Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Síða 32
44 LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 Rofar til í loðdýraræktinni: Krepp an var ekki alslæm - segir Reynir Barðdal, loðdýraræktandi á Sauðárkróki, sem sér fram á bjarta framtíð i ereininrii Reynlr Barðdal hefur unnlð I loðdýrarækt lengst allra hér á landi og sér nú fram á bjartari framtið eftir sjö mjög erflð ár. Mikil útþensla var í loðdýrarækt hér á landi fyrir nokkrum árum á sama tima og verðhrun var á skinnum erlendis. „Eg er sannfærður um að fyrst við lifðum þetta af er loðdýraræktin komin til að vera. Nú er meira að segja möguleiki á að greinin skapi einhver aukin atvinnutækifæri og bæti upp þann samdrátt sem er á vinnumarkaðnum. En þessi kreppa, sem veriö hefur í loðdýraræktinni mörg undanfarin ár, mátti ekki standa lengur. Ég býst við að ef ekki hefði rofað til á síöasta ári hefðu loð- dýrabændur gefist unnvörpum upp á þessu ári. Langlundargeðið var á þrotum, enda þarf að fara alveg aftur til 1940-’50 til að flnna einhvern sam- bærilegan samdrátt á markaðnum. Þetta var svo langur timi núna sem markaðurinn var niðri. Við höfum þurft að þola sjö mögur ár en nú eru menn bjartsýnir á að fram undan séu góðir tímar og þykjast sjá þar ýmis teikn á lofti,“ segir Reynir Barðdal, loðdýraræktandi á Sauðárkróki. Reynir er sá maður sem á að baki lengsta og samfelldasta starf í loð- dýraræktinni á íslandi. Hann er sá eini í greininni sem hefur haldið áfram gegnum þykkt og þunnt og hann hefur staðið af sér alla þá nei- kvæðu umræðu sem átt hefur sér stað um loðdýraræktina á síðustu árum, enda segir Reynir nú: „Þegar menn hafa reynt aö gera sig gildandi á opinberum vettvangi þá hefur byij- unin á ræðunum venjulega verið: „Loödýrarækt, laxeldi, sukk og svín- arí“. Nú held ég að menn verði aö fara að fmna einhverja nýja byrjun á ræður sínar. Ég er líka sannfæröur um að laxeldiö á eftir að koma upp. Kannski þurfa þeir að skipta um stofn eins og við gerðum." Þá voru sjö loðdýrabú á landinu Reynir hefur lifað og hrærst í loð- dýraræktinni í aldarfjórðung. Það var sumarið 1969 sem hann hélt til náms í Noregi og í ársbyijun 1971 kom Reynir til landsins með dýrin á búið sem stofnsett var hér af hlutafé- laginu Loðfeldi, þar sem Adolf heit- inn Bjömsson rafveitustjóri var helsti hvatamáður og drifljöður. Á þessum tíma voru sjö loðdýrabú í landinu. Búiö á Gránumóum við Sauðárkrók er það eina sem hefur starfað óslitið og einungis eitt annað bú af þessum sjö er starfrækt í dag, búið Helgadal í Mosfellssveit en 10 ára hlé varð á starfsemi þess. Reynir segir að sú rúmlega 100% hækkun á minkaskinnum sem varö á síöasta ári og tæplega 200% í refn- um fari einungis í það að styrkja eig- iníjárstööu búanna. Nú fáist um 2000 krónur fyrir minkaskinniö, sem sé heldur yfir framleiðslukostnaði, sem er með vinnu bóndans reiknaður rúmlega 1800 krónur. En verðiö hafi farið allt niður í 700 krónur á skinni og þá sjái nú menn hvernig afkoman hafi verið. Reynir er með 2200 minkalæður um þessar mundir og 65 refalæður. Hann hefur náð að lesa rétt út úr þróun markaðsmála að undanfórnu, veriö að fjölga dýrum undanfarin misseri og er nú kominn meö full- nýtta skála eftir aö fimm skálar höfðu staðiö auðir í nokkur ár. Þegar kreppan byijaði var hann með 4-5 menn í vinnu en undanfarin ár hefur hann þurft að láta eigiö vinnufram- lag duga. Nú er Reynir byijaður að ráða til sín fólk aftur, segist vera með 2-3 með sér í sumar og ársframleiösl- an stefni í 11 þúsund minkaskinn og 300 refaskinn. „Það hafa skipst á skin og skúrir í þessu. Fyrstu árin voru erfiö af þeim sökum að stofninn sem við fengum var veikur. Það var í honum vírus- sjúkdómur sem skapaði mikil affóll aíf hvolpum og vanhöld. Yfirdýra- læknir komst að þeirri niðurstöðu að það þýddi ekkert annað en skipta um stofn í landinu. Það var árið 1983 sem menn stóöu frammi fyrir þessu. Þetta var mikil áhætta sem fólst í þessu. Það var spurningin hvort það dygði að sótthreinsa skálana, hvort vírusinn gæti ekki leynst í umhverf- inu. Að auki var mjög kostnaðarsamt að kaupa nýjan stofn. Ég ákvað að taka áhættuna og um þetta leyti urðu eigendaskipti á búinu. Ég tók við öll- um skuldum Loöfelds og félagið var lagt niður. Eigendumir töpuðu þó ekki meira en því sem hlutafjáreign þeirra nam. Stofnskipti tókust vel Nú, það verður ekki annað sagt en þessi stofnskipti hafi tekist ákaflega vel. Við höfum aldrei síöan orðið vör við þennan vírus og við íslendingar stöndum betur aö vígi en allar aörar þjóðir í heiminum sem þurfa að berj- ast við þennan vírussjúkdóm, í mismiklum mæli þó. En okkar stofn er hreinn og það er vitaskuld auðlind út af fyrir sig.“ Voru þetta mistök landbúnaðarfor- ustunnar hér á landi aö ýta svona mörgum út í loðdýraræktina á síð- asta áratug? „Nei, ef að menn eru að leita aö einhverri verulegri skekkju eða mis- tökum þá held ég að stóra skekkjan hafi verið gerð 1954 þegar íslending- um var bannað að stunda loðdýra- rækt. Það hafa náttúrlega verið erfið- ir tímar þá og menn ekki haft næga fjármuni til að tryggja góöa aðstöðu og aðhald fyrir dýrin. Það hefði samt verið réttara að halda áfram með greinina en gera kröfur um hluti eins og húsakost og girðingar. Bannið orsakaði það nefnilega að verkþekk- ingin glataðist og það er það sem styrkir okkur í dag að verkþekkingin er til staðar. Útþensla á vitlausum tíma Það sem gerðist á síðasta áratug var einfaldlega að svo óheppilega vildi til að þessi útþensla greinarinn- ar átti sér stað á vitlausum tíma. Verölag á mörkuðum hafði verið ipjög hagstætt árin 1984-’86. Þetta eru bestu árin á þessum aldarfjórð- ung í greininni. Þá er það sem menn taka við sér hér en útþenslan byrjar einmitt á þeim tíma sem veröið fer að falla. Að auki voru ytri aðstæður ekki hagstæöar í landinu, verðbólga mikil, verkþekkingu skorti og það er kannski lýsandi dæmi fyrir þá skammsýni, sem oft hefur ríkt hér í málum, að búin voru sett langt fram til dala í stað þess að byggja þau sem næst fóðurstöðvunum. Þetta var allt á sömu hliðina og gat því ekki farið öðruvísi. Búunum hefur fækkað úr 270, þegar þau voru sem flest, niður í um 70 sem þau eru í dag.“ En hvað var það sem olli þessu mikla verðfalli? „Það voru margar ástæður fyrir því. Má þar nefna slæmt efnahags- ástand í Bandaríkjunum, hlýindi í Evrópu og óhagstæða tískuþróun. Þá bætti ekki úr skák þegar náttúru- verndarsamtök fóru að beita sér á móti því að fólk gengi í skinnum af dýrum. En sem betur fer hafa þessir hlutir verið aö breytast að undan- fórnu. Tískusveiflan hefur orðið til okkar og síðan virðist eins og það sé aö opnast stór markaður í Rúss- landi. Rússar, sem áöur framleiddu mikið á þennan markað, virðast nú vera farnir að kaupa skinn í stórum stO. Nokkuð björt framtíð Sem betur fór báru menn gæfu til þess að standa við bakið á okkur. Þar eiga sérstakan heiður skiliö stjórn Framleiönisjóðs landbúnaðarins, sem hefur ávallt sýnt greininni mik- inn skilning, svo og nokkrir alþingis- manna okkar. Mér líst vel á framtíð greinarinnar núna og kreppan var ekki alslæm. Hún hefur kennt mönn- um aö búa betur að sínu og draga úr tilkostnaöi eins og mögulegt er. Ég held að þeir sem stunda grein- ina nú séu mjög áhugasamir, enda meðvitaðir um að það þarf að hugsa vel um dýrin og láta þeim líða vel. Það er stór þáttur í því að ná góðri framleiðslu. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á loðdýraræktinni. Það er ekki aðeins ánægjan í því að gefa dýrun- um og moka frá þeim, heldur er þetta eins og hvert annað ræktunarstarf sem er spennandi að fylgjast með hvernig til tekst frá ári til árs. Við færum ættbók dýranna inn í tölvur og þannig er auðvelt að fylgjast með þessu. Nauðsynlegt að auka framleiðsluna Ég hallast að því aö það sé nauð- synlegt að auka framleiðsluna á nýj- an leik. Það getur reynst jafnslæmt ef vantar skinn á markaðinn og það sé of mikiö af þeim. Þú sérð að árið 1987 var framleiðslan í heiminum 45 milljónir skinna, núna er hún 19-20 milljónir. En menn verða að fara skynsamlega í það. Byrja smátt og reyna að hafa tilkostnaðinn sem minnstan. Þaö þarf að byggja þetta sem kjarna í kringum fóðurstöðv- arnar,“ segir Reynir og það virðist enginn bilbugur á honum í loðdýra- ræktinni. Fram undan eru annasam- ir tímar í minkabúinu. Fengitíminn er að byrja og gotið hjá minknum er í lok apríl og byrjun maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.