Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 26
26
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994
+
Athyglisvertbrúðkaup í Kaupmannahöfn:
Þetta var ást
%
við fyrstu sýn
- segja þeir Pétur Einar og Steve sem gengu í hjónaband á mánudaginn
Gengið út úr dómhúsinu að athöfn lokinni og hrisgrjón- í eldhúsinu heima hjá Pétri og Steve. Á myndinni er
unum rignir ytir brúðhjónin. Steve með fjölskyldu sinni sem komin var frá Englandi
til að vera viðstödd brúðkaupið.
Brúökaupsgjafirnar teknar upp. Rauðu fiygsurnar eru
lítil hjörtu sem veislugestir límdu á þá Pétur og Steve.
í veislunni. Pétri á hægri hönd situr tengdamóðir hans,
Joyce Rotherforth, en næst Steve er Sylvia Pederson,
móðir Ole sem lést af eyðni.
„Ég er alinn upp í því að hommar
séu ónáttúrulegt fólk, samkynhneigð
sé sjúkleiki og því þyrfti að passa sig
á því að umgangast slíkt fólk. Það
var meðal annars þess vegna sem ég
byrgði þetta inni og kom svona seint
út úr skápnum," segir Pétur Einar
Jóhannesson, 45 ára gamall íslend-
ingur, búsettur í Kaupmannahöfn,
sem síðastliðinn mánudag gekk að
eiga Steve Rotherforth, 38 ára gaml-
an Breta sem gerðist danskur ríkis-
borgari til þess að þeir gætu gengið
í hjónaband. Þeir eru báðir sýktir af
HIV-veirunni sem veldur eyðni en
eru þrátt fyrir það bjartsýnir og sjá
fram á hamingjusöm ár saman. Þeir
hjónin féllust á að segja lesendum
DV óvenjulega sögu sína en Pétur er
líklega fyrsti íslendingurinn sem
nýtir sér nýlega réttarbót í Dan-
mörku sem leyfir samkynhneigðu
fólki að eigast. Brúðkaupið þótti líka
óvenju glæsilegt og vakti athygli þar-
lendra blaða.
Vélvirki sem
stóð í ástarsambönd-
um við konur
Pétur Einar er fæddur í Stykkis-
hólmi þann 1. júlí 1948 og bjó þar til
23ja ára aldurs. Hann lauk vélvirkja-
prófi í Stykkishólmi og vann við þá
iðn þar til hann fluttist til höfuðborg-
arsvæðisins. Fyrir sunnan tók hann
stúdentspróf frá MH og sama ár lauk
hann 4. stigs prófi frá Vélskólanum
en það veitir réttindi til að vera vél-
stjóri á stærstu skipum. Eftir þetta
vann hann tvö ár á fraktskipum áður
en hann hélt utan til framhaldsnáms.
„Á þessum tíma var ég með konum
og hugsaði ekki um neitt annað en
konur í þeim efnum. Ég átti í nokkr-
um ástarsamböndum, stóð meðal
annars í tveggja ára sambandi með
fráskihnni konu sem átti tvö börn.
Það flosnaði upp úr því þar sem ég
var alltaf að vinna en ég vann með
náminu. Eins fór um önnur ástar-
sambönd, það slitnaði upp úr þeim
og þegar það gerðist var ég mjög
miður mín og oft lengi að ná mér.
Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar,
haft áhuga fyrir neinu nema föstum
samböndum. Ég hef aldrei stundað
skyndikynni.
Rétt áður en ég kom út fór það að
kvikna í mér að hugur minn stæði
til karlmanna. Ég prufaði þetta að-
eins heima en það var bara flkt. Það
var síðan spil örlaganna að ég kom
hingað út til Kaupmannahafnar, það
hefði allt orðið erfiðara heima, en
hingað kominn tók ég ákvörðun um
að athuga hvort þetta væri eitthvað
fyrir mig,“ segir Pétur.
Kom vinunum ekkert
á óvart þegar ég kom
útúr skápnum
„í gegnum systur mína, sem býr
héma úti, kynntist ég íslenskum
homma sem fór með mig á alla
hommaskemmtistaðina að sýna mér.
Ég fór að sækja þessa staði en fór
leynt með það til að byija með.
Þama sprakk ég út. Það var auð-
velt því ég þurfti ekkert að taka tillit
til neinna nema sjálfs mín. Ég sótti
mest Madam Arthur á þessum tima
sem þá var aðalhommastaðurinn í
Kaupmannahöfn, þótti fínn staður
og líktist því sem ég hafði kynnst á
íslandi, eins og Þórskaffi og þessum
fínni skemmtistöðum. Þar sá ég
Steve í fyrsta skipti en þekkti hann
ekkert, hann var að skemmta þama
og ég sá hann bara sem slíkan.
Það kvisaðist fljótlega út að ég
væri hommi og ég var heldur ekkert
að leyna því þegar þarna var komið.
Margir af mínum gömlu vinum
heima á íslandi hafa sagt að þeir
hafi ekki orðið neitt undrandi þegar
þeir fréttu af þessu. Þeir vissu þetta
kannski inni í sér þó að það væri
aldrei sagt,“ segir Pétur Einar.
Sigldi á stærstu
skipum heimsins
í Danmörku settist Pétur í tækni-
skóla og lærði rafeindatæknifræði.
Hann vann fulla vinnu með skólan-
um við hreingerningar á kvöldin og
tók lí fil námslán. Árið 1989 útskrifað-
ist hann sem rafeindatæknifræðing-
ur en að námi loknu var enga vinnu
að hafa svo hann valdi þann kostinn
að hella sér út í hreingemingavinn-
una. „Ég tók alla þá vinnu sem ég
gat og vann oft 18 tíma á sólarhring
vikum saman og var í mörgum störf-
um. Ég safnaði í útborgun fyrir hús-
næði og keypti mér 150 fermetra íbúð
eftir 9 mánaða vinnu,“ segir Pétur,
en íbúðin sem þeir Steve búa í er
sérlega glæsileg og stór og hafa þeir
lagt sig mjög fram við hönnun henn-
ar og frágang.
Eftir þetta lá leiöin á sjóinn þar sem
Pétur var 2. vélstjóri á stærstu skip-
um hafsins í á þriðja ár. „Ég var fyrst
á olíuskipum og svo á flutningaskip-
um. Stærsta skipið var 160 þúsund
lesta flutningaskip. Það var rosalega
gott kaup á þessum skipum. Þar sem
þau eru í millilandasiglingum eru
mikil skattahlunnindi. Svo vomm
við fjóra mánuði á sjónum og fíóra
mánuði í fríi á milli. í landi héldum
við fullu kaupi og höfðum þar að
auki fæðispeninga." En á skammri
stundu skipast veður í lofti.
Sagtuppvegna
öfundar yfirmanna
„í fyrra seldi útgerðin 4 skip á einu
bretti og þá kom listi um borð með
nöfnum þeirra sem átti að segja upp
af þeim sökum. Ég var ekki á þeim
lista en um svipað leyti kom nýr yfir-
vélstjóri sem líkaði ekki við mig af
einhverjum ástæðum. Hann sá til
þess að ég var látinn hætta rétt á
eftir og var samdrætti kennt um. Ég
held að 1. vélstjóri og yfirvélstjóri
hafi verið hræddir um sínar stöður
þar sem ég var miklu meira mennt-
aður en þeir. Þar með kom öfundin
inn í þetta og á hana bættist það að
ég féll ekkert ofsalega vel inn í þeirra
hóp. Meðan þeir kneyfuðu bjór í frí-
tímunum var ég að hlaupa og æfa
mig. Ég hljóp allt upp í 30 kílómetra
á dag en hringurinn í skipinu var 500
metrar. í þessum hópi var ég því
nokkurs konar utangarðsmaður.
Núna er ég atvinnulaus en gríp í
að hjálpa Steve á diskótekinu sem
hann stjórnar. Ég skal viðurkenna
að fyrst í stað eftir uppsögnina var
ég talsvert bitur en svo áttaði ég mig
á því að þetta reddaði sambandinu
hjá okkur Steve. Þessar löngu fíar-
vistir mínar voru við það að eyði-
leggja sambandið hjá okkur,“ segir
Pétur. En hvemig kynntust þeir
Steve?
ÁstviðfyrstusÝn
af beggja hálfu
„Við kynntumst þann 2. mars 1991.
Það var þannig að Steve kom hingað
til mín í partí með sameiginlegri vin-
konu sem kynnti okkur og það varð
ást við fyrstu sýn af hálfu okkar
beggja.
Nokkmm dögum seinna bauð
Steve mér til kvöldverðar. Ég kom
ekki heim úr þessu kvöldverðarboði
fyrr en þremur mánuðum seinna og
þá hafði ég Steve með mér. Síðan eru
þrjú ár hðin og við höfum búið sam-
an síðan þá,“ segir Pétur
Steve, sem er tæplega 38 ára gam-
all, er frá borginni Halifax í York-
shire á Englandi. Hann er einn af níu
systkinum og um helmingur þeirra
kom til Danmerkur til að vera við
brúðkaupið ásamt móður hans og
móðursystur og fleiri frændum og
vinum frá Englandi. Meðan á sam-
tali okkar Péturs hefur staðið hafa
mikil hlátrasköll borist úr eldhúsinu
og Steve segir að fíölskyldan hafi
búið víða um lönd þar sem faðir hans
var hermaður sem vann á mörgum
stöðum og öll fíölskyldan fylgdi hon-
um eftir. Oftast skildi enginn tungu-
málið á þeim stöðum þar sem þau
bjuggu og því varð samheldni fíöl-
skyldunnar mikil.
Steve er menntaður sem display
artist sem er blanda af skreytinga-
tækni og innanhússarkitektúr. Hann
vann við útstillingar og fleira fyrir
Harrod’s í Lundúnum og fleiri fyrir-,
tæki og hefur jafnframt um árabil
unnið við að skemmta sem „drag
artist" en hommar setja upp sýning-
ar þar sem þeir klæðast kvenfótum
og koma fram sem mjög ýktir kven-
menn.
Hræðilegt að
missa kærastann
sinn úr eyðni
Steve flutti til Danmerkur um svip-
að leyti og Pétur, eöa árið 1982, en
þá bjó hann með dönskum manni,
Ole, sem lést úr eyðni árið 1986. Það
uppgötvaðist um svipað leyti að þeir
voru báðir smitaðir og þremur árum
síöar var Ole dáinn. Steve segir að
það hafi verið hræðilegt áfall að
missa kærastann sinn. „Ég hélt,
þangað til ég hitti Pétur, að ég gæti
aldrei elskað aftur og það var hræði-
legt að missa hann. Eg hugsa enn um
hann daglega og ég er viss um aö
hann fylgist með einhvers staðar.
Allir í fiölskyldu minni þekktu hann
og viö tölum oft um hann. Pétur hef-
ur verið mjög skilningsríkur gagn-
vart sorg minni og það hefur hjálpað
mér mikið,“ segir Steve.
Pétur tekur því vel
að vera smitaður
afHIV-veirunni
Pétur varð fyrir því áfalli að sýkj-
ast af HlV-veirunni um svipað leyti
og hann kynntist Steve. Hann segir
að það hafi orðið slys. En honum líð-
ur vel með þetta og segir það engin
áhrif hafa haft á líf sitt eða, eins og
hann segir sjálfur: „Mér er andskot-
ans sama. Ég lifi mínu lífi áfram og
gæti lifað í marga áratugi. Það eina
sem ég veit er að ég lifi með þetta
þar til ég dey. Ég veit að í gegnum
árþúsundin hafa gengið margir far-
aldrar sem hafa lagt heilu þjóðirnar
aö velli. Samt er alltaf einhver pró-
senta sem lifir af og ég er ákveðinn
í að verða einn af þeim sem lifa þessa
plágu af. Ég hef dáið einu sinni þegar
ég var 18 ára gamall, drukknaði, en
var rifinn til baka. Það var í fylliríi
á gamlárskvöld að ég féll í höfnina í
Stykkishólmi. Ég heyrði einhvers
staðar langt, langt í burtu í kunningj-
um mínum þegar þeir rifu mig upp