Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 27 dv Fjölmiðlar um stöðina Ameríski draumurinn birtist sjónvarpsáhorfendum í gær- 1 kvöldi í viðtalsþætti sem nefndist Vinklar. í þættinum var raett við tvo þekkta íslendinga sem hafa komið sér vel fyrir í henni Amer- íku. Slíkir þættir hljóta ávallt að njóta einhverrar athygli en þeir þurfa þá að vera almennilega unnir. Þátturinn í gærkvöldi var með viðvaningslegum brag. Auk þess virtist efnið vera gamalt þar sem svomargir svona j)ættir hafa áður verið gerðir. Eg minnist þátta irá svipuðum slóðum sem Hans Kristján Árnason gerði á sínum tíma svo og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. En fyrir þá sem dreymir um ríkidæmi í Banda- ríkjunum hlýtur slikt efni að kitla. Valdabaráttan á Stöð 2 var fyr- irferðarmikil í fréttum gærdags- ins eins og undanfamar vikur. í frétta þættinum Hér og nú í gær- dag sagðist Páll Magnússon sjón- varpsstjóri telja að baráttan um stöðina hefði skaðað ímynd henn- ar. Ég er fyllilega sammála sjón- varpsstjóranum um það. Hins vegar tel ég skaöann ekki vera minni þegar litið veröur til dag- skrár t.d. Bylgjunnar. Svo virðist sem Stöð 2 og Bylgjan hafi misst metnað sinn varðandi faglega þáttinn. Fréttaumar Bylgjunnar eru svipur hjá sjón og fréttatími Stöðvar 2 er ekki jafn lifandi og áður. Ef ftam heldur sem horfir virðist rétti tíminn fyrir unga og framsýna menn að fara af stað með nýja sjónvarpsstöð ellegar má búast við að gervihnattar- diskum fari fiölgandi á þökum landsmanna. Elín Albertdóttir Andlát Örn Matthíasson lést þann 13. júní á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Arngunnur Jónsdóttir, Njarðvíkur- braut 11, Njarðvík, lést á Landspítal- anum fóstudaginn 10. júní. Aðalsteinn Guðmundsson, Hrafn- istu, áður Hofsvallagötu 15, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi 13. júní. Jarðarfarir Helgi Hjörleifsson skósmiður lést í Borgarspítalanum laugardaginn 3. júní. Jarðarforin hefur farið fram. Ragnheiður Brynjólfsdóttir frá Ytri- Ey, Blönduhlíð 3, Reykjavík, sem lést í Borgarspítalanum fóstudaginn 10. júní, verður jarðsett frá Sauðár- krókskirkju laugardaginn 18. júní kl. 14. Minningarathöfn verður í Foss- vogskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 15. Jónas Kristinn Tryggvason lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar fóstudaginn 10. júní sl. Útíor hans fer fram frá Siglufjaröarkirkju laugardaginn 18. júní kl. 14. Árni Ingimundarson klæðskera- og húsasmíðameistari, Skarðsbraut 19, Akranesi, sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 9. júní sl., verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 14. Jarðarfor Ellenar Eyjólfsdóttur, sem andaðist 7. júní sl., hefur farið fram. Garðar Bernharð Waage, Hátúni 10, Reykjavík, lést á heimili sínu 23. maí 1994. Útförin hefur farið fram. Ágúst Halblaub, Digranesheiði 17, Kópavogi, verður jarðsettur frá Bú- staöakirkju fimmtudaginn 16. júni kl. 13.30. , Halldóra Tryggvadóttir, Hjállabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 13.30. Ronald Michael Kristjánsson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. júní kl. 13.30. Lúðvík Magnússon frá ísafirði, Holtsgötu 29, Ytri-Njarðvík, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni 12. júní. Jarðsungið verður frá Ytri- Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 16. júní kl. 14. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfiörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreiö s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö s. 22222. Ísafiörður: Slökkviliö s. 3300, brunas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagáþjónusta apótekanna í Reykjavik 10. júní til 16. júní 1994, að báðum dögum meðtöldum, verður i Laugavegsapó- teki, Laugavegi 16, simi 24045. Auk þess verður varsla í Holtsapóteki, Langholts- vegi 84, simi 35212, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um iæknaþjónustu eru gefhar í sima 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnaríjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið fóstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum timum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11100, Hafnarfjörður, sími 51328, Keflavík, sími 20500, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimihslækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuöum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er i síma 20500 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í sima 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild efdr samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fóstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 Og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtah og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið i júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud. kl. 1519. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Vísir fyrir 50 árum Miðvikud. 15. júní: Erlendu skipi náð út af Fossfjöru á Síðu. Skipin grafa sig sjálf gegnum sand og brim með skrúfunni. ___________Spakmæli_______________ Betra er að hafa elskað og misst en * að hafa aldrei elskað. A. Munch. ' Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl.. 14—15. Borgar- bókasafnið i Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opiö daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.3016. Högg- myndagarðurinn er opinn alla daga. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-funmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opiö sunnud., þriðjud., funmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið daglega kl. 13-17 júní-sept. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn fslands. Opið daglega 15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokaö á mánudögum. Stofnun Árna Magnússonar: Hand- ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu opin virka daga kl. 14-16. Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel- tjamamesi: Opið kl. 12-16 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími 96-24162, fax. 9512562. Opnunar- tími 1. júní-15. sept. alla daga frá 11 til 17.15. sept. til 1. júní sunnud. frá 14-16. Bilaiúr Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. V atns veitubilanir: Reykjavik sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 985 - 28078 Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. l7 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Stjömuspá Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 16. júni Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Sjálfstraustið er ekki upp á það besta núna. Aðrir eru þó tillitssam- - ir og hughreystandi. Happatölur eru 12, 23 og 32. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Góður skilningur ríkir á milli þín og ættingja þinna og vina. Það gefst því tækifæri til að ræða sameiginleg hagsmunamál. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Hætt er við truflunum og misskilningi. Hlustaðu ekki á slúður sem komið er á framfæri af illum hvötum. Þér gengur vel í starfi. Nautið (20. apríI-20. maí): Þínum málum miðar vel áfram. Það eina sem skyggir á eru von- brigði einhvers sem er þér nákominn. Þú vinnur að endurbótum heimafyrir. Tvíburarnir (21. mai-21. júni): Þú gætir þurft að endurskoða ákvörðun sem þú tókst nýlega. Þetta gerist vegna breyttra aðstæðna. Taktu það ekki nærri þér. t Krabbinn (22. júni-22. júlí): Þú lítur á hið góða í fólki fremur en hið gagnstæða. Það er þó hætt við að þú takir ekki afstöðu vegna þess að þú vilt engan særa. Happatölur eru 7, 18 og 28. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú færð nýtt tækifæri. Láttu ekki reynslu af gömlum mistökum spilla fyrir þér núna. Þú ert reynslunni ríkari. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Dagurinn verður þér hagstæður. Kannaðu hversu langt þú kemst. Þú ættir að ná góðu forskoti. Þú nærð að hreinsa loftið í kvöld. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú hrósar öðrum jafnvel umfram verðleika þeirra. Það á þó eftir að reynast þér hagstætt í framtíðinni. Þú eignast góða bandamenn. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þér verður vel ágengt. Breytingar sem komast á reynast þér hag- stæðar. Leyfðu öðrum þó að njóta sín. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú htur björtum augum til framtiðarinnar. Þú nýtir þér nýjar hugmyndir um tímaspamað. Aðrir líta til þín og bíða leiðsagnar þinnar. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Eitthvað sem þú heyrir veldur því að þú breytir skoðun þinni á ákveðnum aðila. Þú verður fyrir vonbrigðum með verkefni sem lofaði góðu í upphafi. 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.