Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 39 f Rauða hverfinu í Amsterdam: Fáklæddar stúlkur 1 rauðlýstum gluggum Eyþór Eðvarösson, DV, Amsterdam; Það eru fáir staðir í Evrópu sem hafa dregið til sín eins marga for- vitna ferðamenn og Rauða hverfið í miðborg Amsterdam. Tahð er að Qöldi ferðamanna sem heimsækir þetta litla hverfi skipti milljónum árlega. Þessi umdeildi staður hefur ytir sér dálítið dulmagnaðan blæ sem gerir hann spennandi og forvitnileg- an. Sumir segja að þar ríki frjáls- lyndi en aðrir kalla það siðleysi. í hugum annarra er Rauða hverfið nokkurs konar samnefnari fyrir umdeildar lausnir HoUendinga á erf- iðum þjóðfélagsvandamálum. Sitt sýnist hveijum. En hvað er Rauða hverfið og hvað er þar og hvers vegna er það svona umdeilt, vinsælt og spennandi? Blaðamaður DV fór og kynnti sér þetta umtalaða hverfi. Ástalífsvarningur í gluggunum Það fyrsta sem vekur athygli, þegar gengið er inn í þröngar göturnar milli hárra gafla Amsterdamhús- anna í Rauða hverfinu, eru margvís- legar „kynlífs“-smáverslanir sem standa á milli virðulegra antikversl- ana, lítilla kráa, notalegra kaífihúsa, íbúðarhúsa og matsölustaða. í upp- lýstum sýningargluggunum má sjá fjölbreyttan vaming sem miðaður er við þarfir ástalífsins. Af þeim varn- ingi sem á þoðstólum er má nefna plastdúkkur, gervigetnaðarhmi, svipur, ilmvötn, sápur, handjárn, „bláar“ myndbandsspólur og margt, margt fleira sem orðabók Máls og Menningar getur ekki um en uppá- tektarsamir elskendur geta nýtt sér í hita leiksins. í hverfinu er einnig að finna kynlífssafn þar sem flest það sem viðkemur kynlifi er sýnt og út- skýrt á mjög svo afdráttarlausan hátt. Kaffibúðir Hinar svokölluðu coffee shops eða kaffibúðir setja sinn svip á hverfið, enda gjarnan nokkuð ftjálslega mál- aðar. Menn gætu ætlað af nafninu að þar væri gott að slaka á og fá sér kaffisopa og kökubita eftir langa göngu. Slíkt er auðvitað hægt en þreyttum ferðamönnum er ráðlagt að láta kökurnar í friði því ýmislegt meira og sterkara en hveiti er notað við baksturinn. En vilji menn prófa þá eru þekktar kökutegundir eins og geimkökur (space-cakes) vinsælar en nafnið er dregið af vímuáhrifum bakstursefnanna sem eru m.a. hass og marijuana. Fyrir utan kaffi og kökur er hægt að kaupa veik eiturlyf í coffee shops. Ef menn eru mjög áhugasamir um þessa plöntuflokka þá er safn í hverf- inu sem eingöngu fiallar um þessa hluti. Neysla og sala veikari eiturly- fianna, þ.e. hass og marijuana, er leyfileg innan vissra marka í Hol- landi. Yfirvöld gefa út ákveðinn fiölda sérstakra leyfa til þeirra sem mega selja hin veikari efni. Með því móti hefur tekist að ná ákveðinni stjórn á neyslunni og þeim glæpum sem fylgja smygli og sölu efnanna á götunum. í coffee shops má sjá menn sitja í róglegheitunum undir háværri tónhst, starandi tómum augum í gegnum þykkan reykmökkinn og virðast ánægðir með sitt. Umdeildur og frekar dapurlegur lífsstíll en frjálst val fiölmargra. Eiturlyftil söluágötunum Á sumum götuhornum og brúm yfir síkin standa hinir svokölluðu sölumenn dauðans og hvísla nöfn eiturlyfianna að hugsanlegum kaup- endum; „extasy", „coke“. Varasamir menn sem virðast við fyrstu sýn vera að fylgjast með mannlífinu en eru fljótir að láta sig hverfa þegar stæltir þjónar hverfislögreglunnar hjóla framhjá. En margir lögreglumenn eru á vakt í hverfinu, bæði einkenn- isklæddir og óeinkennisklæddir. Harður heimur eiturlyfianna blómstrar í Amsterdam og ört vax- andi útflutningur skilar gríðarlega miklum tekjum inn í neðanjarðar- hagkerfið. Ef svo fer sem horfir verð- ur innan skamms flutt út frá Hol- landi meira af eiturlyfium en túlip- önum. Hættuleg þróun sem erfitt er að stjórna en neysla sterkra eitur- lyfia er vaxandi vandamál í Hollandi eins og annars staðar. Þær raddir gerast háværari sem vilja gera neyslu og sölu slíkra efna löglega á svipaðan hátt og með veikari eitur- lyfin. Betra sé að yfirvöld hafi hönd í bagga með þessum gríðarlega stóra og hættulega markaði heldur en hol- lenska mafían. Þannig telja menn að koma megi í veg fyrir þá hryllilegu glæpi sem fylgja miskunnarlausri samkeppni sölumannanna og þörf fíklanna fyrir peninga til að geta fiár- magnað kaupin á efnunum á upp- sprengdu verði á svarta markaðin- um. Vændi bannað ágötunum , í rauðlýstum gluggunum, sem nafn hverfisins er dregið af, standa fá- klæddar stúlkur sem reyna með eggj- andi hreyfingum og augnagotum að krækja í forvitna vegfarendur sem eru komnir til að svala forvitninni og/eða holdlegum hvötum. Ástæðan fyrir því að þær eru í gluggunum er sú að vændi er bannað á götunum. Áhugasamir ganga að gluggunum og spyrja um verðið og reyndir við- skiptavinir reyna að semja um lægra verð. Margs konar þjónusta er boðin og verðið ræðst af því hvað menn vilja. Ef um semst er viðskiptavinin- um hleypt inn og gluggatjöldin dreg- in fyrir. Líf vændiskvennanna er oft og tíð- um erfitt enda margir skrítnir sem til þeirra leita. Margar hafa aðstoðar- mann sem sér m.a. um að vernda þær fyrir hættulegum kúnnum. Shkir aðstoðarmenn eru gjarnan mjög kraftalega vaxnir og ekki árennilegir fyrir meðalmanninn. Vegfarendur sem gerast svo djarfir að hæðast að stúlkunum eða smella af ljósmynd þar sem shkt er bannað geta alveg eins átt á hættu að lenda úti í síki, tapa filmunni, myndavéhnni eða þaðan af verra. Ýmsar athyghsverðar rannsóknir hafa verið gerðar á lífi þeirra 20.000 vændiskvenna sem áætlað er að séu í HoUandi, þar af um 5000 í Amsterd- am. Margar vinna aðra vinnu á dag- inn, t.d. sem kennarar eða við al- menn skrifstofustörf og nokkur hluti þeirra hefur háskólagráðu. En þær eiga það margar sameiginlegt að hafa þurft að þola kynferðislega misnotk- un í æsku. Þær virðast velja að ge- rast vændiskonur í stuttan tíma vegna tekjumöguleikanna. En tahö er að meðal vændiskona hafi um 1600 krónur í tekjur á klst. Margar fá miklu meira en aðrar minna. í Hol- CBiKÍSKSP mmti ||THf BTSI VOETGA OVERS wm Re»es 1Am I Mil* i Það er sérkennileg blanda af hættulegum viðskiptum, ást, næturlífi og rómantík sem einkennir þetta margfræga hverfi sem svo margir koma til að sjá og upplifa. DV-mynd Eyþór Eðvarðsson landi er vændi leyfilegt og vændis- konur hafa ákveðnar skyldur og rétt- indi eins og aðrar starfsstéttir og greiða m.a. skatta. Þær hafa eigið hagsmunafélag sem heitir „Rauði þráðurinn" og berst fyrir réttindum þeirra. Þær eru m.a. skyldaðar til að fara reglulega í læknisskoðun til að fá starfsleyfi. í flestum öðrum lönd- um þar sem vændi er stundað í trássi við lög er ekkert shkt eftirlit og því er útbreiðsla alvarlegra kynsjúk- dóma eins og alnæmis þar mun al- varlegra vandamál. Aldur vændiskvennanna er mjög misjafn. Sumar hta út fyrir að vera kornungar og í sumum gluggunum má sjá konur sem komnar eru hátt á fimmtugsaldurinn. Margar stúlkn- anna eru mjög fallegar og þar standa gjarnan hópar af forvitnum áhorf- endum sem njóta þess að horfa á fal- legar fáklæddar stúlkur en fyrir utan suma gluggana sést enginn. Hresstfólk að skemmta sér Það koma ekki allir í Rauða hverf- ið til þess að notfæra sér þjónustu vændiskvennanna eða kaupa sér eit- urlyf. Stór hluti þeirra sem þangað sækja kemur til þess að skemmta sér á þeim fiölmörgu börum sem þar eru. Hressir barþjónar, góð dihandi tónhst og fólk sem greinilega er kom- ið til að skemmta sér er stór hluti þessarar menningar sem einkennir hverfið. Bjórinn er ódýr og góður og Hohendingar kuiina vel að fara með áfengi. Menn rölta rólega mUli kránna, kaupa einn eða þrjá og spjalla í bróð- erni við næsta mann um lífið og til- veruna. Stoltir Hollendingar segja frá því að hollenska fótboltalandshð- ið hljóti að vera miklu betra en það íslenska. Á steinlögðum götunum meðfram síkjunum sjást ástfangin pör á öllum aldri, ahs staðar úr heim- inum, leiöast og kyssast, og hógværir japanskir eiginmenn smeUa mynd af eiginkonunni. Líklega er það þessi sérkennUega blanda af hættulegum viðskiptum, ást, næturlífi og róman- tík sem einkennir þetta margfræga hverfi sem svo margir koma til að sjá og upplifa. TÆKIFÆRISGJAFIR 'ceMzw/waAMii 20 ötJu ó’S-OO-6'6' t með meiri/idtta^ Félagsfundur: ,|v f Magnús L. Sveinsson Séra Sigurður Helgi Guðmundsson Bygging hjúkrunaríbúða Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlnasal, mánudaginn 9. maí n.k. kl. 20:30. Fundarefni: 1. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í byggingu hjúkrunaribúða. 2. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í fyrirhugaðri byggingu hjúkrunarheimilis í Suður-Mjódd. Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, formaður VR og Séra Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri Eirar. Guðmundur Jónsson Fundarstjóri: Guðmundur Jónsson Félagsmenn VR eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðunartöku um þessi þýðingarmiklu mál. Kaffiveitingar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.