Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 27
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 39 og dældu upp úr mér - ég sá göngin og ljósiö og allt það. Það hlýtur að hafa verið einhver tilgangur með því að láta mig lifa þetta af og ég held að mér sé þess vegna ekki ætlað að deyja úr eyðni,“ segir Pétur. Sorgarsamtök fyrir þásem missthafa Steve hefur verið mjög virkur í baráttu HTV-smitaðra á undanfórn- um árum og var um árabil formaður danskrar deildar alþjóðlegra sam- taka sem eru nokkurs konar sorgar- samtök. Þeir sem misst hafa ein- hvern nákominn úr eyðni koma sam- an, ræða sín mál og hjálpast að við að komast yfir sorgina. Jafnframt útbúa aðstandendur hvers látins, sjúklings teppi sem síðan eru sýnd á alls konar samkomum viða um heim þar sem tækifærið er nýtt til að vekja athygli á málstað eyðnismitaðra. Steve hefur að mestu sloppið við veikindi af völdum HTV-veirunnar ennþá - reyndar var hann búinn að vera nokkra daga í veikindafríi þegar við töluðum saman þar sem fjarlægja þurfti úr honum ákveðna kirtla. Það var af völdum veirunnar en hann segir að það hafi ekki verið neitt hættulegt. Steve hefur starfað sem skemmt- ana- og rekstrarstjóri á stærsta hommaskemmtistað í Danmörku, After Dark, sem eru fjórir staðir í einum í einu húsnæði á mörgum hæðum. í starfi hans felst öll kynning á staðnum út á við og skipulagning á dagskrá en skemmtikraftar koma alls staðar að úr heiminum. Auk þess kemur Steve fram á staðnum í hinum ýmsu hlutverkum. Eftir að Pétur missti vinnuna hefur hann gripið í að aðstoða Steve á skemmtistaðnum. Pétur undirritar giftingarsáttmálann. Steve tekur á meðan við árnaðaróskum móður sinnar en hinn vigsluvotturinn, Rene, sem skartaði indíánafjöðrum í tilefni dagsins, fylgist með. Pétur tók sér eftirnafn Steves við giftinguna og heitir nú Pétur Einar Jóhannesson Rotherforth. Bónorð á götu úti Þeir Pétur og Steve voru ekki búnir að þekkjast nema fáeinar vikur þegar Steve bað Péturs. Það gerðist með þeim hætti að þeir voru að koma heim af diskóteki snemma nætur og leiddust og létu vel hvor að öðrum einhvers staðar í miðborg Kaup- mannahafnar. Þá bar að hóp af ungu fólki frá Egyptalandi sem gaf sig á tal við þá félaga og lék forvitni á að vita hvers vegna þeir væru að kyss- ast. Það spurði margs um málefni samkynhneigðra og þegar það frétti að í bígerð væri löggjöf sem leyfði samkynhneigðum aö giftast spurði það hvers vegna þeir giftust þá ekki bara. Þá kraup Steve á götuna fram- an við Pétur og bað hann að giftast sér. Og þegar Pétur játti því kvað við hressilegt lófatak frá fólkinu. Síðan tók við bið eftir því að Steve fengi ríkisborgararétt í Danmörku en til þess að samkynhneigðir geti gifst verður annar aðilinn að vera danskur ríkisborgari. Pétur tímdi hins vegar ekki að fóma sínum ís- lenska ríkisborgararétti fyrst það var ekki nauðsynlegt, til þess eru ræturnar til landsins of sterkar. Skrítna amaryllis-blómið Einhverjir kunna að spyrja að loknum lestri á þessu viðtali hvers vegna í ósköpunum samkynhneigðir séu eiginlega að giftast. Svarið við því er í raun ósköp einfalt: af ná- kvæmlega sömu ástæðum og gagn- kynhneigðir giftast. Þeir vilja deila kjörum í viðurkenndu sambandi með þeim sem þeir elska og öðlast um leið þau réttindi og þær skyldur sem hjónabandi fylgja. Þar kemur erfðaréttur mjög sterkt inn í, svo og ekkna- og ekklabætur. Undir lok samtalsins, sem ég átti við þá Pétur og Steve kvöldið fyrir brúðkaupið, sögðu þeir mér sögu sem hér fer á eftir: Þannig var að þegar Steve og Ole, sem lést úr eyðni, voru nýlega fluttir saman gaf systir Ole þeim blóm, amaryllis, og það blómstraði alltaf einu sinni á ári, á afmælisdegi Ole. En þegar Ole dó hætti blómið að blómstra. Öll þau ár sem Steve syrgði Ole blómstraði blómið ekki í eitt einasta skipti en þegar Pétur kom inn í líf Steves gerð- ust undur og stórmerki: amaryllis- inn fór að blómstra aftur og enn á afmælisdegi Ole. Svo skemmtilega vildi líka til að þetta árið kom blómið með stöngul og knúpp sem sprakk út á brúðkaupsdegi Péturs og Steves. Eða var það kannski engin tilviljun? Viðtal og myndir: Jón Þórðarson Vinir Péturs og Steve sýndu drag show. Hátt í tvö hundruð manna brúðkaupsveisla Ríkisborgararéttur Steves fékkst í janúar síðastliðnum og þá var ekki eftir neinu að bíða. Hjónaefnin ruku í að skipuleggja veislu, sauma og hanna búninga, sem þeir gerðu sjálf- ir, og gera ráðstafanir til að panta sal fyrir veisluna og síðast en ekki síst að panta tíma hjá dómara sem gaf þá saman í ráðhúsinu í Fredriksberg í Kaupmannahöfn síðastliðinn mánudag. Vígsluvottar voru frú Joyce Rot- herforth, móðir Steves, og Rene Sondergord, miðaldra maður, eig- andi diskóteksins After Dark sem Steve vinnur á. Þegar Pétur og Steve höfðu játast hvorir öðrum og dómar- inn, ung kona, hafði lýst þá hjón kváðu við mikil fagnaðarlæti í dóm- salnum frá fjölda af vinum þeirra hjóna sem viðstaddir voru vígsluna. Um kvöldið var síðan mikil veisla í sal í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Það skal tekið fram að á skilti við innganginn í salinn stóð að þar væru hvorki eiturlyf né vopn leyfð svo að allt fór fram með ró og spekt þó að hverfið hafi á sér neikvæðan stimpil í hugum margra. Hátt í 200 gestir mættu til veislunn- ar sem var haldin með Atlantis- útópíuna sem meginstef en sam- kvæmt goðsögninni um Atlantis var þar talið hafa verið mjög þróað ríki í eina tíð sem síðan hafi sokkið í sæ en íbúar ríkisins dreifst út um allar jarðir. Pétur var klæddur sem egypskur faraói og Steve sem Maya- indíáni en fólk af þeim kynþáttum er talið vera hreinir afkomendur Atlantisfölksins. Margir veislugesta tróðu upp með söng- og dansatriði, þar á meöal íslensk stúlka, Marta Rúnarsdóttir, vinkona strákanna, sem ásamt kínverskum strák, Chang, sýndi frumsaminn nútíma- ballett sem túlkaði þaö er Atlantis rís úr sæ, en hluti af útópíunni kring- um Atlantis er að það muni rísa úr sæ á ný og þúsund ára sæluríki verða stofnað. Ónnur skemmtiatriði voru drag show frá skemmtistaðnum sem Steve vinnur á, söngvarinn Think- Fat-Bone tróð upp og svo mætti lengi telja. Eftir að brúðgumarnir höföu skorið fyrstu sneið af tertu einni mikilli, sem var eftirlíking af borg- inni Atlantis, með síkjum, virkjum og tilheyrandi, tóku þeir upp gjafir sem bárust. Á eftir var stiginn dans fram eftir nóttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.