Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 Terry Venables stjórnaöi enska landsliöinu í fyrsta skipti í gærkvöldi en þá sigruðu Englendingar Evrópumeistara Dana meö marki Davids Platts. Simamynd Reuter Venables byrjar vel David Platt, fyrirliði enska landsliðsins í knattspymu, tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Dönum í vináttulandsleik á Wembley í gær. Sigur- mark Platt kom á 16. mínútu leiksins en þetta var fyrsti leikur landsliðs- ins undir stjórn Terry Venables. Englendingar voru betri aðilinn í leikn- um og hefðu getað unnið stærri sigur en Peter Scmeichel, markvörður Dana, bjargaði sínum mönnum frá stærra tapi með frábærri markvörslu. • í Cardiff í Wales töpuðu heimamenn fyrir Norðmönnum, 1-3. Jostein Flo, Erik Mykland og Jahn-Ivar Jakobsen komu Norðmönnum í 0-3 en Chris Coleman lagaði stöðuna fyrir Wales á lokamí'nútunni. • í Búdapest töpuöu Ungverjar fyrir Svisslendingum, 1-2, en bæði þessi lið eru með íslendingum í riðli í undankeppni EM. Ciriaco Sforza og Subiat Nester gerðu mörkin fyrir Sviss en Dens Eszenyi mark Ungveija. • Real Zaragoza tryggði sér þátttökurétt í úrslitum spánsku bikarkeppn- innar þegar hðið sigraði Real Betis, 3-1. • Werder Bremen komst í úrsht þýsku bikarkeppninnar þegar hðið sigr- aði Dynamo Dresden, 0-2. Rufer og Neubarth skoruðu mörkin. -GH Iþróttir „Get ekki annað en verið ánægður - FH tapaði naumlega gegn Öster, 2-1 U Atfi Einarsson skoraði i slnum fyrsta lelk með FH gegn öster I gærkvöldi. FH-ingar veittu sænska liðinu Oster harða keppni á alþjóðlegu knatt- spymumóti á Kýpur 1 gær. Öster sigraði, 2-1, eftir að FH hafði haft for- ystu aht fram í miðjan síðari hálfleik. Það var hinn nýi leikmaöur í FH-hðinu Ath Einarsson sem kom Hafnar- fjarðarliðinu yfir í byrjun leiks en Öster jafnaði metin um miðjan síðari hálfleik og skoraöi svo sigurmarkið skömmu síðar. „Ég get ekki veriö annað en ánægður meö leik strákanna. Þeir léku mjög skynsamlega. Leikmenn Öster voru meira með boltann og voru í heildina séð betri aðilínn en við áttum mjög góöa spretti,“ sagði Hörður Hilmarsson, þjálfari FH, við DV í gærkvöldi. í sama riðli áttust við sænska liðið Degerfors og Viking Stavanger frá Noregi og gerðu liðin 1-1 jafntefh. Á morgun mæta Skagamenn Hacken en FH leikur á fóstudag gegn Degerfors. -GH Létt hjá Framstúlkum gegn Val að Hlíðarenda - og KR vann Fylki á elleftu stundu Joe Kline (til hægri), hæsti leikmaður Phoenix, stöðvar Rex Chapman, fram- herja Washington, í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Símamynd/Reuter Fram vann öruggan og léttan sigur á Val, 15-23, að Hlíðarenda í 1. dehd kvenna í handknattleik í gærkvöldi. Staðan í leikhléi var 7-13, Fram í vh. Framhðið átti góðan leik að þessu sinni. Kolbrún Jóhannsdóttir í mark- inu stóð vel fyrir sínu og Díana Guð- jónsdóttir lék einnig mjög vel. Hjá Val réð meðalmennskan ríkjum og engin stóð upp úr. Mörk Vals: Gerður 4, Ragnheiður 3, Sonja 2, Sigurbjörg 2, Kristín 1, Kristjana 1, Berghnd 1, Hanna Katrín 1. Mörk Fram: Díana 8, Selka 5, Guðr- íöur 3, Ósk 2, Hafdís 2, Þórunn 2, Kristín 1. • Arna Steinsen tryggði KR 24-25 sigur gegn Fylki í Austurbergi í gær- kvöldi með marki úr vítakasti 10 sek- úndum fyrir leikslok. Staðan í leik- hléi var 11-14, KR í vh. Með þessum ósigri missti Fylkir endanlega af lest- inni inn í úrshtakeppnina og er liöið komið í sumarfrí. Mörk Fylkis: Ágústa 7, Eva 6, Rut 5, Anna G. 2, Anna E. 2, Súsanna 2. Mörk KR: Anna 7, Sigríður 7, Sigur- borg 3, Nellý 2, Laufey 2, Snjólaug 2, Selma 1, Guðrún 1. -BL Eric Cantona: Wilkinson hrakti mig frá Leeds Eric Cantona, franski knatt- spyrnumaðurinn hjá Manchester United, fer höröum orðum um Howard Whkinson, fram- kvæmdastjóra Leeds, i bók sem kom á markað í Englandi í morg- un. Hann segir aö Wilkinson hafí hrakið sig frá félaginu en Can- tona yhrgaf Leeds eftir aðeins níu mánaða dvöl, þrátt fyrir að hafa orðið enskur meistari með félag- inu og skorað 11 mörk í 20 leikj- um. „Það var augljóst að Whkinson vildi losna við mig. Ég var orðinn vinsæll hjá stuðningsmönnum Leeds, og það þoldi hann ekki. Það var líka erfitt að skhja hvað Wilkinson var að fara. Eina stundina sagði hann að ég stæði í mikilh þakkarskuld við sig og ég væri bara Frakki sem gæti ekki fótað sig einn í ensku dehd- inni, og næsta dag sagði hann að liðið væri ekkert án mín og ég væri mikhvægasti hlekkurinn,“ segir Cantona meðal annars í bókinni. -VS Harding kemst tilTokyo Tonya Harding getur keppt á heimsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum í Tokyo, i kjölfar þess að dómari í Portland bannaði bandariska listskautasamband- inu í nótt að rannsaka sérstak- lega þátt hennar i árásinni á Nancy Kerrigan. Yfirheyrslur hjá sambandinu áttu að fara fram í dag en það gæti bannað Harding alfarið að keppa á opinbenun mótum. -VS NB A-delldln í körfuknattleik í nótt: New York sterkara í toppslag - vann góðan útisigur í Atlanta New York komst á hælana á Atl- anta við topp austurdehdar NBA- dehdarinnar í nótt með góöum úti- sigri í leik hðanna, 83-90. Atlanta er þó áfram efst með eins leiks forystu á New York. Atlanta var yfir lengst af og hafði sex stiga forystu í upphafi síðasta leikhluta en New York náði undir- tökunum með góðum kafla og tryggði sér sigurinn. Patrick Ewing skoraði 25 stig fyrir New York, þar af níu undir lokin. Kevin Wilhs skoraði 31 stig fyrir Atlanta og tók 11 fráköst. Ursht í NBA-dehdinni í nótt: Atlanta-NewYork........... 83-90 Detroit - New Jersey......114-97 Miami - Denver............102-80 Philadelphia - Orlando....101-117 Washington - Phoenix......106-142 Minnesota - Sacramento.... 96-104 Milwaukee - Indiana.......94-105 Portland - Utah...........122-99 Phoenix skoraði 81 stig í fyrri hálf- leiknum í Washington og hafði mikla yfirburði gegn heimahðinu. Cedric Ceballos skoraði 25 stig í fyrri hálf- leik og 36 alls, Charles Barkley skor- aði 24 og Dan Majerle 20 fyrir Phoen- ix. Reggie Miher var í aðalhlutverki hjá Indiana sem vann sinn 15. sigur í 18 leikjum. Miller skoraði 22 stig og Antonio Davis 16 en Vin Baker skoraði 21 stig fyrir Milwaukee. Miami vann sinn 10. sigur í 12 leikj- um. Glen Rice skoraði 26 stig og Rony Seikaly 22 fyrir Miami en Rodney Rogers skoraði 14 stig fyrir Denver. Dumars skoraði 44 Joe Dumars skoraði hvorki meira né minna en 44 stig fyrir Detroit þeg- ar liðið vann langþráðan sigur á New Jersey og Terry Mills bætti við 30. Detroit hafði tapað síðustu sjö leikj- um sínum. Johnny Newman skoraði 24 stig fyrir New Jersey_og Derrick Coleman 20. Mitch Richmond skoraði 35 stig fyrir Sacramento en Doug West og Chuck Person gerðu 28 stig hvor fyr- ir Minnesota. Shaq á toppinn Shaqihhe O’Neal tók forystuna í ein- víginu við David Robinson um stiga- kóngstith dehdarinnar með því að skora 40 stig fyrir Orlando gegn Philadelphia og hann tók jafnframt 14 fráköst. Anfernee Hardaway skor- aði 28 fyrir Orlando en Jeff Malone skoraði 20 stig og Dana Barros 17 fyrir Phhadelphia sem tapaði sínum 14. leik í röð. Tíu leikja sigurganga Utah endaði í Portland en þar skoruöu Rod Strickland og Terry Porter 20 stig hvor fyrir heimaliðið. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.