Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ1994 17 Iþróttir HM-fréttir Piontek spáir Sepp Piontek, fyrrum landsliðs- þjálfari Dana í knattspymu, spáir að baráttan um heimsmeistara- titilinn muni standa á milli ítala, Þjóðverja, Brasilíumanna og Hol- lendinga. Hann spáir því enn- fremur að ítalinn Roberto Baggio, Þjóðverjinn Lothar Matthaus og Brasilíumennimir Romario og Bebeto verði helstu stjörnur keppninnar. Maldini sá besti Peter Schmeichel, landsliðs- markvörður Dana og Man. Utd, reiknar með aö baráttan standi á milli ítala, Þjóðverja og annað- hvort Brasilíumanna eða Hol- lendinga. Schmeichel hefur mesta trú á aö Paolo Maldini, varnarmaður ítalska landsliðs- ins, verði leikmaður keppninnar. Brassar vinna Flemming Povlsen, landsliðs- maður Dana, er harður á því að Brasilíumenn fagni sigri á HM en spáir því að Þjóðverjar komi til með að veita þeim mesta keppni. Povlsen veðjar á kollega sína í framlínunni sem væntanlegar stjörnur mótsins. Þar nefnir hann Jiirgen Klinsmann frá Þýskalandi, Brasilíumennina Be- beto og Romario og Argentínu- manninn Batistuta. Komum á óvart Eftir 30 klukkustunda ferðalag komu leikmenn Nígeríu loks til Bandaríkjanna í gær. Nígeríu- mennimir lentu í vandræðum vegna vegabréfsáritana og fyrsta verk þjálfarans, Hollendingsins Clemens Westerhof, var að koma mönnum sínum í rúmið. Nígeríu- menn leika í fyrsta sinn í úrslita- keppni HM og forráðamenn landsliðsins eru bjartsýnir á gott gengi. „Viö verðum það lið sem á eftir að koma mest á óvart," segir formaður nígeríska knattspyrnu- sambandsins. Hálsbólgan farin Vladimir Beschastnykh, fram- herji rússneska landsliðsins, hef- ur jafnað sig á hálsbólgunni sem heijað hefur á hann og læknir liðsins segir að hann verði orðinn góður fyrir leikinn gegn Brasilíu- mönnum á mánudaginn. Massaro eða Berti Daniele Massaro vonast til að geta staðið sig vel með ítalska landsliðinu en hann var valinn í hópinn að nýju eftir margra ára hlé. Arrico Sacchi, landsliðsþjálf- ari ítala, þarf að velja á milli Massaro, sem stóð sig vel í framl- ínu AC Milan í vetur, og Nicola Berti um það hvor hefji leikinn gegn írum á laugardaginn. „Massaro í liðið“ Toto SchiUaci, ítalinn sem varö markahæsti leikmaöur HM á ít- alíu fyrir fjórum árum, segir að Massaro éigi að vera með fast sæti í landsliði ítala. „Hann er eins og Rossi árið 1982 og ég sjálf- ur árið 1990. I hvert skipti sem hann snertir boltann fer hann í netið,“ segir SchUlaci. Vörnin frá Milan Arrigo Sacchi, þjálfari ítala, sagði í gær að hann myndi tefla fram hinni sterku vöm AC Milan gegn íram á laugardaginn. Það verða því Paulo Maldini, Franco Baresi, Alessandro Costacurta og Mauro Tassotti, sem írar þurfa að sigrast á ef þeir ætla sér að skora í leiknum. Árangur þátttökuþjóðanna 1HM: ítalir bestir síðustu 2 ár - eitt tap Kólumbíu 130 leikjum ítalir eru með besta árangur allra þátttökuþjóðanna í HM í knattspyrnu, ef litið er á leiki þeirra allra frá 1. ágúst 1992. Þeir hafa unnið 12 leiki af 17 og og eru með 76,5 prósent vinningshlutfall, ef reiknaö er út frá tveimur stigum fyrir leik og einu fyrir jafntefli. Kólumbía, Sviss og Rússland koma næst með 75 prósent hlutfall og þar er árangur Kólumbíumanna athyglisverðastur. Þeir hafa aðeins tapað einu sinni í 30 leikjum, gegn Bólivíu í vináttuleik á útivelli þann 8. apríl í vor, en þá haiði kólumbíska liöið verið ósigrað í 25 leikjum í röð. Svo merkilega vill til að einmitt Bólivía er með lakasta árangurinn síðustu tvö árin af þátttökuþjóð- unum 24, aðeins rúm 40 prósent! Fyrir utan Bóliviu eru aðeins Bandaríkin undir 50 prósentum í árangri á þessu tímabili. Bandaríkjamenn hafa verið iðnastir við kolann undanfarin tvö ár og leikið alls 57 landsleiki. Mexíkanar koma næstir með 48. Belgar hafa hins vegar leikið minnst, eða aðeins 13 leiki. Búlgarir hafa lengst verið ósigraðir af þátttökuþjóðunum í HM. Þeir hafa ekki tapaö í 10 síðustu landsleikjum sínum, frá 14 apríl 1993, og hafa á því tímabili unniö 4 leiki og gert 6 jafntefli. Auk þeirra hafa Rússland og Brasil- ía ekki tapað leik á þessu ári en þau töpuðu bæði síöast þann 17. nóvember í fyrra. Bólivíu hefur gengið verst að undanfornu en liðið hefur ekki unnið í síð- ustu sex leikjunum, og ekki skorað mark í síðustu ijórum, og sigurinn á Kólumbíu er sá eini hjá Bólivíu í síðustu 13 landsleikjunum. í töflunni hér fyrir neðan gefur að líta heildarárangur liðanna 24 frá 1. ágúst 1992: Árangur HM-þjóða í 2 ár Lið Sigrar Jafntefli Töp Mörk Árangur italía 12 2 3 32-12 76,5% Kólumbía 16 13 1 43-14 75,0% Sviss 12 6 2 40-12 75,0% Rússland 12 6 2 35-15 75,0% Þýskaland 13 5 3 47-22 73,8% Spánn 11 6 2 35-11 73,7% írland 10 5 2 24-10 73,5% Brasilla 17 9 4 68-25 71,7% Holland 10 4 3 47-17 70,6% Belgia 8 2 3 27-9 69,2% Rúmenía 14 5 5 46-24 68,7% Nigeria 12 7 4 44-15 67,4% Noregur 13 9 4 58-25 67,3% Sviþjóð 11 6 4 36-18 66,7% Marokkó 12 9 4 35-16 66,0% Kamerún 10 10 3 33-16 65,2% Suður-Kórea 19 10 8 66-31 64,9% Argentina ■B|12 11 4 37-25 64,8% Mexíkó 23 13 12 106-47 61,5% Sádi-Arabía 14 9 11 57-34 54,4% Grikkland 6 5 5 18-19 53,1% Búlgaría 7 7 6 31-26 52,5% Bandaríkin 16 21 20 66-68 46,5% Bólivía 7 11 13 36-37 40,3% Þriðji sigur ÍA - 0-4 gegn vaxandi liði Hattar Skagastúlkur eru taplausar eftir þrjár umferðir í 1. deild kvenna, Miz- unodeildinni, og deila toppsætinu með Breiðabliki. ÍA sigraði Hött, 0-4, á Egilsstöðum í gærkvöldi í leik sem frestað hafði verið frá fyrstu umferð. „Við erum alltaf að læra meira og meira og erum bjartsýnar á fram- haldið. Við erum með nokkuð stóran hóp, þar sem eru sterkir leikmenn á bekknum og bíða eftir að fá að koma inn á,“ sagði Adda Birna Hjálmars- dóttir, leikmaður Hattar, eftir leik- inn. Hattarstúlkurnar hafa bætt sig í hverjum leik. Eftir 15-1 tap gegn Stjörnunni töpuðu þær 7-0 fyrir KR og í gær töpuöu þær 4-0 fyrir ÍA en öllum andstæðingum þeirra hingað til hefur verið spáð mjög góðu gengi í 1. deildinni. Áslaug Ákadóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir vamarmis- tök Hattarstúlkna. í síðari hálfleik bætti Laufey Sigurðardóttir við tveimur mörkum og Brynja Péturs- dóttir einu. Tvö víti voru dæmd í leiknum, bæði á Hött. Laufey skoraði úr fyrra vítinu en skaut í slá úr því síðara. Laufey lék mjög vel í liði ÍA og stjórnaði leik liðsins eins og herfor- ingi á miðjunni. Engin stóð upp úr í jöfnu, baráttuglöðu og vaxandi liði Hattar. Maður leiksins: Laufey Sigurðar- dóttir, ÍA. Staðan í 1. deild kvenna að loknum þremur umferðum: UBK............ 3 3 0 0 20-1 9 Akranes........ 3 3 0 0 10-0 9 KR............. 3 2 0 1 11-4 6 Valur.......... 3 2 0 1 8-5 6 Stjaman........ 3 10 2 15-3 3 Dalvík......... 3 0 1 2 2-15 1 Haukar......... 3 0 1 2 2-15 1 Höttur......... 3 0 0 3 1-26 0 Markahæstar: Ásthildur Helgadóttir, KR...........5 Erla Sigurbjartsdóttir, Val.........5 Kristrún Daðadóttir, UBK............5 Sigríður Þorláksd., Stjömunni.......5 Olga Færseth, UBK...................4 Sigrún S. Óttarsdóttir, UBK.........4 Laufey Sigurðardóttir, ÍA...........4 Áslaug Ákadóttir, ÍA.............. 4 HM-fréttir Þjóðverjar ef stir Þjóðverjar mæta til leiks á HM sem besta lið heims, samkvæmt nýjum styrkleikalista FIFA, sem birtur var í gær. Þeir hafa færst úr 2. sæti í það fyrsta, en Brasilía fellur úr efsta í 3, Holland flýgur hins vegar úr 11. sæti í 2. sæti en Svíar hrapa úr 3. í 10. „Zubi“ í banni Andoni Zubizarreta, markvörð- ur Spánverja, tekur út leikbann í fyrsta leik þeirra á HM, gegn Suður-Kóreu, þar sem hann var rekinn af velli í lokaleik Spán- verja í undankeppninni, gegn Dönum. Javier Clemente þjálfari segir að „Zubi“ verði örugglega í markinu gegn Þjóðverjum. Maradona óhress Diego Maradona, Argentínu- maðurinn frægi, er óhress með að leikirnir í HM skuli leiknir í mesta hitanum til aö þjóna sjón- varpsstöðvunum. „Það er kom- inn tími til að leikmenn stofni samtök og stöðvi svona vitleysu," sagði Maradona eftir æfingu í hádegissólinni í gær. Gomes úr leik Nú er ljóst að Ricardo Gomes, varnarmaðurinn sterki frá Bras- ilíu, missir alveg af HM vegna meiðsla. Ronaldo, sem leikur í Japan, hefur verið kallaður í hóp- inn í staðinn. /1. DEILD KARLA í FÓTBOLTA Bjami Jó- hannsson, þjálfari 2. deildar liðs Fylkis spá- ir fyrir um úrslit leikja í 6. umferð Trópídeild- arinnar í knattspymu sem fram fer í kvöld og annað kvöld: Fram-KR 1-1 Þetta verður hörkuleikur. Fram- aramir hafa verið að skora í hverjum leik frá því í 1. umferð og þeir tapa ekki leiknum gegn KR. KR-ingar eiga á brattann að sækja eftir að hafa tapað tveimur síðustu leikjum sínum. Stjarnan-ÍBV 0-0 Eyjamennirnir spila agaöa vörn og Stjömumönnum hefur gengið illa að skora. Þetta breytist ekk- ert en það er mikið f húfi fyrir bæði liðin. ÍA-UBK3-1 Skaginn er meö mjög öflugt og agaö lið. Þeir gera fáa feila en hafa að vísu ekki náö sér á strik knattspyrnulega séð. Það virðist bara vera með þá aö hugarfar þeirra er í toppstandi og þeir bæta bara einni tönn við ef þeir þurfa. Þór-Valur 2-1 Valsmenn eru aö ganga í gegnum erfitt tímabil en í þessum leik veröur þaö heimavöllurinn sem skiptir höfuðmáli. Þórsarar hafa ekki farið eins vel af stað og spáð var en þeir verða hungraöir í sig- ur gegn Val. FH-Keflavík 0-1 Keflvikingamir hafa sterku liði á að skipa. Þeir hafa ekki tapaö leik í deildinni en hafa gert fjögur jafntefli og vilja þvi vinna sigur. Þetta verður baráttuleikur en Keflvikingarnir hafa þetta á bar- áttunni og seiglunni. Iþróttir Jelic ráðinn þjálfari Hauka - eftir að Tindastóll rifti samningi sínum við hann Peter Jelic, króatíski körfuknattleiks- þjálfarinn sem þjálfaði Tindastól í úr- valsdeildinni á síðasta keppnistímabili, hefur verið ráðinn þjálfari meistara- flokks karla hjá Haukum og tekur hann við af Ingvari Jónssýni sem nýlega var ráðinn þjálfari Vals. Jelic hafði verið ráðinn þjálfari Tinda- stóls til fjögurra ára en þeim samningi var síðan rift. Jelic á mjög glæsilegan þjálfaraferil að baki. Hann hefur þjálfað marga af frægustu körfuboltamönnum í Júgó- slavíu, þar á meðal Drazen Petrovic, sem lék í bandáirísku NBA-deildinni, en hann lést í hörmulegu bílslysi í fyrra. „Frábær þjálfari" „Þetta er stór fengur fyrir okkur og viö erum mjög kátir að vera búnir að ganga frá þessu. Jelic er á þeirri línu sem við erum að taka. Það er að vera ekki með erlendan leikmann og byggja liðið upp með þeim leikmönnum sem við höfum ásamt yngri mönnunum. Hann trúir eins og við aö það eigi eftir að skila ár- angri. Hann sýndi þaö og sannaði á síð- asta keppnistímabili aö hann er frábær þjálfari," sagði Sverrir Hjörleifsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, við DV í gærkvöldi. Jelic mun ekki eingöngu sjá um þjálf- un meistaraflokksins heldur mun hann aðstoða og kenna öðrum þjálfurum hjá félaginu. Samningur Jelic er til þriggja ára og vænta Haukar mikils af störfum hans. Forráðamenn félagins hafa ákveðið að fara þá leið að vera ekki með erlendan leikmann í sínum herbúöum, eitt liða í úrvalsdeildinni, og ætlunin er að byggja liöiö á þeim mannskap sem fyrir er. Það er óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Haukunum en fjórir elstu árgang- arnir í yngri flokkum félagsins urðu ís- landsmeistarar í vetur. „Við eigum mik- ið af efnilegum drengjum sem ríður nú á að gera eitthvað úr,“ sagði Sverrir. Rhodes og Jón Örn farnirtilÍR Haukar hafa misst tvo leikmenn sem léku meö liðinu á síðustu leiktíð. Banda- ríkjamanninn John Rhodes, sem mun þjálfa og leika með ÍR á næsta keppnis- tímabili, og Jón Öm Guðmundsson sem einnig er genginn í raðir ÍR-inga. Þá er óvíst hvort Rúnar Guðjónsson leikur áfram með liðinu en hann hefur í hyggju að fara til sjós. Ný stjórn rifti samningi Jelic við Tindastól Jelic hafði verið ráðinn þjálfari Tinda- stóls til næstu fjögurra ára, en þeim samningi var rift á dögunum. Það var fráfarandi stjórn körfuknattleiksdeild- arinnar sem réð Jelic, en stjómin sem tók við treysti sér ekki til að standa við þær skuldbindingar og rifti samningn- um. Tindastólsliöið er því þjálfaralaust sem stendur, en samkvæmt heimildum DV er líklegast að Páll Kolbeinsson, sem lék með Tindastóli síðasta vetur, verði ráðinn í staöinn fyrir Jelic. Crystal Palcace, sem sigraöi í ensku l. deildinni í knattspymu í vor, hefur nú augastaö á sænska iandsliðsmanninum Kennet And- erson. Anderson, sem er 26 ára gamall framherji, er metinn á 800.000 pund. Suttoneftirsóttur Mörg félög í ensku úrvalsdeild- inni em á höttunum eftir Chris Sutton, framherjanum snjalla hjá Norwich. Arsenal, Man. Utd, Li- verpool, Blackburn, Everton og Tottenham slást um kappann. A síðasta keppnistímabili bauð Arsenal 4,5 milljónir punda í Sut- ton en Norwich hafhaði boðinu. DanitilBlackburn? Kerrny Dalglish, framkvæmda- stjóri Blackbum, leitar að varn- armanni til aö fylla skarð David May sem á dögunum var seldur til Man. Utd. Dalglish hefur auga- staö á Dananum Marc Rieper sem leikur með Bröndby. Peter Jelic þótti ná ótrúlega miklu út úr ungu liði Tindastóls síðasta vetur og nú bíður hans uppbyggingarstarf hjá Haukum. DV-mynd GS Heimir þjálfar IR-inga Heimir Karlsson var í gærkvöldi ráöinh þjálfari 2. deildar liðs ÍR í knattspyrnu, í stað Ögmundar Krist- inssonar sem var sagt upp störfum um síðustu helgi. Heimir þjálfaði ÍR-inga og lék með þeim 1986 og 1987, en var eftir það þjálfari og leikmaður hjá Víði og Selfossi. Það var einmitt Heimir sem kom ÍR-ingum í 2. deild á sínum tíma, þar léku þeir fyrst 1987, og nú fær hann þaö verkefni að lyfta þeim af botni deildarinnar en ÍR hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu. „Heimir er mjög góöur kostur fyrir okkur og hann veit að hveiju hann gengur. Byijunin hefur verið erfið hjá okkur, við höfum verið án sterkra leikmanna sem hafa verið meiddir, en eru á leið inn í liðið á ný,“ sagði Árni Þórðarson, formaöur knattspyrnudeildar ÍR, í samtali við DV í gærkvöldi. I kvöld Trópídeildin: Fram-KR kl.20 Mjólkurbikar karla: Reynir-Ægir kl. 20 HK-Víðir kl.20 Haukar-Hamar kl. 20 BÍ-Ármann kl.20 GK.Grindav.-Leiknir R. kl.20 ÍR-Afturelding kl. 20 Smástund-Njarðvík kl. 20 Neisti H.-Tindastóll kl.20 Hvöt-Magni kl.20 KS-Þrymur kl.20 Dalvík-Völsungur kl.20 Einherji-KBS kl.20 Huginn-Höttur kl.20 Þróttur N.-KVA kl. 20 NeistiD.-Sindri kl.20 Bláref ur lukkudýr Fram Blárefurinn á myndinni hér að ofan er hið nýja lukkudýr Framherja, stuðningsklúbbs knattspyrnuliðs Framara. Á leik Fram og KR á Laugardalsvellinum í kvöld verður efnt til hugmyndasamkeppni um nafn á blárefinn, og í verðlaun fyrir besta nafnið er helgar- dvöl fyrir tvo á Hótel Bifröst í boði Samvinnuferða-Landsýnar. Framherjarnir munu hittast i húsnæði ÍSÍ klukkan 18, borða saman og hita upp fyrir leikinn. DV-mynd ÞÖK Carl J. Eiríksson skotmaður: STÍ vill ekki af- henda bikarinn - Carl fær bikarinn í haust, segir formaður STÍ Tottenham ref sað - rekið úr bikamum og missir 12 stig Enska knattspyrnufélagiö Tottenham Hotspur var í gær sektað um rúmar 60 milljónir króna, bannað að taka þátt í onsku bikarkeppninni næsta vetur og félagið þarf að hefja komandi keppnistímabil í úrvalsdeild- imú með 12 stig í mínus. Sektin er sú langhæsta sem um getur í ensku knattspyrnunni Enska knattspyrnusambandið kvað þennan úrskurö upp eftir að í ljós hafði komið að Tottenham hafði greitt nokkram leikmönnum á ólöglegan hátt alls rúmar 40 mifijónir króna, á árunum 1985 til 1989. AÐALFUNDUR Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar verður haldinn í Þróttheimum í kvöld kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjölmennið. Stjórnin I tilkynningu sem blaöinu hefur borist frá Carli J. Eiríkssyni skotmanni segir: „Sijóm Skotsambands íslands, STÍ, hef- ur lýst því yfir að farandbikarinn fyrir titilinn „Bikarmeistari STÍ1994 í riífilskot- fimi, 60 skot liggjandi," verði ekki afhent- ur en undirritaður vann þennan titil í mars 1994 með 120 punktum af 120 mögu- legum. Undirritaður hefur aldrei fengið þennan bikar þótt hann hafi einnig unnið hann í apríl 1993. Bikarinn var þá afhentur þeim keppanda sem varð í öðra sæti og sem er einnig í ööru sæti núna. Þetta er því annað árið í röð sem stjórn STI vill ekki afhenta réttum titúhafa bik- arinn." Verðlaunaafhendingin í. haust, segir formaður STÍ „Carl mun einhvem tima í haust fá þenn- an bikar sem hann vann til í vor og var vel að kominn. Við ráðgeram að halda uppskeruhátíð í haust þegar keppnistíma- búinu lýkur og þá mun fara fram verð- launafhending. Það er hins vegar ekki rétt hjá Carli að hann hafi urrnið sigur í þessu móti í fyrra og því átti hann ekki að fá bikarinn þá,“ sagði Þorsteinn Ás- geirsson, formaður Skotsambands ís- lands, við DV í gær. TveirfaraáHM íslendingar munu eiga tvo keppendur á heimsmeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem haldiö verður í Indónesíu 21.-25. júni. Það eru þeir Auðun Jónsson sem keppir í 100 kg flokki og Jó- hannes Eiríksson sem mun keppa í 67,5 kg flokki. Jóhannes keppti í fyrra á HM í Kanada og varö í 7. sæti í 60 kg flokki en Auðun var hársbreidd frá sígri í 125 kg flokki og hlaut súfurverðlaun. Biikar med hópferð Blikaklúbburinn stendur fyrir hópferð á leik Breiöabliks og ÍA í Trópídeildinni sem fram fer á Akranesi á morgun. Farið verður frá sandgrasvellinum klukkan 18. Lucas með 76ers John Lucas verður næsti þjálf- ari Philadelphia 76ers í banda- rísku NBA-deúdinni i körfu- knattleik. Lucas hefur þjálfað liö San Antonio Spurs tvö síðustu árin í kjölfar frekar slaks árangur Spurs á þessu keppnistímabili var honum sagt upp störfum. Lucas tekur við af Fred Carter sem stjómaði liði 76ers í vetur. NÍKE Trópídeildin ABM Fram - KR Aðalleikvanginum íLaugardal i kvöld 15. júníkl. 20.00 BUZIL - BUZIL - BZJZIL - BZJZIL ZJmboðsaðili BUZIL á íslandi er Rœstivörur, sími 674142 Myllan Brauð hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.