Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 59 Afmæli Pétur Bergmann Ámason Pétur Bergmann Ámason, rafstööv- arstjóri hjá Ragmagnsveitum ríkis- ins á Bakkaíírði, Brekkustíg 1, Bakkaflrði, verður sjötugur á morg- un. Starfsferill Pétur fæddist á Bjargi við Bakka- íjörð en ólst upp að Höfn við Bakka- fjörð. Hann hóf ungur sjómennsku á smábátum frá Bakkafirði, fór síð- an til Reykjavíkur og lærði þar tré- smíði og stundaði jafnframt nám í orgelleik og kórstjórn hjá Páli Kr. Pálssyni og Sigurði Birkis. Auk trésmíðanna var Pétur lengst af vörubílstjóri en hann var í hópi þeirra sem fyrstir hófu rekstur vörubifreiða á Norðausturlandi á þeim tímum er vegalagning var í burðarliðnum og flestar ár óbrúað- ar. Fyrsta vörubifreið Péturs var herflutningabfll með fjórhjóladrifi sem hentaði vel íslenskum aðstæð- umþesstíma. Pétur hefur um áratuga skeið ver- ið organisti við Skeggjastaðakirkju en hann lét af því starfi fyrir skömmu. Hann hefur verið raf- veitustjóri við rafveitu Bakkafjarð- ar auk þess að hafa gegnt ýmsum nefnda- og trúnaðarstörfum. Fjölskylda Pétur kvæntist 20.5.1950 Sigríði Guðmundsdóttur, f. 24.7.1929, d. 28.11.1989, húsmóður og skrifstofu- manni. Hún var dóttir Guðmundar Kristins Siguijónssonar og Mörtu Brynjólfsdóttur sem bjuggu að Kols- holtshelliíFlóa. Synir Péturs og Sigríðar eru Árni Bergmann Pétursson, f. 13.11.1950, rafvirkjameistari á Akureyri, kvæntur Oddnýju Hjaltadóttur og eiga þau þrjú börn; Kristinn Péturs- son, f. 12.3.1952, framkvæmdastjóri á Bakkafirði og fyrrv. alþm., kvænt- ur Hrefnu Sigrúnu Högnadóttur og eiga þau þrjú börn; Bjartmar Pét- ursson, f. 14.12.1954, framleiðslu- og sölustjóri í Þýskalandi en sambýlis- kona hans er Helga Lára Helgadótt- ir en Bjartmar á fjögur böm frá fyrra hjónabandi með Aðalheiði Björnsdóttur; Baldur Pétursson, f. 11.1.1958, deildarstjóriíiðnaðar- ráðuneytinu, kvæntur Salome Her- dísi Viggósdóttur og eiga þau tvö börn; Brynjar Bergmann Pétursson, f. 3.3.1961, vélstjóri í Grindavík, kvæntur Svanhildi Káradóttur og eiga þau eitt barn; Ómar Pétursson, f. 9.4.1969, útgerðarfræðingur og nemi, kvæntur Sigrúnu Guðmunds- dóttur og eiga þau eitt barn. Systkini Péturs voru fjögur: Eyþór Bergmann Árnason, f. 1.12.1915, d. 5.5.1990, sjómaður á Bakkafirði; Friðmar Bachmann Ámason, f. 17.6. 1918, sjómaður á Bakkafirði; Sigurð- ur Árnason, f. 26.12.1919, d. 25.4. 1979, framkvæmdastjóriá Þórshöfn; Guðrún Margrét Árnadóttir, f. 17.8. 1921, húsmóðir á Bakkafirði. Foreldrar Péturs voru Árni Frið- riksson, útvegsb. á Höfn á Bakka- firði, og kona hans, Petrína Péturs- dóttirhúsfreyja. Ætt Árni var sonur Friðriks, b. á Haf- ursstöðum í Þistilfirði, Einarssonar. Móðir Friðriks var Ásta, systir Guð- rúnar, langömmu Kristjáns frá Djúpalæk. Ásta var dóttir Benja- míns, b. í Kollavíkurseli, Ágústínus- sonar í Múla, Jónssonar, b. á Am- dísarstöðum, Halldórssonar, bróður Jóns, afa Jóns Sigurðssonar á Gaut- löndum, langafa Jóns Sigurðssonar ráðherra. Móðir Árna var Guðrún Árnadóttir, b. á Mel, Jónssonar og konu hans, Rannveigar Gísladóttur, b. í Höfn, Vilhjálmssonar. Móðir Gísla var Hallný Gísladóttir, b. í Strandhöfn, Jónssonar. Móðir Gísla í Strandhöfn var Elísabet Jónsdótt- ir, b. í Geitavík, Ámasonar. Móðir Jóns var Ingibjörg Jónsdóttir, „Galdra-Imba“. Petrína var systir Kristbjargar, ömmu Pálma Gunnarssonar tónlist- Pétur Bergmann Arnason. armanns. Petrína var dóttir Péturs, b. í Dalshúsum, Sigurðssonar, bróð- ur Hólmfríðar, ömmu Gunnars Gunnarssonar skálds. Bróðir Péturs í Dalshúsum var Jón, afi Jóns Gunnlaugssonar, læknis á Selijarn- amesi. Pétur verður að heiman á afmæl- isdaginn. Ragnar Öm Pétursson Ragnar Örn Pétursson veitingamað- ur, Suðurgarði 4, Keflavík, verður fertugur á morgun. Starfsferill Ragnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Laugarneshverfinu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Skógaskóla 1970, hóf framreiðslunám á Hótel Borg 1971 og útskrifaðist 1974. Ragnar starfaði á Hótel Sögu, í Snorrabæ (gamla Silfurtunglinu) og í Brauðbæ. Hann hóf veitingarekst- ur í KK-salnum í Keflavík 1983, starfrækti Glaumberg í Keflavík 1986-91 og stofnaði fyrirtækið Flug- veitingar hf. 1987 sem sér um veit- ingarekstur í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Ragnar varð meðlimur í Bar- þjónaklúbbi íslands 1976, var for- maður hans um skeið og er núver- andi varaformaður, auk þess sem hann sat í stjórn Félags framreiðslu- mannaumtíma. Ragnar var íþróttafréttamaður á Vísi og Tímanum og á Ríkisútvarp- inu 1981-85 og hefur verið fréttarit- ari Ríkisútvarpsins á Suðurnesjum frá 1985. Hann hefur starfað við út- varpsstöðina Brosið í Keílavík frá stofnun og er frétta- og dagskrár- stjóri stöðvarinnar. Ragnar var knattspyrnudómari 1975-85 og dæmdi síðustu árin í fyrstu deild, var formaður sund- deildar Ármanns í nokkur ár, sat í sundráði Reykjavíkur, hefur setið í íþróttaráði Keflavíkur frá 1986, ver- ið varaformaður ráðsins frá 1988 og er formaður íþróttabandalags Keflavíkur frá 1988. Hann er vara- formaður ferðamálanefndar Kefla- víkur og Njarðvíkur frá 1990 og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Keflavík 1990-94. Þá er hann félagi í Kiwanisklúbbnum KeiliíKeflavík. Fjölskylda Ragnar kvæntist23.2.1975 Sigríði Sigurðardóttur, f. 16.8.1953, hús- móður. Hún er dóttir Sigurðar R. Sigurðssonar, bankastarfsmanns í Reykjavík, og Guðbjargar Óskars- dótturhúsmóöur. Börn Ragnars og Sigríðar eru Guðrún Björg Ragnarsdóttir, f. 15.8. 1974, nemi; Ragnar Már Ragnars- son, f. 30.12.1976, nemi; Laufey Ragnarsdóttir, f. 19.9.1980; Bjarni Ragnarsson, f. 19.9.1980. Albróðir Ragnars er Ólafur Bjarni Pétursson, f. 22.4.1959, bifreiðar- stjóri í Reykjavík. Hálfbræður Ragnars, samfeðra, eru Pétur Pét- ursson, f. 12.11.1953, bankastarfs- maður og sýningamaður í Reykja- vík; Gunnar Pétursson, f. 6.4.1970, nemi í Reykjavík; Samúel Péturs- son, f. 4.11.1976, nemi í Reykjavík. Foreldrar Ragnars eru Pétur Þor- grímur Kristjánsson, f. 22.9.1934, bifreiðarstjóri í Reykjavík, og Dúna Bjarnadóttir, f. 11.6.1936, sjúkrahði. Ætt Pétur Þorgrímur er sonur Krist- jáns, fostjóra og stofnanda Austur- bæjabíós, bróður Ólafs hrl., tón- skálds og stofnanda SVR, Péturs, forstjóra SVR, og Gests myndlistar- manns. Kristján var sonur Þor- gríms, söðlasmiðs í Laugamesi, Jónssonar og Ingibjargar Kristjáns- dóttur, hálfsystur, sammæðra, Torf- Ragnar Örn Pétursson. hildar Guðnadóttur, langömmu Davíðs forsætisráðherra. Móðir Pét- urs Þorgríms er Árnbjörg Árnadótt- ir, fiskmatsmanns í Viðey, Árnason- ar og Þóru Þorkelsdóttur frá Syðsta- koti á Miðnesi, systur Guðjóns, afa Kristjáns í KK-sextettinum, fóður Péturs söngvara. Dúna er systir Ragnars söngvara. Dúna er dóttir Bjarna hljómsveitar- stjóra, bróður Ágústs, forstjóra Landmælinga ríkisins. Bjarni var sonur Böövars á Reykhólum, bróð- ur Ragnheiðar, móður Jóns Leifs. Böðvar var sonur Bjarna, b. á Reyk- hólum, Þórðarsonar, bróður Gísla, langafa Klemenzar Jónssonar leik- stjóra. Móðir Bjarna var Ragnhildur Teitsdóttir, systir Önnu, langömmu Guðrúnar Ágústsdóttur borgarfull- trúa. Móðir Dúnu var Lára Magnús- dóttir, b. á Hafnarhöfða, Kristjáns- sonar og Guðrúnar Mikaelsdóttur. Ragnar Öm og Sigríður taka á móti gestum eftir kl. 20.00 á afmæhs- daginn í Veitingahúsinu Stapanum. Jenný S. Lárusdóttir Jenný Schiöth Lámsdóttir húsmóð- ir, Vogatungu 89a, Kópavogi, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Fjölskylda Jenný er fædd á Firði í Barða- strandarsýslu og ólst upp þar og á Bæ á Bæjamesi og Breiðuvík í Rauðasandshreppi. Hún lærði fata- saum m.a. hjá Rudolf Hansen og á orgel hjá Sæmundi Einarssyni, org- anista og kennara. Jenný vann margvíslega vinnu ásamt húsmóð- urstörfum. Hún hefur verið búsett í Kópavogi síðustu 13 árin en bjó áður í Reykjavík. Jenný giftist 1939 Guðmundi Guð- jónssyni, f. 14.3.1904, kennaraí Reykjavík, þau skildu eftir 1948. Foreldrar hans: Guðjón Guðmunds- son, verkstjóri í Reykjavík, og Helga Jóhannsdóttir, þau skildu. Synir Jennýjar og Guðmundar: Svavar, f. 27.1.1932, kennari, maki Rósa Guðmundsdóttir sérkennari, þau em búsett í Kópavogi og eiga eina dóttur, Margréti, hennar mað- ur er Guðjón Steingrímur Birgisson, þau eiga þrjá syni, Tuma, Viktor og Isak; Helgi, f. 25.10. Í936, d. 30.11. 1984, bankamaður í Reykjavík, hans kona var Hrafnhildur María Thor- oddsen, þau eignuðust sex börn, Guðmund Kristin, Mjöll, Helga Hrafnkel, Atla, Steinar og Drífu. Systkini Jennýjar: Axel Schiöth, látinn, hans kona var Ragnheiður Jónsdóttir; Ásbjöm Schiöth, látinn; Guðrún Schiöth, látin, hennar mað- ur var Haraldur Magnússon; Sig- urður Schiöth, maki Þórunn Jóns- dóttir; Júlíus Schiöth, maki Guð- björgBjarnadóttir; Svava Schiöth, látin, hennar maður var Snorri Kristjánsson; Soffia Schiöth, maki Benedikt Hjartarson; Baldvin Schi- Jenný Schiöth Lárusdóttir. öth, látinn; Jón Schiöth, látinn, hans kona var Guðbjörg Hjartardóttir; Óskar Schiöth, maki Guðbjörg Ól- afsdóttir; Hlíf Alfoldina Schiöth, lát- in, hennar maður var Þorleifur Jónsson. Foreldrar Jennýjar: Láms Ás- bjarnarson, f. 19.9.1877, bóndi á Hhði á Álftanesi, og Helga Guðrún Sigurðardóttir, f. 13.4.1875, hús- freyjaáHliði. . maí Jóna V. Guðjónsdóttir, Hrafnistu v/Kleppsveg, Reykjavík. Sigríður Kristjánsdóttir, Vogabraut 3, Höfn í Hornafirði. Ragnheiður J ónsdóttir, Vogatungu 25, Kópavogi. ara Þórarinn Guðnason, Sjafnargötu 11, Reykjavík. Ólafia Magnúsdóttir frá Gilstjaröarbakka, Deiidartúni 5, Akranesi. Hún tekur á móti gestum í Félags- heimilinu Miðgarði í Innri-Akra- neshreppi á afmælísdaginnfrá kl. 14-19. Guðrún Hansdóttir, Grundargötu2, ísafirði. Margrét Andrésdóttir, Hásteinsvegi 39, Stokkseyri. Eyjólfur Sjgurðsson, Skipasundi 75, Reykjavik. Guðný Björnsdóttir, Sólborg.Akureyri. Þórunn Ásgeirsdóttir, Bárugötu 17, Akranesi. Eria Magnúsdóttir, fyrrv. gæslu- kona, Skeiðarvogi 109, Reykjavxk. Húntekurá móti gestum laugardaginn7. maíáheimili dóttur sinnar að Hvassaleiti 10 frá kl. 15-19. Þorsteinn Kolbeins, bifreiðarstjóri hjáNorðurleið, Dunhaga 17, Reykjavík. Hann verður stadduríKiw- anishúsinuvið Sroiðjuvegl3aí Kópavopfrá ld. 16-18 á afmælisdaginn. ara Kristján Hafsteinsson, Stakkhömrum 21, Reykjavík. Stefán Sigurðsson, Kötlufelli 9, Reykjavík. Lúðvík GuðbergBjörnsson, Silfurtúni 12, Garði. Konahanser ÞórdísGarð- arsdóttir. Þaueruað heiman. Ósk Axelsdóttir, Suðurgötu 19, Akranesi. Erla Pálsdóttir, Hrauntúni 20, Vestmannaeyjum. Hörður Eiðsson, Skeljagranda 7, Reykjavík. Aðalsteinn Reimarsson, Kelduskógum, Djúpavogshreppi. Stefán Jónsson gjaidkeri, Bjarkarbraut 9, Dalvík. Kona hans er Ingibjorg Ásgeirs- dóttir verslunarmaður. Þau taka á móti gestum laugardag- hm 7. mai í Kiwanishúsínu (Bergó) frákl.21. Stedis Sigurbjörg Karisdóttir, Suðurgötu 94, Hafnarfirði. Erla Pétursdóttir, IJtlu-Hhð, Þorkelshólshrcppi. Gottskálk Eggertsson, Mávanesi 21, Garðabæ. Marteinn Vigfússon, Hafnarbyggð35, Vopnafirði. Ólafur Sturla Hafsteinsson, Fagrahjalla 78, Kópavogi. GunnarEgilsson, Árbæ, Gnúpvetjahreppi. Óskar Éinarsson, Hhðarbyggð 11, Garðabæ. Kristrún Davíðsdóttir, Krókabyggö 1, Mosfellsbæ. Björg Hilmisdóttir, Borgarheiði 8v, Hveragerði. Kristín Karlsdóttir, Smáratúni 5, Bessastaðahreppi. Ingigerður Einarsdóttir, Löngumýri 20, Garðabæ. Þorsteinn K. Kristiansen, Eskihlíð33,Roykjavík. Gunnar Bergsveinsson, Urðarliæð 1, Garðabæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.