Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 Erfið ár í kjölfar hörmulegs bílslyss: Sektarkenndin býr alltaf í mér - segir Sigurður Óli Bragason, 23ja ára, sem var einn fímm ungra pilta sem lifði af bílslys íyrir tæpum sex árum Þetta er minjagripur Sigurðar Óla því þessi teinn var lengi í fæti hans. Billinn hans Sigurðar eftir hið hörmulega slys. Það telst kraftaverk að hann skyldi sleppa lifandi. „Ég mun aldrei gleyma þessum degi, hann lifir með mér hvern dag. Ég vakna mjög oft á næturnar og finn nærveru einhvers sem ég get ekki séð. Það gerðist síðast í nótt en þá svaf ég ekkert vegna þess. Yfirleitt sef ég við ljós til að mér líði betur. Mér finnst alltaf eins og einhver sé yfír mér og get þess vegna ekki fest svefn. Ég kem oft ósofinn í vinnu,“ segir Sigurður ÓU Bragason, 23ja ára, sem lenti í hörmulegu bílslysi fyrir tæpum sex árum. Sigurður ók öðrum bílnum og með honum var jafnaldri hans og frændi. í bíi sem kom á móti þeim voru þrír ungir drengir frá Selfossi. Bílarnir skullu saman og fjórir ungir piltar létust. Sigurður Óli var sá eini sem komst lífs af. „Þetta er hræðileg lífsreynsla sem ég vildi ekki að nokkur maður þyrfti að upplifa," segir Sigurður Óli. Hann ber enn líkamleg merki slyssins þótt mesta furða sé hversu vel hann hefur sloppið. „Annar fótur minn styttist um fimmtán sentímetra. Ég missti tennur og er því með gervitennur. Einnig verð ég að passa mig í matar- æði þar sem ég fór mjög illa innvort- is. Mér verður oft illt af mat, stund- um þoli ég hann og stundum ekki. Þótt ég fmni fyrir mörgum líkamleg- um kvillum eftir slysið er andlega hliðin verst,“ segir Sigurður Óli. „Maður heldur að maður geti komist yfir þetta en það er ekki hægt.“ - Hefur þú leitað þér hjálpar, t.d. hjá Sálfræðingi eða presti? „Nei, aldrei. Ég hef verið mjög lok- aöur og aðeins rætt þetta við mína nánustu. Fjölskylda mín hefur reynst mér alveg ótrúlega vel. Mér fmnst gott að tala um þennan atburð því þaö léttir mikið á mér.“ Leióinlegur afmælisdagur Þetta hörmulega slys gerðist á rétt- ardegi Sunnlendinga, 16. september 1988. „Ég átti átján ára afmæli tveim- ur dögum síðar," segir Sigurður. „Þetta er leiöinlegasti afmælisdagur sem ég hef lifað því þann dag vakn- aði ég á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans og fékk að vita hvað hafði gerst.“ - Manstu þennan dag? „Ég man alit þangaö til fimm hundruö metrum áður en slysiö gerðist. Þetta var réttardagur í Skeiðaréttum. Mér sýnist að örlögin hafi tekið í taumana því svo undar- lega vildi til að kvöldið áður var ég í sundi ásamt þessum látna frænda mínum, Hlyni Búasyni, og tveimur öðrum frændum. Allt í einu upp úr þurru fórum við að tala um dauðann. Við ræddum fram og til baka um allt sem viðkemur dauöanum og ekki síst um dauðaslys," segir Sigurður Óli og bætir við að þetta hafi hann engum sagt fyrr. Sigurður Óli var í sveit á Skeiöum og einnig vinur hans og frændi. „Á réttardaginn vöknuðum viö mjög snemma eins og venja er á slikum dögum og fórum í réttirnar. Ég og Hlynur frændi minn gengum mikið um og vorum að skoða bílaflotann sem þar var. Einn bíll vakti þó mesta athygli okkar því hann var mjög flottur. Viö vorum alltaf að skoða hann en þetta var einmitt sá bíll sem við lentum í árekstri við um kvöldið. Ég þekkti ekki þá sem voru í bílnum en vissi þó nafn á einum þeirra. Fjölgaði um einn Um kvöldmat fór ég heim í réttar- súpuna en ég hafði keypt mér bíl tíu dögum áður. Við ætluðum síðan á réttarball um kvöldið. Þaö stóð til aö við færum fimm saman á einum bíl. Síðan fjölgaði um einn þannig að ákveðið var að ég færi á mínum bíl. Mig langaöi ekki að fara einn svo ég bað Hlyn sérstaklega um að koma með mér í bíl. Við höfðum verið að horfa á setningu ólympíuleikanna í sjónvarpinu og ætluðum ekki á ballið fyrr en um eittleytiö. Viö höfðum báðir mikinn áhuga á dagskránni um leikana. Ég mundi það hins vegar um ellefuleytið að það var ekki nægilegt bensin á bdnum mínum því ég ætl- aði að ná í kærustu mina líka sem ætlaði með okkur á ballið. Við drifum okkur af stað og það var því miður ekki aftur snúið. Það næsta sem ég man er að ég vaknaði á gjörgæslu- deildinni. Það var allt hvítt í kringum mig og ég furðaði mig á hvar ég væri. Síðan sá ég slöngur og annað dót sem var tengt við mig og fann að ég gat ekki hreyft mig. Hjá mér sat séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahús- prestur. Hann sagði mér hvað hefði gerst og ég er mjög þakklátur fyrir hvemig hann gerði það. Foreldrar mínir voru rétt ókomnir en sem bet- ur fer var presturinn búinn að segja mér þetta þegar þau komu. Samviskubitió nagar Þetta var hörmulegur dagur og öll næsta vika á eftir. Ég bað engu að síður um að fá að sjá myndir og frétt- ir af slysinu. Það gæti hafa hjálpað mér að ég opnaði augu mín strax fyrir því sem gerst hafði og vildi vita um það. Ég veit ekki hvernig þetta gerðist og ég get hvorki sagt að það hafi verið mér að kenna né hinum þvi ég veit það ekki. Þetta bara gerð- ist og verður ekki aftur tekið. Maður verður líklega að sætta sig við að þetta átti víst að gerast. Eftir á hef ég sannfærst um það,“ segir Sigurður Óli. „Ég spyr mig mjög oft hvers vegna það var ég sem lifði. Oft óska ég þess að ég hefði dáið og einhver annar lifað þetta af. Það sem nagar sárast, þó þetta sé allt sárt, er að ég fékk frænda minn til að koma með mér. Einnig finnst mér mjög erfitt að hafa ekki heyrt frá foreldrum tveggja drengjanna sem voru í hin- um bílnum. Eg veit hver faðir annars þeirra er og hef séð hann en ekki kunnaö við að ræða við hann að fyrra bragði. Raunar fer ég allur hjá mér þegar ég sé hann.“ - Hefur þú samviskubit gagnvart foreldrum hinna drengjanna? „Mjög mikið og mér hefur liðið hræðilega illa vegna þess. Strákarnir í hinum bílnum voru alhr frá Sel- fossi og síðan þetta gerðist líður mér illa aö koma þangað. Ég var mjög þakklátur að strax eftir slysið komu foreldrar frænda míns til mín og ræddu við mig. Þau kenndu mér ekki um neitt og það var mér vissulega huggun og hjálpaði mér mikið. For- eldrar ökumannsins á hinum bílnum eru mjög góðir vinir móðurbróður míns og ég hitti þau fljótlega eftir slys- ið. Mér líður samt alltaf frekar illa í návist þeirra. Ég þori ekkert að tala um slysið við þau. Hins vegar veit ég að það hefði verið heppilegra ef ég hefði getað rætt við aðstandendur strax. Ég hugsa að bæði mér og þeim hefði hðið betur. Kannski finnst þeim of sárt að rifja þetta upp og jafnvel kenna þau mér eitthvað um, ég veit það ekki.“ Hjartað og vinstri handleggur sluppu - Hvað varstu mikið slasaður? „Ég var mjög mikið slasaður og láeknirinn sagði mér að það hlyti að vera kraftaverk að ég hefði lifað þetta af. Ég býst við að þrjár ástæður hafi orðið mér til lífs. Sú fyrsta að ég hafði verið i sveit alla mína ævi og var ípjög líkamlega vel á mig kom- inn. Önnur ástæðan er örugglega sú að einhver hélt verndarhendi sinni yfir mér og sú þriðja hversu fljótt ég komst undir læknishendur. Ég fékk færustu lækna eins og t.d. Rögnvald Þorleifsson sem bjargaði fætinum. Hægri fóturinn var mölbrotinn, rist- in, tærnar og lærleggurinn gekk saman um fimmtán sentímetra. Einnig skaddaðist vinstri kálfi, hend- ur brákuðust, fingur voru brotnir, neðri vörin var nær dottin af, ég var kjálkabrotinn, missti tennur, lifrin rifnaði, gamirnar sprungu, gall- blaðran eyðilagðist. Læknar sögðu að það væri fljótlegra að telja upp það sem slapp en það var hjartað og vinstri höndin. Þeim rétt tókst aö bjarga lungunum áður en þau féllu saman. Ég taldi einhvern tímann LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 37 Sigurður Óli og unnusta hans, Ingibjörg Guömundsdóttir, sem var aðeins fjórtán ára þegar slysið átti sér stað og þau nýbyrjuð að vera saman. Dóttir þeirra, Eva Yr, var mikil himnasending þvi að óvíst var hvort Sigurður gæti eignast börn. Nú er annað á leiðinni. Sigurður Óli t.v. um jólin 1988 ásamt systkinum sínum, Guðlaugu Erlu og Stefáni. Sigurður fór aftur á sjúkrahús tveimur dögum eftir að myndin var tekin. sextíu og tvö spor á maganum á mér. Ég efast ekki heldur um að bílbelti og að ég var á þýskum bfl, Volkswagen Golf, hafi bjargað lífi mínu.“ Mesta gleði - Gastu séð fyrir þér að þú ættir eftir að lifa eðlilegu lífi? „Ég sá ekki fram á að ég myndi ná mér þetta vel. Fóturinn var það illa farinn að ég taldi að ég myndi ekki ganga eða hlaupa framar né stunda nokkrar íþróttir. Einnig sá ég ekki fram á að geta borðað nokkuð sem gott væri. Vegna skemmda í maga og görnum þarf ég yfirleitt að hafa hægðir strax eftir máltíð. Ég hef hins vegar lært að lifa með þessu, hef fengið uppfylltan skó til að ganga eðlilega. Eg byijaði í skólanum eftir áramótin 1989 en ég hafði verið í Vélskóla íslands. Ég nennti ekki að hanga heima og langaði að klára námið þó það væri tvísýnt hvort ég kæmist nokkurn tíma á sjóinn. Skólastjóri skólans sýndi mér ein- staka tilhtssemi og gaf mér leyfi til að hafa frjálsa mætingu gegn því að ég stæðist prófin. Ég var á þessum tíma mikið hjá sjúkraþjálfurum og hefði ekki getað klárað námið nema með þessari undanþágu. Ég losnaði síðan tiltölulega fljótt við hækjurnar. Mesta gleði í lífi mínu var þegar við eignuðumst dóttur, Evu Ýr, sem nú er þriggja ára. Læknar höfðu sagt að tvísýnt væri hvort ég gæti eignast bam þar sem höggið lenti hka á kyn- fæmm mínum. Læknamir töldu þó að verr hefði farið ef við hefðum ver- ið á aöeins meiri hraða. Nú eigum við von á okkar öðm bami og emm mjög ánægð með það. Vorið 1989 lenti ég aftur á sjúkra- húsi en þá fékk ég garnastopp og þurfti að gangast undir aðra aðgerð. Eftir það hef ég sem betur fer sloppið aö mestu við sjúkrahúsvist." Kaldari tilfinningalega Unnusta Sigurðar heitir Ingi- björg Guðmundsdóttir. Hún var að- eins fjórtán ára þegar slysið átti sér stað. Þau höfðu þá verið saman rúma tvo mánuði. Ung stúlka, Margrét Auður Jóhannesdóttir, skrifaði skólaritgerð um Sigurð Óla og þetta hörmulega slys. í ritgerðinni segir Sigurður eftir unnustunni að hann hafi breyst mikið tilfinningalega eftir slysið. „Jú, þaö er rétt. Ég er miklu viðkvæmari gagnvart öðmm. Ég finn mjögtil með fólki sem lendir í slysum eða er öðruvísi en aðrir að einhverju leyti. Áður var ég mjög kaldur gagn- vart öllu slíku. Þegar ég heyri um stórslys langar mig oft til að hjálpa. Eitthvaö gerðist líka í höfðinu á mér þannig að ég á miklu erfiðara með að sýna tilfinningar en áður. Ég var mjög opinn og ófeiminn. í dag er ég fremur lokaður. Ingibjörg og fjöl- skylda hennar gáfu mér ómetanleg- an styrk í þessum erfiðleikum mín- um. Miðað viö hversu kornung hún var er óskiljanlegt hversu sterk hún hefur verið.“ Langar á sjóinn Draumur Sigurðar Óla hefur ver- ið að komast á sjóinn. Hann prófaði að fara á sjóinn í haust en þá kom í ljós að bakið er ekki í lagi. Sigurður hefur verið í þjálfun til að geta aftur farið á sjó en hann vonast til að geta orðið vélstjóri með full réttindi áður en langt um líður. „Ég fór aldrei í endurhæfingu eftir slysið, æfði mig bara heima og fór mikið í sund. Þaö eyðilögðust fimmtíu prósent af vöðv- um í lærinu og það tók tíma að vinna þá upp,“ útskýrir hann. „Ég hef unn- ið að því í sex ár að ná bata og geri ekki ráð fyrir að mér takist það betur en komið er. Maður verður aö læra að lifa með þessu. Andlegu hliðina verður varla hægt að lækna enda var þetta svo stórt áfall. Það er varla hægt að lýsa því hvernig manni líður nema bara með einu orði; illa.“ - Ertu bílhræddur eftir þetta? „Nei, og það þakka ég foður mín- um. í lok nóvember þetta sama ár fékk ég að fara út af spítalanum í nokkra daga og hann lét mig setjast undir stýri í mikilli hálku og ófærð. Það hjálpaði mikið að fara svo fljótt aftur út í umferðina. Það sem skelfir mig hins vegar er þegar fólk fer óvar- lega yfir blindhæð - þá verð ég of- boðslega bílhræddur. Heimsóknir um nætur - Veistu hver það er sem ásækir þig á nóttunni? „Nei. Einu og hálfu ári eftir slysið dó amma mín sem hafði verið mér sem móðir því ég hafði verið mikiö hjá afa mínum og ömmu í gegnum tíöina. Eina nótt sat hún við rúm- stokkinn hjá mér og ég sá hana mjög skýrt. Kannski er þetta hún eða Hlynur frændi minn. Ingibjörg hefur verið að biðja mig að ræða við miðil en satt að segja hef ég ekki mikla trú á slíkum hlutum." - En hefur þú sjálfur einhveija skyggnigáfu? „Eg finn fyrir einhveiju en sé það ekki. Ég verð aö hafa kveikt á nótt- unni til að geta sannfærst um að enginn sé við rúmið þó ég finni fyrir nálægðinni. Það er mjög erfitt að lifa við þetta og mikið álag á líkamann. Ég hef sagt við ungt fólk: Keyrið var- lega því ef þið lendið í slysi mun ykkur líða illa í mörg ár. Það er mik- il byrði að bera.“ Og mikill glannaskapur - Nú er sumarið fram undan og góða veðrið. Búast má við að ein- hverja unga sveina langi til að kitla pinnann eins og það er kallað. Hefur þú einhver varnarorð til þeirra? „Ekki keyra of hratt, haidið ykkur viö tveggja stafa tölu á hraðamælin- um og notið alltaf öryggisbelti. Ég keyri oft austur yfir fjall og því mið- ur er allt of mikill glannaskapur þar. Það eru ekki bara strákar sem aka ógætilega því ég hef horft á menn um sextugt fara fram úr þar sem engar aðstæður eru til þess. Mig langar til að geta þess til að vara fólk við að ef maður lendir í slysi á ekki að loka málinu gagnvart tryggingafé- laginu því maður veit ekkert hvað getur komið upp síðar. Ég gerði þau mistök að loka máli mínu strax því síðan kom bakveikin upp og þá er ekkert hægt að gera. Góðirvinir Eitt var það sem gladdi mig mikið þegar ég dvaldi á Borgarspítalanum eftir slysið. Þá komu bekkjarsystkini Hlyns frænda úr Fellaskóla í Breið- holti í heimsókn til mín. Sú heim- sókn er mér ógleymanleg. Stuttu síð- ar fór ég í minningarathöfn sem haldin var um hann í Fellaskóla. Ég mætti mikilli hlýju þar. Einnig heim- sóttu mig níu krakkar sem við höfð- um kynnst lítillega á rúntinum og færðu mér Biblíu. Fremst í henni stóð. Ekki gefast upp, þínir vinir. Þetta sýnir hversu góðir íslenskir unglingar eru,“ segir Sigurður Óli Bragason sem veit nákvæmlega hvers virði lífið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.