningin.
Svavar Gestsson
Bandalag íslenskra sérskólanema
Bandalag íslenskra sérskólanema
(BÍSN) var stofnað 10. nóvember
1979 og verður því 15 ára á þessu
ári. í dag eru fimmtán sérskólar á
framhalds- og háskólastigi innan
vébanda BÍSN með u.þ.b. 3.700 fé-
lagsmenn. Þessir skólar eru: Fisk-
vinnsluskóhnn, Fóstruskóhnn,
Garðyrkjuskóhnn, íþróttakennara-
skólinn, Kennaraháskóhnn, Leik-
listarskóhnn, Myndhsta- og hand-
íðaskólinn, Samvinnuskólinn, Stý-
rimannaskóhnn, Söngskóhnn, Tón-
hstarskóhnn, Tækniskóhnn, Tölvu-
háskóhnn, Vélskóhnn og Þroska-
þjálfaskóhnn. BÍSN starfar sem
sjálfstætt félag, óháð flokkapóhtík.
Sameiginlegir hagsmunir
Hlutverk BISN er aðallega að
standa vörð um sameiginlega hags-
muni sérskólanema, með áherslu á
lánasjóðsmál. Með beinlínutölvu--
tengingu við tölvur LÍN gefst fé-
lagsmönnum sá kostur að nálgast
alla þjónustu við LÍN á einum stað.
BÍSN á fuhtrúa í stjórn Lánasjóðs
íslenskra námsmanna og einnig í
undimefndum sjóðsins. BÍSN legg-
ur mikla áherslu á að vera virkur
aðili innan Samstarfsnefndar
námsmanna, hana skipa fulltrúar
frá Stúdentaráði Háskóla íslands
og Sambandi íslenskra náms-
manna erlendis. Einnig kemur
BÍSN fram gagnvart stjómvöldum
sem talsmaður sérskólanema í
menntamálum. Byggingafélag
námsmanna (BN) er dótturfélag
KjaUaiinn
Stella Sigurgeirsdóttir
nemi í Kennaraháskóia
íslands og starfar í
menningarvikunefnd BÍSN
BÍSN og er ungt félag með stór
markmið. Markmið BN er að
byggja félagslegar leiguíbúðir fyrir
námsmenn. BN festi kaup á hús-
næði í Skipholtinu, þ.e. Hótel Höfða
í janúar á síðasta ári, sem nú er
rekið sem nemendagarður fyrir fé-
laga í BÍSN. Það er fyrsta skrefið í
húsnæðismálum nemenda.
Útgáfustarfsemi
BISN sér um ýmsa útgáfustarf-
semi. Fréttabréf félagsins kemur
út a.m.k. fjórum sinnum á ári. Því
er ætlað að flytja sérskólanemum
fréttir af því sem er að gerast innan
veggja BÍSN. Málpípan, málgagn
félagsins, kemur út einu sinni á
ári. Blaðinu er ætlað að byggjast á
enn breiðari grunni en fréttabréfið
byggist á. Nú á fimmtán ára afmæl-
isári félagsins er ætlunin að gefa
út Ljóða- og smásagnakver sér-
skólanema í tengslum við menn-
ingarviku. Þótt aðalhlutverk BÍSN
sé að huga að hagsmunum nem-
enda í sérskólum hefur félagið
ýmislegt annað á sinni könnu.
Félagsmál
BÍSN sér um félagsstarfsemi í
samráði við aðhdarfélögin. Meðal
þess sem BÍSN stendur fyrir er svo-
köhuð menningarvika. Hún er nú
haldin fjórða árið í röð, veglegri en
undanfarin ár í tilefni afmælisárs-
ins og stendur yfir dagana 12.-20.
mars. Tilgangur menningarvik-
unnar er að vekja athygh á skólum
innan BÍSN og efla samvinnu þeirra
á mihi. Skólamir eru mjög ólíkir
og hver og einn býr við ákveðna
sérstöðu. Þessi sérstaða gerir skól-
ana áhugaverða og spannar menn-
ing þeirra mörg ólík sviö. Á menn-
ingarviku verða fjölbreyttar uppá-
komur sem skólamir annast sjálfir.
Því gefst gott tækifæri að kynnast
því sem skólamir innan BÍSN em
að gera og ættu ahir að finna þar
eitthvaö við sitt hæfi. Meðal þess
sem má finna á dagskrá er kynning-
ardagur sérskólanna, íþróttamót
BÍSN, SALI-kvöld á vegum hsta-
skólanna, fjölskyldudagur, mynd-
hstasýning og margt fleira sem gleð-
ur auga og eyra. Dagskráin verður
aðahega seinnipart dags og á kvöld-
in. Til að ahir eigi jafha möguleika
að mæta á uppákomur verður
ókeypis á alla dagskráhði, nema á
dansleikinn sem haldinn er 18.
mars. Menningarvika BÍSN er öh-
um opin. Hvet ég því aha sem sjá
sér þaö fært að bregða undir sig
betri fætinum og gera sér dagamun
með því að mæta á menningarviku
BÍSN. Stella Sigurgeirsdóttir
„Skólarnir eru mjög ólíkir og hver og
einn býr við ákveðna sérstöðu. Þessi
sérstaða gerir skólana áhugaverða og
spannar menning þeirra mörg ólík
svið.“
Meðog
Handboltaleikur IB V og KR
fyrirluktum dyrum
Fylgja reglum
„Fram-
kvæmda-
stjórnin setur
ekki lög sam-
bandsins, né pj
getur breytt
þeim, og hún
verður sjálf
að háfa í
heiðri sömu OWur B. Schram,
reglur og ,orm- HSlV
mótanefnd
sem hún hefur sett vegna fram-
kvæmda leikja. Samkvæmt lög-
um getur framkvæmdasijórn HSÍ
ekki tekið fram fyrir hendurnar
á mótanefndinni og hefði þurft
að reka nefndina og skipa nýja
og að þvi loknu heföi sú nefnd
þurft að taka máhð fyrir að nýju.
Það er ahs óvíst um það hvort
niðurstaðan hefði orðið önnur. í
dag sifja í mótanefhd þeir ein-
stakhngar sem framkvæmda-
stjóm HSÍ treystir best th aö
framfylgja vinnureglum móta-
nefndar og í brottvikningu þeirra
hefði fahst vantraust á þessa ein-
staklinga.
Það hljóta ahir að sjá að ekki
er hægt að skipta um dómstól ef
mönnum líkar ekki dómsniöur-
staðan. Okkur ber sem fram-
kvæmdastjóm að fara eftir regl-
um HSÍ, hvort sem okkur líkar
betur eða verr í hvert skipti, og
það getur enginn blandað sínum
persónulegu skoðunum í lög og
reglur sem starfa á eftir. Ársþing
HSÍ setur þessi starfsskhyröi og
á síðasta ársþingi var þetta sam-
þykkt. Vestmannaeyingar eiga
fuhtrúa í laganefnd HSI. Þar fer
gamalgróhm handboltaforkólfur
svo hæg ættu að vera heimatökin
ef menn hafa hugmyndir um
breytingar á lögum og reglum. Á
umræddum leik var eftirhtsmað-
ur. Hann gaf sína skýrslu og á
henni veröur að taka mark, ann-
ars er trúnaðarmannakerfi sam-
bandsins brostið."
Til skammar
„Þessi nið-
urstaða er til
háborinnar
skammar fyr-
ir handknatt-
leiksforyst-
una. í fyrsta
lagi gct ég
bent á það að
mótanefnd er Gdmur Gislason,
í dag vanhæf form hamfltd. ÍBV.
til að taka
shkar ákvarðanir þar sera ljóst
er að samkvæmt reglugerð HSÍ
um mótanefnd skal einn fuhtrúi
mótanefndar koma á fram-
kvæmdastjómarfund. í dag er
enginn fuhtrúi úr frarnkvæmda-
stjóm í mótanefnd. Örn Gústafs-
son var í framkvæmdastjórn en
sagðl síg úr henni 24. september,
ef ég man rétt, þannig að enginn
úr frarakvæmdastjóm situr í
mótanefnd í dag og það segir mér
aö sú nefnd sé vanhæf th vinnu.
Nú, í öðru lagi er öh umgjörðin
í kringum þetta mál nánast fár-
ánleg. Þaö er dregin út skýrsla frá
eftírlitsdómara úr leik KA og ÍBV
þar sem hann gefur út aö veist
hafi verið að dómumm og eftir-
Utsmanni. Dómarar leiksins
senda síðan inn skýrslu og bera
til baka þau orð eftiriitsmannsins
að veist hafi veriö að þeim. Mér
íinnst það segja meira en þarf að
segja um þennan eftirlitsmann
og orð hans. Síöan kemur upp
þessi Vikingsleikur. Við viður-
kennum aö vísu að umgjörðin um
leikinn hefði mátt vera betri en
ekkert gerðist eför leikinn sem
gaf tilefhi til slikrar niðurstöðu.
Við höfðum aldrei fengið viðvör-
un.“ -JKS