Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 Dagur í lífl Jóns Baldurssonar bridgemeistara: Ekkert tekið í spil Jón Baldursson bridgemeistari í vinnunni sinni í bókhaldsdeild Flugleiða þar sem blóm biðu hans eftir sigurinn. Ég byijaði daginn á að fá mér Che- erios og keyrði síðan strákana í skól- ann, þeir eru 7 og 8 ára og heita Jón Bjami og Magni Rafn. Ég var kominn í bókhaldsdeild Flugleiða, þar sem ég starfa, klukkan níu. Stelpumar sem ég vinn meö era alltafjafn yndis- legar og færðu mér blóm í tilefni sig- ursins í París. Gunna var alveg sér- staklega yndisleg þennan daginn. í hádeginu fór ég niður í mötuneyt- ið okkar sem er í umsjón Guffa á Hótel Loftleiðum og fékk mér af sal- atbar og súpu. Ég borða yfirleitt þar í hádeginu. Það vom ekki mikil fundahöld þennan daginn í vinn- unni, aðeins einn stutfin- fundur. Starfið felst aðallega í pappírsvinnu. Ég sé um frakttekjur og er í góðu sambandi við inn- og útflytjendur og starfsfólkið á vöruafgreiðslu. Það vom reyndar margir sem hringdu í mig þennan dag til aö óska mér til hamingju með sigurinn, bæði vinir og vandamenn. Vinnudagurinn endar klukkan fimm og í þetta skiptið fór ég beint heim. Venjulega fer ég á einhverjar æfingar eða í annað stúss út af bridge-inu. Ég sleppti öllu slíku í þetta sinn, fór bara heim og lagði mig stutta stund - þreyttur eftir erf- iða helgi. Ég á svo góða eiginkonu sem passar að ég fái friö til hvíldar. Hún (Elín) kom reyndar heim stuttu á eftir mér en hún vinnur hjá Bridge- sambandinu. Margir halda að við tölum mikið um bridge en það er ekki rétt og það hefur ekki verið spil- aður bridge á heimili mínu í mörg ár. Erfiðarhjólbörur Eftir aö ég hafði lagt mig stutta sfimd fékk ég þaö verkefni frá frúnni að setja saman hjólbörur sem hún hafði verið að kaupa. Hún hefur mjög gaman af garðrækt en þaö sama verður ekki sagt um mig. Ég reyndi þó að koma saman hjólbörunum en það gekk ekki upp því engar leiðbein- ingar fylgdu með. Síðan beið kvöldmaturinn tilbúinn sem að þessu sinni samanstóð af fiskibollum með karrísósu. Ég hef oft gaman af að elda en lét henni það eftir að þessu sinni. Ég fór meira að segja á matreiðslunámskeið í fyrra. Síðan horfði ég á fréttir á báðum sjónvarpsstöðvunum. Það er nú ekki vani minn að gera það enda er ég lít- ill fréttafikill. Strákamir mínir eru yfirleitt svo háværir á þessum tíma að manni gefst varla friður til að ein- beita sér að efninu. Ritstjóri Bridgeblaösins, Guð- mundur Páll Amarson, leit síðan í heimsókn til að fá nokkur spil og gögn í sambandi við mótið um síð- ustu helgi. Stefán Guðjohnsen, sem skrifar um bridge í helgarblað DV, kom einnig sömu erinda fyrr um daginn. Eg horfði síðan á Sýn í sjónvarpinu en mér finnst voðalega gaman að fylgjast með umræðum þar. Þetta era hinir skemmtilegustu menn og kon- ur. Göngutúr um Elliðaárdal Loks fórum við Elin í göngutúr. Við búum í Breiðholtinu og löbbum daglega niður í Elhðaárdalinn en þar era margar skemmtilegar gönguleið- ir. Við löbbum yfirleitt í hálfa til eina klukkustund. Þegar ég veiktist í fyrra skipaði læknirinn minn mér að fara í göngutúra. Þá fannst mér það hundleiðinlegt en nú hef ég hina mestu skemmtun af því að fara út að ganga. Ég hef líka náð mér upp úr veikindum mínum og hef aldrei verið betri. Ég er viss um að göngu- túramir hafa hjálpað mér mikið. Nú og svo var ekkert annað að gera en skella sér í bað og síðan í háttinn. Það má eiginlega segja að þetta hafi verið mjög venjulegur dagur í mínu lífi þó ekki hafi verið tekið í spil. Finnur þú fimm breytingai? 256 Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi Ðmm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfh sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Rummikub-spil- ið, eitt vinsælasta flölskyldu- spil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfu og þjálfar hugareikning. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verölaun, heita: Mömmudrengur, Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban- væn þrá. Bækumar em geftiar út af Fijálsri fjölmiðlun. Merkið umslagjð með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 256 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð fimmtugustu og fjórðu get- raun reyndust vera: 1. Pálína Sigurjónsdóttir, Álftamýri 14, 108 Reykjavík. 2. Vigdís Þorsteinsdóttir, Lækjargötu 10 530 Hvammstanga. Vinningamir verða sendir heim.' i i ) I í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.