Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
7
I>V
Spurt í Mosfellsbæ:
Hver verða úrslit
kosninganna?
Jóna Gylfadóttir skrifstofumaður:
Þaö er ekki nokkur vafi aö sjálfstæð-
ismenn vinna þessar kosningar.
Halla Hallgrimsdóttir bókari: Ég held
aö D-listinn haldi meirihlutanum en
missi kannski eitt sæti.
Friðþjófur Þorkelsson trésmiður: D-
listinn vinnur. Sjálfstæðismenn hafa
unniö vel fyrir bæjarfélagið.
Sigríður Ragnarsdóttir, starfsmaður
Hjartaverndar: Ég vil engu spá um
það.
Guðbjörg Snorradóttir húsmóðir:
Ætii D-listinn vinni ekki eins og
vanalega.
Einar Egilsson forstjóri: Ég hef ekki
minnsta áhuga á þessum kosningum.
______________________________Stjómmál
Mosfellsbær:
20 ára meirihluti
sjálfstæðismanna
Fjórir listar bjóöa fram í Mos- stæðisflokks og G-listi Alþýðubanda- hreinan meirihluta í Mosfellsbæ síð-
fellsbæ: A-listi jafnaðarmanna, B- lags. astliðin 20 ár, síðustu átta árin með
listi Framsóknarfloks, D-hsti Sjálf- Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft 5bæjarfuUtrúaafsjö.íkosningunum
Þröstur Karlsson, B-lista:
Skipulegt atvinnuátak
„Gera þarf skipulegt átak í at-
vinnumálum, sem ekki hefur verið
gert, og efna til hugmyndasamkeppni
um þau. Þannig má nýta miklar fast-
eignir sem Álafoss átti og hjálpa fyr-
irtækjum að koma sér þar fyrir. Við
viljum einsettan grunnskóla. Koma
má upp sjálfstæöum skólaeiningum
fyrir yngstu bekkina, til dæmis á
Reykjahvolsmelum, og mundu þær
létta á þrengslum sem fyrir eru í
skólanum. Koma þarf upp hjúkrun-
araðstöðu fyrir aldraða en af góð-
mennsku hefur Reykjalundur leyst
þau mál í gegnum tíðina,“ segir
Þröstur Karlsson, efsti maður á B-
hsta Framsóknarflokks.
„Umhverfis- og íjölskyldumál eru
mjög mikilvæg í okkar huga. Við vilj-
um gera almenningsgarð í Ála-
fosskvosinni og skipuleggja garð al-
veg frá fjörunni og upp að Reykja-
lundi. Við viljum þrýsta á Vegagerð-
ina varðandi Vesturlandsveginn,
tvöfalda hann frá Grafarholti að
Þingvallavegi. Gera þarf mislæg
gatnamót til að auka umferðarörygg-
ið. Við viljum nýta íþróttamannvirk-
in. Hér er öll aðstaöa til að koma upp
íþróttaháskóla sem ekki er til í land-
inu. Markaössetja á Mosfellsbæ sem
ferða- og íþróttabæ. Við viljum gæta
aöhalds í fjármálum en allt of miklu
fé hefur verið varið í gæluverkefni
Róbert B. Agnarsson, D-lista:
Æskulýðs- og íþróttamál
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi
verið með meirihluta í Mosfellsbæ.
Hefur val kjósenda skapað festu í
stjómun bæjarfélagsins en ekki hef-
ur verið þörf fyrir neinar málamiðl-
anir. Hreinn meirihluti þjónar best
hagsmunum bæjarins. Mosfellsbær
hefur vaxið hraðast bæjarfélaga síð-
ustu tvo áratugi sem sýnir að fólk
vill koma hingað. Ráða verk bæjar-
stjómar fram að þessu þar einhverju
um. Við leggjum mikla áherslu á
æskulýðs- og íþróttamál og að hér sé
gott skólastarf. Þessi áherslumál
taka mið af því að um helmingur
bæjarbúa er innan viö 24 ára aldur,“
segir Róbert B. Agnarsson, efsti mað-
ur á D-lista Sjálfstæðisflokks.
„Við viljum sem fyrr stuðla að fjöl-
breyttum atvhmm-ekstri, fá hingað
ný fyrirtæki og hlúa að þeim sem
fýrir eru. Lóðaframboð þarf að vera
nægilegt og stilla verður gjöldum á
atvinnurekstur í hóf. Við leggjum
áherslu á atvinnu skólafólks og mun-
um áfram veita þeim unglingum
vinnu sem til okkar sækja. Við vilj-
um bjóða upp á meiri kennslu í skól-
unum á kostnað bæjarfélagsins og
gæslu utan skólatíma. Við erum með
einsettan gagnfræðaskóla og stefn-
um á einsettan bamaskóla. Við höf-
Jónas Sigurðsson, G-lista:
Breyta á f organgsröðinni
„Alþýðubandalagið hefur aðrar
áherslur í málefnum bæjarfélagsins
en SjálfstEeðisflokkurinn og er helsti
valkostur þeirra félagshyggjumanna
sem vilja breyta til. Grunnurinn í
okkar stefnu er að setja bömin í
fremstu röð á öllum sviðum. Brýnt
er að leysa húsnæðismál grunnskól-
ans til frambúðar og hætta bráða-
birgðalausnum. Við stefnum á ein-
settan skóla. Taka þarf verulega á í
hjúkmnarmálum aldraðra. Hér þarf
að rísa hjúkrunarheimili fyrir aldr-
aða og taka þarf á varðandi þjónustu
í heimahúsum og á dvalarheimil-
um,“ segir Jónas Sigurðsson, efsti
maður á G-lista Alþýðubandalags.
„Breyta þarf forgangsröðinni í
framkvæmdum verulega og vísum
við þar sérstaklega til þess fáránleika
sem felst í svokallaðri ráðhúsbygg-
ingu. Hægt heíði verið að leysa hús-
næði bæjarfélagsins og bókasafnsins
með ódýrari hætti. Það þarf að gæta
vel að öllum fjárfestingum og taka
kostnað við nauðsynlega uppbygg-
ingu inn í myndina. Að öömm kosti
lendir bæjarfélagið í skuldasúpu. Við
viljum gera öruggar brautir milli
hverfa bæjarins fyrir gangandi og
hjólandi umferð og jafna aðstöðu
dreifbýlis og þéttbýlis innan bæjarfé-
Bjamþór Aðalsteinsson, A-lista:
Þjónusta við bæjarbúa
„Kosningamar í Mosfellsbæ munu
aðalleg snúasta um forgangsröð
verkefna í erfiðri fjárhagsstöðu. Því
miður hefur of mikið af fram-
kvæmdafé bæjarins til næstu ára
verið fest í einni húsbyggingu og
ýmis félags- og uppeldisleg málefni
orðiö aö gjalda fyrir. Jafnaðarmenn
leggja ríka áherslu á að þjónustan
, viðbæjarbúaverðiefldásemflestum
sviðum og manngildi haft í fyrir-
rúmi. í því tilviki vil ég sérstaklega
nefna málefni bama og unglinga svo
og málefni aldraðra sem afar brýnt
er að beina athyglinni að í ríkari
mæh. Þá er ekki úr vegi að staða fjöl-
skyldunnar verði hugleidd og skil-
greind á ári fjölskyldunnar," segir
Bjarnþór Aðalsteinsson, efsti maöur
á A-Usta jafnaðarmanna.
„Mikilvægt er aö hinn almenni
bæjarbúi fái að hafa áhrif á um-
hverfi sitt og verði hafður með í ráð-
um þegar ráðist er í stórfeUdar fram-
kvæmdir eða bæjarsjóður tekur á sig
stórfeUdar langtímaskuldbindingar.
Endurskoða þarf hvort nauðsynlegt
sé að í MosfeUsbæ sé hæsta útsvars-
prósenta á öUu höfuðborgarsvæðinu.
Á fárra ára biU hefur útsvariö hækk-
að úr 7 í 9 prósent. Hvert prósentu-
stig eykur álögur á bæjarbúa um 40
Þröstur Karlsson.
Sjálfstæðisflokksins, sem er nýja
ráðhúsið."
Róbert B. Agnarsson.
um haldið þétt utan um fjármál bæj-
arins. Rekstrarkostnaði hefur verið
haldið í lágmarki til þess að eiga
meira fé til framkvæmda og það
munum við áfram gera.“
Jónas Sigurðsson.
lagsins. Alþýðubandalagiö viU gera
breytingar á bæjarfélaginu með
áherslu á velferð, jöfnuð, réttlæti og
siðbót."
Bjarnþór Aðalsteinsson.
miUjónir. Viö erum að sjálfsögðu
bjartsýn á útkomu kosninganna og
Utum björtum augum tíl framtíðar.“
1986 munaði Utlu að Framsókn tæki
fimmta manninn af sjálfstæðismönn-
um. í síðustu kosningum saméinuð-
ust Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag,
Framsókn og KvennaUsti undir
merkjum E-Usta Einingar og ætluöu
þannig að freista þess að ná meiri-
hlutanum af sjálfstæðismönnum.
Það gekk hins vegar ekki eftir. Sam-
starf þessara flokka er ekki lengur
fyrir hendi og bjóða þeir nú fram
hver í sínu lagi. KvennaUsti býður
þó ekki fram Usta.
Bæjarstjóraskipti urðu á kjörtíma-
bilinu. PáU Guðjónsson hætti þegar
ár var af tímabUinu. Róbert B. Agn-
arsson tók við og virðist nú ætla að
treysta stöðu sína með því aö leiða
D-Ustann í bænrnn.
Um 4.700 manns búa í MosfeUsbæ
en á kjörskrá eru 3.136, þar af 1.573
karlar. Nýir kjósendur eru tæplega
400.
ÚrslHin 1990
Tveir Ustar buðu fram í kosningun-
um 1990. Þá urðu úrslitin þessi: D-
Usti Sjálfstæðisflokks fékk 1347 at-
kvæði og fimm menn kjörna og E-
listi Alþýðuflokks, Framsóknar-
flokks, Alþýðubandalags og Kvenna-
Usta 768 atkvæði og tvo menn kjörna.
Þessir voru kjörnir í bæjarstjóm:
Magnús Sigsteinsson (D), Helga A.
Richter (D), Hilmar Sigurðsson, (D),
ÞengiU Oddsson (D), Guðbjörg Pét-
ursdóttir (D), Halla Jörundardóttir
(E) og Oddur Gústafsson (E).
Framboðslistar
í Mosfellsbæ
A-listi jafnaöarmanna:
1. Bjamþór Aðalsteinsson.
2. Sigurður Símonarson.
3. Áslaug Ásgeirsdóttir.
4. Rikharð Öm Jónsson.
5. Sylvia Magnúsdóttir.
B-listi Framsóknarflokks:
1. Þröstur Karlsson.
2. Helga Thoroddsen.
3. Gylfi Guðjónsson.
4. Ingveldur Gísladóttir.
5. Ævar Sigdórsson.
D-listi Sjálfstæöisf lokks:
1. Róbert B. Agnarsson.
2. Helga A. Richter.
3. Valgerður Sigurðardóttir.
4. Guðmundur Davíðsson.
5. Hafsteinn Pálsson.
G-listl Alþýðubandalags:
1. Jónas Sigurðsson.
2. Guðný HaUdórsdóttir.
3. GísU Snorrason.
4. Ingibjörg Pétursdóttir.
5. Pétur Hauksson.