Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1994, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ 1994 Sljómmál Spurt í Borgarnesi: Hver verða úrslit kosninganna? Snjólaug Guðmundsdóttir húsmóðir: Alþýðuflokkurinn fær kannski einn, framsóknarmenn flóra, Alþýðu- bandalag einn og Sjálfstæðisflokkur- inn þrjá. Guðmundur Ingi Waage umsjónar- maður: Alþýðuflokkurinn fær tvo, Sjálfstæðisflokkurinn íjóra og Fram- sóknarflokkurinn þijá. Sigurbjörg Halldórsdóttir verslunar- maður: Ég hef ekkert vit á því. Guðrún Alda Elísdóttir nemi: Ég hef ekki hugmynd um það, þeir bestu munu vinna. Birgir Þórðarson útibússtjóri: Það er vont að spá en ég ímynda mér að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fái flóra hvor og kratarnir nái þeim eina sem eftir er. Einar Pálsson deildarstjóri: Fram- sókn fær flmm, Sjálfstæðisflokkur- inn þrjá og kratar einn. DV Borgames: Bætt atvinnuástand er mál málanna í ár Ljóst er af viðtölum við oddvita flokkanna fjögurra sem bjóða fram í Borgamesi að atvinnumálin eru þar eins og víðar sá málaflokkur sem brýnast er talið að leysa. Sameining Borgarness og. þriggja hreppa er einnig mál sem mjög kem- ur til með að setja svip sinn á næsta kjörtímabíl. Við sameininguna fjölg- ar bæjarfulltrúum úr sjö í níu. Ágreiningur hefur verið hverfandi í bæjarstjóminni. í samtölum við oddvitana kom fram að góð sam- vinna hefur verið á milli minni- og meirihluta og bæjarfulltrúar al- mennt samstiga um flest þau mál sem eru sveitarfélaginu til framfara. Núverandi meirihluti bæjarstjóm- Sigurður Már Einarsson, A-lista: Sameining mótandi „Sú breyting að sveitarfélagið stækkar með sameiningu við þrjá aðra hreppa kemur til með að móta næsta kjörtímabil á flesta lund, hvort heldur er um að ræða atvinnumál, félagsmál eða íþrótta- og æskulýðs- mál, svo einhver dæmi séu nefnd,“ sagði Sigurður Már Einarsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Borgarnesi. „Atvinnumálin verða áfram sá málaflokkur sem mestrar athygli nýtur. Við höfum búið við nokkuð erfitt atvinnuástand, einkum á vet- uma, og höfum af þeim sökum farið út í ýmsar framkvæmdir sem annars hefðu verið látnar bíða. Á komandi kjörtímabili munum við leggja mikla áherslu á áframhaldandi uppbygg- ingu ferðaþjónustu." Sigurður sagði erfitt að meta stöðuna fyrir kosning- ar, m.a. yegna fyrrgreindrar samein- ingar. „Ég komst inn sem 2. maður á fjórum atkvæðum síðast og við stefnum að því að halda 2 fulltrúum áfram.“ Guðmundur Guðmarsson, B-lista: Megináhersla á atvinnumálin „Megináherslan hlýtur að verða á atvinnumálin. Hér er atvinnuleysi og þar hefur heldur sigið á ógæfu- hliðina frekar en hitt,“ sagði Guð- mundur Guðmarsson, oddviti fram- sóknarmanna í Borgarnesi. „Þessar kosningar snúast reyndar um fleira, t.d. áframhaldandi uppbyggingu og skipulagsmál að ógleymdri samein- ingu Borgamess og þriggja annarra hreppa. Við leggjum verulega áherslu á að sameiningin takist vel. Hér er ekki um fjárhagslegan ávmning að ræða en það er skoðun mín að hið nýja, sameinaða sveitarfélag sé betur und- ir það búið að leysa þau mál sem fyrir liggja." Guðmundur sagði framsóknar- menn stefna á að ná inn þremur full- trúum og að sjálfsögðu að því að komast í meirihluta en ógemingur væri að segja til um hvemig úrslit kosninganna yrðu. Guómundur Guðmarsson, Sigrún Símonardóttir, D-lista: Atvinnumálin brenna heitast Sigrún Símonardóttir. „Atvinnumálin era það sem heit- ast brennur á okkur um þessar mundir," sagði Sigrún Símonardótt- ir, sem skipar efsta sætið á framboðs- lista sjálfstæðismanna. Hún er jafn- framt forseti bæjarstjómar. Sigrún sagði ekki nokkram vafa leika á því að sameining Borgarness og þriggja hreppa kæmi til með að hafa mjög mótandi áhrif á kosning- amar. „Ekki erum við Borgnesingar aðeins að sjá ný andlit úr sveitinni á framboðslistum heldur era hreppsbúar að kjósa um framboðs- lista í fyrsta sinn.“ Sigrún sagði kosningamar leggjast vel í sig og sitt fólk þótt hún vildi ekki leggja fram neina spádóma. „En það er Ijóst að jafnt frambjóðendur sem kjósendur þurfa að víkka sjón- deildarhringinn vegna sameiningar- innar.“ JenniR. Ólafsson, G-lista: Morg ný andlit „Það sem heitast brennur á okkur Borgnesingum eins og svo mörgrnn öðrum landsmönnum er atvinnu- ástandið og ég held að menn leggi meginkapp á að bæta úr því,“ sagði i Jenni R. Oláfsson, sem skipar 1. sæti á lista Alþýðubandalagsins. Jenni sagði engan vafa leika á að sameining Borgamess og þriggja hreppa hefði mikil áhrif í kosningimum. Þess ; mætti best sjá merki á framboðslist- um. Hann taldi líkur á að a.m.k. þrír fulltrúar dreifbýhsins næðu kjöri í stjóm hins nýja bæjarfélags. Alþýðubandalagið tapaði eina full- trúa sínum í síðustu kosningum. Jenni sagöist telja að á brattann yrði að sækja en vænti þess þó að flokkur- inn næði að endurheimta sinn mann, ekki síst með tilliti til þess að hæjar- fulltrúum fjölgaði úr sjö í níu. Jenni R. Ólafsson. Umsjón Sigurður Sverrisson ar Borgamess er skipaður fulltrúum Alþýðu- og Sjálfstæðisflokks, tveir frá hvorum flokki. Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur era í minni- hluta, sá fyrrnefndi með einn full- trúa en sá síðamefndi með tvo. Meirihlutasamst. A og D Úrslitin 1990 Fimm hstar buðu fram í kosning- unum 1990. A-hsti Alþýðuflokks fékk 208 atkvæði og 2 menn kjöma, B-hsti Framsóknarflokks 258 atkvæði og 2 menn, D-listi Sjálfstæðisflokks 257 atkvæði og 2 menn, G-hsti Alþýðu- bandalags 100 atkvæði og engan mann og Óháðir kjósendur 149 at- kvæði og einn mann kjörinn. Þessi vora kjörin í bæjarstjórn: Eyjólfur Torfi Geirsson (A), Sigurður Már Einarsson (A), Guömundur Guðmarsson (B), Kristín Hahdórs- dóttir (B), Sigrún Simonardóttir (D), Skúh Bjamason (D) og Jakob Skúla- son (G). A-listi: 1. Siguröur Már Einarsson 2. Jón Haraldsson 3. Kristmar Ólafsson 4. Hólmfríður Sveinsdóttir 5. Bjarni Steinarsson B-iisti: 1. Guðmundur Guðmarsson 2. Jón Þór Jónasson 3. Finnbogí Leifsson 4. Eygló Lind Egilsdóttir 5. Ragnar Þorgeirsson D-lísti: 1. Sigrún Símonardóttir 2. Bjarni Helgason 3. Skúh Bjamason 4. Bjarki Þorsteinsson 5. Ósk Bergþórsdóttir G-listi: 1. Jenni R. Ólafsson 2. Öm Éinarsson 3. Baldur Jónsson 4. Ingvi Árnason 5. Bergþóra Gísladóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.