Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. MAl 1994 Kvikmyndir Sumarsmellir ársins Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á þær myndir vestan- hafs sem ætlunin er að sýna í sum- ar. Þegar skólum hkur er meiri tími til að stimda kvikmyndahús fyrir unglingana auk þess að fjár- ráðin aukast og þvi tjalda kvik- myndaframleiðendur sínu besta í harðri samkeppni um hylli áhorf- enda. Að venju er boðið upp á fjöl- breytt efni, aílt frá gamanmyndum upp í hörku trylla. Það verður boð- ið upp á nýjar myndir byggöar á bókum einna tveggja vinsælustu Umsjón Baldur Hjaltason rithöfunda Bandaríkjanna í dag, þeirra Tom Clancy og John Gris- ham. Það kannast flestir viö mynd- imar The Firm og svo The Pehcan Brief sem hafa verið sýndar á und- anfömum ámm og eru byggðar á bókum Grisham. Nú bætist við myndin The Chent. Það em hvorki þau Tom Cruise eða Julia Roberts sem leika aðalhluverkin heldur þau Susan Sarandon og Tommy Lee Jones. Myndin fjahar um 11 ára snáða sem verður vitni að morði sem tengist bæði mafíunni og bandarískum þingmanni. Lög- reglan vih að harm segi frá ódæð- inu og óvinir hans vilja drenginn feigan. En ungur lögfræöingur reynist honum mikil hjálparheha. Harrison í hlutverki Ryans Aðdáendur Tom Clancy fá að sjá kvikmyndaútgáfuna af Clear and Present Danger í þetta sinn. Áður hafa verið gerðar myndimar The Hunt for Red October og svo Patri- ot Games eftir bókum hans. í þess- ari nýju mynd er valinn maður í hverju rúmi. Leikstjórinn er Phillip Noyce, sem leikstýrði á sín- um tíma Patriot Games, og einnig nýlega Shver, sem varð nú ekki eins vinsæl og vonir stóðu th þótt sjálf Sharon Tate reyndi sitt besta til að virka kynæsandi á áhorfend- ur. Handritahöfundurinn er Steven Zaillian, sem skrifaði handritið að Spielberg-myndinni Schindler’s List. Að lokum tekur Harrison Ford aftur við hlutverki Jack Ry- ans, sem honum fórst svo vel í Patriot Games, meðan Ann Archer leikur eiginkonu hans. Myndin flaUar um suður-amerískan eitur- lyfjahring og átök í kringum hann. Gamanmynd mynd Schwarzenegger Það hefur htið fariö fyrir Meryl Streep á hvíta fjaldinu á undan- fomum árum þótt hún hafi átt ágæt tilþrif í myndinni The House of Spirit. En nú gæti orðið breyting á því. í sumar fáum við aö sjá hana leika í myndinni The River WUd, sem hefur verið hkt við Deliver- ance, þar sem Streep færi með hlut- verk Burt Reynolds. Þetta er nefni- lega spennumynd sem fjallar um atvinnumann í siglingum sem ómeðvitandi eignast óvini sem vilja hann feiga. Streep verður því að berjast fyrir lífi sínu innan um kletta, grynningar og fossandi ár- strauma í The River WUd. Nafnið á myndinni segir einnig sína sögu. Svo er von á einni stórmyndinni enn frá Amold Schwarzenegger. Framleiðendur myndarinnar naga sig í handarbökin yfir því að hafa, eins og svo oft áður með myndir Amolds, misst tökin á framleiðslu- kostnaðinum en hann er kominn í Það er Harrison Ford sem leikur í Clear and Present Danger. Tim Burton í Ed Wood. um 9 mUljaröa íslenskra króna. Eldri myndir Schwarzeneggers hafa malað guU eins og Terminator 2 og Judgement Day, en hins vegar brást honum algerlega bogahstin í síðustu mynd sinni, The Last Acti- on Hero. Myndin var hreint og beint leiöinleg og allar tílraunir með tæknibreUur virkuðu óraun- hæfar og htt spennandi. Því er mik- Uvægt að Scwarzenegger takist vel upp eða ferh hans sem stórstjömu er lokið. Barnamynd Trae Lies er leikstýrð af James Cameron og fjaUar um náunga sem vinnur leynUeg störf fyrir ríkis- stjómina sem sérfræðingur í mál- eftium hryðjuverkasamtaka. Hann hefur haldið starfi sínu leyndu fyr- ir bæði eiginkonu og bömum en þegar þau komast að hinu sanna áttar hann sig á því að starfið er bamaleikur einn miðað við átökin sem hefjast innan íjölskyldunnar. Það er James Lee Curtis sem leikur á móti Schwarzenegger. Rob Reiner hefur verið einn besti leikstjóri HoUywood tU margra ára. Hann á að baki myndir eins og Misery, Stand by Me, Few Good Man og When Harry Met SaUy. SumarsmeUurinn hans er North, mynd fyrir aUa fjölskylduna. Hún fjaUar irni 11 ára snáða að nafni North sem finnst foreldrar sínir vanrækja sig og veita ekki þá ástúð og öryggi sem hann leitar eftir. Því á hann enga aðra ósk heitari en aö eignast nýja skUningsríkari for- eldra. Hann leggur því af stað í leit að hinum fullkomnu foreldram í leiðsögn vemdarengUs sem er klæddur sem kanína. North er leik- inn af bamastjömunni Ehjah Wo- od sem sló í gegn í The Good Son. Það er hins vegar sjálfur Brace Wilhs sem leikur vemdarengihnn og mun margur áhorfandinn án efa kætast yfir klæðaburði hans. Kevin Costner í kúrekamynd Og þá er komið að kúrekamynd- inni. í þetta sinn fáum við að sjá Kevin Costner í hlutverki þjóð- sagnapersónunnar Wyatt Earp. Leikstjórinn Lawrence Kasdan gerði einmitt 1985 kúrekamyndina SUverado þar sem Kevin Costner lék einn af fiórum kúrekum sem tóku saman höndum tU að berjast gegn misyndismönnum. Þessi mynd vakti áhuga á ný á kúreka- myndum eftir aö þær höfðu verið í lægð í nokkum tíma. Á undanf- ömum áram höfum við séð margar góðar kúrekamyndir, ekki síst Un- forgiven, sem hlaut í fyrra Óskars- verðlaunin. Kevin Costner sló einnig í gegn með indíánamyndinni Dances with Wolves og ætti því að faUa vel inn í kúrekahlutverkið. Það er athyghsvert að fyrr á árin- um var frumsýnd önnur mynd um Wyatt Earp. Það var myndin Tombstone þar sem Kurt Russel fór með hlutverk Earps. Það fór lítið Susan Sarandon í The Client. fyrir þessari mynd og spá fáir aö hún hafi áhrif á vinsældir Wyatt Earp. Kevin Costner þarfnast þess að Wyatt Earp gangi vel því síðasta mynd hans, A Perfect World, gekk ekki vel þótt leikurinn væri góður og sjálfur Clint Eastwood var leik- stjórinn. Það era þeir Dennis Quaid og Michael Madsen sem fara með önnur hlutverk. Þjóðsagna- persónan Ed Wood Áðurgreindar myndir era aðeins hluti þeirra mynda sem verða frumsýndar í sumar. Við munum einnig sjá mynd með hjartaknúsar- anum Álec Baldwin, sem ber heitið The Shadow. Hún er leikstýrð af RusseU Mulcahy sem geröi á sínum tíma The Highlander. Þaö sem ger- ir þessa mynd ekki síst forvitnUega er að handritahöfundurinn David Koepp á að baki ekki óþekktari myndir er Jurassic Park, CarUto’s Way, Death Becomes Her og svo síðast The Paper. Þetta er gaman- mynd með alvarlegu ívafi. Það hefur áöur veriö rætt um WoR hér á síðum helgarblaösins en það er mynd um mann sem breytist í úlf eftir að hafa verið bit- in aí úlfi. Það sem gerir þessa mynd forvitmlega er hverjir standa að gerð hennar. Þaö er Jack Nicholson sem leikur úlfamanninn, Michelle Pfeiffer, sem leikur vinkonu hans, og svo sjálfur Mike Nichols sem leikstýrir en hann leikstýrði mynd- um eins og The Graduate og Carnival Knowledge. Það veröur gaman að sjá Nicholson breytast úr hlutverki skrattans í The Wit- hches of Eastwick yfir í úlfamann- inn í Wolf. Að lokum má geta þess að Tim Burton verður með nýja mynd sem ber heitið Ed Wood. Þetta er mynd byggð á sannsögulegri samnefndri persónu. Þessi Wood varð frægur fyrir B myndir sínar eins og Plan 9 from outer Space, sem talin hefur verið ein versta mynd sem gerð hefur verið þótt hún væri bráð- fyndin á köflum. Það er Tim Burton sem leikur Wood en Johnny Deep leikur sjálfan Bela Lugosi sem lék einmitt í myndum Ed Wood. Það verður gaman að sjá hvemig mynd Tim Burton dregur upp af Wood en hann er þekktur meðal áhuga- manna um hryllingsmyndir fyrir einstaklega lélegar myndir. Hann varð þó með áranum eins konar þjóðsagnapersóna og í dag era myndir hans sýndar t.d. í kvik- myndaklúbbum. Tim Burton er vanur að fara sínar eigin leiöir eins og myndir hans Batman II og The Nightmare Before Christmas end- urspegla. Það verður því meira en nóg að gera í sumar. Flestar þessar mynd- ir koma fljótlega til íslands þar sem íslenskir kvikmyndahúsaeigendur era yfirleitt snöggir að útvega sér það nýjasta vestanhafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.