Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994
Fréttir
Kristín Ingvadóttir sem varð fyrir árás dæmds líkamsárásar- og kynferðisbrotamanns:
Þolendur látnir borga en
f angar f á ókeypis hjálp
- brotamönnum sleppt, fá tækifæri til að ógna og sleppa við greiðslu bóta
„Þaö er oftast horft fram hjá
þolendum nauögana eða alvarlegra
líkcunsárása á meöan árásarmenn-
irnir fá aöstoð. Það er út í hött gagn-
vart öryggistilfinningum þolanda í
slíkum málum þegar árásarmenn
viðurkenna afbrot sín viö yfir-
heyrslu og er sleppt strax á eftir. Það
var hræðileg tilfinning í mínu máli
þegar ég gekk út úr yfirheyrslu hjá
RLR vitandi að árásarmaðurinn
gekk út sem frjáls maöur klukkutíma
áður. Það er ekki bætandi á vanlíðan
kvenna stuttu eftir svona atburði að
eiga á hættu að hitta viðkomandi
árásarmann á næsta götuhomi. Það
kom líka á daginn að þessi maður
ásótti mig oftar en einu sinni áður
en hann var dæmdur," sagði Kristín
Ingvadóttir sem varð fyrir alvarlegri
líkamsárás afbrotamanns sem ný-
lega var dæmdur í 12 ára fangelsi
fyrir tvær nauöganir, líkamsárás,
rán og fleira. Kristín varð fyrir þess-
ari lífsreynslu í maí árið 1992.
Árásin varð með þeim hætti aö
árásarmaðurinn var með hnif og
keyrði Kristínu niður í rúm, tók hana
kverkataki og hélt fyrir vit hennar.
Hún hlaut áverka á hálsi og æðar
sprungu í andliti. „Ég var sekúndu-
broti frá þvi að vera ekki hér í dag,“
sagði Kristín.
Kristín og fjölskylda hennar telja
að reglugerðir og lög í dóms- og lög-
gæslukerfinu taki nær ekkert mið
af þeim erfiðleikum sem fómarlömb
nauðgana og líkamsárása þurfa að
ganga í gegnum - afbrotamönnum
sé sleppt út eftir að þeir játa, fái
þannig tækifæri til að ógna fóm-
arlömbunum strax aftur og fái síðan
ókeypis félagslega hjálp í fangelsum
sem þolendumir fá alls ekki - sér-
staklega í ljósi þess að dæmdar
Sárin gróa og marblettir fara en það sem mest situr i manni er ofsahræðsla og sorg,“ segir Kristín sem varð
fyrir alvarlegri líkamsárás í maí 1992. DV-myndGVA
miskabætur fást sjaldan greiddar af
hálfu árásarmannanna - kerfið
þrýsti ekkert á slíkt.
„Það er áríðandi að ríkið annist
greiðslur á þessum bótum og það er
ekki hægt að horfa fram hjá þeim
kröfum sem konum hafa verið
dæmdar og em í gildi,“ sagði Kristín.
„Okkur em dæmdar miskabætur
sem við eigum að geta notað til að
koma okkur á réttan kjöl aftur. Síöan
á maður að banka upp á með sinn
pappír hjá viðkomandi afbrotamanni
og rukka hann. Þessir menn em oft-
ast eignalausir þannig að maður er
með ónýtan pappír í hendinni.
Afbrotamaðurinn fær síðan sína
sálfræði- og félagslegu þjónustu
ókeypis - sálfræðiþjónustu sem kost-
ar aðra 4-5 þúsund krónur á tímann.
Það er jákvætt að brotamenn fái að-
stoð en það verðum við að fá líka.
Konumar sitja eftir og eiga erfitt með
að lifa með þeim hlutum sem hafa
gerst," sagði Kristín.
Þegar maðurinn sem réðst á Krist-
ínu strauk frá Litla-Hrauni síðastlið-
ið sumar leitaði Kristín eftir aðstoð
lögreglu við að fá vemd á meðan
hans var leitað - því var hafnað en
Kristínu ráðlagt að halda sig ekki á
heimili sínu.
„Eftir að ég lenti í þessu fékk ég
hjálp hjá Stígamótakonum. Sárin
gróa og marblettir fara en það sem
mest situr í manni er ofsahræðsla
og sorg. Tíminn líður og allt batnar
en hlutir í lífinu minna mann á erfið-
leikana og maður vonast eftir að
lengra líði á milli erfiðu tímabilanna.
En það er áríðandi að konur læri
hvað hægt er að gera til að koma í
veg fyrir að vera nauðgað,“ sagði
Kristín Ingvadóttir.
-Ótt
í dag mælir Dagfari
-----—-----—---r-—--------------
Guðsmennirnir slást
Snemma beygist krókurinn segir
máltækið. Þaö hefur sannast á guð-
fræðinemum í Háskólanum. Þeir
héldu nýlega árshátíö í guðfræði-
deildinni, stúdentamir, sem eru aö
búa sig undir þjónustu við trúna
og kirkjuna og hina guðlegu hand-
leiðslu. Þar gengu menn rösklega
til verks og skemmtu bæði skratt-
anum og sjálfum sér. Var gerður
góður rómur að þessari skemmtan
og verðandi guðfræðingar létu ekki
deigan síga og raunar varð ekkert
lát á fagnaðinum fyrr en slagsmál-
in komust á það stig að menn gengu
beinbrotnir af vígvellinum.
Leikurinn var þá fyrst stöðvaður
þegar stúlka fótbrotnaði á dans-
gólfinu og einn kennarinn var sleg-
inn af guðfræðinema og gera þurfti
aö meiðslum hans á slysavarðstof-
unni. Ekki segir hvort tengsl séu á
milli fótbrotsins á dansgólfinu og
kjaftshöggs nemandans en það er
mál manna að allur hafi þessi slag-
ur hert verðandi presta og guðs-
menn í trú sinni og námi og muni
skila betri klerkum út í hinn harða
heim, þegar þar að kemur.
Sannleikurinn er auðvitað sá að
prestar verða að gera meira heldur
en að leggjast á bæn og treysta á
guð sinn og kirkju. Prestar þurfa
að takast á við margvísleg vanda-
mál þegar þeir þurfa að hafa af-
skipti af sóknarbömum sínum og
skjólstæðingmn. Þá er ekki verra
að hafa undirbúið sig vel í guð-
fræðideildinni með áflogum og
uppákomum, eins og þeirri sem
átti sér stað á árshátíðinni.
Þetta kemur og fram í viðtali við
forseta deildarinnar sem telur fót-
brot stúlkunnar og ryskingamar á
eftir vera minni háttar mál enda
hafi þar átt hlut að máli mikill fyr-
irmyndarnemandi og dagfarsprúö-
ur.
Þetta er ekki stórmál segir forset-
inn og telur augsjáanlega að þetta
hafi helst verið likamsæfing eða
nauðsynlegur undirbúningur fyrir
guðfraeðinga sem seinna meir
þurfa að takast á við guðsbömin í
lífsins ólgusjó.
Hvað er þá eitt kjaftshögg á milli
vina? Og hvað er eitt fótbrot í
kröppum dansi? Maður veit aldrei
nema klerkar þurfi að gefa á kjaft-
inn og fá á kjaftinn í viðureignum
sínum við trúlitla guöleysingja
þegar þeir taka ekki mark á predik-
unum eða bænahöldum. Ef ekki
trúfrelsið þá hnefarétturinn. Hvaö
segir ekki í Biblíunni? Auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn.
Fyrir öllu þessu þarf guðfræði-
deildin á sjá og það sem Biblían
kennir þarf að prófa í framkvæmd
og af eigin raun. Það er enginn
maður með mönnmn né heldur
prestur með prestum sem ekki
kann að taka á móti og bijóta mann
og annan þegar hendur em látnar
skipta. Þar að auki er fyrirgefning-
in nærtæk og auðsótt mál í sjálfri
guðfræðideildinni. Þar geta þeir
lamið menn og fótbrotið fólk í
þeirri öraggu vissu að slíkar lim-
lestingar hafi ekki alvarlegar af-
leiðingar í for með sér. Það eina
sem guðfræðistúdentamir þurfa að
gera er að leggjast á bæn og biðja
guð sinn og fómarlamb um fyrir-
gefningu. Sá sem ekki fyrirgefúr
syndir og misgjörðir annarra á lítið
erindi í guðfræðideild. Þess vegna
er rétt aö láta strax á það reyna í
deildinni og í náminu hvort verð-
andi prestar og guðsmenn hafi þá
kristnu auðmýkt aö taka fótbrotum
með jafnaðargeði.
Ef kennarar geta ekki tekið
kjaftshöggum eins og kristnum
karlmönnum sæmir eiga þeir ekki
að vera að þvælast á dansleiki hjá
nemendum sínum. Þeir eiga ekki
að halda því fram að það sé alvar-
legur hlutur þó maður slái mann.
Þeir eiga að skilja að þetta er liður
í náminu, þetta er undirbúningur
fyrir sjálf prestsstörfm í hinum
grimma heimi.
Enda gerir deildin ekki mikið
með þetta og forseti guðfræðideild-
arinnar segir það drykkjuraus þeg-
ar einhver er að halda því fram að
hér hafi verið á ferðinni líkams-
árás. „Þaö var ekkert tilefni að
árásinni," segir forsetmn í viðtali
viðDV.
Þetta er rétt og sannkristiö við-
horf. Ef ekkert tilefni er til árásar
þá er árás ekkert annað en
drykkjuraus og er bara svona
ósköp venjuleg árás sem þeir gera
ekkert með í guðfræðideildinni.
Og húllum hæ á árshátíð og ekk-
ert mál. Bara guðfræðingar að
slást! Og hvað með það?
Dagfari