Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 5 Fréttir w Lögreglustjóraembættiö telur táragaspenna háða innflutningsleyfi sínu: Ovandadir menn kynnu að misnota pennana - segir Ómar Smári Ármannsson aöstoðaryfirlögregluþjónn „í reglugerð kemur fram að enginn megi nema með leyfi lögreglustjór- ans í Reykjavík flytja inn til landsins táragas í söluskyni. Þar kemur jafn- framt fram að lögreglustjórinn sé sá aðili sem hefur á hendi yfirumsjón með innflutningi til landsins af hálfu lögregluyfirvalda. Hann hefur hing- að til ekki gefið leyfi til að varningur sem inniheldur táragas og ætlaður er til almenningsnota fáist tollaf- greiddur hér á landi. Lögreglan hefur þó slík efni undir höndum, sem og heimild til þess að nota þau sam- kvæmt ákveðnum reglum sem settar hafa verið,“ sagði Ómar Smári Ár- mannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í samtali við DV. Greint var frá því í DV fyrir nokkru að öryggisþjónustan Vöktun hygðist flytja inn 300 til 400 stykki af táragas- pennum. í viðtah við blaðiö sagði Guðmundur Þóroddsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, penn- ana koma til með að verða til sölu hjá Vöktun ef engar athugasemdir yrðu gerðar við sölu þeirra að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Ómar Smári segir að engin beiöni hafl borist embættinu frá Vöktun varðandi leyfi til innflutnings tára- gass og að ólíklegt sé að lögreglu- stjóri gefi slíkt leyfi miðað viö óbreyttar forsendur. Hann sagði það jafnframt rétt hjá Guðmundi að full- trúar lögreglunnar hefðu tekið sýnis- horn af vörunni og sent það til rann- sóknar hjá Rannsóknastofu Háskóla íslands. Fyrir lægi álitsgerð sérfræð- inga um skaðsemi efnisins. „Það hefur og komið fram að efni, sem eru í þessum pennum eða brús- um, geta veriö mjög skaðleg fólki ef ekki er rétt að málum staðið. Hjá lögreglu eru til dæmis mjög stífar reglur um notkun táragass og hvern- ig á að sinna fólki sem gefið hgfur tilefni til notkunar þess. Það skiptir almenning miklu máli að hér á landi sé ekki á markaðnum aðgengilegt táragas sem þetta þar sem allt eins má telja líklegt að óvandaðir menn reyni að misnota það. Hins vegar má skoða hvort ástæða sé til að koma málum þannig fyrir að fólk, sem hef- ur ástæðu til að ætla að því verði ógnað, eða tengist málum eða störf- um þess eðlis, verði með einhverjum hætti gefinn kostur á að fá tímabund- in afnot af táragasi sér til verndar. Slík miðlun yrði þá að vera í höndum mjög ábyrgra aðila," segir Ómar Smári. Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Héraðsdómur úrskurðaði í gær 35 ára karlmann í gæsluvarðhald til 13. maí að kröfu fíkniefnadeildar lög- reglunnar. Maðurinn var handtek- inn á Miklubraut og fannst á honum tæpt kíló af hassi. Grunur leikur á að maðurinn hafl ekki starfað einn. Þá rann gæsluvarðhaldsúrskurður út yfir einum piltanna sem átti þátt að líkamsárás þar sem 13 tennur voru brotnar í munni ungs manns með meitli. Rannsóknarlögregla rík- isins fór fram á það í Héraðsdómi í fyrradag að pilturinn yrði úrskurð- aður í síbrotagæslu og féllst dómur- inn á 46 daga gæsluvarðhald. Tvær rótgrónar byggingavöruverslanir hafa nú tekið sig saman um að bylta opnunartíma á byggingavörumarkaðinum og hafa opið frá kl.08.00 til 21.00 alla daga - og um helgar líka! Nú færðu allar bygginga- vörur sem þú þarft - þegar þú þarft - ogá sama lága verðinu! og um helgar líka! BYGGINGAVORUR Málarinn Það eru ekki margir sem geta boðið jafn fúllkomna eldhúsinnréttingu (og þá meinum við FULLKOMNA) íyrir þetta verð. Hvítlakkaðar hurðir. Ljósalistar og sýnilegar úthliðar úr beyki eða annarri viðartegund. KAM innréttingar eru alíslensk framleiðsla. Sjón er sögu ríkari. Líttu við í sýningarsal okkar, úrvalið kemur þér á óvart. METRO mögnuð verslun í mjódd Állabakka 16 @ 670050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.