Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1994 Fréttir_____________________________ Óraunhæfar væntingar um nýtt síldarævintýri: Takmarkaðir mögu- leikar á sölu saltsíldar - lækkandi verð á lýsi „Það eru takmarkaðir sölumögu- leikar á síld til manneldis og mikið framboð á síldarmörkuðum. Við höf- um verið í sambandi og viðræðum við fjölda síldarkaupenda á öllum helstu markaðssvæðum undanfama daga og látið þá vita af þessum nýja möguleika að geta boðið sOd úr norsk-íslenska síldarstofninum eftir 26 ára hlé. Til dæmis hefur heyrst að 40 þúsund tonn af frystri síld séu til í frystigeymslum í Murmansk. Kvótaaukningin úr þessum stofni, sem við erum að veiða úr, nemur 350 þúsund tonnum á tveimur árum og það hefur auðvitað áluif á sölumögu- leika á okkar afurðum," segir Gunn- ar Jóakimsson, framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar. Síldveiðin norður af landinu hefur kallað á spumingar um möguleika á sölu á þeim afurðum sem þetta silfur hafsins gefur af sér. Væntingar um að síldin verði þjóðinni sá bjargvætt- ur sem hún var fyrir þremur áratug- um virðast óraunhæfar í ljósi þess ástands sem ríkir á mörkuðum. Gunnar bendir á að kaupendur hafi ekki gert ráð fyrir þessu óvænta framboði á síld og séu almennt búnir að birgja sig upp af síld af þeirri stærð sem nú veiðist. „Við erum í samkeppni við aðra fæðu, yngra fólk borðar minna af síld en þeir sem eldri em. Það auk þeirrar aukningar sem orðið hefur í veiðinni leiðir til þess að möguleikar okkar varðandi sölu em takmarkað- ir,“ sagði Gunnar. Horfur á sölu þeirra afurða sem til falla við bræðslu virðast þokkalegar en þó hefur þegar orðið verðlækkun á lýsi vegna framboðs frá Perú. Teit- ur Stefánsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskimjölsframleið- enda, sagði 1 samtali við DV að mikil veiði Perúmanna hefði enn ekki haft sýnileg áhrif á mjölverð en lækkun á lýsisverði væri staðreynd. Sæmundur Guðmundsson, aðstoð- arforstjóri hjá íslenskum sjávaraf- urðum h/f, sagði að varðandi sölu á frystri síld væri verið að skoða mark- aði í Japan og Þýskalandi. „Þetta er mjög spennandi en mál eru ekki komin það langt að hægt sé aö spá um verö. Nokkur frystihús hafa sýnt áhuga á því aö hefja fryst- ingu en til þess að hægt sé að frysta verður hráefnið að vera nýtt, helst ekki nema nokkurra tíma gamalt. Þá má ekki vera áta í síldinni,“ sagði Sæmundur Guðmundsson. Stuttarfréttir Fjárhagsstaðan könnuð Borgarráð samþykkti í gær aö fela óháðum aðila utan borgar- kerfisins að gera úttekt á fjár- hagsstöðu borgarinnar. Fulltrúar minnihlutans settu sig ekki upp á rnóti tillögunni. Minnihlutinnámóti Borgarráð fjaliaöi í gær um til- lögu meirihluta borgarstjómar að ráðúin verði aðstoðarmaður borgarstjóra. Tillögunni var að kröfu minnihlutans vísað til borgarstjómar. SvenrirsækH-um Sverrir Hermannsson hefur ákveðið að sækja um stöðu bankastjóra í Landsbankanum. Morgunblaðið greindi frá þessu. Um er að rajða stöðu sem Sverrir gegnir nú þegar en var auglýst vegna ákvæða í lögum. Stöð 2 ekki videoieiga Stöð tvö verður fjölmiöill en ekki videoleiga eftir eigenda- skipti. Tíminn hefur þetta eftir fréttastjóra stöðvarinnar. Táningur í skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás: Kastaði skipti- lykli í höfuð jaf naldra síns Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær 18 ára pilt í 8 mánaða fangelsi, skilorðsbundið til 3 ára. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa kastað skiptilykli í höfuð jafnaldra síns. Atvikið átti sér stað í Árbænum 28 ágúst síðastliðinn. Við höggið höfuð- kúpubrotnaði pilturinn og kýldist bein inn í höfuðið. Beinflisar stung- ust í gegnum heilahimnu og hann hlaut mar og blæðingar í heilavef og varanlega skemmd á litlu svæði heil- ans. í niðurstöðum dómsins segir að ljóst sé að upphaf samskipta piltanna umrædda nótt megi rekja til þess að fómarlambið hafi hlaupið að ákærða og barið hann með homaboltakylfu í síðuna. Homaboltakylfuna var hann með sér til vamar þar sem hann taldi ófriðvænlegt að næturlagi í hverfinu þar sem hann býr. Ákærði var þá með hnúajám en treysti sér ekki til að nota það þar sem hann taldi kylfuna, sem var úr jámi, meira verkfæri. Einnig barði fómarlambið félaga ákærða í höfuðið með kylfunni en fór eftir það í burtu. Síðar kom fómarlambið á bfl og gerði sig líklegt til að slá tfl ákærða með sömu kylfu út um opinn glugga jeppabifreiðar. í sömu mund kastaði ákærði skiptilykli, sem félagi hans hafði náð í, í höfuð fómariambsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hélt ákærði því fram að hann hefði þurft skiptilykflinn til að veija sig. Á það var ekki faliist þar sem hann hefði átt alla möguleika á að hlaupa á brott. Dóminum þótti jafnframt sannað að fómarlambið hefði átt upptökin að átökunum um nóttina. Hins vegar hefði ákærða mátt vera ljóst að sú háttsemi aö kasta lyklinum í átt til bifreiðarinnar var stórhættuleg. Héraðsdómur dæmdi því pfltinn, sem kastaði skiptilyklinum, í 8 mán- aða fangelsi skilorðsbundið. Tillit var tekið til þess að hættulegt verk- færi var notað og að ákærði hafði áður gengist undir dómsáttir vegna líkamsárásar og skemmdarverka. Þá var tekið tillit tfl ungs aldurs ákærða tfl refsflækkunar. Sá sem fyrir lyklinum varð gerði kröfur um 250 þúsund króna skaða- bætur. Var fallist á helming þeirrar fjárhæðar þar sem hann átti upptök- in. Hann hefur áður hlotið skilorðs- bundinn dóm, meðal annars fyrir barsmíðar á þremur aðilum Tannlæknirinn ekur hnarreistur i hestakerru sinni og ýmsir hafa notað tækifærið og fengið far hiuta leiðarinnar. DV-mynd Magnús í hringferð í hestakerru - og ferðirtni lýkur á landsmóti hestamanna á Hellu Magnús Ólafsson, DV, Húnaþingú Þýski tannlæknirinn Dieter Kolb er mikill aðdáandi íslenska hestsins og á slíka gripi í heimalandi sínu. Nú dvelur hann hér á landi og er á hringferð um landið í hestvagni. Til ferðalagsins flutti hann hingað nýja hestakerru, sem tekur fimm far- þega auk ökumanns, og sex hesta hefur hann að láni til þess að draga kerruna. Venjulega spennir hann tvo fyrir ækið í einu og hina hestana flyt- ur hann á bfl. , Með tfltæki sínu vfll hann kynna íslendingum þennan skemmtflega ferðamáta, kerruaksturinn. Meðal annars segir hann tilvahð og eftir- minnflegt fyrir brúðhjón að fara í hestvagni til kirkju. Þá bendir hann á mikla möguleika hestakerrunnar varðandi ferðaþjónustu. Samhiiða þessu kynningarátaki nýtur tann- læknirinn þýski samveru hestanna í íslenskri náttúru. Kerruferðalagið hófst í Rangár- vallasýslu og var farið austur um land. Nokkra daga var stansað á Blönduósi og 13. júní haldið vestur Húnavatnssýslu að Brú. í dag, 15. júní, verður haldið með Akraborg tfl Reykjavíkur og þaðan um Suðurnes. Ferðinni lýkur svo á landsmóti hestamanna á Heliu. Nýi meiriHutiim á Stöð 2: Hyggst sækja rétt sinn með öllum ráðum Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, fyrir hönd nýs meirihluta í sljórn íslenska útvarpsfélagsins, hefur sent Ingimundi Sigfússyni, fráfarandi stjómarformanni felagsins, mjög haröort bréf í tflefni af sölu fráfar- andi meirihluta á hlut félagsins í Sýn. Samkvæmt bréfinu hyggst nýr meirihluti sækja rétt sinn og Stöðvar 2 „með öllum tiltækum ráðum“. Krafist er bótakrafna og boðuð frek- ari málsókn en komin er vegna lög- bannsins. í bréfinu segir að krafa um lögbann hafi verið sett fram frá nýjum meiri- hluta á sölu Sýnarbréfanna í þeim tilgangi að tryggja að hægt verði að framfylgja væntanlegum úrskurði dómstóla um að ráðstöfun hlutabréf- anna hafi verið ólögmæt með þeim hætti að bréfin gangi aftur til félags- ins. Síðan segir í bréfinu: „Við fyrirtekt lögbannsmálsins hjá sýslumanninum í Reykjavík hefur lögmaður gerðarþola lýst því yfir að umbjóðandi hans hafi þegar framselt hluta hlutabréfsins. Er því jafnframt haldið fram að framsalið sé til aðila sem enga vitneslgu hafi haft um að- draganda málsins. Því þurfi sá aðili, vegna grandaleysis síns, ekki að þola lögbann við ráðstöfun þeirra réttinda sem bréfinu fylgja. Með þessu móti er sýnilega verið aö gera tflraun til þess að koma í veg fyrir að meiri- hluti hluthafa í íslenska útvarpsfé- laginu geti náð fram rétti sínum. Virðist hér um lítt dulbúið brot á 249. grein almennra hegningarlaga að ræða.“ Þess má geta að samkvæmt greininni getur brot á henni varðað fangelsi frá 2 tfl 6 árum. Undir lok bréfsins til Ingimundar segir: „Komi í ljós að frekari tflraun- ir verði viðhafðar af hálfu fráfarandi meirihluta stjómar félagsins tfl þess að koma í veg fyrir að nýr meiri- hluti hluthafa geti náð rétti sínum, t.d. með frekari framsölum eða sýnd- argemingum, verður ekki hikað við að krefiast opinberrar rannsóknar á aðdraganda sölunnar og þér, ásamt öðrum stjómarmönnunm sem á mál- inu hafa staðið, verðið kærðir fyrir brot á 249. gr. alm. hegningarlaga." Ingimundur Sigfússon kaus ekki að fiá sig frekar um málefni Sýnar og Stöðvar 2 í fiölmiðlum þegar DV hafði samband við hann í gær. Eins og kom fram í DV í gær synj- aöi fulltrúi sýslumanns í Reykjavík kröfu um lögbann á sölu Sýnarbréf- anna. Um var að ræða sölu á 1,8 mifljóna króna hlut að nafnvirði tfl Jóhannesar Torfasonar, bónda á Torfalæk í A-Húnavatnssýslu, með samningi dagsettum 10. júní sl. Lög- bannskröfunni var synjað á þeirri forsendu að lögbann verði ekki lagt á athöfn sem þegar sé lokið og gerð- arbeiðendum hafi ekki tekist að sanna lögbrot. Gerðarbeiðendur hafa ákveðið að kæra úrskurðinn. Jafnframt var farið fram á lögbann hjá sýslumanni á Blönduósi í gær vegna kaupa Jóhannesar Torfasonar Málið var tekið fyrir í gærkvöldi og syifiaö um lögbann. Hefur úrskurð- inum verið skotið tfl Héraðsdóms Norðurlands vestra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.