Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 Listasmiðjan er flutt að Dalshrauni 1, Hafnarfirði. Mesta úrval landsins af keramikvörum. íslensk framleiðsla. Opnunarafsláttur W 15-30P/o í Jk nokkra daga. W]pF Lístasmiðjan Dalshrauni 1, Hafnarfirði sími 652105, fax 53170. A NÆSTA SOLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA tímarit fyrir alla (327-00 eynmn Osta- og smjörsölunni Vegfna breytingfa í símaskrá er faxnúmer okkar í sölude ild nú 87 69 06 stað 68 69 06. GSmjöp6^V Menning Náttúrasýn Asmundar og Kjarvals á Akureyri í Listasafni Akureyrar hefur veriö opnuð sýning þar sem verkum tveggja helstu meistara íslenskrar mynd- listar, þeirra Jóhannesar Kjarvals og Ásmundar Sveinssonar, er teflt saman. Sýningin er samstarfs- verkefni Listasafns Akureyrar og Listasafns Reykja- víkur, Kjarvalsstaöa og Ásmundarsafns. Sýningin fer frá Akureyri til Prag og Edinborgar, en ekki er ráð- gert að setja hana upp annars staðar hér á landi og er sýningin þeim mun merkari fyrir hið nýja og vax- andi listasafn þeirra Norðlendinga. Náttúra - náttúra Titill sýningarinnar er Náttúra - náttúra og á að undir- strika að báðir listamennirnir vinna út frá náttúrúnni og landinu í verkum sínum. Með eilítilli fyrirhöfn og stórum skammti af áræöi hefði verið hægt að gera sýningu þessa að því sem henni virðist hafa verið ætlað; að sviösetja sjónleik frá íjórða og flmmta ára- tugnum þar sem tröll Ásmundar fara hamforum í fjöll- um Kjarvals. Því er þó ekki að heilsa, því miður. Val á verkum á þessa sýningu virðist næsta handahófs- kennt og hér er hvorki um að ræða merkustu verk listamannanna né markverða tilraun til að láta verk listamánnanna kallast á, jafnvel þó hugmyndin sé góðra gjalda verð. Það er helst í klefasalnum að neisti á milh „Hrafnabjarga“ Kjarvals og „Tröllkonu" Ás- mundar. Ólíkur stíll Stíll listamannanna er það óhkur að hreint ekki er gefið mál að samspil á við það sem að ofan greinir gangi upp. Þegar sýningar eru skipu- lagðar með það fyrir augum að gera slika thraun er frumskyldan að kanna grundvölhnn. Sýningunni fylg- ir ítarleg og innbundin skrá með ritsmið Kristínar G. Guðnadóttur um náttúrusýn Kjarvals og grein eftir Gunnar Kvaran sem birtist í fyrra í bók um náttúruna í hst Ásmundar. Sameiginlegt viðfangsefni í hstinni Sameiginleg niðurstaða þessara greina er í sem stystu máh sú að hér sé í báðum thvikum um að ræða næma Myndlist Ólafur J. Engilbertsson listamenn sem ólust upp í faðmi náttúrunnar og hta á hana sem eigirJegt \nðfangsefni sitt í hstinni. Því sé útgangspunktur þeirra nánast sá sami þótt nálganir séu óhkar. Fróðlegt hetði verið að hafa hér samanburð- argrein á hst þessara tveggja meistara íslenskrar sam- timahstar eða grein þar sem áþekkir fletir í hst þeirra væru gaumgæfðir. En nálgunin er hér öh með hefð- bundnum hætti líkt myndimar hefðu ekki komið fram í dagsljósið áður. Ósamræmið á milli skrár og sýning- ar er meira fyrir þær sakir að í skránni er að finna gnægð verka sem ekki em á sýningunni. Listasafn Akureyrar er aht um það góður sýningarstaður sem hefur til að bera hæfhegan hráleika og hæfhega birtu svo verkin eru ekki borin ofurhði. Þangað eiga von- andi eftir að rata margar betur skipulagðar sýningar og ekki væri verra að þær væni alnorðlenskar. Sýn- ingin á verkum Kjarvals og Ásmundar í Listasafni Akureyrar stendur th 28. júní. Smáauglýsingar OPIÐ: Miðvikudaginn 15. júní kl. 9-22 Fimmtudaginn 16. júní kl. 9-22 Sunnudaginn 19. júní kl. 18-22 LOKAÐ: Föstudaginn 17. júní Laugardaginn 18. júní DV kemur út fimmtudaginn 16. júní DV kemur ekki út föstudaginn 17. júní og laugardaginn 18. júní DV kemur næst út mánudaginn 20. júní Smáauglýsingar - Þverholti 11 - sími 632700 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! Tómas R. Einarsson: Einslags stórt hrúgald af grjóti Laugardagskvöldið 11. júní var í íslensku óperunni fluttur tónleikur um ísland fyrir fimm söngvara, ljóð- skáld og sjö manna djasshljómsveit eftir Tómas R. Einarsson, djasstónskáld og kontrabassaleikara. - Þaö hlaut að koma að því að jafn bókmenntalega sinnaður músíkant og Tómas sækti sér efnivið í íslenska ljóða- gerð að einhveiju marki. Ljóöin, sem hann hefur vahö að tónsetja, eru frá síöari hluta þessarar aldar og auk þeirra gamah texti úr oröabókarhandriti eftir Jón Grunnvíking og þaöan fengin yfirskrift tónleiksins. Hljóðfæraleikarar voru, auk höfundar, Eyþór Gunn- arsson á píanó, Matthías Hemstock á trommur, Einar Öm Benediktsson á trompet, Óskar Guðjónsson á te- nórsaxófón, Siguröur Flosason á altsaxófón og Þórir Baldursson á orgel og píanó. Söngvaramir, sem komu fram, voru Bergþór Páls- son, Einar Öm, Guðmundur Andri Thorsson, Ragn- hhdur Gísladóttir og Sif Ragnhildardóttir. Ekkert þeirra hefur einbeitt sér að djasssöng sérstaklega en þau stóðu sig öh vel, hvert á sína vísu. Þrátt fyrir val söngvaranna fór ekkert á mhh mála að þetta vom djasstónleikar. Lagið „S.S. Montclare" við undarlegt kvæði eftir Laxness gat eiginlega ekki verið öömvísi en það var. Byggt á nokkrum ahólíkum köflum, hresshegur takturinn í byrjun vel við hæfi og endaö á fahegu stefi. Ragnhhdur brá sér öðm hvora í hki tenórsöngvara og gerði verki þessu góð skh. Sif söng ljóðið „Dagur“ eftir Pétur Gunnarsson með sinni djúpu rödd. Sveiflan var létt en lagið með líku yfir- bragði og hin hægu verk Tómasar, „Landsýn" við Ijóð Steins Steinarrs, sem KK söng, „Nostalgía" við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur og „Þau“, við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, en Ragnhildur söng þau tvö síð- ari. í „Nostalgíu" blés Sigurður Flosason í bassaklarí- Djass Ingvi Þór Kormáksson nettu mjög lýriskt með Websterlegum thþrifum. Höf- undareinkenni Tómasar koma einna sterkast fram í þessum framantöldu verkum sem rísa og hníga eins og mjúkur öldugangur, mohhljómar veita eihtið stríð- um eða stríðnislegum dúrhljómum lausn en aldrei lengi í senn. Útsetningamar eins og aht að því brot- hættar ef þær væm ekki í svo ömggum höndum. Lagl- ínurnar gerast sterkari og áleitnari en áður hjá Tóm- asi þótt ekki séu famar fjöltroðnustu slóðir í hljóm- setningum. Einar Öm „rabbaði" lýsingu íslands eftir Grunnvík- inginn og Flosason og Óskar fretuöu mikinn í fóna sína sem og þeir gerðu líka er Sjón steig á svið og fór með frásögn af Sigurjóni hrotta búsettum í Breiðholti. Bergþór Pálsson söng örstutt draugalegt ljóð eftir Gyrði Ehasson við undirleik Matthíasar á trommur og síöan las Ragnhhdur blúsað prósaljóð eftir Lindu Vhhjálmsdóttur og mætti þá Þórir Baldursson á svið og fór fimum höndum um virðulegt Hammond B-3 orgel sem skapaöi fína blússtemningu. Að lokum söng og las Guðmundur Andri „Þú ert“ eftir Sigurö málara Guömundsson en það kvæði er ort th íslenskrar tungu. AUur flutningur var með ágætrnn. Fjölbreytnin mik- h og skiptust á gaman og alvara í textum, róleg lög og hröö, Ijóöræna og hreinn hávaði. Ekki er hægt að segja annað en að hér hafi vel tekist th við að finna hinum ýmsu textum samræmda tónaumgjörð nýja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.