Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994
Fréttir
Aktu taktu-staður velkist í borgarkerfinu:
Staðsetning endurskoðuð
vegna mótmæla íbúa
- tekið rúmlega eitt ár að finna góðan stað
Borgarráð hefur vísað mótmælum
50 íbúa í Vesturfold og nágrenni
vegna staðsetningar Aktu taktu-
staöar með bensínsölu á athafna-
svæði við Hallsveg til Borgarskipu-
lags og óskaö eftir að Borgarskipulag
kanni nýja staðsetningu bensínsöl-
unnar og hafi samráð við íbúana.
Undanfarið hefur verið unnið að því
að fmna nýjan stað undir greiðasöl-
una og koma tveir staðir við Gylfa-
flöt til greina. íbúamir hafa mót-
mælt staðsetningu á athafnasvæði á
mótum Hallsvegar og Strandvegar
og telja máhð ekki hafa verið kynnt
nógu vel í hverfinu en annar staður
nokkru norðar, á athafnasvæði á
Gylfaflöt við Strandveg, kemur einn-
ig til greina.
Bjami Reynarsson hjá Borgar-
skipulagi segir að máhð sé hjá heil-
brigðiseftirhtinu og fari fljótlega til
skipulagsstjóra ríkisins til kynning-
ar áður en það verði tekið fyrir í
skipulagsnefnd. Biiast megi við að
kahað verði til fundar með íbúunum
fljótlega í næstu viku.
Umsókn Sólrúnar Ámadóttur, eig-
inkonu Gústafs Níelssonar, fyrrver-
andi framkvæmdastjóra þingflokks
Sjálfstæðisflokksins og kosninga-
stjóra Júhusar Hafstein í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins nýlega, um lóð
undir Aktu taktu í Grafarvogi hefur
verið að velkjast í borgarkerfmu í
ríflega eitt ár eftir að mótmæh komu
fram við úthlutun á lóð norðan við
Gagnveg í Húsahverfi í fyrra. Úthlut-
un á þeirri lóð hefur ekki verið dreg-
in til baka.
íbúar í Húsahverfi og félagar í
íþróttafélaginu Ejölni mótmæltu
staðsetningu Aktu taktu-staðarins
við Gagnveg og þótti staðurinn
óheppilegur vegna mikillar umferð-
ar bama og unghnga til og frá
íþróttahúsi í nágrenninu.
Ekki náðist í formælenda þeirra
sem skrifuðu undir mótmælin til
borgarráðs.
-GHS
Nemendur i Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa stofnað umhverfisvemdaridúbb og komið af stað pappirssöfnun i
skólanum. Krakkarnir hafa málað pappakassa með umhverfisvænni málningu og dreift í skólastofur. Þannig ætia
þeir aö fá nemendur og kennara til aö láta allan úrgangspappír i endurvinnslu. DV-mynd ÆMK
Fjölbrautaskóli Suðumesja:
Nemendur saf na pappír
í gám til endurvinnslu
Hópur nemenda úr Fjölbrauta-
skóla Suðumesja hefur stofnað ungl-
iðahreyfingu umhverfisvemdar-
sinna, UHU, og er fyrsta verkefniö
að safna pappír úr skólanum og
koma í endurvinnslu. Nemendumir
hafa málað pappakassa með um-
hverfisvænni málningu og dreift í
ahar skólastofur auk þess sem þeir
hafa leitað til skólastjóra Holtaskóla
í Keflavík um að taka þátt í verkefn-
inu og hrinda af stað svipaðri söfnun.
Guðrún Eva Pálsdóttir, forsprakki
söfnunarinnar, segir að fjögur tonn
af pappír falli til í skólanum á hverri
önn. Nemendumir vilji safna þess-
um pappír í gám og koma honum í
endurvinnslu hjá Sorpu í Reykjavík
auk þess sem þeir vilji fá stórmark-
aði og mötuneyti til að hætta að nota
frauðplast og einnota umbúðir.
Pappírssöfnunin í Fjölbrautaskóla
Suðumesja stendur í þrjá mánuði og
greiðir skóhnn leigu á gámnum í
þann tíma. Að þremur mánuðum
hðnum kemur í ljós hvert framhaldið
verður. -GHS
Borgarskipujag leggur til
aö söluskálínn rísi á
öörum hvortim staönum
en íbúarnir hafa hafnaö
neöri valkostinum.
3
<U
B>
. =>
(3
B
Grafarvogur
B
■g
Hætt var viö staösetningu
söluskála og bensín-
stöövar á þessum
staö viö Hallsveg vegna
umferöar barna og
unglinga aö íþrótta-
miöstöö í nágrenninu.
£
í Grafarvoginum
Óþarflega strangir öryggisstaðlar í gildi:
Hægt að selja miklu
ódýrari þráðlausa síma
- segir Guðmundur Ólafsson
Guðmundur Ólafsson, yfirmaður
fjarskiptaeftirlitsins, giskar á að hér
á landi séu um 15 þúsund þráðlausir
símar ólöglega í notkun. Strangar
reglur gilda um hvaöa þráðlausir
símar eru löglegir hér á landi og í
öðrum Evrópulöndum. Segir Guð-
mundur að hundruð þúsunda sams
konar síma séu í notkun í Evrópu.
Löglegu símamir eru á 900 mega-
riöum og segir Guömundur þá marg-
falt dýrari en aðra. Segir hann það
söguleg mistök að aðeins þessir sím-
ar séu leyfðir hér á landi sem megi
rekja til samþykktar um Evrópu-
staðal sem hér sé fylgt. „Tæknikröf-
umar em svo stífar að það er ekki
hægt að framleiöa þá ódýrar og þeir
era nokkrum sinnum dýrari en þeir
ódýrastu.
Fyrst eftir að ég kom hingað fannst
mér þetta hið versta mál. Þá var ég
með svona tilburði innra með mér
að við ættum að gera eitthvað svipað
og Hohendingar gerðu seinna, að
opna fyrir sölu á einhverri tegund
núverandi ólöglegra þráðlausra
síma. Það hefur ekki orðið úr því.
Ég verð ekki fyrir neinum þrýstingi
að gera það. Þaö er ekkert því til fyr-
irstöðu hins vegar út frá tæknilegu
og öryggissjónarmiði að gera þetta.
Ég mundi samt ekki vera talsmaður
þess að opna fyrir þetta alveg og leyfa
ahar gerðir sem era á markaðnum.
Hins vegar fyndist mér freistandi að
gera það sem Hohendingar gerðu og
taka upp þeirra staðal. Það mundi
opna fyrir þaö að hægt væri að selja
hér þráðlausa síma á skaplegu
verði,“ segir Guðmundur. Hohend-
ingar námu úr ghdi þá öryggisstaðla
sem almennt era í ghdi um fram-
leiðslu og sölu þráðlausra síma. Þar
í landi er þannig hægt að kaupa og
nota á löglegan máta þráðlausa síma
sem era um 40 megariö og miklu
ódýrari en hér tíðkast. „Þetta era
fyrstu merkin um að menn séu að
bijótast út úr þessu. Þeir gerðu þetta
hins vegar í mikihi óþökk félaga
sinna í Evrópusambandinu. Danir
kærðu þá th dæmis formlega og töfðu
þannig markaössetningu á þessum
símum en hindruðu hana ekki,“ seg-
ir Guðmundur.
Þegar upp kemst að aðilar eru með
þessa ólöglegu síma era viðbrögðin
yfirleitt á þann veg að mönnum er
boðið að skila símunum inn til fjar-
skiptaeftirhtsins þar sem þeir era
eyðhagðir. Ef menn hins vegar fah-
ast ekki á það htur máhð öðru vísi
út, enda telst notkun ólöglegu sím-
anna brot á fjarskiptalögum.
-pp
Samgönguráöuneytiö:
Alfreð Þorsteinsson:
Borgarsögulegt menningarslys
Alfreð Þorsteinsson, varaborgar- fyrsta sérhannaða fundarsal borgar- rúnar Ágústsdóttur segir að umhverf-
fuhtrúi Framsóknarflokksins, telur sfjómar sé að ræða, verði ekki gripið ismálaráö hafi fallist á breytingamar
að breytingar á gamla fundarsal í taumana og hætt við fyrirhugaðar þar sem ekki sé um varanlegar breyt-
borgarstjómar í húsnæði borgarinn- breytingar. Þetta kemur fram í bók- ingar á gamla borgarstjómarsalnum
ar að Skúlatúni 2 verði borgarsögu- un á borgarráðsfundi á þriðjudag. að ræða og megi færa hann til fyrra
legt menningarslys, þar sem um í bókun Katrínar Fjeldsted og Guð- horfsmeðlítillifyrirhöfh. -GHS
Munum athuga málið
„Ef nágrannaþjóðir okkar hafa
minnkað öryggisstaöla hvað varðar
þráðlausa síma þá sé ég ekkert því
til fyrirstöðu að við tökum slíkt th
gagngerrar athugunar," segir Ragn-
hhdur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í
samgönguráðimeytinu.
Hún segir að hún muni leita ráða
meðal annars til Guðmundar þegar
htið verði á þessi mál en ákvörðun
verði að bíða betri tíma.
Ragnhhdur segir jafnframt að ekk-
ert sé sem réttlæti notkun ólöglegu
símanna og það sé í athugun hvemig
hægt sé að bregöast við því.
-pp