Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1994, Side 15
LAUGARDAGUR 12. MARS 1994 15 Sérkennilegrar taugaveiklunar hefur gætt hjá sumum stjómmála- mönnum síðustu dagana vegna þess árangurs sem náðst hefur í samningaviðræðum þriggja af Norðurlöndum við Evrópusam- bandið eins og það heitir víst núna eftir enn eina nafnbreytinguna. Þetta á einkum við suma þing- menn og ráðherra sem sátu á fund- um erlendis um það leyti sem nið- urstaða samningaviðræðnanna lá fyrir. Þeim hefur vafalaust fundist að þeir væru að verða eitthvað ut- angátta á fjölþjóðlegum manna- mótum þar sem viðmælendur þeirra gátu skiljanlega um fátt ann- að talað en væntanlega aðUd ríkja sinna að Evrópusambandinu. Svo er þó að heyra að sumir sem sannfærðust um það í útlöndum að þeir væru að missa af einhverju, hvort sem það var nú strætisvagn eða hraölest, hafi tekið gleði sína á Norðmenn i eldlinunni í Brussel: Grete Knudsen viðskiptaráðherra og Björn Tore Godal utanrikisráðherra. Simamynd Reuter bandinu væri þar af leiðandi ein- göngu pólitísk gjörð. Hún lýsti póli- tískum vUja tíl að taka þátt í - en þó fyrst og fremst að lúta - því sam- evrópska pólitíska valdi sem kennt er við Maastricht. Ekki þarf að fara mörgum orðum um póÚtískt áhrifaleysi smáríkis- ins íslands í slíku Evrópusambandi sem hlyti fyrr en síðar að fá úrshta- vald um nýtingu auðlinda okkar, fiskimiðanna. Á þeim vettvangi yrðu íslenskir stjórnmálamenn fyrst og fremst í einhvers konar þykjustuleik. Þar með væri óhjá- kvænúlega verið að fórna miklum hagsmunumn fyrir litla. A hitt ber einnig að líta að þótt evrópski markaðurinn sé mikU- vægur fyrir íslendinga er brýnt að einblína ekki um of á næstu ná- granna okkar. Heimurinn er stærri en svo. Samgöngur eru nú með þeim Utangátta í útlöndum ný eftir að hafa heyrt í forsætisráð- herra sem virðist hafa haldið ró sinni í málinu. Staða sem kemur ekki á óvart Þetta óðagot og hræðslutal um pólitiska einangrun íslendinga, sem fylgt hefur í kjölfarið, er óneitanlega sérkennUegt þegar haft er í huga að atburðir síðustu daga og vikna í Brussel eru „samkvæmt bókinni" eins og það heitir á skákmáli. Þegar flestar Efta-þjóðimar sóttu um aðUd að Evrópusambandinu á sínum tima var einmitt að því stefnt að ljúka samningaviðræðun- um svo snemma að Austurríki, Svíþjóð, Noregur og Finnland gætu gengið inn í Evrópusambandið á árinu 1995. Sú áætlun virðist einfaldlega vera að ganga upp - ef kjósendur í viðkomandi ríkjum reynast sam- mála ríkisstjómum sínum um inn- gönguskUmálana. Þessi niðurstaða ætti því ekki að koma neinum á óvart. Síst af öllu þingmönnum sem tóku þátt í því fyrir einu ári eða svo að móta á Alþingi þá stefnu sem íslendingum bæri að fylgja ef og þegar núver- andi staða kæmi upp. Niðurstaða þingsins var sem kunnugt er sú að Islendingar ættu við þær aðstæður að semja beint við Evrópusambandið um að breyta EES-samningnum í tvíhliða samning en ekki reyna sjálfir við inngöngu í Evrópusambandið. Forsætisráðherra hefur skil- merkUega ítrekað þessa stefnu Al- þingis og ríkisstjómar og undir- strikað að umsókn um aðUd að Evrópusambandinu sé ekki á dag- skrá. Hins vegar hefur ríkisstjóm- in ákveðið að fela sérfræðingum við Háskóla íslands að gera úttekt á kostum og göUum slíkrar aðUdar. Vantrú eða viljaleysi? Annað af tvennu verður að segja um þá stjómmálamenn sem nú horfa með söknuði á eftir strætis- vagninum tíl Brussel og óska þess heitast að fá að vera þar innan dyra. Annaðhvort hafa þeir ekki haft neina trú á því að samningavið- ræður fjögurra Efta-ríkja um aðUd að Evrópusambandinu myndu ganga samkvæmt fyrirhggjandi áætlun og hafa því núna vaknað upp við vondan draum. Eða þeir em svona seinir að sýna vUja sinn í verki. Hafi það verið skoðun þessara þingmanna að ís- lendingar ættu að hafa samflot með hinum Norðurlöndunum inn í Evr- ópusambandið áttu þeir að sjálf- sögðu að beita sér fyrir því á Al- þingi og í ríkisstjóm að ísland sækti um aðUd um leið og Finn- land, Noregur, Svíþjóð og Austur- ríki. Það gerðu þeir ekki. íslensk stjómvöld tóku þvert á móti þá ákvörðun eftir miklar um- ræður um EES-máUð í þjóðfélaginu að sækja ekki um inhgöngu í Evr- ópusambandið með hinum Norður- löndunum heldur stefna á tvíhliða samning. Við það situr að sjálf- sögðu. Öflugt menningarsamstarf Auðvitað er ljóst að aðUd hinna Norðurlandanna að Evrópusam- bandinu mun hafa áhrif á norrænt samstarf, ekki síst til að byrja með. Orka stjómmálamanna og emb- ættismanna hinna Norðurland- anna ipun beinast að því að aðlag- ast breyttum aðstæðum og sameina kraftana á hinum nýja samstarfs- vettvangi þeirra. Það er jú yfirlýst- ur vUji margra Skandinava að sam- hæfa norræn viðhorf innan Evr- ópusambandsins svo að Norður- lönd geti haft þar einhver áhrif á gang mála. islendingar hafa að Laugardags- pistLU Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri sjálfsögðu eftir sem áður aUa möguleika til að fylgjast með og jafnvel taka þátt í þeim samtölum á pólitískum samstarfsvettvangi Norðurlanda eftir því sem ástæða þykir til. Hins vegar er því spáð að sjálf- stætt norrænt samstarf muni í framtíðinni beinast enn frekar inn á svið menningarmálanna sem reyndar eru þegar einn mikUvæg- asti hluti samvinnu bræðraþjóð- anna. Það er rétt stefna. Því meiri sem efnahagslegur og póUtískur samruni verður í Evrópu þeim mun mikUvægara er að efla menn- ingarstarf, Ustsköpun og menning- arlega sjálfsvitund smáþjóða eins og Norðurlanda. Þröngt sjónarhom Þegar roláð er upp tíl handa og fóta vegna þess að íslendingar séu að einangrast frá nágrönnum sín- um hlýtur að vera spurt um for- sendur slíkra upphrópana. Lýsa þær ekki fyrst og fremst afar þröngri hugsun? Hagsmunir íslendinga í Evrópu, eins og reyndar í samskiptum við ríki í öUum heimsálfum, eru fyrst og síðast viðskiptalegs eðUs. Hinn margræddi samningur um Evrópska efnahagssvæðið, EES, er í raun réttri víðtækur viðskipta- samningur sem getur haft mikU áhrif hér á landi ef íslendingar reynast menn til að nýta tækifærin sem hann skapar. EES leysti af hólmi að mörgu leyti ágætan tví- hUða viðskiptasamning Islendinga. Og nú blasir við, ef stækkun Evr- ópusambandsins verður að veru- leika á næsta ári, að inntaki EES- samningsins verði breytt í nýjan tvíhUða samning. Þess vegna er alveg ástæðulaust að halda því fram að hætta sé á viðskiptalegri einangrun íslend- inga í Evrópu. Ef rétt er á málum haldið af íslands hálfu eiga við- skiptahagsmunir okkar í álfunni að vera jafn vel tryggðir eftir stækkun Evrópusambandsins og þeir eru nú. Pólitískur þykjustuleikur AðUd íslendinga að Evrópusam- hætti að fljótlegt er að flytja ís- lenskar vörur á markað nánast hvert sem er á jörðinni. ísland Ugg- ur ekki aðeins miðja vegu milU Evrópu og Ameríku, heldur er einnig orðið harla stutt tíl Japans og annarra Kyrrahafslanda þar sem efnahagslegur uppgangur er með eindæmum kröftugur. Þar eru mögiUeikarnir mikUr, eins og at- hafnasamir íslendingar hafa þegar sýnt, ekki síst með útflutningi ýmissa sjávarvara. Næsti vagn enn dýrari í ljósi aUs þessa er full ástæða til að stjórnvöld hugi af stórauknum krafti að viðræðum viö Bandaríkin um fríverslun. Satt best að segja geta Bandaríkjamenn reynst ís- lendingum mikilvægir bandamenn í baráttunni gegn innflutningshöft- um af ýmsu tagi - jafnvel innan Evrópu. Þann lærdóm má í það minnsta draga af fiskistríðinu við Frakka en þeir gáfu þá fyrst eftir þegar Bandaríkjamenn hótuðu að svara fyrir sig í sömu mynt. Um leið ber að leggja verulega aukna áherslu á að efla gagnkvæm viðskipti íslendinga og Asíuþjóða. Núna hefur það síst af öUu tilgang að fara að elta strætisvagn sem er fyrir löngu lagður af stað - já, reyndar kominn langleiðina á endastöð. Þess ber svo að geta að allt bend- ir tíl þess að næsti strætisvagn tU Brussel leggi ekki af stað fyrr en eftir mörg ár. Og að þvi er best verður séð mun sú ferð verða bæði dýrari og óþægUegri fyrir farþeg- ana en sá kostur sem íslensk stjórnvöld hafa þegar hafnað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.