Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 4
4
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
Fréttir
Sækjandi í sóknarræöu 1 líkamsárásarmálinu á sýslufulltrúann á Eskifirði:
Arásin er einsdæmi og
ógnun við réttaröryggið
- verjandi krefst sýknu og segir þolandann hafa spunnið upp sögu
Fulltrúi ríkissaksóknara sagði i gær að það virkaði til refsiþyngingar gagnvart ákærða i málinu, Jóni Ingva Hilm-
arssyni, að hann hefði vakið sýslumannsfulltrúann aö ástæðulausu, ruðst inn á heimili hans í heimildarleysi og
ráðist á hann með sérstaklega hrottafengnum og fólskulegum hætti. Jón Ingvi sést hér með verjanda sinum,
Gísla Gíslasyni. DV-mynd Óttar Sveinsson
„Með árás ákærða hefur ofbeldi
færst inn á nýtt svið hérlendis. Þessi
árás er einsdæmi og í raun ógnun
við réttarvörslukerfið og réttarör-
yggi í landinu. Það verður að taka
mjög hart á brotinu vegna þeirra al-
mennu hagsmuna sem í húfi eru.
Ákærði á sér engar málsbætur. Jafn-
vel þó að svo kunni að vera aö sýslu-
fulitrúinn hafi í ógáti viðhaft einhver
ummæli um ákærða og fyrri afbrot
hans 7 klukkustundum fyrr breytir
það á engan hátt eðli verknaðar
ákærða eða réttiætir á nokkurn ann-
an hátt,“ sagði Guðjón Ólafur Jóns-
son, fulltrúi ríkissaksóknara, í sókn-
arræðu sinni þegar árásarmálið
vegna sýslufulltrúans á Eskifirði í
janúar var flutt í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær.
Mörg refsiþyngjandi atriði
Guöjón sagði að það virkaði einnig
til refsiþyngingar gagnvart ákærða,
Jóni Ingva Hilmarssyni, 20 ára, sem
í dómsaJnum
Óttar Sveinsson
er ákærður í málinu, að hann heföi
vakið sýslumannsfulltrúann að
ástæðulausu, ruðst inn á heimih
hans í heimildarleysi og ráðist á
hann með sérstaklega hrottafengn-
um og fólskulegum hætti. Árásin
hefði verið án nokkurs tilefnis og
framkvæmd af einbeittum ásetningi.
Jón Ingvi hefði ráðist á sýslufuiltrú-
an á heimih hans með höggum og
sparkað margsinnis í kvið hans þeg-
ar hann var falhnn í gólfið og veitti
enga mótspymu.
Guðjón Ólafur sagði að árásin hefði
leitt th stórfellds hkamstjóns og
minnstu hefði munað að maðurinn
hetði beðið bana af. Sækjandinn
benti jafnframt á að tvívegis áður
hefði sakbomingurinn í málinu gerst
sekur um líkamsárásir.
Dró viðurkenningu
á spörkum til baka
Sækjandinn vék að því gagnvart
sönnunarmati vegna sparka í kvið
þolandans að þaö styddi framburð
Júlíusar Magnússonar sýslumanns-
fulltrúa að Jón Ingvi hefði viöur-
kennt hjá lögreglu að hafa auk 3-5
hnefahögga einnig veitt honum
spörk. Ákærði hefur dregið þann
framburö til baka fyrir dómi. Þaö
virki því ekki trúverðugt þegar Jón
Ingvi segi nú að hann hafi tekið um
axhr Júlíusar, tekið af honum gler-
augun og lagt í gólfið og síðan kýlt
hann í magann. Sækjandinn tók hins
vegar fram að fallið hefði verið frá
ákæru um hnefahögg í andht.
Jón Ingvi er einnig ákærður fyrir
húsbrot með því að hafa ruðst í heim-
ildarleysi inn á heimhi sýslumanns-
fulltrúans. Gagnvart því atriði sagði
sækjandinn að fram hefði komið að
útidyrahurðin hjá Júlíusi heföi verið
tæplega hálfopin þegar Jón Ingvi ýtti
henni upp og réðst á manninn - þetta
hefði hann viðurkennt.
Vegna ákæm um árás á opinberan
starfsmann sagði sækjandinn að Jón
Ingvi hefði gefið sig á tal við sýslu-
mannsfulltrúann fyrr um kvöldið á
Hótel Öskju og þá vegna skyldustarfa
sem sá síðarnefndi hafði með að gera.
Ákærði þekkti Júlíus ekki nema
vegna starfs hans,“ sagði Guðjón
Ólafur.
Asetningur vaknaði
í dyragættinni
Gísh Gíslason, veijandi Jóns Ingva,
krefst sýknu fyrir hönd skjólstæð-
ings síns en verði refsing ákvörðuð
skuh hún vera skilorðsbundin - öh
rök mæltu með slíku. Hann sagði
ekkert hafa komið fram í máhnu sem
sannaði fyrirfram ákveðinn ásetning
Jóns Ingva um að ætla að ráðast á
Júlíus, ásetningurinn hefði fyrst
vaknað hjá honum þegar hann stóð
í dyragættinni hjá sýslumannsfuh-
trúanum og sá hefði reitt Jón Ingva
til reiði með því að gefa í skyn að
phturinn færi í fangelsi.
Gísh sagði fjölmiðlaumfjöllun hafa
gefið ranga mynd af raunverulegum
atburðum á árásardaginn - t.a.m.
það að fómarlambið hefði verið skil-
ið eftir bjargarlaust í blóði sínu. „Ég
veit ekki hvaðan þær upplýsingar
eiga að hafa komið,“ sagði Gísh.
Óviðurkvæmileg framkoma
sýslufulltrúans
Verjandinn vék að þvf að sýslu-
mannsfuhtrúinn hefði ekkert átt
með að ræða um skyldustarf sitt
undir áhrifum áfengis við Jón Ingva
og félaga hans á Hótel Öskju fyrr um
árásarkvöldið. Gísh sagði ljóst að
miðað við ummæh Jóns Ingva og fé-
laga hans um að kæra sýslumanns-
fulltrúann fyrir óviðurkvæmheg
ummæh hefði verið óvíst að Július
hefði látið verða af því að kæra pht-
ana ef hann hefði ekki farið eins hla
líkamlega og raun bar vitni.
Veijandinn sagði aö varðandi
ákæru á hendur Jóni Ingva um að
hafa sparkaði í sýslumannsfulltrú-
ann væri slíkt ósannað - eina vitnið
í málinu varðandi það atriði hefði
ekki séð slíkt - vitni hefðu hins vegar
bæði borið aö þau hefðu séð Jón
Ingva og Júlíus standa báöa upp eftir
að hafa fallið. Veijandinn sagði að
vafa bæri að meta sakbomingi í hag.
Gísh sagði jafnframt að það ætti
að virða Jóni Ingva það th refshækk-
unar aö sýslumannsfulltrúinn reitti
hann th reiði um kvöldið með um-
mælum sínum um ákærða og félaga
hans.
Sundsambandið gagnrýnir Ólympíunefnd íslands:
„Viljum tryggja að svona
mál komi ekki upp aftur“
„Það er ekki æfiunin að ráðast á
menn og málefni með þessari
skýrslu, heldur vakir fyrst og
fremst fyrir okkur að tryggja að
svona mál komi ekki upp aftur.
Ólympíunefndin hefur staðfest við
okkur að hún muni greiða úhagðan
kostnað þeirra keppenda sem
veiktust en við höfum ekki fengiö
þá peninga í hendur ennþá,“ sagði
Sævar Stefánsson, varaformaður
Sundsambands íslands, í samtah
við DV í gær.
Sundsamband íslands hefur sent
Ólympíunefnd íslands harðorða
skýrslu þar sem frammistaða
nefndarinnar í máli sundfólksins
sem veikhst af matareitrun á smá-
þjóöaleikunum á Möltu í fyrravor
er átahn. Skýrslan hefur ekki enn-
þá verið tekin fyrir á fundi hjá
nefndinni.
Ólympíunefndin sinnti
ekki skaðabótarétti
í skýrslunni er meðal annars sagt
að ólympíunefndin hafi ekki sinnt
skaðabótaréth sem hugsanlega
hafi verið í stöðunni. Nefndin hafi
vitnað í lögfræðinga, sem ekki hafi
verið nafngreindir, sem hafi sagt
að skaöabótaréttur væri úr sög-
unni vegna þess að borðað hafi
verið einu sinni utan hótelsins sem
gist var á. Þá er nefndin gagnrýnd
fyrir að gera engar ráðstafanir þeg-
ar komið var heim frá Möltu meö
tvo mjög veika keppendur, eins og
að hafa sjúkrabha thbúna í Kefla-
vík.
Birna hætt og Arna
ekki búin að ná sér
Mestur hluh sundfólksins veikt-
ist á Möltu og varð fyrir einhveij-
um kostnaði vegna læknismeðferð-
ar og lyíjakaupa. Tvær stúlkur
hafa átt lengst í þessum veikindum,
þær Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir
og Bima Björnsdóthr, sem ekki
hafa náð sér fylhlega ennþá. Birna
er hæh keppni í bih af þessum sök-
um.
„Við óskuðum eftir því að útlagð-
ur kostnaöur keppendanna yrði
greiddur, svo og vinnutap og
miskabætur, en það var falhst á
kostnaðinn. Okkur finnst að
ólympíunefndin hefði áh að gera
meira fyrir okkur í þessu máh því
að sundfólkið var á Möltu á vegum
hennar og Alþjóða ólympíunefnd-
arinnar. Framkvæmdaaðhar á
Möltu hafa vísað öllu af sínum
heröum og telja að þeir eigi enga
sök á matareitruninni og það virð-
ist ekki vera hægt að ge'ra meira í
því,“ sagði Sævar Stefánsson. -VS
Bruggari
tekinn á
Dalvík
Lögreglan á Dalvík, í samvinnu við
rannsóknarlögregluna á Akureyri,
handtók í fyrradag mann. í fórum
hans fundust 5 htrar af landa. í kjöl-
far þessarar handtöku var annar
maður handtekinn á Árskógsströnd.
í húsi hans fundust eimingartæki og
stóð eiming yfir. Heht var niður 90
htrum af gambra og lagt hald á 4 htra
af landa.
Að sögn lögreglunnar á Dalvík hafa
menn þar á bæ orðið varir við geril-
deyði í umferð upp á síðkastið. Geril-
deyði hafa menn síað og selt ungling-
um sem landa. Segir lögréglan að
þráh fyrir að efnið sé síað náist aldrei
úr því óþverraefni eins og ísaprópan-
ól og önnur efni. Þau geti sum hver
verið krabbameinsvaldandi, önnur
drepi þarmaflórur og gerla í maga
og þörmum. Valda þau þá uppköst-
um og niðurgangi. Meðal annars ját-
aði annar mannanna sölu á gerh-
deyði. í hfium mæh þó. -pp