Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 20
20 LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 Kvikmyndir dv Atriði úr Body Snatchers. Óboðnir gestir Vísindaskáldsögur hafa alltaf veriö vinsæll efniviður fyrir kvikmynda- gerðarmenn. Þetta er heillandi og framandi efni sem býður upp á mikla möguleika í gerð spennumynda. Sér- staklega forvitnilegur er sá mögu- leiki að það leynist líf á öðmm plán- etum og að geimverur geti heimsótt okkur jarðarbúa. Það er nú ekki langt síðan fjöldi íslendinga lagði á sig ferð til Snæfellsjökuls en þar átti geimskip að lenda. Eins og alþjóð er kunnugt sást þó ekkert til geimver- anna svo við getum haldið áfram að bíða spennt eftir tengingu viö vits- munaverur á öðrum plánetum og horft á meðan á kvikmyndir um sama efni. Það hafa verið gerðar margar frá- bærar kvikmyndir um samskipti jarðarbúa við geimverur. Eftir seinni heimsstyijöldina tók framleiösla svona mynda mikinn fjörkipp. Al- menningur hafði kynnst miklum tækniframfórum, tengdum stríös- rekstrinum, sérstaklega á sviði vopna og eldflauga. Einnig varð mönnum ljós máttur kjamorkunnar þegar afleiðingar sprengnanna sem var varpað á Japan komu í ljós. Vaxtarbroddur Upp úr 1950 voru því gerðar margar af bestu visindaskáldsögumyndum kvikmyndasögunnar, eins og The Thing, War of the Worlds, It Came from outer Space, Invaders from Mars, I Married a Monster from Outer Space, When tbe Worlds Collide, The Day the Earth Stood Still, Forbidden Planet og svo Invasi- on of the Body Snatchers. Margar þessar myndir hafa staðist vel tímans tönn og njóta enn mikilla vinsælda meðal kvikmyndaáhuga- fólks. Þetta hefur líka leitt til þess að margir kvikmyndagerðarmenn, sérstaklega af yngri kynslóðinni, hafa endurgert þessar myndir með mjög mismunandi árangri. John Carpenter endurgerði The Thing ár- ið 1981, Tobe Hooper gerði 1986 Invaders from Mars og nú nýlega var frumsýnd þriðja útgáfan af Invasion of the Body Snatchers. Tvífarar Invasion of the Body Snatchers var upphaflega gerð 1956 af Don Siegel og byggð á samnefndri bók eftir Jack Finney. Myndin hefst þegar læknir á sjúkrahúsi í Los Angeles fær sjúkling Umsjón Baldur Hjaltason sem hafði fundist gangandi við hrað- brautina, æpandi að heimurinn væri í hættu. Allir eru sannfærðir um að maðurinn sé geðveikur en læknirinn ákveður samt sem áður að hlusta á frásögn hans. Sjúklingurinn segist vera læknir sjálfur, frá litlum bæ í grenndinni, að nafni Santa Mira. Hann hafi verið á utanbæjarráðstefnu þegar aðstoð- arkona hans hafi hringt og beðið hann um að koma strax til baka. Nokkrir sjúklingar hans væru haldnir þeirri flrru að nánir ættingj- ar og vinir þeirra væru svikarar, þ.e. einhver hefði tekið yfir þeirra hlut- verk og liti alveg eins út, þ.e. væri tvífari. Jimmi litli Grimaldi var sannfærður um að þetta væri ekki mamma hans þó að hún liti alveg eins út og hin raunverulega móðir hans. Hana vantaði alla tilfinningu. En það sem ruglaði lækninn var að flestir höfðu síðan afturkaliað við- talstímann þegar hann var kominn aftur á læknastofuna sína. Frækorn En fljótlega fór að bera á fleiri dul- arfullum atburðum og smátt og smátt komst læknirinn að sannleik- anum. Hann fann risastór fræ sem urðu aö fólki þegar þau þroskuðust. Síðan yfirtóku þessir óboðnu gestir frummyndina meðan fólk svaf. Þegar læknirinn ætlaði ásamt aðstoðar- stúlku sinni að hafa samband við Washington var búið að rjúfa allar símalínur og loka af alla vegi. Gest- irnir að utan voru búnir að taka völd- in. Það hefur verið rætt um hvort þessi mynd hafi til að bera einhvem póli- tískan boðskap og á sínum tíma hvorki neitaði né játaði leikstjórinn þeirri spurningu. Það væri mögulegt, að hans dómi, að reynt væri að fella alla einstaklinga í sama mótið. Marg- ir töldu að hér væri um að ræða dulda ádeilu á McCarthy og ofsóknir hans á hendur bandarískum þegnum vegna stjómmálaskoðana þeirra. Önnur útgáfa En árið 1978 gerði Philip Kaufman endurútgáfu af Invasion of the Body Snatchers. í þetta sinn gerðist inn- rásin í San Francisco og nú var allt komið í lit. Aðalhlutverkið var í höndum Donalds Sutherlands en til gamans má geta að bæði Kevin McCarthy og Don Siegel, leikarinn og leikstjórinn úr 1956-útgáfunni, léku aukahlutverk í myndinni. Myndin hlaut góða dóma, var bæöi spennandi og vel gerð, þótt ýmsum þætti gamla útgáfa vera heilög. Enn á ný er búið að endurgera In- vasion of the Body Snatchers en í þetta sinn heitir myndin bara Body Snatchers og nú er það unglings- stúlka að nafni Marti Malone sem finnur frækomin og leysir gátuna. Marti býr hjá foreldrum sínum og á við ýmis vandamál að glíma. Hún er örg út í föður sinn og full gremju út í stjúpmóður sína sem veitir ungum syni sínum meiri athygli en henni sjálfri. Hún er því fljót að veita því eftirtekt þegar framkoma þeirra breytist þótt útlitið haldi áfram að vera það sama. Ungur leikstjóri Aftur er hér á ferðinni ungur leik- stjóri sem hefur með myndum sínum sýnt að hér fer maður sem er óhræddur að taka efnisþráðinn óheföbundnum tökum. Þetta er Abel Ferrara sem þekktastur er líklega fyrir mynd sína Bad Lieutenant sem var sýnd á sínum tíma í Regnbogan- um. Hann fékk til liðs við sig ýmsa handritahöfunda og þar á meðal Nicholas St. John. Áður en handritið var tilbúið höföu einir fimm aðilar lagt hönd á plóginn. Body Snatchers hefur fengið góða dóma, ekki síst leikararnir. í hlut- verki Marti er Gabrielle Anwar sem er betur þekkt sem dansfélagi A1 Pacino í myndinni Scent of a Wo- man. í hlutverki föðurins er Terry Kinney og stjúpmóðurinnar Meg Tilly sem alltaf stendur fyrir sínu. Það verður gaman að fylgjast með gengi Body Snatchers næstu mánuð- ina. Ef myndin gengur vel má búast við flóði líkra mynda, ef þekkja má rétt þá sem ráða ferðinni í Holly- wood. Kannski tími geimvera sé kominn aftur? Á kvikmyndahátíðinni í Cannes í íyrra hlaut Mike Leigh titilinn besti leikstjórinn fyrir mynd sína Naked og David Thewlis var tilnefndur sem besti leikarinn fyrir sömu mynd. Leigh er enginn nýgræðingur í kvik- myndagerð þvi sl. tuttugu ár lief- ur hann gert sjónvarpsleikrit auk kvikmynda í fullri lengd. Fyrsta myndin hans var Bleak Moments sem hann gerði árið 1971 og hefur því mikið vatn runnið til sjávar þar til Naked var frumsýnd. Myndin dregur upp dökka mynd af Bretlandi og þá sérstak- lega London. Söguhetjan, Jo- hnny, er ungur, ræfilslegur piltur sem neyðist til að flýja heimaborg sína, Manchester, eftir að hafa nauðgað ungri stúlku. Hann skýtur allt í einu upp kollínum í London hjá fyrrverandi kærustu sinni, henni til mikillar hrelling- ar. Hann gerist siðast elskhugi herbergisfélaga hennar sem end- ar með því að þær henda honum út úr íbúðinni. Johnny fer síðan á flakk en endar aftur hjá stúlk- unum sem hafa lent i útistöðum við húseigandann sem misnotar aðstöðu sína. Þvælinn efnisþráðxu’ Myndin hefiir nokkuð flókinn efnisþráð og fjallar um umkomu- leysi og þá lifsfirringu sera stór- borgarlíf hefur oft í för með sér. Einnig koma vel í ljós vandræði og réttíndaleysi þeirra sem hafa ekkert fast húsnæöi og velkjast um borgina í leit að næturstað. Johnny er ofbeldismaður sem ber litla virðingu fyrir kvenfólki. Þetta skeytingarleysi um aðra og allt aö því kvenhatur er dálítið sterkur þráður gegnum myndina en undirrótin virðist vera ein- hvers konar minnimáttarkennd hjá Johnny yfir þvi að geta ekki rifið sig upp úr aumingjaskapn- um. Naked er ekki enn komin til landsins. Það verður að koma í Ijós hvort hún verður tekin til almennra sýninga, sett á mynd- band eða sýnd á einhverri kvik- myndahátíö. Alla vega er hér um að ræða mynd sem er þess virði að sjá. Plakat úr Naked.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.