Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 Iþróttir Stórleikur Barcelona og AC Milan í Aþenu annað kvöld: Dagskipun Cruyff er sóknarleikur - knattspymuáhugamenn bíða leiksins með eftirvæntingu körfuboitakeppni Adidas-umboðið, Sportmeun h/f, hyggst gangast fyrir körfu- boltakeppni i Laugardalnum þann 4. júní. Þátttökulið geta orö- ið allt að 200 og keppt í sex flokk- um, frá 6 ára til 99 ára. í hverju liði tnega vera 4 leikmenn og ieika 3 inni á á hverjum tíma. Leiktími er 10 mínútur eða þar til annað líðið hefur náð að skora 30 stig. Byrjað verður að taka á móti þátt- tökutilkynningum 1 Laugardaln- um í dag en frestur til að skrá sig er til 31. maí. Síminn er 682420 og þátttökugjald 4.000 kr. fyrir lið. Sigurliöinu í flokki drengja sem fæddir eru 1975-78 gefst kostur á að leika um sæti í Evrópukeppni í „streetbaU" sem fram í Berlín í haust. Richardsonog Bouid byrja inni á Kevin Ríchardson, Aston Villa og Steve Bould frá Arsenal leika sinn fyrsta landsleik fyrir Eng- lendinga þegar þeir mæta Grikkj- um í vináttulandsleik i knatt- spyrnu á Wembley-leikvanginum annað kvöld, Þeir taka stöðu Paul Inceog Gary fóllister, leikmanna Man. Utd, sem eiga báðir við meiðsli að striöa. Byijunarlið Englendinga verð- ur því þanrtig skipað: Tim PIow- ers, Sob Jones, Graórtié Le Saux, Kevin Riehardson, Steve Bouid, Tony Adams, David Platt, Paul Merson, Alan Shearer, Peter Be- ardsley og Darren Anderton. KSÍ-klúbburinn Meðlimir KSÍ-klúbbsins ætla að hittast fyrir landsleik íslendinga og Bólivíumanna á Holiday Inn hótelinu klukkan 18 á fimmtudag. í þessum klúbbi eru nú 70 80 manns og er þetta íjórða árið sem hann er starfræktur. Á fundun- um koma jafnan 2-3 góðir gestir i heimsókn sem eru oft með léttar sögur frá liðnum árum auk þess sem landsliðsþjálfari fer í gegn- um liðsuppstiljingu og leikaðferð. Árgjald í KSÍ-klúbbinn er 15.000 fyrir einstaklinga en 25.000 fyrir félög og fyrirtæki. Innifaldir ent 1-2 miðar á þtjá heimaleiki ís- lands 1994 i fráteknum sætum, veitingar á samkomum klúbbs- ins, þar með kvöldverður fyrir Svíaleikinn í haust. Árgjaldið þarf aö greiöa á skrifstofu KSÍ en nánari upplýsingar um starfsmi klúbbsins veita Hörður Hilmars- son og Þótir Jónsson hjá Úrval- Útsýn í sima 699300. Nýrformaður hjá Völsungum Jóhannes Sigurjónsson, DV, Húsavílc Á aðalfundi íþróttafélagsins Völsungs fyrir skömrau urðu formannaskipti. Villtjálmur Páls- son, sem gegnt hefur formennsku síðastliðin 2 ár, lét af störfum. Nýkjörinn formaður Völsungs er Ingólfur Freysson sem starfaö heíúr um árabil að íþróttamálum á Húsavík. Faðir Ingólfs, Hallmar Freyr Bjarnason, var fórmaður Volsungs um árabil og ástsæll leiðtogi en hann lést fyrir nokkr- um árum langt um aldur fram. Áhugl á átján holugolfvelli Stjórn Golfklúbbs Húsavikur hefúr óskað eftir viðræðum við bæjaryftrvöld um aukið land- rými í nágrenni Katlavallar með það fyrir augum að stækka völl- inn þannig að hann veröi 18 hol- ur. Horft er til gróinna túna vest- an við núverandi 9 holu golfvöll. Þetta erindi var rætt í bæjar- stjórn og voru bæjarfulltrúar al- mennt á því að það yrði lyftistöng fyrir bæinn aö fá 18 holu völl og þar með ættu Akureyringar ekki lcngur nyr sta 18 holu völl í heimi. Það verður sannkallaður stórleik- ur á dagskrá annað kvöld en þá leika ítölsku meistararnir í AC Milan gegn nýbökuðum Spánarmeisturum í Barcelona til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða. Leikurinn fer fram í Aþenu og hefst klukkan 18 og verður hann sýnur í beinni útsendingu rík- issjónvarpsins. Knattspymuáhugamenn um víöa veröld bíða þessa leiks með mikiUi eftirvæntingu enda eru þetta talin ein af bestu félagsliðum heims í dag. Liðin, sem bæði urðu meistarar í heimalöndum sínum annað árið í röö, eru ólík. Milan hefurorðið fyrir blóðtöku Barcelona er þekkt fyrir að leika stíf- an sóknarleik og skorar þar af leið- Þorsteinn Gunnaisson, DV, Eyjum: Geir Haarde, formaður fram- kvæmdanefndar HM’95, sagði á árs- þingi HSÍ að dregið yrði í riðla heims- meistarakeppninnar 23. júní nk. í Perlunni. Reynt verður að gera eins mikið úr drættinum og mögulegt er til að vekja athygli heimsins á heims- meistarakeppninni á íslandi. Geir sagði að lögð yrði áhersla á aö athöfnin yrði sem glæsilegust. Þar yrðu fulltrúar frá öllum þátttöku- þjóðum og erlendum sjónvarpsstöðv- um og reynt yrði að senda efni um allan heim. Úndirbúningur heims- meistarakeppninnar gengur sam- kvæmt áætiun og hefur gengið von- um framar eftir aö loksins komst á hreint að keppnin færi fram hér á landi. Geir kom einnig inn á vandkvæði framkvæmdanefndarinnar hvað varðar nýtt hús eða lagfæringar á Þórður Guðjónsson, leikmaður með Bochum í Þýskalandi, leikur ekki með 21-árs landsliðinu í vináttu- leiknum gegn Lúxemborg ytra á morgun eins og til stóð. Þeir Kristinn Lárusson úr Val og Sturlaugur Har- aldsson frá Akranesi verða heldur ekki með og í stað þessara þriggja hafa verið valdir þeir Guðmundur Páll Gíslason úr Val, Ásgeir Hall- Gústaf Bjömsson stjórnar liðinu gegn Lúxemborg. andi mikið af mörkum en AC Milan liðið er frægt fyrir mjög góðan og skipulagðan vamarleik. Milan-menn hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir þennan leik. Tveir af bestu vamar- mönnum liðsins, Baresi og Costac- urta, taka út leikbönn og Eranio er meiddur. Án þessara leikmanna verður á brattann að sækja fyrir Milan og Börsungar eru sigurstranglegri. Dagskipun Johan Cruyff, þjálfara Börsunga, sem gerði þá að Spánar- meisturum fjórða árið í röð um helg- ina, er sóknarleikur og þar ætlar hann hinum brasilíska Romario stóra hluti en kappinn skoraði 30 mörk á sínu fyrsta ári í spænsku 1. deildinni. Hann á að sjá um að tæta vörn Milan í sig ásamt Búlgaranum Hristo Stoichkov. Laugardalshöll. Geir sagði að Laug- ardalshöllin hefði þjónað mjög vel sínum tilgangi í gegnum tíöina en hún væri orðin úrelt til að bera hit- ann og þungann af heimsmeistara- keppninni. Þrátt fyrir sambönd í stjómkerfinu vissi Geir ekki til þess að búið væri að ákveða hvaða leið yrði farin en ákvörðun þyrfti að liggja sem fyrst fyrir. „Heimsmeistarakeppnin í hand- bolta er stærsti íþróttaviðburður á íslandi fyrr og síðar. Það þarf sam- eiginlegt átak allrar handboltahreyf- ingarinnar í landinu til að allt gangi að óskum. Það verður kaliað á sjálf- boðaliða um allt land og mikilvægt að enginn skorist undan. Það er mik- ilvægt fyrir handboltann í landinu og alla þjóðina. Ég finn að keppnin nýtur velvilja þjóðarinnar og við eig- um að nýta okkur þann meðbyr," sagði Geir Haarde. dórsson úr Breiðabliki og Steingrím ur Jóhannesson úr ÍBV. íslenski hópurinn er þá þannig skipaður: Markmenn eru Atli Knútsson, KR, og Eggert Sigmundsson, KA. Aðrir leikmenn: Láras Orri Sigurðsson, Þór, Pétur Marteinsson, Fram, Ás- geir Halldórsson, UBK, Steingrímur Jóhannesson, ÍBV, Guðmundur Gíslason, Val, Hákon Sverrisson, UBK, Helgi Sigurðsson, Fram, Auð- un Helgason, FH, Pálmi Haraldsspn, ÍA, Kári Steinn Reynisson, ÍA, Tryggvi Guðmundsson, KR, Guð- mundur Benediktsson, Ekeren, ívar Bjarklind, KA, Láms Huldarsson, Víkingi. Þjálfari liðsins er Gústaf Bjömsson og aðstoöarþjálfari Logi Olafsson. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari kemst ekki utan með liðinu því hann er að stjóma A-landsliðinu í leiknum gegn Bólivíu á fimmtudaginn kemur. „Sannfærður um að við vinnum leikinn“ „Ég er alveg sannfærður um að við vinnum þennan leik,“ sagði Romario eftir að hafa skorað tvö af mörkum Barcelona gegn Sevilla um helgina. Bytjunarlið liðanna veröa aö öllum líkindum skipuð þessum leikmönn- um: Barcelona: Andoni Zubizaretta, Al- bert Ferrer, Ronald Koeman, Miguel Nadal, Sergi, Ivan, Josep Guardiola, Jose Bakero, Guillermo Amor, Rom- ario, Stoichkov. AC Milan: Sebastino Rossi, Mauro Tassotti, Filippo Galli, Paulo Mald- ini, Christian Panucci, Demetrio Al- bertini, Mercel Desailly, Zvonimir Boban, Robert Donadoni, Dejan Savicevic, Daniele Massaro. Schmeichel samdi Danski markvöröurinn Peter Schmeichel skriíaði í gærkvöldi undir nýjan fjögurra ára samning við Manchester United, hina tvö- földu meistara í ensku knatt- spyrnunni. TapgegnCettic Schmeichel skrifaði undir eftir að United hafði beöið ósígur á heitnavelli, 1-3, fyrir Celtic frá Skotlandi í ágóðaleik fytir velska sóknarmanninn Mark Hughes. Hughesvelsettur Mark Hughes fékk í sinn hlut 53 milijónir króna, góð laun fyrir dygga þjónustu við Manchestér ; United en hann lék sinn fyrsta deildarleik með liðinu i janúar 1984. NonríkÖpingvann Norrköping sigraöi Trelleborg, 2-0, og Frölunda tapaði fyrir Halmstad, 1-2, í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu i gær. Heynckes til Frankfurt Jupp Heynckes, fyrrum þjáJfari Bayem Múnchen, var í gær ráð- inn þjálfari þýska knattspyrnul- iðsins Frankfurt. Hann hefur stýrt Atiotico Bilbao á Spáni tvö síðustu árin. Arabamirmættir Knattspyrnulandslið Sádi- Arabíu er væntanlegt til Banda- rikjanna í dag, fyrst þátttökulið- anna í heiinsmeistarakeppninni sem hefst þar 17. iúní. Leikmadur í lífshættu Brasilíski knattspymumaður- inn Marques liggur á núlli heims og helju eftir alvarlegt umferðar- slys í heimabæ sxnum í gærmorg- un. FundurhjáHK Opinn fundur hjá knattspymu- deild HK verður haldinn í félags- miðstööinni Hákoni Digra í kvöld klukkan 20. Atli Eðvaldsson, þjálfari meistaraflokks, og Þórir Bergsson, yfxrþjálfari . yngri flokka, skýra frá gangi mála ásamt fulltrúum stjómar, aöal- stjórnar, stuðningsklúbbs, ungl- ingaráðs, meistaraflokksráðs og leikmamia. Dregið í riðla HM í handknattleik 23. júní: Áhersla lögð á að athöf nin verði sem glæsilegust Þórður leikur ekki með gegn Lúxemborgurum Marco Van Basten kom með AC Miian I Lögreglumaður fylgdi Basten hvert fóti hvar sem hann fór, sem vildi fá eiginhand Samein ogTýs - þráðurinn telonn uj Þoisteinn Gunnaisson, DV, Eyjunx Sameiningarviöræður knattspymufé- lagsins Týs og íþróttafélagsins Þórs í Vestamannaeyjum sigldu í strand í síð- ustu viku. TiUaga um uppskipti íþrótta- greina milli félaga og að keppt yrði und- ir nafni ÍBV í öllum flokkum nema 6. og 7. aldursflokkum var til afgreiðslu á opnum fundi félaganna sem fór fram á sama tíma. Þórarar samþykktu tillög- ima en Týrarar felldu hana og sam- þykktu aðra tillögu þar sem markmiðið er aö leggja Týr og Þór niður. í staðinn vilja Týrarar stofna á grunni þeirra sér- greinafélög um handbolta og knatt- spyrnu. Þór og Týr hafa átt í sameiningarvið- ræðum frá því í haust. íþróttahreyfmgin í Eyjum er uppbyggð með allsérstæðum hætti. Þór og Týr reka yngri flokkana og skiptast á um að reka meistaraflokk og 2. flokk kvenna og 3. flokk karla. Handknattleiksráð ÍBV rekur meistara- Bjarni Sigurðsson hefur varið af stakri snilld í markinu hjá Brann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.