Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1994 Sérstæð sákamál Fjórir skothvellir Francisco Bagnato fór frá heima- landi sínu, Ítalíu, til þess aö leita hamingjunnar í Suöur-Afríku. Hann var þá rúmlega tvítugur. Þegar hann var orðinn tuttugu og sex ára kynntist hann Concettu Dentini. Hún var fimm árum yngri en hann og dóttir fiskimanns sem hafði flust frá Ítalíu. Um miðja öldina hafði Francisco verið kvæntur Cencettu í fimmtán ár. Áttu þau þá fimm börn á aldrin- um fjögurra til fjórtán ára. Þann tíma sem hjónabandið hafði staðið hafði Concetta reynst manni sínum góð húsmóðir og börnunum góð móðir. Bjó fjölskyldan í húsi við Prestwich-stræti í Höfðaborg. Var það allvel búiö húsgögnum. Samt hafði Francisco ekki alltaf miklar tekjur en hann var sjómaður á fiskibáti sem gerður var út frá heimaborginni. Gesturinn Þremur árum áður en þeir at- burðir gerðust sem hér segir frá hafði Giovanni D’Angelo, þá þrjá- tíu og þriggja ára, orðið mikill vin- ur fjölskyldunnar. Hann var inn- fluttur ítali og hafði gerst sjómaður á sama báti og Francisco. Er frá leið varð hann besti vinur hans. Giovanni hafði misst konu sína og þurfti því að sjá um sig sjálfur þeg- ar hann var í landi. í ítalska hverf- inu í Höfðaborg var mikil samstaða og því þótti eðlilegt að Francicso og Concetta veittu honum ein- hverja aðstoð. Fór hann því aö boröa á heimili þeirra í landlegum og borgaði aðeins lítið fyrir. Þar kom að Giovanni fékk starf á öðrum báti. Varð því sú breyting á að þeir Francisco voru ekki sam- tímis í landi. Þótti það í raun ágætt því þannig var tryggt að það væri alltaf karlmaður í húsinu hjá Con- cettu og börnunum. Að vera Gio- vannis gæti leitt af sér nokkuö ann- aö en gott datt Francisco ekki 1 hug. Hann komst hins vegar á aðra skoðun dag einn í ágúst þegar ann- ar sjómaður, Domenico Gallardo, skýrði honum frá því að Giovanni væri farinn að halda við Concettu. Ætlaði Francisco ekki að trúa því. Flutti að heiman „Þú ert blindur, Francisco," sagði Domenico. „Það vita þetta allir í hverfinu nema þú. Og ég er lengi búinn að vita það þótt ég hafi ekki sagt þér það. Viö erum hins vegar orðin sammála um að það sé kom- inn tími til aö þú vitir hvað er að gerast.“ „Viö“ táknaði í raun alit ítalska samfélagið í Höfðaborg. Francisco var vinsæll, enda þekktur fyrir hjálpfýsi. Þá þótti hann góður við böm sín og hafði alltaf gert flest það sem hann gat fyrir konu sína. Daginn sem Francisco fékk þessa fregn var hann á leið út með bátn- um. Haldið skyldi úr höfn þá um kvöldið. Ákvað hann að láta málið bíða þar til hann kæmi aftur í land. Það gerði hann þremur dögum síö- ar og flýtti sér þá heim. Þar kom hann að bömum sínum einum og sögðu þau tvö elstu honum þá að þau hefðu tekið sér frí úr skólanum til að hugsa um systkini sín því móðir þeirra væri farin að heiman og vissu þau ekki hvar hún væri. Francisco var enn í vinnufotun- um. í stómm vasa geymdi hann kraftmikla skammbyssu sem hann notaði á sjó til að drepa hákarla sem gerðust of atgangsharðir við veiðarfærin. Hann gekk að næsta húsi og bað konuna sem þar bjó, Eddu Ricardo, að líta eftir börnun- um meðan hann færi að leita að Concettu. „Láttu vera að leita að henni," sagði frú Ricardo. „Hún er bara drusla. Enginn getur búið með svona konu. Allra síst þú.“ Francisco hlustaði á ráð ná- grannakonunnar en hafði að engu. Hann lagði nú af stað í leit að Con- cettu en sá hana hvergi. Eftir að hafa gengið um ítalska hverfið um hríð kom hann að krá og um leið og hann gekk fram hjá henni kom Giovanni út af henni. „Ég er að leita að henni Concettu minni," sagði Francisco við mann- inn sem hafði verið hans besti vin- ur. „Hvar er hún?“ „Hún er heima hjá mér,“ svaraði Giovanni. „Og þar verður hún. Hún óskar ekki eftir því að sjá þig fram- ar.“ Francisco þótti svarið með nokkrum ólíkindum og hófust nú samræður. Með barni Francisco vildi fá að vita hvers konar samband væri í raun milh Concettu og Giovannis. Var svarið á þá leið að það væri mjög náið og hefði Concetta alls ekki í hyggju að snúa heim. Þegar Francisco gerði Giovanni ljóst að hann myndi ekki sætta sig við þau málalok æstist Giovanni allur og sagöi: „Concetta er með barni og ég er faðirinn. Þegar ég fer heim fer ég að sofa hjá Concettu minni. Heyrð- ir þú hvað ég sagöi? Concettu minni! Ekki Concettu þinni!" Nokkrir vegfarendur sem þekktu til mannanna beggja höfðu tekiö sér stöðu hjá þeim nokkru eftir að Giovanni D’Angelo. samtalið hófst og urðu vitni að því, sem og því sem fylgdi í kjölfarið. Þessi ummæli Giovannis komu, að sögn viðstaddra, eins og köld gusa framan í Francisco. Hann dró upp skammbyssuna, sem fram til þessa hafði aðeins verið beitt gegn hákörlum, og skaut fjórum skotum að manninum sem hafði verið hans besti vinur. Fyrsta kúlan hæfði ekki, en þær þrjár síðustu hittu allar Giovanni og var hann sagður látinn áður en hann skall á jörö- inni. Allir íbúar ítölsku nýlendunnar í borginni tóku málstað Franciscos þegar það spurðist hvað gerst hafði. Var hafin fjársöfnun svo ráða mætti góðan lögfræðing honum til handa. Þótti ljóst að hann yrði ákærður fyrir morð en á þeim tíma gat legið dauðarefsing við slíkum glæp. Francisco var fluttur í fangelsi meðan gengið var frá lögreglu- skýrslum um máhð og þær sendar viðkomandi yfirvöldum. Börn hans komu að heimsækja hann en þegar Concetta reyndi að koma í heim- sókn neitaði Francisco að ræða við hana. Var henni vísað frá. Hún reyndi því næst að flytja heim til barnanna en þau elstu sögöust ekki vilja hafa hana á heimilinu og báðu hana að fara. Fengu þau stuðning nágrannanna í afstöðu sinni en þeir höfðu tekið að sér að annast um börnin. Varð Concetta að sætta sig við að verða að hverfa á brott. Verjandinn tekurtilmáls Þegar málið kom fyrir rétt nokkru síðar reyndi verjandi Franciscos að notfæra sér þá sam- úö sem skjólstæðingur hans naut í samfélaginu. Sagði hann þá meðal annars: „Öll þau vitni sem ég hef rætt viö eru á einu máh um að Francisco sé í raun mildur maður og hafi verið góður eiginmaður. Það vildi hins vegar svo til að Giovanni D’Angelo varð náinn fjölskylduvinur. Hann táldró svo konu Franciscos og stal henni frá honum. Jafnframt átti hann þátt í að gera börn þeirra hjóna móðurlaus því hún skildi börnin eftir. Francisco fór ekki að leita að Giovanni þegar hann fékk að heyra hjá bömum sínum hvað gerst haföi. Hann fór að leita að konu sinni en mætti Giovanni af tilviljun. Þegar Francisco reyndi að sannfæra hann um að hann ætti að láta konu sína í friði var hugmynd hans vísað á bug en hon- um jafmframt sagt að hún væri með barni sem hann ætti ekki. Og hafa verður í huga að maðurinn sem sagði honum þetta var áður besti vinur hans og hafði notið trausts hans.“ • Veijandinn gerði nú smáhlé á ræðu sinni. „Það er mjög slæmt að ekki skuh vera til í þessu landi lög sem verja hjónabandið,” sagði verjandinn þegar hann hélt áfram. „Alveg eins og lögin sem verja líf einskis nýtra hjónadjöfla. Francisco Bagnato var enn í vinnufotunum þegar atburð- urinn gerðist. Og í þeim var skammbyssan. Hann tók hana ekki með í þeim tilgangi að drepa neinn. Hann var þekkt skytta og sú stað- reynd aö fyrsta kúlan hæfði Gio- vanni ekki sýnir að skotið var í bræði, ekki af yfirlögðu ráði í því skyni að drepa." Áður en kviðdómendur drógu sig í hlé til að ákvarða sekt eða sak- leysi gerðist dálítið óvænt. Dómar- inn lýsti skoöunum sínum. Hann sagði meðal annars: „Mín skoöun er sú að ákærða hafi verið ögrað langt umfram öll mörk mannlegrar þohnmæöi. Það hefði verið ótrúlegt, reyndar næst- um ómannlegt, hefði hann ekki misst stjóm á sjálfum sér. Ætti ég einn að dæma myndi ég hta á þetta atvik sem ofbeldi sem hafði dauða í för meö sér.“ Niðurstaðan Það tók kviðdómendur ekki lang- an tíma að komast að niðurstöðu eftir að hafa heyrt orð dómarans. Og þegar sjálft dómsorðið var kveð- ið upp sagði dómarinn: „Alveg eins og verjandinn vildi ég óska að til væm lög sem verja friðhelgi hjónabandsins. Giovanni D’Angelo fékk sína refsingu. Ef til vih munu örlögin síðar refsa konu þinni, Francisco Bagnato, þvi hún ber einnig ábyrgð á dauða þessa manns. Ég ætla ekki að senda þig í fangelsi heldur dæma þig í fjár- sekt.“ Sektin var lág Viðstaddir fógnuðu úrshtunum. Og orð dómarans um örlög Con- cettu rættust. Alhr í ítalska hverf- inu sneru baki við henni. Eftir að hún fæddi barnið sem Giovanni var faðir að fór hún að vinna fyrir sér með vændi. Átta mánuðum eftir að réttarhöldunum lauk fannst hún dmkknuð í höfninni. Aldrei varð ljóst hvort hún framdi sjálfs- víg, datt fram af bryggjunni eða var hrint í sjóinn. Concetta (t.v.) með yngri systur sinni, Raffaelu. Francisco Bagnato.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.