Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Landnemarnir fari Eftir Qöldamorðin í Hebron hafa SS-sveitir ísraelshers drepið rúmlega tuttugu manns til viðbótar á hemumdu svaeðunum í Palestínu. Enn hefur herraþjóðin þrengt að Palestmumönnum með útgöngubanni, fleiri handtökum án dóms og laga og auknum dólgshætti SS-sveitanna. Á sama tíma er ekkert gert til að hafa hendur í hári vopnaðra ofsatrúarmanna í hópi ísraelskra landnema á hemumdu svæðunum. Eins og höldamorðinginn Gold- stein bera þeir hríðskotabyssur, sem þeir hafa fengið frá hemum. Þeir umgangast Palestínumenn eins og hunda. 10.000 Palestínumenn sitja í fangelsi fyrir lögmætt andóf gegn brotum ísraels á undirrituðum alþjóðareglum um meðferð fólks á hemumdum svæðum. Dag eftir dag fréttist af nýjum mannréttindabrotum herraþjóðar, sem er að krumpast á sama hátt og Þýzkaland Hitlers. Hrunið er norska samkomulagið um friðarferil í Pal- estínu, enda var það byggt á sandi. ísraelsstjóm sam- þykkti það til að vinna tíma, en ekki til að láta það ná fram að ganga í raun. Og Arafat samþykkti það til að reyna að ná frumkvæði, sem hann hafði glatað. Flokkur Arafats nýtur ekki lengur stuðnings Palest- ínumanna. Þvergirðingsháttur ísraels í framhaldi friðar- viðræðnanna hefur kippt fótunum undan viðsemjanda þeirra. Palestínumenn styðja nú Hamas og aðra flokka, sem em róttækari en útlagaflokkur Arafats. Þetta er eðlileg þróun. Framkoma ísraels, einkum landnema og SS-sveita hersins, á hemumdu svæðunum ár eftir ár eftir ár leiðir smám saman til þess, að kúgað- ir og smáðir Palestínumenn hætta að styðja miðjuflokk og gerast róttækari í skoðunum sínum á ástandinu. Fjöldamorðin í Hebron sýna líka, að röng var aðferða- fræðin í fyrstu skrefum friðarviðræðnanna. Það em ísra- elsku landnemamir á hemumdu svæðunum, sem em krabbameinið. Þeir framkalla meirihlutann af vandræð- unum, sem gera friðarviðræðumar svo erfiðar. Ástandið í Hebron er dæmigert. Þar búa 70.000 óvopn- aðir Palestínumenn og 400 vopnaðir landnemar, sem ögra meirihlutanum með stuðningi SS-sveita ísraelshers. Þetta er tímasprengja, sem stjóm ísraels hefur búið til með því að leyfa landnám á hemumdum svæðum. Stærstu ábyrgðina ber Bandarikjastjóm, sem hefur stutt ísrael peningalega, pólitískt og hemaðarlega þrátt fyrir landnám, mannréttindabrot og stríðsréttindabrot. Ef Bandaríkin hefðu skilyrt stuðninginn, hefði ísrael ekki krumpazt eins mikið og dæmin sanna dag eftir dag. Ekki er lengur hægt að búast við friði í Palestínu nema landnemamir og SS-sveitir ísraelshers fari þaðan. Það er þáttur af fyrsta skrefinu í átt til friðar, ef það verður stigið. Fortíðarinnar vegna ber Bandaríkjastjóm ábyrgð á, að svo skuli verða. Hún fiármagnaði krabbameinið. Allt þetta hefði átt að vera mönnum ljóst, þegar þeir dönsuðu af gleði yfir norska samkomulaginu um friðar- feril í Palestínu. Menn létu óskhyggjuna ráða, þótt ljóst mætti vera, að samkomulagið tók ekki á staðreyndum um orsök vandans og var því dæmt til að mistakast. Nú er hins vegar kominn tími til að opna augun. Bandaríkjastjóm neyðist á endanum til að axla sína þungu ábyrgð og hætta öllum stuðningi, fiárhagslegum, pólitískum og hemaðarlegum, við skjólstæðing, sem hef- ur breytzt úr undrabami í alþjóðlegt vandræðamál. Bandaríkin verða á eigin kostnað að ganga í milli og sjá um, að ísraelar geti búið og ráðið í sínu landi og Palestínumenn búið og ráðið í sínu landi. í friði. Jónas Krisfiánsson „Spá mín er sú að þorskkvótinn verði skorinn enn meira í næstu ráðgjöf," segir Jón i greininni. Óbreyttar f orsend- ur í reiknilíkönum Nú er komið að því að aflaheim- ildir í þorski eru að verða upp urn- ar, þorskveiðar munu stöðvast að mestu næstu vikur. Nokkuð auð- velt hefur verið að viðhalda trú fólks á nauðsyn niðurskurðar und- anfarin ár vegna þess að skipum gekk ekki sem skyldi að ná í leyfi- legan afla. Það átti að vera til marks um að htið væri um fisk. Hafa ber þó í huga að ekkert grín er að stunda sjó í núverandi kerfi. Forstokkað kerfi Búið er að innprenta fólki ofsa- hræðslu við að veiða fisk sem ekki er tveggja handa, það má ekki éta útsæðið, segja menn, og vegna hræðslu viö svokallað smáfiska- dráp er stöðugt verið að loka veiði- svæðum og hrekja skipin frá einum stað til annars. Þá eru reglur rnn veiðarfæri þannig að smár fiskur er torveidd- ur nema á línu. Þótt ótrúlegt sé hefur verið lokað jafn miskunnar- laust á línubáta sem aðra. Þá hafa menn fengið þá flugu í höfuðið að þorskurinn sé að verða ófær um að viðhalda sjálfum sér svo gripið hefur verið til enn aukinnar frið- unar á hrygningarfiski, öllum veið- um hætt í hálfan mánuð meðan þorskurinn er að „gera það“. Nú bregöur hins vegar svo við að þorskur veiðist um allan sjó. Sjómenn hafa ekki staðið upp úr veiöinni og því er nú svo komið að kvótinn er næstum upp urinn. Því krefjast menn meiri kvóta. En þá kemur babb í bátinn: kerf- ið er svo forstokkað að ekkert má gera og því borið við að forsendur hafi ekkert breyst! Þ.e. að fiski- fræðingar á Hafró hafi enn ekki rifið sig upp frá skrifborðinu til þess að gá hvort ekki væri farið að birta til. Kjállarinn Jón Kristjánsson fiskifræðingur Að gá að fiskafjöld Nei, þaö á eftir að fara á sjó, toga svohtið og gá að því hvort fjöldi fiska í sjó hafi breyst. Það á eftir að hringja á nokkra staði til að fá aflafréttir, vinna úr togaraskýrsl- um um afla á sóknareiningu, fá upplýsingar um aldursdreifingu í afla, sjá hvemig aflinn verður á vetrarvertíðinni, safna sýnum úr hrygningarfiski til þess að sjá hvemig aldursdreifingin htur út, og hvort Grænlandsfiskur sé á ferðinni. Svo þarf aö slá gögnin inn í tölvumar, sjá hvað þá kemur út, svo til útlanda th þess aö sjá hvað kohegum þar finnst um niðurstöð- umar og loks: Halda blaöamanna- fund til þess að tílkynna að þorsk- stofninn sé minni en gert hafi verið ráð fyrir og að þaö þurfi því miður að skera niður aflann tU þess aö byggja upp stofninn. Hræðsla stjórnvalda Sagt verður að forsendur hafi eig- inlega ekkert breyst. Hafrómenn staðhæfðu reyndar á fundi í Há- skólanum nýverið að þeir vissu hve mikið af þorski væri í sjónum. Skyldu þeir annars nokkum tíma sjá sólina; vera of niðursokknir í útreikninga tU aö taka eftir góðær- inu? í alvöm talað: Hræðsla ráðgjafa stómvalda við að veiöa fisk stappar nærri brjálsemi. Þeir halda aö hvert tonn af veiddum fiski minnki stofninn tilsvarandi. Ráðamenn treysta þeim blint og trúa hræðsluáróðrinum og hmnkenn- ingunum. Spá mín er sú að þorskkvótinn verði skorinn enn meira í næstu ráðgjöf. Röksemdin er að sóknar- þunginn virðist enn hafa vaxið og þar sem aflinn, sem gengur inn í útreikninga á stofnstærð, hefur minnkað mun stofninn reiknast minni en í fyrra. Sjáum hvað gerist! Jón Kristjánsson „Röskemdin er að sóknarþunginn virð- ist enn hafa vaxið og þar sem aflinn, sem gengur inn í útreikninga á stofn- stærð, hefur minnkað mun stofninn reiknast minni en í fyrra.“ Skoðardr annarra Rót á Evrópuumræðuna „Samningar Norðurlandaþjóðanna við Evrópu- bandalagið virðist hafa komiö nokkru róti á Evrópu- umræðuna hér á landi... Ríkisstjómin hefur nú beðið um úttekt frá Háskóla íslands um kosti og gaUa aðUdar að Evrópubandalaginu. Það virðist eitt reka sig á annars horn í þessum málflutningi og erfitt er fyrir almenning í landinu aö fylgjast með í þessum frumskógi... Sannleikurinn er sá að ekkert hefur komið upp í þessu máh sem ekki mátti sjá fyrir þegar EES-samningurinn var samþykktur." Úr forystugrein Tímans 8. mars. Bendir til betri tíma „Spá Þjóðhagsstofnunar um 2,5% hagvöxt í þjóð- arbúskapnum á ánmum 1995 tU 1998 bendir tU betri tíma hér á landi, ef við höldum vöku okkar og líkleg framvinda í umheiminum og í lífríki sjávar gengur eftir. I þeim efnum vegur og þungt sá árangur sem náðst hefur í viöureigninni við verðbólgu, viðskipta- haha og hátt vaxtastig. Hann auðveldar okkur róður- inn upp úr öldudalnum þegar uppsveiflan í umheim- inum og styrking þorskstofnsins fara að segja tU sín.“ Úr forystugrein Mbl. 8. mars. Hef ðbundin tengsl „Þó svo að Norðurlöndin séu öU á hraðleið inn í Evrópusambandið nema fsland, er ekki ástæða tU að ætla aö sú staöreynd breyti framtíð norræns sam- starfs. Hin gamalgrónu og hefðbundnu tengsl miUi Norðurlandanna á sviði menningar, sögu, og vís- inda, munu áfram mynda brú milli norrænna þjóða. Vera má aö einhver svið í starfi Norðurlandaráðs muni breytast eða færast undir stærri heUd sem Evrópusamstarfið er, en sameiginlegir hagsmunir Norðurlanda verða hins vegar aUtaf tíl staðar inn- byrðis." ÚrAlþ.bl. 9. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.