Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 Menning Ólíkar skoðanir arkitekta um staðsetningu nýbyggingar Hæstaréttar: Einn talar um þrengsli, annar um stærðar torg Fyrstu verðlaun í samkeppni um nýtt hús fyrir Hæstarétt féllu í hlut Stúdíós Granda, ráðhúsarkitektanna Margrétar Harðardóttur og Steve Christer. Um er að ræða 2600 fermetra hús. Einfalt, skrautlaust, koparklætt hús úr tilhöggnu og söguðu grágrýti. Það liggur alveg upp að Lindargötu og breikkar til vesturs. Dómnefndin var einhuga um að veita þessu húsi fyrstu verðlaun. Tölvumynd OZ Töluverður styr hefur staðiö um staðsetningu byggingar Hæstaréttar íslands sem til stendur að reisa þar sem nú er bílastæði milli Safnahúss ins og Amarhváls, nánar tiltekið að Lindargötu 2. Hér verður ekki farið ofan í kjölinn á almennri umræðu um húsið, þar sem efnahagsleg rök eru áberandi, heldur staðnæmst við helstu með- og mótrök fagfólksins, arkitektanna sjálfra. Haldin var samkeppni um teikn- ingu og hönnun húss fyrir Hæsta- rétt. Skilyrði dómnefndar voru að húsið ætti að vera virðulegt, eðlilegt og látlaust og um leið sjálfstætt. Þá mætti það ekki hafa neikvæð áhrif á byggingar í næsta umhverfi. Alls bárust 40 tillögur. 3-4 arkitektar voru um flestar tillagnanna svo að 130-150 arkitektar tóku þátt í sam- keppninni. A félagsfundi í Arkitektafélaginu var samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við staðsetningu dómshússins. Var ályktunin samþykkt með 58 atkvæð- um gegn 2; 7 sátu hjá. í ályktuninni segir m.a.: „Allt ftá árinu 1906 hefur skipulag borgarinnar gert ráð fyrir byggingu á lóðinni og má því ætla að nálægar byggingar hafi tekið mið af því. Lóðin hefur lengi staðið sem auðnarblettur í umhverfinu og því tímabært að færa hana í betra horf. Sú tillaga sem valin var í umfangs- mikilli samkeppni gefur góð fyrirheit um sterka rýmismyndun við þau hús sem fyrir eru og skjólgóðan garð.“ Nóg plássfyrir starfsemi Hæstaréttar? í samtölum við arkitekta og skipu- lagsfræðinga kemur fram að ekki er umtalsverður ágreiningur um húsið sem slíkt. Hann takmarkast við stað- setninguna. Þá voru menn sammála um að allt aðra lausn þyrfti fyrir hús sem standa ætti við Skúlagötu en hún hefur verið nefiid vegna stað- setningar dómshúss. Einn andstæðinga staðsetningar dómshússins, arkitekt, fullyrti að nýja húsið væri of lítið, öll aðstaða væri heldur skorin við nögl og ekki liði á löngu áður en byggja þyrfti við húsið. Það væri þó ekki hægt vegna plássleysis. Fylgjendur byggingarinnar segja hins vegar að húsið sé hannað með þrjá „umframdómara" í huga og allt sem þeim fylgir. Því væri stærð húss- ins nægileg og gott betur. Guðrún Jónsdóttir og Skúli Nordal arkitektar hafa verið mjög andsnúin byggingu Hæstaréttarhúss á bak við Safhahúsið en meðal fylgjenda þess má nefna arkitektana Þorvald S. Þor- valdsson, forstöðumann Borgar- skipulags, og Guðna Pálsson. Er of þröngt um dómshúsið? Andstæðingum staðsetningar dómshússins hefur orðið mjög tíð- rætt um plássleysi á fyrirhuguðum byggingarstað. Húsið þrengi mjög að og skyggi á nálægar byggingar. „í fýrstu fannst mönnum þetta allt svo þröngt og því kæmi aðeins ein fyrirfram gefin lausn til greina. En það kom mjög á óvart hve margar og fjölbreytilegar lausnir bárust um hús á þessari lóð. Við nánari athugun er stæröar torg milli húsanna," sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson. „í fyrsta lagi er of þröngt um þetta nýja hús og það þrengir síðan um of að byggingunum í kring. Húsið er of stórt fyrir þennan stað og líður fyrir það,“ sagði Guörún Jónsdóttir. Guðrún segir byggingamar í kring vera mjög „sterka einstaklinga", Safnahúsið sunnan megin og Amar- hvál að norðan og fyrirhugað hús skyggi á þær. „í Amarhváli er t.d. fólk við vinnu sem þarf birtu inn til sín en þetta hús verður eins og skermur fyrir sólinni og þrengir því að í víðum skilningi." Rökin falla um sjálf sig Guðjón Pálsson arkitekt segir að fjarlægðin frá dómshúsinu að Safna- húsinu sé 26 metrar. Til samanburð- ar séu 27 metrar frá Safnahúsinu að húsunum hinum megin við Hverfis- götu. Þá sé Ingólfstorg 24 metrar á breidd og Lækjartorg 29 metrar. „Þegar þessar tölur eru skoðaðar finnst manni rök um að dómshús sé of nálægt Safnahúsinu falla um sjálf sig. Byggingarreiturinn á Lindargötu 2 leyfir nýtingartölu sem er 1,5 en sjálft húsið er hins vegar ekki með hærri nýtingartölu en 1,0,“ sagði Guðjón. Opinn og ungur bær Fylgjendur staðsetningar segja götumyndina verða sterkari með til- komu dómshússins. Er þá vísað til „randbygginga“ eins og þekkt er í útlendum borgum þar sem hús mynda nær óslitnar húsaraðir. „Menn tala mikið um að Reykjavík sé tætingslegur bær en við verðum samt að umgangast hann eftir ákveðnum reglum. Við búum ekki í evrópskum miðaldabæ, heldur mjög ungum og opnum bæ sem á sín sér- kenni sem er ekki of þétt byggö. Við verðum að vinna eftir lögmálum þessa bæjar. Ég er ekki að segja að hver einasta gömul bygging sé merkileg en það þarf að gera hlutina af tillitssemi og virðingu fyrir sög- unxú þegar ný hús eru byggð.“ Styrkir götumyndina „Húsið styrkir áframhald Lindar- götunnar sem endar eins og gata við Ingólfsstræti með húshom á báðum hornum. Síðan tekur Amarhóllinn við. Þeir sem em á móti byggingunni em að grafa upp myndir frá því eftir aldamót en við komumst ekki hjá þvi að viðurkenna að Reykjavík hefur breyst úr bæ í borg. Þá er mikilvægt að stjómsýslan sé staðsett í miðbæ borgarinnar en hún skapar fjöl- breytilegt mannlif í miðbænum á daginn. Þessar stofnanir þurfa að vera á sama stað og tengjast. Þannig verða sjónræn tengsl við húsið frá Lækjartorgi þar sem Héraösdómur er,“ sagöi Guðjón. Gamlar myndir Gamlar myndir hafa komið ixm í umræðuna með tvexmum hætti. Axmars vegar vilja andstæðingar dómshúss að Lindargötu 2 sýna hverrng Safnahúsið naut sín þegar fáar byggingar vom í nágrennni þess. Hins vegar sýna fylgjendur staðsetningarinnar gamlar hug- myndir um frekari byggingarfram- kvæmdir á svæðinu. „Þegar Safnahúsið var byggt var nánast engin bygging í næsta ná- grenni þess. En hugmynd um frekari byggingar frá því um aldamót eiga bara ekki við í dag; allar forsendur hafa breyst síðan. Þannig er um fleiri gamlar hugmyndir," sagöi Guðrún. „Það er búið að fjalla um og sýna byggingar þama allar götur síöan 1906. Lóðin hefur veriö byggingarlóð á hveiju einasta aðalskipulagi borg- arinnar og því þarf ekki að koma neinum á óvart að byggt verði á lóð- inni,“ sagði Þorvaldur. Enginn saman- burður á lóðum Guðrún kvartar yfir því að menn hafi ekki hugsað nægúega um hvaða skilyrðum lóð undir dómshús þyrfti að fullnægja. „Sagt hefur verið að menn hafi skoðað margar lóðir en ég hef ekki séð neinn samanburð á þeim lóðum út frá ákveðnum forsendum. Ég mundi vilja fá skrifað upp hvað lóð fyrir dómshús ætti að bjóða upp á, um stærð hússins, tengsl við miðbæ, aðgengi fyrir fólk og bíla, mögulegar viðbyggingar og fleira. Þegar það lægi fyrir væri ég tilbúin að leita að lóð og gera samanburð.“ „Menn mega vera með og á móti byggingum en það pirraði mig óskap- lega að fólk rauk af stað og hóf að mótmæla hlutum löngu eftir að allur tímafrestur tú slíks var útrunninn. Pirringurinn var ekki minni af að sjá að meðal mótmælenda voru arkitekt- ar sem starfa að skipulagsmálum og þekkja tú laga og- reglugeröa um þessi mál,“ sagði Guðjón Pálsson. -hlh Sjötug Ijósmóðir með sína fyrstu sýningu Sgnm Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum: „Ég var svo heppin að ég búaði í bakinu svo ég þuríti að hætta ljós- móðurstörfunum. Þau eru mjög erfið og þá fór ég að vinna að minum hugð- arefnum," sagði Guðlaug Sveinsdótt- ir ljósmóðir sem nú sýnir myndverk sín í Kaffi Brazú á Egilsstöðum. Hún sýnir tauþrykk með sérstakri aðferð sem líklega aðeins tvær konur kunna hér á landi, einþrykksmyndir og akrýlmyndir en hún hefur líka unnið með vatnsliti. Guðlaug er mikið náttúrubam „með næma tilfinningu fyrir hljóm- kviðu náttúrunnar" eins og hún seg- ir. Hún notar hvert tækifæri sem býðst til að læra en þau tækifæri voru fá meðan hún annaðist böm og bú. Árið 1982 sá hún auglýst eftir ljós- móður tú Nordfjord í Noregi og sótti um án þess að henni dytti í hug að hún fengi stöðuna. En viti menn, það var hringt um hæl og hún beðin að byija sem fyrst. Og í Noregi fór hún á námskeið í norskri rósamálun. Verkin á sýningu Guðlaugar era ekki tú sölu en hún hyggst halda sölusýningu í vor. Guðlaug Sveinsdóttir við nokkur verka sinna. DV-mynd Sigrún Hæstaréttar- húsítölvu- mynd Ný sjónvarpsmynd, sem unnin er í tölvu hjá OZ, hefur nú bæst við sýningu á teikningum, Ukani og öörum gögnum sem tengjast nýbyggingu Hæstaréttar. í sjón- varpsmyndinni er reynt að sýna á sem raunverulegastan hátt hvemig hús Hæstaréttar fer sam- an við nánasta umhverfi sitt. Myndin er einnar minútu löng og fer með áhorfandann i ferðalag um Hverfisgötu, Arnarhól og Ing- ólfsstræti. Sjónarhom era skoð- uð bæði frá götunni og úr lofti. Sýningin er aö Hverfisgötu 6 og lýkur henni á sunnudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.