Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Page 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994
Spumingin
Hver verður næsti borgar-
stjóri?
Áki Thoroddsen: Arni Sigfússon.
Anna Ólafsdóttir: Ingibjörg Sólrún.
Davið Ottó Harryson: Ingibjörg Sól-
rún.
Harry Harryson: Ingibjörg Sólrún.
Hildur Halldórsdóttir: Ingibjörg Sólr-
ún.
Steinþór Bjami Kristjánsson: Ami
Sigfússon.
Lesendur
Sjö vikna verkfall
meinatækna
Meinatæknar á Borgarspitala. - Liggur ábyrgðin hjá „tæknunum" eða ráð-
herrum?
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Verkfall meinatækna hefur nú
staðið í rúmar sjö vikur þegar þetta
er skrifað. Hvorki hefur gengið né
rekið í deilunni. Verkfallsmenn hafa
sagst vel geta haldiö aðgerðunum
áfram, þeir séu hvort eð er vanir að
hafa lítið á milli handanna! Voru
.meinatæknar þá aö vitna til sinna
lágu launa sem svo hvergi hefur
komið fram hver eru í raun.
Málið komst alia leið inn á Al-
þingi. Þar heyrðust raddir þess efnis
að ríkisstjórninni, einkum íjármála-
og heilbrigðisráðherra, bæri skylda
til að koma persónulega að þessum
málum til aö höggva á hnútinn. Einn-
ig hlýddi maður á þingmann úr röð-
um stjómarandstöðu taka dæmi af
bráðveikum sjúklingi er fengi ekki
nauösynlega læknishjálp vegna
verkfallsins. Mátti skilja á orðum
þingmannsins að ábyrgð stjómvalda
væri mikil í málinu.
Það má rétt vera aö ábyrgð vald-
hafa sé einhver þama. Ekki má þó
gleyma verkfallsmönnum sjálfum.
Eg er þeirrar skoðunar að hlutur
„tæknanna" vegi nú talsvert þyngra
á þessari vogarskál. Þaö eru nefni-
lega meinatæknar er sinna þessum
störfum innan veggja spítalanna en
ekki umræddir ráðherrar. Störf sem
ekki er unnt að vinna meðan á verk-
falli stendur. Af þessu má sjá hvar
ábyrgðin liggur í aðalatriðunum. Það
hleypur ekki hver sem er inn í þessa
vinnu því menntunin, sem til þarf,
tekur u.þ.b. þrjú eða fjögur ár.
Sé það rétt að sárveikt fólk fái ekki
þá meðhöndlun er það þarf til að ná
heilsu á ný þá hef ég heldur enga
samúð með verkfallsfólki og tel verk-
fallið vera siðleysi, harðneskju og í
alla staöi óverjandi. Og í framhald-
inu hlýtur maður að spyrja hvort hér
sé ekki verið aö misnota verkfalls-
vopnið. Líka hlýtur sú spuming að
vakna hvort rétt sé að allar stéttir í
landinu geti haft þetta vopn innan
sinna vébanda til að beita fyrir sig í
kjarabaráttunni.
Þaö vekur ávallt ugg í bijósti þegar
maður heyrir eða les um að þessi
ellegar hin deildin á sjúkrahúsunum
sé lömuð sökum karps starfsmanna
um kaup og kjör. Auðvitaö á það
ekki að þekkjast. - Að endingu vil
ég minna menn á að eitt er að stöðva
t.d. bát eða verksmiðju, er framleiðir
varahluti í vélar, og annað að lama
starfsemi inni á sjúkrahúsum er fæst
við lifandi fólk.
Seltjamames:
Skattaálögur í lágmarki
Jón Sigurðsson, er skipar 5. sæti
framboðslista Sjálfstæðisflokksins á
Seltjarnamesi, skrifar:
Á Seltjarnamesi hefur verið mörk-
uð sú stefna af sjálfstæðismönnum
að halda skattaálögum í lágmarki.
Við samanburð á skattatekjum á
íbúa í kaupstöðum á landinu árin
1991 og 1992 eru skattatekjur á Sel-
tjamamesi með því lægsta sem ger-
ist á landinu öllu. Á verðlagi ársins
1993 vom skattatekjur á Seltjamar-
nesi árið 1991 kr. 88.273 og árið 1992
kr. 92.060. - Seltjamames er í þeim
hópi kaupstaða á Reykjanesi og
Faxaflóasvæðinu þar sem skattatekj-
ur vom lægstar árin 1991 og 1992 eða
um 8% undir landsmeðaltali vegna
lágra skatta.
I desember sl. samþykkti Alþingi
hækkun á álagningarprósentu út-
svars. Hún er nú 9,2% að hámarki
og 8,4% aö lágmarki. Sjálfstæöis-
menn á Selijamarnesi hafa beitt sér
fyrir því að álagningu útsvars sé
haldið í því lágmarki er lög heimila
eða 8,4%. Væm allar skattaheimildir
nýttar að fullu á Seltjarnamesi gætu
skattaálögur verið um 27% hærri en
samþykkt hefur verið. Fullnýttar
skattaheimildir gætu gefið bæjar-
sjóði í viðbótartekjur allt að kr. 110
milljónir króna á ári, um 26.500 kr.
á íbúa eða um 106.000 kr. á hverja
fjögurra manna fjölskyldu.
Framtíð góðs bæjarfélags byggist á
góðri fjármálastjóm. Þrátt fyrir að
lágmarksskattaálögum sé beitt á Sel-
tjamamesi hafa sjálfstæðismen þar
markað þá framtíðarstefnu að hætta
lántökum að mestu í þeim tilgangi
að ná niður vaxtabyrði. Með því
skapast grundvöllur bættrar nýting-
ar skattatekna til uppbyggingar og
rekstrar sem kemur fólkinu og fyrir-
tækjunum til góða.
í tvísýnni kosningabaráttunni:
Upplýsinga er þörf
..J
Bréfritari vill auðvelda lesendum að þekkja „sína“ frambjóðendur með því
að auðkenna þá betur, t.d. meö lit í mynd eða nafni frambjóðanda eða flokks.
I.G. skrifar:
Oft og mikið hefur verið rætt og
ritað um skyldu fjölmiðla til að upp-
lýsa fólk um það sem er að gerast
hveiju sinni, einkum þegar yfir
stendur harðvítug kosningabarátta
hér. - Nú em fram undan tvísýnar
kosningar til borgarstjómar í
Reykjavík. Nú em í framboði ein-
ungis tveir listar í stað meirihluta-
framboðs sjálfstæðismanna og flölda
smáflokka eins og lengst af hefur
verið.
Það er slík nýlunda að öll flokks-
brotin hafi komið sér saman um eitt
framboð að margt fólk ruglast hrein-
lega í ríminu og veit varla hvaðan á
DV áskilur sér rétt
til að stytta
aósend lesendabréf.
sig stendur veðriö. Þeir sem era
harðpólitískir og innvígðir í stjóm-
málin vita væntanlega hvað á seyði
er. Hinir (og við sem erum villuráf-
andi) þurfa að fá meira að heyra.
Tökum dæmi af því þegar einhver
af R-listanum lætur að sér kveða í
ræðu, riti eða ljósvakamiðli. Þá er
nauðsynlegt aö fá upplýsingar um
frá hvaða flokki eða flokksbroti við-
komandi kemur svo hægt sé að
þekkja sauöina frá höfranum - eða
með öðrum orðum: menn geti vitaö
hvenær þeirra maður er í borði.
Á prenti mætti sem best lita mynd-
ir eða nöfn; t.d. grænt fyrir Fram-
sókn, flólublátt fyrir Kvennalista,
rautt fyrir Alþýðubandalag, bleikt
fyrir Alþýðuflokk og blátt fyrir Sjálf-
stæðisflokk. - Þetta er aðeins hug-
mynd, en raunhæf hugmynd að mínu
mati.
Dónalegkosn-
Ingabarátta
H.Þ. skrifar:
Nú, þegar atvinnumálin brenna
heítast á fólki, er það beinlínis
dónaskapur að bjóða kjósendum
upp á yfirborðsmennsku og inn-
antóm slagorð eins og R-listinn
gerir nú. - Sjálfstæðismenn
kynna sín málefni hins vegar á
öfgalausan hátt. Stefnumálin era
vel útfærð og raunhæf. Þeir
bijóta stefnumálin til mergjar.
Það er tíl marks um málefnafá-
tækt og hroðvirknislega stefnu-
skrá R-listans að sjálfstæðismenn
sjá sér beinlínis hag í að kynna
hana!
Atkvædimed
Þ.F. skrifar:
Mér finnst of langt gengið þegar
sjálfstæðismenn reyna í örvænt-
ingu aö ná atkvæðum í Reykjavík
méð þvi að bjóða upp á parti-
kvöld þar sem áfengi er veitt á
skemmtistöðum borgarinnar.
Þetta kalla ég að hvefja til áfeng-
isneyslu og e.tv. meiri slagsmála
í miðbænum. Enginn getur neitað
þvi að mestu slagsmálaseggimir
era oftast ölvaðir ungir menn
sem streyma út af skemmtistöð-
um eftir lokun. Sjáífstæðismenn
hljóta aö hafa eitthvað skárra við
peningana að gera.
Ökufanturáferð
Bjöm skrifar:
Ég vil koma á framfæri frásögn
af hreint ótrúlegu atviki sem ég
varð vitni að á Vesturlandsvegi
seinni part föstudagsins 6. maí sl.
á gatnamótum við Esjuskálann í
Grundahverfi á Kjalarnesi. Hvít-
um Mitsubishi Pajero jeppa var
ekið á fleygiferð fram úr nokkr-
um bílum. Nema hvað. Jeppagæ-
inn hélt áfram á vinstri akreín-
inni og fór fram úr fremsta bíln-
um á flölfómum gatnamótum til
Grundahverfis á öfugum vegar-
helmingi. Akreinunum er þó
skipt með umferðareyjum á
gatnamótunum. Þetta er eitt
verstabrot á umferðarlögum sem
ég hef orðiö vitni að á þjóðvegin-
um. Vonandiles ökumaður jepp-
ans þessar línur og bætir aksturs-
lag sitt.
KvíðisigriR-
listans
Magnús Jónsson skrifar:
Árangur í sijómmálum næst
af fólki sem hefur framtíöarsýn,
áræði og dug. Enginn nær ár-
angri meö því einu aö eltast við
tittlingaskít. Áhyggjuefiii mitt er
það að fái R-listinn meirihluta í
Reykjavík verði borgarbúar fóm-
Reynslan frá stjórnarárum
vinstri flokkanna 1978-82 sýnir
aö tónninn breytist ekkert þótt
þeir komist í stjóm. Nöldrið held-
ur áfram en i þetta sinn fara borg-
arfuiltrúamir bara að rífast hver
í öðram. - Reykjavikurborg þarf
á uppbyggingu að aö halda, ekki
pólitísku þrefi og reiöilestri.
Eiga sjálfstæðis-
menn réttínn?
Magnús Kristjánsson skrifar.
Mörgum þykir nú nóg um þegar
sjálfstæðismenn í Reykjavík nán-
ast eigna sér borgina og stjóm á
henni. En þetta liggur í loftinu i
áróðri D-listans. Eg er nú ekki
einn af kjósendum D-listans og
hef ekki verfð en mér fyndist það
flóður á ráði flokksmamia minna
ef þeir skipulegðu áróðiu- sinn
með þeim hætti sem sjálfstæðis-
menn gera nú. Við verðum að
sætta okkur viö að hafa ekki
nægilegt fé handa á milli. En á
því mun verða breyting ef R-list-
inn vinnur borgina. Þá munum
við fá völdin - og flárráðin.